Þjóðviljinn - 11.01.1945, Side 8

Þjóðviljinn - 11.01.1945, Side 8
WWUWWUVWUWUWAW Flugvél þessi nejnist A-2G Invader og er af nýjustu og hraðfleygustu gcrð bandarískra herflugvela. Flugvél þessa má nota sem lágjieyga orustuflugvél, syrengjuflugvél eða steypiflugvel. '.WVWWVAWW VWJVWW.WWVWWW 30 ára afmæli Verkalýðsfélags Stykkishólms 4 vélbátar gerðir út frá Stykkishólmi í vetur Verhalýðsfélag Styhkishólms minntist, 30 ára starfsafmœlis síns laugardaginn 6. jan. s. L, með fjöl- mennri skemmtisamkomu í sam- komuhúsinu í Stykkishólmi. Ræður fluttu formaður og rit- ari félagsins, þeir Ragnar Einars- son og Sigurður Skúlason. Kvik- myndir voru sýndar. Ennfremur var einsöngur, tvísöngur og kvart- ett stúlkna með gítarundirleik. Skemmtunin fór á allan hátt prýði- lega fram og var ein sú fjölmenn- asta, sem iram hefur farið í Stykk- ishólmi. Frá Stykkishólmi verða í vetur gerðir út 4 dekkbátar og 1 trillu- bátur. Eru 3 dekkbátarnir og trillubáturinn gerðir út af Sigurði Agústssyni, kaupmanni en fjórði dekkbáturinn er gerður út á veg- um Kaupfélags Stykkishólms. Luzon-innrásin gengur vel Sólarhring eftir að innrásin á Luzon, aðaleyju Filippseyja, hófst, voru Bandaríkjamenn víðast bún- ir að sœ/cja fram um 6V2 km frái ströndinni. Bandaríkjamenn hafa tekið Lingajenflugvöllinn. Þeir eru búnir að ná öflugri fót- festu á suðurströnd Lingajenflóa og hafa tengt saman alla 4 land- göngustaðina, svo að nú er barizt á samfelldri 25 km langri víglinu. Innrásarflotinn var í fyrstu lát- inn stefna til Formósu til að blekkja Japana. — En skyndilega var hann látinn breyta um stefnu og sigla inn á Lingajenflóa og hefja skothríð á japönsku strand- virkin. Talsmaður japönsku herstjórn- arinnar hefur sagt, að innrásin í Fillippseyjar ógni yfirráðum Jap- an á öllu Suðvestur-Kyrrahafi. Kveðja frá Sjostakovits til NorDmanoa Frá London er símað, að um áramótin hafi borizt skeyti frá hinu kunna rússneska tónskáldi, Sjostakovits, til norskra vina. Skvytið er á þessa leið: „Eg sendi hlýjustu nýjárskveðjur hinna norsku vina okkar. Menningartengslin milli landa okkar hafa alltaf verið mjög traust. — Hvert- skólabarn í Sovét- ríkjunum kannast við Ibsen og Grieg og marga aðra mikla Norð- menn. — Og í hinni miklu sam- eiginlegu baráttu okkar fyrir hinu góða í heiminðm á móti því illa til blessunar fyrir mannkynið í framtíðinni, eru þessir miklu and- ar með okkur. Norska fólkið heldur áfram hinni óbuganlegu baráttu sinni gegn fasismanum. — Við þekkj- um ekki ennþá nöfn á þeim ótelj- anlegu hetjum, sem hafa fórnað lífinu /fyrir frelsun föðurlandsins, en sá tírni mun koma bráðlega, þegar við fáum að vita þau og minnast þeirra með þakklæti. Eg óska öllum vinum okkar í Noregi, að árið 1945 verði ár al- gjöjrar frelsunar og þannig endur- fæðingarár fyrir hinn glæsilega menningararf Noregs". Sjostakovits er álitinn vera eitt af merkustu tónskáldum Sovétríkj anna. — Ilann er ekki nema 38 ára gamall, en hefur þegar samið 7 stórar symfóníur. Hann tók þátt í vörn Leningrads og eitt af kunnustu verkum hans er Leningradsymfónían, sem er samin í tilefni af hinni hetjulegu vörn Leningrads. Frá norska blaðafulltrúanum.» HvalveiSafélag stofnað í Færeyjum / Þórshöfn hefur verið stofnað nýtt, hvalveiðafélag með 1 miUjón króna höfuðstól. Félagið hefur keypt. hvalveiða- stöðina við Air og tetlar að koma henni í nýtizku horf á næstunni. Þetta er gleðileg frétt, og er al- mennur áhugi á fyrirtækinu. Stofnendur þess eru togarafélag- ið p. f. «j,Úv'ak“, Thorstein Peter- sen bankastjóri og Gunnar Holm Jacobsen forstjóri. Sámal. Höfundur Leifs- styttunuar látinn Bandaríski myndhöggvarinn sem er höfundur að Leifsstyttunni á Skólavörðuhœð, er nýlega látinn, eftir langvarandi veikindi. Ilann hét Alexander Stirling Calder, og eru eftir hann margar frægar myndastyttur víðsvegar um Bandaríkin, þar á meðal stytta Georgs Washingtons á Fifth Aven- ue í New York. y. .■■■■■ .111 .1111 1111 .. Viðtali við Ólaf Thors forsætisráð- herra útvarpað í Bandaríkjunum Fimmtudaginn 14. desember út- varpaði Mutual Broadcasting Sy- stem (MBS) um öll Bandaríkin samtali milli Dave Driscöll frétta- stjóra síns og Ólafs Thors forsæt- isráðherra. Var samtalið tekið á plötur í Reykjavík, en Driscoll var einn hinna 12 amerísku blaða- manna, sem lleimsóttu ísland í nóvember. Með samtalinu var stutt greinargerð um íslandsför blaðamanna, sem Mr. Driscoll flutti. Fréttatikynning frá ríkis- stjórninni. Minnisvarði reistur að Ashildarmýri á næsta ári Á nœsta ári eru liðin JöO ár frá þvi Ashildarmýrarsamþykktin frœga var gerð og liefwr Árnesinga- félagið ákveðið að reisa á nœsta ári minnismerki að Áshildarmýri til minningar um ])e?nuin merka atburð. Einnig hefur verið ákveðið að girða staðinn og gróðursetja þar tré. Annað bindi af Arnesingasögu kemur væntanlega út á næsta vori, skrifar Einar Arnórsson prófessor þetla bindi og fjallar það um Mos- felíinga og Haukcfæli. Vörn gegn friðrofi C^TJÓRNMÁLAMENN Bandamanna halda nú orðið enga meiriháttar ræðu án þess að minnzt sé á vandamál frið- artímanna, og þó einkum hvernig hægt verði að vemda friðinn- TOSIF STALÍN, forsætisþjóðfulltrúi Sovétríkjanna, minnt- ist á þessi vandamál í ræðu sinni 7. nóv. s.l., taldi hugsanlegt, að friðsamar þjóðir gætu einnig í framtíðinni ájt á hættu árásir, nema sérstakar ráðstafanir væru gerðar til'að hindra slíkt, og spyr: Hver ráð eru til þess að afstýra friðrofum af Þýzkalands hálfu framvegis, — og hvemig væri hægt að kæfa árásarstríð í fæðingunni, ef það bryt- ist út þrátt fyrir varúðarráðstafanir? • ^PURNINGUNUM svarar Stalín þannig: „Það er aðeins ein leið til, auk algerðrar afvopnunar friðrofaþjóðanna, að mynda samtök fulltrúa hinna friðsömu þjóða til verndar friði og öryggi; að fá stjórn þeirra sam- taka til ráðstöfúnar nægilega sterkan her til að hindra frið- rof, og skylda þessi samtök til að beita hernum tafarlaust ef nauðsyn krefur til að afstýra friðrofi eða stöðva árás, og refsa friðrofunum.“ þAÐ dugar ekki að endurvekja hryggðarmynd Þjóða- bandalagsins, sem hvorki hafði rétt til að afstýra friðrofi eða vald til þess, segir Stalín ennfremur. Ný al- þjóðasamtök þarf að mynda, með sterku framkvæmdar- valdi og hafi þau nægilegt vald til að vernda friðinn og af- stýra friðrofi. „Er hægt að gera ráð fyrir, að aðgerðir slíkra heimssamtaka nái tilætluðum árangri? Það verður, ef stór- veldin, sem borið hafa hita og þunga baráttunnar gegn Hitlers-Þýzkalandi halda áfram að starfa í einingaranda og með samheldni. En þær ná ekki tilætluðum árangri, nema því aðeins að slík samheldni takist.“ gTALÍN telur góða möguleika á því að samvinna stór- veldanna þiiggja haldist. „Talað er um skoðanamun ríkjanna þriggja um ýmis öryggismál.... Það þarf engan að undra þó skoðanamunur sé, heldur væri hitt undrun- arefni að hann skuli ekki vera um fleiri atriði, og að tek- izt hefur nærri um hvert einasta mál að jafna hann í anda einingar og samvinnu hinna þriggja stórvelda- Það varðar ekki mestu að skoðanamunur sé, heldur hitt að hann skuli ekki vera meiri en svo, að samvinnu-hagsmunir stórveld- anna þriggja verða sterkari, og að skoðanamunurinn er, fyrr eða síðar, jafnaður þannig að samvinnan geti haldizt.“ ^VIPUÐ ummæli hafði Roosevelt Bandaríkjaforseti í ræðu siimi til Bandaríkjaþings nú fyrir skömmu- Hann viðurkenndi að skoðanamunur væri milli Bandamannastór- veldanna þriggja um einstök mál, og þau mál gætu fjölg- að þegar liði að stríðslokum. En Roosevelt taldi einnig lík- legt, að takast muni að jafna ágreininginn. Annar fundur þeirra Stalíns, Roosevelts og Churchills verður væntanlega innan skamms, og verða þá ræddar framkvæmdir Teher- ansamþykktanna, vandamálin sem risið hafa síðastliðið ár og ákvarðanir gerðar um framtíðina, sem geta varðað allar þjóðir. Skipulag alþjóðasamtaka friðartímanna verður þar eitt merkasta og flóknasta málið.. ( \ Þjóðnýtpng raforkuvera í Belgíu Fulltrúadeild belgiska þings- ins hefur samþykkt að gera öll raforkuver landsins að þjóðar- eign. Ekki er kunnugt um, hvernig skaðabótagreiðslum til ■ eigend- anna verður háttað. 50 þús. kr. gjöf til barna- spítala Hringsins Kr. 50.000,00 hafa Barnaspítala- sjóð Hringsins borizt frá hlutafé- laginu Kvtldúlfi, ásamt hlýjum óskum til lianda söfnuninni, og hefur stjórn félagsins þakkað þessa stórgjöf.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.