Þjóðviljinn - 11.01.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.01.1945, Blaðsíða 1
10. árgangnr. Fimmtudagur 11. janúar 1945. 8. tölublað. 0 Rákíssffórnín gerír tráðsíafanir fsl ad bæfa feföir smááívegsmanna og hlnfasfómanna; 151. Rrikttn 5 Hn ri tti er tt veril. - Sklv lekln í lelgi, haoneðir at tlelolagui kelrra rennar fll flsílinnna Scobie afhendir EAM nýju vopna- Aö tilhlutun ríkisstjórnarinnar hafa þessar ráð- stafanir verið gerðar í fisksölumálinu: Öll skip sem kaupa fisk föstu verði til ísfisksútflutn- ings, verða að borga 15% hærra vferð fyrir allar teg- undir fisks. Með aðstoð ríkisstjórnarinnar verður útvegað sem mest af skipum á leigu, sem flytja eiga fiskinn á er- lendan markað. Öllum hagnaði af flutningum þeirra verður skipt milli fiskframleiðenda sjálfra. Tilkynning um þessar ráðstafanir og fyrirkomu- lagsatriði var birt af Samninganefnd utanríkisviðskipta í gær, og birtizt tilkynning nefndarinnar í heild hér í blaðinu í dag. 3>egar sýnt var að fisksölusamn- ingurinn við Breta yrði ekki fram- lengdur frá nýári, varð ljóst að nokkur færeysk skip og nokkur skip sem síðastliðið ár önnuðust fiskflutninga á vegum enska mat- gera þyrfti sérstakar ráðstafanir ! vælaráðuneytisins. Yfir standa til þess að tryggja kjör smáútvegs- manna og hlutasjómanna, og hef- ur ríkisstjórnin og Fiskimálanefnd unnið mikið starf til að koma fisk- sölumálunum í það horf, sem nú skapazt með þessum ráðstöfunum. Skal hér í stuttu máli gerð grein fyrir því, hvernig fyrirkomulag ís^ fisksútflutningsins er fyrirhugað. SKIP FISKIMÁLANEFNDAR (LEIGUSKIPIN) Það er- Fiskimálanefnd, sem annast rekstur þeirra skipa, sem tekst með aðstoð ríkisstjórnarinn- ar að fá leigð til ísfisksflutninga. Fiskimálanefnd hefur þegar feng ið varðskipið Þór til þessara flutn- inga, á vegum nefndarinnar verða samningar um «ð fá Selfoss og Lag- arfoss til ísfiskflutninga, og auk þess er búizt við að fleiri erlend skip og eins íslenzk fiskiskip kunni að verða leigð. Þessi skip verða rekin með það fyrir augum að fiskeigendur fái sjálfir fullnaðar- verð fyrir fiskinn, þar sem allur hagnaður af rekstri skipanna, verð- ur látinn renna' til fiskframleið- enda. FISKIKAUPASKIPIN Gert er ráð fyrir því, að þau íslenzk skip sem áður hafa annazt fiskflutninga til Englands, haldi áfram að kaupa fiskinn á föstu verði samkv. auglýsingu samninga- Framhald á 4. síðu. ? . Italfa viðurkennir íslenzka iýðveldið Italska stjómin hefur viðurkennt lýðveldið ísland og sent forseta þess og þjóðinni allri hlýjar árnaðaróskir með von um góða samvinnu og samkomulag beggja landanna. Hefur utanríkisráðuneytinu borizt orðsending frá utan- ríkisráðherra Ítalíu, sem er svar við orðsendingu íslenzka utanríkisráðuneytisins frá 17- júní um stofnun lýðveldis á íslandi og kjör forseta íslands. Fjðlmennur Dagsbrúnarfundur lýsir fylgi við lisla uppstillingarnefndar Verkamannafélagið Dagsbrún hélt fjölmennan fund í Listamannaskálanum í gærkvöld. Uppstillingamefnd lagði fram lista við væntanlega stjóm- arkosningu og samþykkti fundurinn með öllum greiddum atkvæðum gegn 7, að lýsa fylgi sínu við þá menn er þar er stillt til stjómarstarfa í Dagsbrún næsta ár, þrátt fyrir það þótt Haraldur Guðmundsson fceitti öllum sínum áhrifiun gegn þvi að fundurinn lýsti fylgi sínu við listann. í aðalstjóm félagsins er stillt sömu mönnum og nú skipa stjómina að undanskildum tveimur mönnum er hafa dregið sig í hlé og em nýir menn valdir í þeirra stað. Þjóðviljinn mun skýra nánar frá fundinum á morgun og samþykktum þeim er hann gerði. hlésskilmálana Fjárir fuUtrúar frd E. A. M. komu aftur til fundar við Scobie í gœr, og afhenti hann þeim vopna- hlésskilmála sína. — Ókunnugt er enn um efni' þeirra. Tveir af fulltrúunum eru úr miðstjórn E. A. M. Hafa þeir um- boð til að semja, án samþykkis hinna tveggja, ef með þarf. Stjórn Plastiras hefur gefið út yfirlýsingu í 4 liðum um stefnu- skrá sína. — Eru aðalatriðin þessi: 1. Endurskiijulagning hers og lögreglu. 2. Refsa þeim, sem hafa unnið með Þjóðverjum. 3. Viðreisn atvinnulífsins. 4. Nýjar kosningar svo fljóft sem unnt sé, .=— og er því ekki mótfallin að eftirlitsmenn frá Bandamönnum verði við- staddir. Bretar eru komnir 100 km norð- ur fyrir Aþenu. Churdhill mun innan skamms halda aðra ræðu í brezka þinginu um Grikklandsmálin. Schalbutgmenn eyðilögða Tuborg Það er nú komið í ljós, að það voru Schalburgmenn, en ekki föð- urlandsvinir, sem gerðu árásina á vélahús Tuborg-ölgerðarinnar í Kaupmannahöfn. Mikiil fjöldi Schalburgmanna kom til ölgerðarinnar og ógnuðu verkamönnum með skammbyssum á meðan þeir komu sprengjum fyr- ir í hinu nýtískulega vélahúsi vei-k smiðjunnar. Sprengingin heyrðist um næst- um alla Kaupmannahöfn. Vélaihúsið eyðilagðist alveg óg er talið ónýtt. lAilleygi! Bandaöbjcimenn komnír ínn i Laroche og Vielsalra Þjóðverjar eru byrjaðir að hörfa út úr vesturenda Ardennafleygsins. — Þeir segjast hafa yfirgefið St. Hubert. Bandaríkjamenn berjast nú í bæjunum Laroche og Vielsalm. (Samkv. tilkynningix frá ríkisstjóminni). Þjóðverjr hörfa á 8—10 km. víglínu úr vesturoddi fleygsins. — Bretar hafa sótt þarna fram allt að 6 km. og orðið varir við litla eða enga mótspyrnu- — Sækja þeir fram fyrir sunnan og suðaustan Rochefort. — Að- alhindranirnar eru jarðsprengju svæði og ógreiðfært landslag. Bandaríkjamenn brutust inn í Laroche að vestan, en aðrir eru komnir að bænum sunnan megin. Langur kafli af undanhaldsleið Þjóðverja úr fleygnum liggur und- ir stórskotahríð Bandaríkjamanna — Þjóðverjar beita tveimur S. S.- skriðdrekalherfylkjum til varnar undanhaldinu. Tveimur gagnáhlaupum Þjóð- verja var hrundið í gær. Bandaríkjamenn sottu noklcuð fram á veginum frá Baslogne til Houffalize. Norðar og austar eru Bandaríkja- menn komnir yfir ána Salm og berj ast í bænum Vielsalm. sem er við aðaljárnbrautina frá Liege til Lux- ernburg. Suður á vígstöðvum 7. banda- ríska hersins var heldur lítið um að vera í /gær. — Þjóðverjar unnu lítið eitt á fyrir sunnan Strasburg. — En norðan borgarinnar unnu Bandamenn á. Siðan Þjóðverjar hófu gagnsókn sína, 16. des. til 9. jan., hafa Banda menn tekið meir en 25000 þýzka fanga. — Þar af hefur 1. banda- riki herinn tekið næstum 16000. FRÖNSK YFIRLÝSING UM ALS ACE-LORRAIN E Franska bráðabirgðastjórnin hef ur gefið út yfirlýsingu um Alsace- Lorraine. — Segir þar, að þessir landshlutar hafi aldrei gengið úr eign Frakklands. — Beri Þjóðverj- um því að koma fram við íbúana, þar sem þeir hafa enn yfirráð, sam- kvæmt fyrirmælum Haag-sáttmál- ans um meðferð borgara í her- numdu landi. Segir franska stjórnin, að þeir Þjóðverjar, sem út af þessu bregði, verði látnir sæta ábyrgð sem stríðs glæpamenn. Rauði herinn er 2 km. frá Komarno Rauði herinn er nú tœpa 2 km frá téklcoslo vakisku borginni Kom- aro, að austan. — Tók hann jám- brautarbœ þama í gœr. Taki Rússar Komáro, geta þeir sótt aftan að þýzka hernum, sem berst fyrir norðvestan Búdapest. — Þjóðverjar virðast nú hafa ver- ið stöðvaðir 30 km frá Búdapest. í gær vann rauði herinn meir á í Búdapest cn nokkru sinni áður. — Tóku þeir 3000 þýzka og ung- verska fanga þar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.