Þjóðviljinn - 11.01.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.01.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. janúar 1945. S Þ JOÐVIL JINN 1--------------------------------------------- VÍSINDI í ÞÁGU FRAMLEIÐSLUNNAR larolræDiD oo fpaiotlOapaiBllanlp í þessari grein ræðir prófessor Haldane, sem er lesendum Þjóðviljans að góðu kunnur fyrir hinar skýru og alþýðlégu rit- gerðir sínar um hinar ýmsu greinir vísindanna, inn mikilvægi jarðfræðinnar í sambandi við alla áætlanir, sem menn eru nú famir að gera fyrir framtíðina. Ástæða er til að benda þeim mörgu blaðalesendum, sem hafa áhuga á að fylgjast með sjávarútvegsmálum, á tíma- rit Fiskifélags íslands, Ægi, er flytur að staðaldri merk- ar greinar um íslenzka sjáv- arútveginn og erlendar nýj- ungar á sviði fiskveiða og fiskiðnar. Eftirfarandi grein eftir ritstjóra Ægis, Lúðvik Kristjánsson, birtist nýlega sem forystugrein tímaritsins. Einangrunin hefur tvímæla- laust orðið íslendingum fjötur um fót að ýmsu leyti, þótt þeir hins vegar eigi henni nokkuð gott upp að unna. Augljósust hafa för einangrunarinnar orð- ið á framleiðsluháttum lands- manna, þótt hún að vísu sé ekki ein um sökina. Hin frum- stæðu atvinnutæki gengu ó- breytt frá kynslóð til kynslóð ar; framleiðslugetan hélzt í hendur við þessi , tæki og af- raksturinn hrökk stundum naumlega til að halda lífinu í landsmönnum. Þannig varð þjóð, sem átti yfir að ráða þtæmandi auð- lindum á landi og í sæ, að sjtja við stall allsleysis öld eftir öld. Það er ekkert nýjabrum á þessari sögu, síður en svo, en hún hlýtur þó alltaf að verða hrópandi eggjun til þjóðarinn- ar um að fejóða aldrei heim kyrrstöðu í atvinnulífi lands- manna. Nú má segja, að einangrunin sé úr sögunni, hin aukna sam- göngutækni hefur fært einbú- ann í Atlarizhafi heim undir bæjarvegg meginlandanna, ef svo mætti orða það. Þessa breyttu aðstöðu á þjóðin að not færa sér á öllum þeim sviðum, sem kostur er og henni er hag- kvæmt. Hún má ekki, af myrk- fælni við getuleysi, vera feim- in við að skyggnast um í völ- undarsmiðjum framleiðslutækn innar í hinum ýmsu löndum og láta undir höfuð leggjast aðv tileinka sér það, er hún fær við ráðið og getur komið henni að haldi. Sannleikurinn er sá, að fram til síðustu ára hefur þjóðm 'verið haldin. eins konar kuð- ungseðli í þessum efnum, hún hefur kosið að fara í sjálfa sig í stað þess að brjóta skelina og beina vökulum augum athug- andans að þeim nýjungum í framleiðslutækni, er henni hefði mátt henta. Þótt skjóta hafi mátt fyrir sig til varnar að þessu leyti skildi einangrunar og geiuleys- is, er þó enginn vafi á því, að sinnuleysi hefur eigi litlu um valdið. Á það má reyndar benda, að miklar og margvís- legar framfarir hafa átt sér stað í framleiðsluháttum lands- manna síðustu árin, en hins vegar er ekki loku fyrir skot- ið, að þær hefðu getað orðið mun meiri og fjöibreyttari, ef hugsað hefði verið um það af alúð og árvegni, að fylgjast ná- ið með þeirri nýbreytni, er þær þjóðir hafa tekið upp, sem hafa svipuð hráefni til vinnslu og íslendingar. Óþarfi er að fjölyrða um það, hvílík nauðsyn íslendingum er að fylgjast með öllum nýjung- um í fiskiðnaði og tileinka sér þær skjótt og samhæfa þær ís- lenzkum aðstæðum svo sem hagkvæmt þykir. Verði það ekki gerí, verður erfitt fyrir landsmenn að hafa í fullu tré við þær fiskiðnaðarþjóðir, er sækja á sömu markaði og vér. Þess er ekki að vænta, að vér getum að verulegu leyti orðið frumkvöðlar um nýtækni í fisk iðnaði, og veldur því smæð vor og fæð, og því verðum vér að fylgjast af gaumgæfni með þeim rannsóknarefnum, . sem stórþjóðimar hafa með höndum í þessum efnum, og notfæra oss þann árangur, sem þar fæst, ef hann er oss haldkvæm ur. Ekki nægir að taka upp nýmæli í fiskiðnaði t. d., ef ekki er jafnframt um það hirt, að vöndun vörunnar og fram- leiðslukostnaðurinn geti hald- izt í hendur við það, sem bezt gerist annars staðar. Ríður eigi lítið á í þessu sambandi að kynnast náið verktækni og verkmenningu þeirra þjóða, sem fremst standa á hverju sviði fyrir sig og skyldastar eru oss um framleiðsluhætti. Allir virðast vera. sammála um, að lífsnauðsyn sé fyrir þjóðina að auka og endurnýja skipastólinn, og þá ekki sízt fiskiflotann. En á það er sjald- an minnzt, að í k.iölfar þessar- ar nauðsynjar verður óhjá- kvæmilega að þefja baráttu fyr ir því, að atvinnutækin standi undir sér og þeir, sem við þau vinna, geti lifað við þau kjör, sem samboðin eru menningar- þjóð. Eg er sannfærður um, að þessi barátta verður fyrst og fremst að beinast að því að gjömýta allt það hráefni, sem aflast, og vinna úr því þær vörur, sem seljanlegastir eru á hverjum tíma. Og við vinnsl- una verður að beita þeirri tæknilegu kunnáttu, sem bezi er völ á. Én til þess að vér verðum eigi eftirbátar um þessa hluti, verðum vér jafnan að fylgjast vel með þeim nýj- ungum, sem upp eru á teningn- um hjá öðrum fiskveiðaþjóðum, og færa oss þær til nytja svo sem hérlendar aðstæður leyfa. Til þess að þetta megi verða, er þjóðinni nauðsynlegt að eign ast sérmenntaða menn á öllum svðum fiskveiða, fiskiðnfræði og fiskifræði-, og skapa þeim jafnframt aðstöðu til kvnning- arferða með erlendra fiskveiða, þjóða og tilraunastarfsemi hér heima- Það væri gáleysi, ef spara ætti um of fé til slíkra hluta, en hins ber og að gæta að fela ekki slíkt öðrum en þeim, er hafa hina bezt.u sér- menntun og reynslu. Tilraunir í þágu atvinnuveganna hafa allt til þessa haft um of á sér blæ fimbulfambs, og því hefur Nú þegar dregur að stríðslok- um, förum við að hafa áhuga á framtíðaráætlunum. Ekki leik ur yafi á því að flestum Eng- lendingum (og sama má segja um íslendinga, — þýð.) muni finnast mikilvægustu vandamál in vera þau, hvort þeir muni fá atvinnu að stríðinu loknu. En aðrir þeir, sem áætlanir gera um framtíðina brjóta heil- an um bandalag Evrópuríkj- anna, uppskiptingu Indlands og svo framvegis. Allar áætlanir verða að taka með í reikninginn hin hag- fræðilegu og atvinnulegu at- riði. Til dæmis verður ekki hægt að gera áætlanir um rekst ur brezku 'kolanámanna, nema þær verði þjóðnýttar. Það verð ur einnig að taka tillit til póli- tískra staðreynda. Hvaða Ev- rópuríki sem kunna að gera bandalag sín á milli, þá mun áreiðanlega ekkert ríki gera bandalag við Þýzkaland. ★ En mestu grundvallaratriði, sem allar áætlanir verða að byggjast á, eru þau sem við- koma jarðfræðivísindunum- Jarðvegur lands er mikilvægt atriði. Hægt er að gera góðan jarðveg úr vondum á nokkrum kynslóðum, en það er hægt að , eyðileggja hann á nokkrum klukkustundum. Ef sjór verður látinn flæða yfir stóra hluta Hollands á I næstu mánuðum mun það reyn ast nauðsynlegt að láta hinum hollenzku bændum, sem þannig missa afkomuskilyrði sín, jarð- næði í Þýzkalandi í té. En það mun þó vera hægt að gera þessi hollenzku landssvæði frjó söm aftur á 10—20 árum. En á hinn bóginn mun eng- inn mannlegur máttur reynast hæfur til að framleiða kol, járn- árangurinn oft orðið í öfugu hlutfalli við tilkostnaðinn Skilji þjóðin ekki nauðsyn þess að vera vel á veiði um hagnýtar nýjungar meðal er- lendra fiskveiðiþjóða og gildi þess að eiga sérmenntaða menn á þessum sviðum, er gætu skjót lega tileinkað sér þær og sam- hæft íslenzkum staðháttum, má vel svo fara, að um hana megi nú enn á ný segja það sama, sem framsýnn íslend'ngur mælti fyrir 54 árurn. — Þegar þjóðin er orðin að strandarg'lóp í framfaraleiðangri' mannkyns- ins, á að letra á leiði hennar þessi orð: „Hér 1 ílir þjóð, scm alltaf var að bíoa eftir því, að eitthvað yrði úr ser“. L K. grýti eða nokkum annan málm. Málmauðæfi lands eru þátt- ur í hinni óhagganlegu bygg- ingu sögunnar. Á síðustu öld hafa þau orðið geysilega mik- ilvæg. Á 18. öld var landbúnað- urinn aðalatvinnugrein í öllum löndum og trjáviður var mikil- vægara hráefni en járn. Skip, vagnar og kerrur voru smíðuð úr honum og engan málm, að undanteknum nokkrum nöglum og hjörum, þurfti til að byggja hús. ★ Þjóðir Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku hafa tilhneig- ingu til að álíta sig meiri en aðra kynþætti. En jarðfræðing- urinn Read prófessor segir þetta um þær: „Löndin við norðanvert Atlanzhaf eru í rauninni ekki byggð þjóðum, sem eru sérstaklega dyggðum prýddar eða sérstaklega göfug- ar, iðnar og gáfaðar, eða jafn- vel sérstaklega námfúsar. — Þær eru aðeins svo vel staddar að byggja lönd, er eiga sér jarðsögu, sem er hentug til myndunar málmauðæfa og á þessum heppilega grundvelli hafa þær byggt hina atvinnu- legu byggingu sína“. Með þessu er málið ef til vill gert of auðvelt og einfalt, en þetta hefur samt að geyma mikinn sannleika- Hollenzka borgarastéttin náði völdum á undan hinni brezku og meðan velmegunin hvíldi á landbúnaði og verzlun var Hol- land auðugra en Bretland. En lítið er um kol í Hollandi, enda þótt nýlega hafi fundizt kol í suðausturhluta landsins og þess vegna hlutu Englendingar að fara fram úr Hollendingum á 19. öld. Fyrir tvö hundruð árum var Svíþjóð mikið hernaðarveldi, um 1800 var Danmörk mikið flotaveldi. Þar semf þau höfðu I ekki yfir kolanámum að ráða gátu þau ekki haldið þessari aðstöðu. En á hinn bóginn er mestur hluti þeirra kolabirgða, sem í Evrópu finnast vestan Donets- héraðanna rússnesku í þýzkri jörð. Þetta gerði að verk um að hröð iðnaðarleg upp- bygging var möguleg í Þýzka- landi á seinni hluta nítjándu aldar, og þetta er grundvallar- orsök fyrir hinum mikla hern- aðarmætti Þýzkalands, sem á sennilega að engu leyti rót sína að rekja til arfgengra eig- inleika, góðra eða vondra, sem búa með þýzku þjóðinni. Til loka síðustu aldar var ríki sem átti nægar birgðir af kolum og jámgrýti, allsjálf- stætt hvað snerti járn- og stál- framleiðslu. Kopar varð ekki svo mjög mikilvægur fyrr en rafmagnsiðnaðurinn fór að koma verulega til sögunnar. Aðrir málmar voru allt að því lúxusvörur. ★ Nú hefur þetta ástand ger- breytzt. Nú er stálið sambland af járni og minna magni af sjaldgæfum málmum eins og mangani, nikkel, kóbalti, krómi og tungsten. Stál er ennþá framleitt, þar sem kol og jám- grýti finnast nálægt hvort öðru, en þessir sjaldgæfu málmar þurfa að flytjast um miklar vegalengdir. Ekbert ríki veraldarinnar er algerlega sjálfu sér nóg. Til dæmis má nefna, að Sovétríkin framleiddu meira en helming af öllu mangani heimsins 1938, en skorti allmikið nikkel, og mjög mikið tungsten og moly- bdenum. Bandaríkin skorti mjög mangan. Brezka heims- veldið sem heild kemst allvel af, en skortir samt t. d. tung- sten og það jafnvel á friðar- tímum og mjög \ alvarlega nú, þegar Burma er í höndum Jap- ana. Fjórða grein Atlanzhafssátt- málans er mjög mikilvæg, en hún fjallar um að öll ríki eigi að hafa aðgang að hráefnaauð- lindum heimsins, og leggur sér- staklega áherzlu á þessa höfuð málma, og á aðra málm eins og tin, en dreifing þess um jarðskorpuna er mjög misjöfn og óregluleg. Takmarkanir Breta á tin- og gúmmíframleiðslu orsökuðu allalvarlegan ágreining við Bandaríkin fyrir stríðið. Við þurfum að gera einhvers konar alþjóðlegar áætlanir um þessi mál í framtíðinni. Áður hafa alþjóðlegar atvinnulegar áætlunargerðir verið látnar í höndum alþjóðlegra auðhringa, sem takmörkuðu framleiðsluna í gróða skyni. ★ Til allrar hamingju munu Sovétríkin taka mikinn þátt í slíkum áætlunargerðum. Þar sem Sovétríkin hafa meiri á- huga á aukningu framleiðsl- unnar en gróðans, mun það hjálpa Bretum, Ameríkönum og öðrum framleiðendum, sem vilja nota hina sjaldgæfu málma gegn einokunarmönnun- um, sem vilja hækka vöruverð- ið. Til allrar óhamingju eru til margir stjómmálamenn sem ekki hugsa um jarðfræði. Til dæmis vill herra Jinnah skilja Pakistanríki frá Indlandi, án þess að gera sér það ljóst, að ef svo yrði mundi það hafa yfir litlu af málmlindum Ind- lands að ráða. 40% af málm- framleiðslu Indlands kemur frá Orissa héraðinu og mikið af því sem eftir er úr þeim hluta Bengal, sem að mestu leyti er byggður Hindúum. Pakistan mundi verða ríki, sem • Framh. á 5. síðu. WVWV*.".* it J^f'XIIi \. B, S. Haldane Í» prófessor ;■ iWWtfWW^^WWWVWWWWWWWWWWWWWWIWWV

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.