Þjóðviljinn - 12.01.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.01.1945, Blaðsíða 2
Föstudagur 12. janúar 194& * ÞJÓÐVILJ-INN „Fátækir menn hafa alltaf veriö vinir mínir Eggert Lárusson sjómaður í Bolungarvík er 65 ára í dag. Eggert Lárusson er einn af þessum látlausu mönnum í al- þýðustétt, sem berast lítt á, trana sér ekki fram, en eru hverj- um manni traustari þegar í raun reynir og eru ætíð reiðubúnir til þess að berjast fyrir því er þeir álíta sannast og réttast án tillits til þess hverjar afleiðingamar verða fyrir þá sjálfa. Slíkir menn eiga alltaf óskipt traust stéttarbræðra sinna sem til þeirra þekkja, hinsvegar hefur afstaða þeirra ekki reynzt vænleg „til fjár og valda“ á veraldarvísu. Þegar ég ráeddi við Eggert um ævi hans kvað hann ekkert það hafa gerzt, sem í frásögur væri færandi, en ekki hafði hann lengi talað, þegar ég vissi að hann átti mikinn fjársjóð minninga um þjóðlíf liðinna ára, og það sem hér verður sagt er ekki nema lítið brot af því. UPPKAST AÐ SVARI VIÐ: HVER ER MAÐURINN? — Eg er fæddur og uppalinn á Ásgeirsá í Víðidal í Húna- vatnssýslu, þar bjuggu foreldr- ar mínir- Þegar ég var eitthvað 17 ára gamall flutti ég vestur í Bol- ungarvík. Árið 1904 gifti ég mig og móðir mín og stjúpi minn fluttust þá vestur til mín í Bolungarvík stundaði ég sjó í 16 ár eða til 1920 en þá flutt- ist ég til Reykjavíkur og var hér í 12 ár og vann ýmist á sjó eða landi meðan ég'var hér. Til Bolungarvíkur flutti ég aft- ur 1932 og fór að stunda sjó. Um 6 ára skeið bjó ég í Skála- vík, en flutti aftur til Bol- ungarvíkur og þetta er nú þriðja árið mitt „á mölinni11 að nýju. Enn stunda ég sjó, því ég er og hef raunverulega alltaf ver- ið sjómaður en ekki landmað- ur. Þannig var fyrst'a svar Egg- erts, þegar ég bað hann að segja mér eitthvað af æviferli sínum. FYRSTU KYNNI AF ÓRÉTT- LÆTI — Hvenær kynntist þú fyrst ranglæti í heiminum?. — Það opnuðust fyrst á mér augun fyrir öllu misrétti þeg- ar ég var 16 ára gamall. Eg átti fátæka foreldra. Um haust ið þegar ég var 16 ára tók lækn ir mig til veturvistar og lét mig vinna fyrir mat. Um vet,urinn hirti ég 300 ær úti og inni, 14 hross voru kom- m á gjöf á jólaföstu, en 36 urðu þau flest. Þetta þótti gustukaverk: — að láta mig hafa mat fyrir þetta starf. Það brennur í mér enn. Síðan hef ég alltaf fylgt vinstri arminum. FYLGISMAÐUR SJÁLF- , STÆÐISFLOKKSINS GAMLA — STOFNANDI SPÖRTU — Hverjir voru það í þá daga sem þú kallar „vinstri arm- ínn“? —Það voru Sjálfstæðismenn- Þeir vildu sjálfstæði landsins. Afturhaldið í þá daga kallaði sig Heimastjómarmenn. Sjálf- stæðismenn vildu að þeir bættu einu n inn í nafnið og kölluðu sig heima-n-stjómarmenn. Eg var stuðningsmaður Skúla Thoroddsens yngra, þegar hann var kosinn á þing, en hann dó, sem kunnugt er, á fyrsta árinu sem hann sat á þingi. — Síðan hélzt þú áfram að vera „til vinstri?“ — Já, þegar ég kom hingað til Reykjavíkur að vestan gekk ég í Sjómannafélagið og fylgdi þá jafnaðarmönnum að málum. Gamla jafnaðarmannafélagið klofnaði og við hinir róttækari kölluðum félag okkar Spörtu. Strax þegar byrjað var að skipuleggja Kommúnistaflokk- inn hneigðist ég að kommún- isma. FYRSTA BYGGÐ BOLUNG- ARVÍKUR — Viltu ekki segja mér eitt- hvað af lífinu í Bolungarvík á fyrstu árum þínum þar? — Þegar ég kom til Bolung- arvíkur voru þar aðeins ver- búðir, sem sjómenn bjuggu i. Verbúðunum var síðar breytt í íbúðarhús. Eg held að það hafi verið 2 eða 3 íbúðarhús í Bolungarvík um aldamót. Árið 1904 byggði ég þar hús, sem þá var stærsta íbúðarhús- ið þar, þá voru komin þar nokk ur hús. — Bolungarvík byggð- ist mest á árunum 1900—1910 j og hefur lítið verið byggt þar síðan. SKÚTULÍFIÐ ÞÓTTI MÉR SKEMMTILEGT — Þú gerðist sjómaður eftir að þú komst til Bolungarvík- ur? — Já, þegar ég kom til Bol- ungarvíkur fór ég á skútu hjá Hrólfi Jakobssyni, sem margir munu kannast við. — Hvemig var lífið á skút- unum? — Indælt. Það þótti mér skemmtilegt, en við fórum aldrei fyrr en um páska og vorum á skaki á sumrin. — Hvemig var maturinn? — Hann var alltaf nógur. Út- gerðarmaðurinn var ágætur: Richard Riis á Borðeyri. Við fengum alltaf nógan og góðan mat, nema sykur, það var allt- j af hallæri hjá okkur með svk- ur, en ég bætti úr því þannig að kaupa alltaf kandískassa í hvem túr, — þar fór stýri- mannskaupið í kandís — þann- ig fjármálamaður var ég. EGGERT LÆRUSSON í Boíungarvíb, sem er 65 ára í dag# segir frá nokkru Eggert Lárusson. FYRSTA DEILAN — Það hefur víst ekki verið mikið um „sjómannadeilur'* í þá daga? — Nei. Þó var það eitt sinn sem við vomm með Hrólfi Jak- obssyni, er við vorum staddir austur við Grímsey og höfðum verið hálfan mánuð fram yfir ráðningartíma, að við fengum hann ekki til að hætta að skaka. Beitti ég mér þá fyrir því að við hættum allir og enginn maður renndi færi. Að öðru leyti stóðum við okkar venjulegu vaktir. Þannig lá hann með okkur 3 sólarhringa, en þá sá hann að við ætluðum okkur ekki að gefa eftir og fór með okkur heim. — Þetta var fyrsti „upp- steiturinn“ sem ég lenti í. — Hvað varstu þá gamall? — Eg hef sennilega verið 26 ára- — Var þá nokkur félagsskap- ur til meðal sjómanna? — Nei, á þeim árum var eng- inn félagsskapur tif meðal sjó- manna. LÍFIÐ í VERBÚÐUNUM — Hvemig var lífið í ver- búðunum? — Það var oft glaðlegt, fé- lagsskapur góður. Eg sakna þess síðan það var lagt niður. Hver skipshöfn var sér í húsi. Ein stúlka eldaði matinn fyrir hverja skipshöfn og hirti föt hennar. — Hvað voru margir á hverju skipi? *— Það var nokkuð misjafnt. Við vorum 6, skip okkar var einmöstrungur. — Varstu lengi á skútum? — Fram að 1906. Árin 1902— 1906 vaf ég stýrimaður á „Sp- svalen“, skútu sem keypt var frá Noregi og aldrei breytt nafni á. VÉLBÁTARNIR KOMA TIL SÖGUNNAR — Hvað gerðirðu þegar þú hættir að vera á skútu? — Auðvitað hélt ég áfram að vera sjómaður. Þegar vélbát- ðf þvi sctn á daga hans hcfur drífid amir komu til sögunnar fékkst ólikt meira fiskimagn á þá, en lélegir voru þeir fyrst. Fjögurra hestafla vélar voru settar í sexæringana, og þeir voru opnir. — Þannig voru fyrstu vélbátamir okkar fyrir vestan- — Hvers vegna fluttir þú frá Bolungarvík? — Konan mín var mjög heilsu- lítil, meiningin var að vera nær lækni. Einnig var það til að mennta drenginn minn. — Þegar þú komst suður? — Eg kom hingað í júní um sumarið og komst í bygginga- vinnu. Um veturinn fór ég á sjó. SVAÐILFARIR. — Þú hefur sjálfsagt lent í ýmsum svaðilförum á sjónum um æfina. — Tæplega svo að í frásögur sé færandi. Eins og ég sagði áðan fór ég á sjó fyrsta vet- urinn hér fyrir sunnan. Eg var á Björgvin. Þá vorum við eitt sinn nærri komnir upp í Hafnar bjargið. Tókum niðri undir því í suðaustan stormi og komumst við illan leik til Reykjavíkur. í annað skipti á Björgvin brotnaði stýrið þegar við vor- um staddir suður á Selvogs- grunni. Vélin var í gangi og við höfðum segl og sigldum en stýrðum með slóða: — sett- um út rekald og s^rðum með því. — Oftar munt þú hafa lent í ævintýrum? — Eitt skipti þegar ég var. á Elliða, en hann hafði 4 ha. vél lentum við í versta veðri, austan storm og frosti, og bil- aði vélin þegar við vorum staddir út af Björgum um 40 sjómílur undan landi. I Við björguðumst í enskan tog ara. — Lenturðu aldrei í ævintýr- um á skútunum? — Einu sinni var það þegar ég var á skútu, það mun hafa vérið rétt fyrir eða um alda- mótin, að við fiskuðum á ára- bát frá skútunni og villtumst í þoku, gátum með engu móti fundrð skútuna aftur. Síðan hvessti, en sænskt kaup far, skipstj. Bönnelykker, bjarg aði okkur úti á hafi. ÞEGAR ALLIR HÉLDU AÐ ÉG VÆRI DAUÐUR — Fleira muntu hafa til frá- sagnar af slíku tagi? — Það væri þá helzt þegar allir héldu að ég væri dauður. Eg var þá á Goðafossi. Verið var að hífa inn keðjuna og tók ég á móti henni- Loftur Bjama- son var við spilið. Keðjan var næstum komin inn, akkerið 1 komið upp úr sjó, þegar allt í einu kúplaðist frá og keðjan rann öll út aftur. Fyrst hafði ég tekið mér stöðu úti í síðunni, þar sem ég var niðri í keðjukassanum, en svo var eins og því væri hvísl- að að mér að ég skyldi færa mig fremst í kassann og þar var ég þegar kúplaðist frá. Hefði ég verið kyrr í síðunni mundi mér engrar undankomu hafa verið auðið, en þaðan sem ég stóð gat ég fleygt mér niður í kab- alrúmið fyrir framan. Þeir, sem uppi voru, bjugg- ust við því að ég væri dauður, en í þess stað var ég ekki aðeins lifáiidi heldur alveg ó- meiddur. — Fleira af slíku tagi? — Einu sinni gerðist það á bát sem ég var á að línan fór í Skrúfuna og varð ekki losuð nema með því að fara niður í sjóinn til þess. Eg bauðst til að fara — ég átti fæst böm- in. Og það tókst, því annars stæði ég ekki hér. ÞÁ VAR LÍKA HÚSNÆÐIS- LEYSI í REYKJAVK — Hefurðu ekkert að segja mér frá dvöl þinni hér í bæn- um. — Ýmislegt mætti minnast á ef út í það væri farið. Einu sinni réðst ég í að byggja hús — en þá var líka húsnæðisleysi 1 Reykjavík. Fraimh. á 5. síðu. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæj arskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkurapó- teki, sími 1760. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3.20 e. h. til kl. 9.50 f. h. Næturakstur: Hreyfill, sími 1633. Útvarpið í dag:: 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.25 Útvarpssagan: „Kotbýlið og kornsléttan" eftir Johan Bojer, VIII (Helgi Hjörvar). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett nr. 12 eftir Mozart. 21.15 íþróttaerindi í. S. í.: Félags- lífið og áhrif þess (dr. Símon Jóh. Ágústsson). 21.40 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (dr. Björn Sigfús- son). 22.05 Symfoníutónleikar (plötur): a) Symfonía í Es-dúr eftir- Mozart. b) Píanókonsert nr. 4 eftir Beethoven. Hjónaefni. Opinberað hafa trú- t lofun sína á Húsavík ungfrú Ás- gerður Júlíusdóttir og Ólafur Að- alsteinsson sjómaður. Gjafir og áheit til Blindravina- félags íslands. Frá Þ. E. í minningu um látna móður kr. 500.00, írá gam alli konu kr. 50.00, áheit, frá V. H. B. kr. 20.00. — Kærar þakkir. Þor-- steinn Bjarnason form.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.