Þjóðviljinn - 21.01.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.01.1945, Blaðsíða 1
VILJINN 10. árgangur. Sunnudag-ur 21. janúar 1945. 17. tölublað. Davið Stefánsson hylltur með blysför á fimmtugs- afmælinu Sóknin vestur í fullum gangl Tcbur Tílsíí, D^íaMowo, Kolo, Nowy Sacz, Kosíce, Prcíov og samfals um 2000 borgír, bæt og þorp Ekkert lát er á sókn rauða hersins vestur Pólland og inn í Austur-Prússland og Tékkóslóvakíu. Þjóðverjar segja Rússa hafa tekið pólska bæinn Kepnu, 65 km. fyrir norðaustan Breslau, og að þeir séu komnir inn í Slésíu austast. Her Tsérniakovskis tók borgina Tilsit í Austur- Prússlandi í gær og er 15 km. frá Insterburg. Her Súkoffs er kominn 170 km. vestur fyrir Varsjá, — tók í gær borgina Kolo, 120 km. frá Poznan. Her Petroffs tók í gær Nowy Sacz, syðst í Póllandi, og Presov og Kosice í Tékkoslóvakíu. Rússar hafa ekki tilkynnt neitt ennþá um, að þeir hafi farið yfir landamæri Slésíu. Samkvæmt dagskipunum Stal- íns er her Súkoffs kominn lengst vestur á bóginn. — Sótti hann fram um 50 km í gær og er kom- inn 170 km vestur fyrir Varsjá. — Tók hann Kolo, 160 km fvrir vest- an Varsjá, — 120 km frá stórborg- inni Poznan. Her Tsérniakovskis tók Tilsit í Austur-Prússlandi og 4 bæi aðra. Norskt flóttafólk kemur enn til Svíþjóðar Frá Stokkhólmi er tilkynnt, að fréttir frá Uddervalla hermi, að flóttafólksstraumurinn frá Noregi til Svíþjóðar sé enn talsverður. — Til þessa héraðs eins koma um 80 flóttamenn á mánuði. (Frú norska blaðafuUtrúanum). Sú borg er rnikil iðnaðarmiðstöð með 60.000 íbúa. Sami her er 15 km frá Insterburg að norðan. Her Rokossovskis tók bæinn Dzialdowo, skammt frá suður- landamærum Austur-Prússlands. — Þjóðverjar segja hann kominn norður yfir landamærin og sé bar- izt við Gilgenburg, sem er nokkr- um kílómetrum sunnar en.Tannén- berg, og við Neidenburg, 25 km austar. Á þessu svæði var það sem rússneski herinn beið mikinn ósig- ur í fyrri heimsstyrjöldinni. En nú virðist vaka fyrir Rokóssovski að króa meginhluta Austur-Prúss- lands af, og bíða Þjóðverja þá miklu meiri hrakfarir en Rússar urðu að þola fyrir 80 árum. KONÉFF FYRIR VESTAN CZESTOCHOWA. Her Konéffs breikkaði sóknar- fleyg sinn mikið í gær og er kom- inn að landamærum Slésíu á löngu svæði fyrir vestan Czestochowa (— þarna segja Þjóðverjar Rússa vera komna yfir landamærin —). Tóku við embætti í gær Franklin D. Roosevelt, forseti Bandaríkjanna síðast liðin 12 ár, tók við forsetatigninni í fjórða sinn í gær. Forsetinn situr hér að snæðingi með nýja varaforsetanum, Harry S. Truman, í garði Hvíta hússins. Tvær dagskipanir frá Stalín í gær fjölluðu um sigra hers þess, sem Petroff stjórnar norðan og sunnan Karpatafjallgarðsins. Syðst í Póllandi, í hlíðum Karp- atafjalla, hefur hann tekið borg- ina Nowy Saez, og suður í Tékko- slovakíu tók hann borgirnar Pres- ov og Kosice. — Sú fyrri er við ána Torysa og hefur 15.000 íbúa. — Ivosice er við ána Hornad, — hefur 30.000 íbúa. Bretar sækja fram norðan Sittard Bretr tóku nokkur þorp fyrir j norðan Sittard í gær. Suður í Alsace sóttu Frakkar fram um 5 km. í átt til Colmar. — Er sú borg miðstöð allstórs innikróaðs landsvæðis á valdi Þjóðverja. 25.000 FANGAR. Herir Rokossovskis, Sú'koffs og Konéffs hafa tekið um 25.000 þýzka fanga á fyrstu viku sóknar- innar, 12.—19. janúar. Urn 480 skriðdrekar og vélknún- ar fallbyssur voru teknar herfangi. Um 65.000 Þjóðverjar féllu. Næstum 190 skriðdrekar Þjóð- verja voru eyðilagðir i gær. t Roosevelt tekur við embætti í f jórða sinn Roosevelt forseti tók form- lega við embætti í 4. sinn í gær. Athöfnin fór fram í Hvíta húsinu að vanda, en var miklu einfaldari en siður hefur verið. Forsetinn hélt stutta ræðu. — Sagði hann núlifandi kyn- slóð ganga undir hörðustu próf- raun mannkynssögunnar. — Hann kvað bandarísku þjóðina hafa hlotið dýrkeypta i;eynslu og ætti að læra*'af henni, að hún gæti aldrei einangrað sig. — Bandaríkjamenn hefðu lært, að þeir yrðu að vera borgarar heimsins. Fjellbu biskup á Hálogalandi Norska kirkjumálaráðuneytið í London tilkynnir, að Arne Fjellbu dómprófastur hafi ver- ið settur biskup til bráðabirgða í hinum frelsaða hluta Háloga- landsbiskupsdæmis. Fjellbu á að stjórna kirkjumálum í þess- um héruðum og hefur verið veitt vald til að gera ýmsar ráðstafanir, sem hið óvenjulega ástand krefur. I * Skömmu áður en Fjellbu var settur biskup, var hann útnefnd ur herprestur og fer sem slík- ur með norska lögregluliðinu frá Svíþjóð til Austur-Finn- merkur. (Frá norska blaðafulltrúianum). Brezkur þingmaður um Churchill: „Slyngasti stað- reyndafalsarinn” í fyrradag var síðari dagur Grikklandsumræðnanna í neðri deild brezka þingsins. — Varð stjórnin fyrir afar harðri gangrýni vegna stcfnu sinnar í Grikklandi, en áður en lauk var vantrausts- tillaga frá formanni Conunon- wealthflokksins felld með miklum atkvæðamun, en mikill fjöldi þing- manna sat hjá. Aneurin Bevan, þingmaður frá Wales, deildi fast á ræðu Chur- c'hills frá upphafi umræðnanna. — Sagði hann, að hún hlyti að spilla mjög fyrir friðsamlegri lausn í Grikklandi og kosta fleiri mannslíf. Viðvíkjandi hryðj uverlcasö gun- um sagði hann, að þœr vœru venju- legur „ChurcJiiUs þvœttingur“. — Sagði hann, að enginn einasti stjórnviálumaður vœri jafn-snjall og Churchill að falsa staðreyndir. Að því, er gisla snerti, kvaðst Bevan vilja spyrja, hvað Churchill segði um, að þeir E.A.M.- (Þjóð- frelsishreyfingar-) leiðtogar, sem lögreglan í Aþenu hefði í haldi, væru látnir lausir. Síðustu fréttir frá Grilcklandi herma, að fuUtrúar frá E.L.A.S. Iiafi undirritað skuldbindingu um að láta alla gisla lausa. Ungverska bráða- birgðastjórnin fær vopnahlé Ungverska bráðabirgðastjórn- in, sem stofnuð ,var í Debrecen fyrir nokkrum vikum, undirrit- aði vopnahléssamninga við bandamenn í Moskvu í gær. Vorosjiloff marskálkur skrif- aði undir fyrir hönd allra banotemanna. \ ■ 1 Davíð Stefánsson skáld er fimmtugur í dag. Hefur skáld- inu verið sýndur marghátt- aður sómi í tilefni af afmælinu. Mun Menntaskólinn á Akur- eyri hylla Davíð með blysför í dag. Verður gengið með 100 tendr- aða kyndla um götur Akureyr- ar og staðnæmzt við Bjarka- stíg, en þar er heimili skálds- ins. Sungið verður meðan á blysförinni stendur og bumbur barðar, en heima hjá Davíð leikur Lúðrasveit Akureyrar og Karlakórinn Geys”ir syngur. Þá hylla Akureyringar skáldið og ávörp verða flutt. Útvarpið helgaði skáldinu verulegan hluta af dagskrá sinni í gærkvöld. Flutti Sigurður Nordal prófes sor ávarpsorð og las upp úr rit- um 'Davíðs. Lárus Pálsson leik- ari las 4. þátt „Gullna hliðsins" o- fl. og Andrés Bjömsson og Jón Sigurðsson frá Kaldaðar- nesi lásu upp úr verkum skálds ins._________________________ Finnskir sjómenn í haldi hjá Þjóð- verjum Þjóðverjar hafa haldið um 120 finnskum sjómönnuiA, þar af 9 konum, í varðhaldi skammt frá Osló í marga mánuði. — Þetta eru skipstjórar, vélstjór- ar, stýrimenn og hásetar. Hafa þessir menn nú verið fluttir til Þýzkalands. Mikill hluti þeirra er sænsk- finnskur og margir Álendingar. Þeir voru settir í varðhald, af því að þeir neituðu að sigla fyrir Þjóðverja, þegar Finnland samdi um vopnahlé og varð að reka Þjóðverja burt.* Finnsku sjómennirnir voru fluttir með skipi frá Osló til Danmerkur og áttu að fara í jámbraut þaðan til Þýzkalands. (Frá' norska blaðafulltrúanum). ÚR LÍFl ALÞÝÐUNNAR Rósberg G. Snædal hlaut verðlaunin N Rósberg G. Snædal á Akureyri hlaut verðlaun vikunnar í sam- keppninni um greinar ÚR LÍFI AL- PÝÐUNNAR. Grein Rósberffs: SKÓLAFÖR TIL ÞINGVALLA, birtist á 3. og 8. síðu blaðsins í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.