Þjóðviljinn - 21.01.1945, Page 7
Sunnudagur 21. janúar 1944.
pJOÐVI UINN
7
Króatiskt ævintýri
„Mér gremst það, Pétur, að þó að ég geri hvert krafta
verkið eftir annað til að fá hann til að játa, þá neitar
hann enn, þessi þverhaus.“
„Ójá, húsbóndi góður,“ sagði Pétur. „Það er auðheyrt,
að þú þekkir ekki þjóðina, sem byggir þetta land. Eg
skal taka málið að mér, ef þú vilt. Eg get hæglega
látið hann meðgan'ga.“
„Gerðu það þá,“ svaraði Drottinn.
„Við hvílum okkur hér og þú skalt láta sem þú
sofir,“ sagði Pétur.
„Eg er orðinn þreyttur,“ sagði Drottinn upphátt við
Pétur. „Við skulum hvíla okkur.“
Þeir lögðust allir niður á jörðina og eftir litla stund
lét Drottinn sem hann svæfi.
Sankti Pétur tók peningapyngju upp úr vasa sín-
um og hvolfdi úr henni stærðar hrúgu af gullpening-
um a jörðina.
Daníel horfði með græðgi á peningana.
Pétur taldi peningana og skipti þeim í fjóra staði.
Daníel horfði undrandi á hann, en þegar Pétur sagði
honum ekkert að fyrra bragði, færði hann sig nær post-
ulanum og spurði flærðarlegur:
„Hvað á að gera við þessa mörgu, fallegu peninga?“
„Eg skipti þeim í fjóra hluta,“ svaraði Pétur, „því
að nú er ferð okkar lokið og við skiljum við þig á kross-
götum hérna skammt frá.
„Einmitt það,“ sagði Daníel. „En hver fær fyrstu
hrúguna?“
„Húsbóndi okkar.“
„En aðra hrúguna?“ spurði Daníel.
„Eg fæ hana.“
„En þá þriðju?“
„Þú.“
„En þá er ein eftir. Hver fær hana?“ spurði Daníel.
„Sá sem át lifrina,“ svaraði Pétur.
Daníel spratt á fætur og hrópaði af öllum kröftum:
„Eg á að fá fjórðu hrúguna, því að ég át lifrina.
Það sver ég við sál mína og allt sem mér er heilagt.
Enginn lifandi maður annar snerti lifrina. Eg át hana
meðan þið sváfuð.“
0$ ÞETT4
f
*****
ERICH MARIA REMARQUE:
VINIR
Sá siður var víða í Norðurálfu
fyrr á tímum, þegar kona 61
barn, að grannkonumar söfn-
uðust heim til hennar, ljósmóð-
urinni til aðstoðar — oft tutt-
ugu—þrjátíu konur í hóp.
Að lokum fór þessi kvenna-
söfnuður við allar bamsfæðing-
ar að ganga svo úr hófi, að yfir-
völd bæja og hreppa fóru að
taka í taumana. í borgarlögum
Visby segir svo:
;,Á hverju heimiir, þar sem
kona hefur fyrir guðs náð alið
bam, mega fjórar konur gista
— en fleiri ekki.‘‘
í Kiel voru svipuð lagaboð
sett á 15. öld: „Þar sem kona
liggur á sæng mega til hennar
koma átta konur, og ekki
fleiri.“
í lögum Kristjáns II Dana-
konungs er kvennafjöldinn tak-
markaður eftir stöðu og stétt.
Þar er komizt svo að orði. að
litilfjörlegasta alþýðukona
megi fá sex konur sér til hjálp-
ar meðan hún liggur sængur-
legu, miðstéttarkona átta og
heldri kona tíu „heiðvirðar kon-
fyrir hana að koma hingað og
verða svo að bíða allan þennar:
tíma. Og þó beitti hún enn öll-
um kröftum til að tala í glaðleg
um tón.
Eg varð að segja eitthvað En,
satt að segja, sat gráturinn í
hálsinum.
„Pat,“ sagði ég. „Eg er viss
um að þér er kalt. Þú verður
að drekka eitthvað heitt, ann-
ars geturðu orðið veik.“
Þegar ég gekk um ganginn
hafði ég séð ljós inni hjá Orloff.
Það er kostur við Rússa að
þeir hafa alltaf beitt te á boð-
stólum.
,,Eg kem stiaK aftur.“ Méi
gekk illa að hafa vald yfir rödö
inni, og þorði ekki að láta hana
sjá framan í mig. En áður en
ég fór út stundi ég því þó upp-
„Eg skal aldrei gleyma þessu,
Pat.“
Orloff var enn á fótum. Hann
sat frammi fyrir Maríumynd-
inni, sem hékk í skugga úti í
homi. Hún hafði blóðrautt ljós
í höndunum. Orloff var rauð-
eygur, annaðhvort af gráti eða
þreytu. En hann hafði suðuvél
með rjúkandi katli á borðinu.
„Fyrirgefið þér, að ég ónáða
yður- En mig langar svo til að
biðja yður um einn bolla af vel
heitu te.“ Og ég bætti einhverju
við um „ófyrirsjáanlegt atvik.“
Rússar eru svo vanir við .,ó-
fyrirsjáanleg atvik“, að Orloft
lét ekki í ljós neina forvitni.
Hann raðaði í mesta flýti góð-
gerðum á bakka og sagði að
það væri sér bara ánægja að
gera mér greiða. „Má ég ekki
bjóða yður — ég hef revnt það
sjálfur — að tyggja bienndar
kaffibaumr? Það er hressand;,
þegar maður hefur drukkið mik
ið.“
„Þakka yður fyrir,“ sagði ég
og var innilega þakklátur. „Það
er fallega hugsað af yður.“
„Og ef ég get gert eitthvað
fleira fyrir yður,“ sagði imnn
alúðlega, ,,þá komið þér bara
aftur. Eg fer ekki að sofa
strax.“
Eg tuggði kaffibaunirrxar á
leiðinni og fann að bragðið og
þefurinn af áfenginu hvarf.
Þegar ég kom inn, sat Pat við
lampann, með spegil í hendirmi
og strauk púðurkodia yfir and-
litið.
„Héma kem ég með te. Það
er vel heitt, og þú skalt drekka
það fljótt.“ *
Hún tók strax við því og
drakk. Eg horfði á hana á með-
an- „Það má hamingján vita,
hvað var að mér í gærkvöld,
Pat,“ sagði ég.
„Eg veit það,“ sagði hún og
hélt áfram að drekka.
,,Það er meira en ég veit sjálf
ur.“
„Þú þarft heldur ekki að vita
það. Þegar öllu er á botninn
hvolft, veiztu alltof mikið til
þess að geta verið reglulega
hamingjusamur.“
„Getur verið,“ svaraði ég
dræmt. „En það getur heldur
ekki gengið, að ég verði kjána-
legri með hverjum degi, sem
við erum saman.“
„Hvað gerir það? Verra væri,
ef þú yrðir með hverjum degi
hyggnari.“
,,Það er sjónarmið út af fyrir
sig,“ svaraði ég brosandi. „Þú
ert ekki ráðalaus að gefa mér
skýringar á hlutunum. En ég
er alvarlega hræddur um, góða
Pat, að þetta verið ekki í síð-
asta sinn, sem ég geri einhverja
vitleysu.“
Hún lagði teglasið frá sér, af-
klæddi sig hægt og rólega og
skreið undir yfirsængina- Eg
kraup niður við rúmstokkinn
og lagði höfuðið á koddann hjá
: henni. Mér fannst ég vera kom-
inn heim eftir langa og erfiða
ferð.
— Fuglamir voru farnir að
kvaka utan við gluggann. Ein-
hver gekk um gangin og lokaði
útidyrahurðinni á eftir sér. Það
var sjálfsagt frú Bender að
fara til vinnu sinnar á barna-
heimilinu. Eg leit á úrið. Eftir
hálftíma hlaut Fríða að koma
á fætur og þá var okkur Pat
ekki mögulegt að komast burt,
án þess að hún yrði þess vör.
Pat svaf enn og dró andann
létt og reglulega eins og bam.
Það var synd að vekja hana, en
ég gat ekki annað. „Pat“ hvísl-
aði ég.
Hún tautaði eitthvað hálfsof-
andi en vaknaði ekki til fulls.
Eg bölvaði í hljóði öllu sem
kallað ,.leiguherbergi“. En henn
ar vegna varð ég að vekja hana.
,,Pat, það er orðið svo framorð-
ið. Þú verður víst að fara að
klæða sig.“
Lxxksins lauk hún upp augun-
! um og brosti. Nú minnti hún
sannarlega á bam, heit af
svefni, með svitadropa á nef-
inu. Það var undarlegt, að hún
skyldi vakna svona glöð og bros
andi. Sjálfur vaknaði ég oftast
með ólund. Eg komst í gott
skap, þegar ég sá ánægju henn-
ar. „Pat,“ sagði ég. ,.Frú Zal-
weski fer að vakna.“
„Hún um það — ég verð hjá
þér í dag.‘
„Hér?“
„Mér finnst ég ekki þurfa að
laumast burt, eins og ég hefði
framið eitthvert ódæði-“
„Það var ágætis hugmynd,“
sagði ég himinglaður. „En
manstu hvemig þú ert klædd?
Þú getur ekki látið sjá þig í
samkvæmiskjól um hábjartan
dag‘‘ %
„Þá verð ég bara þangað til
í kvöld.“
„Hvað heldur það heirha hjá
þér?“
„Eg sé um það. Eg segi bara,
að ég hafi gleymt lyklinum og
fengið að gista hjá kunnugu
fólki.“
,,En ertu ekki svöng?“
„Nei, ekki enn.“
„Eg ætla samt að fara og ná
fáeinar tvíbökur. Pokinn hang
ir í eldhúsinu og ég get tekið
þær áður en Fríða kemur.“
Þegar ég kom aftur með þýf-
ið, stóð Pat fáklædd við glugg-
ann. Hún hafði silfurlituðu
skóna á fótunum. Dauf morgun-
skíman féll á naktar herðar
hennar.
„Pat eigum við að koma okk-
ur saman um að gleyma öllu,
sem gerðist í gærkvöld?“
Hún hneigði höfuðið án þess
að líta á mig.
„Við verðum blátt áfram að
íorðast að vera með öðru fólki
bæði saman. Ástin er svona
Hún þolir ekki neinar utanað-
komandi truflanir. Og þá get-
ur enginn misskilningur orðið
á milli okkar. Breuer og allt
hans hyski má fara norður og
niður,“ sagði ég.
„Já,“ sagði hún. „En á frú
Markowitz að fara sömu leið?“
„Hver er það?“
„Sú, sem þú sazt hjá í barn^
um á „Kasade“.
„Já, hún! Hún má víst fara
líka. En heyrðu! Eg græddi þó
ofurlítið á allri vitleysunni. Eg
vann æði mikla peninga í pók-
er. Nú förum við í kvöld og
skemmtum okkur fyrir þá —
við tvö, án Breuers, frú Morko-
wick og hvað þau nú hétu öll.
Þau eru hvort eð er búin að
vera, hvað okkur snertir. Er
það ekki?
Hún hneigði höfuðið til sam-
þykkis en þagði enn.
Sólin kom upp yfir húsþökin
á móti glugganum og geislarnir
flóðu inn í herbergið. Hárið á
Pat glitraði í birtunni.
„Hvað sagðirðu annars að
Breuer væri?“ spurði ég
„V erkrf æðingur.“
„Verkfræðingur". endurtókég
sneyptur, því að ég hefði helzt
kosið að hann væri eitthvað
minna. „Já, einmitt verkfræð-
ingur! — Það er nú svo sem
engin óskapa upphefð að vera
verkfræðingur. Er það?“
„Nei, elskan mín. Það er ekki
neitt.“ Pat hló og sneri sér að
mér. „Það er minna en ekki
neitt,“ hélt hún áfram hlæj-
andi.
„Og þessi kytra hérna er ekki
í versta lagi. Er það, Pat? Það
eru náttúrlega til betri húsa-
kynni, en —
„Herbergið er prýðilegt, vin-
ur minn, — inndælt! Það gæti
ekki verið betra.“
..Og ég sjálfur! Eg er náttúr-
lega mesti gallagripur og ekki
annað en vesæll bílstjóri, en —“
„En þú ert sá sem mér þykir
vænt um og snillingur að stela
brauði og brugga romm.“ Hún
lagði handleggina um hálsinn