Þjóðviljinn - 27.01.1945, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 27.01.1945, Qupperneq 2
£ ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 27. janúar 1945. Raddír prcnfara; „Hia léien námssHlfUFlli síefia fpaflfíl neiiama i HæitiT •" - • ■ • ■ • — - . \ Landnám prentara í Laugardal PRENTARINN, blað Him ís- lenzka prentarajélags 1. og 2. tölu- blað 1944 hefur Þjóðviljanum bor- izt. Argangurinn 1944 er sá 23. sem út hefur komið, en í grein, sem Jón Þórðarson skrifar í fyrsta tölu- blað og nefnir: Hve gamalt er fé- íag vort? Hve gamall er Prentar- inn?, er skýrt frá því að Prentar- inn hafi hafið göngu sína 10. marz 1887 og verði því 58 ára. Árið áð- ur hóf fyrsta málgagn prentar- anna göngu sína og var það skrif- að og hét Kveldstjaman. í þessari grein og annarri í 2. tbl. er nokk- uð rætt um þetta fyrsta málgagn prentarastéttarinnar. í grein, er nefnist Þrjátiu ára ajmœli vélsetningar hér á iandi, ræðir Ólafur Sveinsson um þau tímamót í sögu prentlistarinnar hér á landi, þegar fyrsta setning- arvélin var flutt hingað til lands, en það var árið 1914, og voru því í fyrra liðin 30 ár frá því vél- setning hófst hér á landi. Prent- arinn, sem kom með þessa vél, heitir Jakob Kristjánsson, en for- göngumenn að stofnun prent- smiðjunnar „Rún“, sem keypti þessa fyrstu setningarvél, voru Jjeir Jón Þorláksson, þá landsverk- fræðingur, Þorsteinn Gíslason rit- stjóri og Pétur Halldórsson bók- ’sali. Vél þessi Var ekki lögð niður fyrr en s.I. ár eftir 30 ára notkun. Oft hefur verið á það mi.rnzt, og ekki að ástæðulausu undanfar- ið, að frágangur á ýmsum bókum og blöðum væri ekki eins góður og vera þyrfti. Það er því ekki ófróðlegt að fylgjast með því sem prentararnir segja sjálfir um þessi mál. í öðru tbl. Prentarans ræðir Stefán Ogmundsson, formaður Hins íslenzka prentarafélags þetta mál í grein er hann nefnir Rreytt viðhorf. Ræðir hann þar hina öru þróun sem orðið hefur á undan- fömum árum á setningarvélum þessum og öðrum prentlistartækj- um og því næst um námskröfur og námsskilyrði prentara. í grein- inni segir svo: „Þegar nemandi er tekinn til prentnáins nú, eru naumast nokk- ur tök á því að fela neinum ein- stökum manni umsjá hans, ábyrgð- in dreifist. Iionum er sagt til af öllum, eða engum, eftir því sem verkast vill. Það fer eftir skap- gerð og þroska piltsins, hvort hann ne.mur réttar vinnuaðferðir, og klóri hann ekki sjálfur í bakkann, fer það oft svo, að hann er talinn vandræðagripur og settur að því verki, sem auðveldast er að láta hann vinna við fyrir kaupi sínu. í dagblöðum eða beinu umbroti fá setningamemar svo að dúsa námstímann út, og pressunemar eiga þess oft ekki kost að snerta nema á einni vél og fábreytni þeirra verka, sem við hana eru bundin, allan námstímann. Rétt áður en þessir menn ganga að próf- borðinu, er svo drifið í að kenna þeim hrafl úreltra vinnuaðferða, sem eru skilyrði til prófs, og hlaup- ið á hundavaði yfir útskot og önn- ur viðlíka undirstöðuatriði, sem telja verður nauðsynleg til þess að nemandi „standist prófið“, en þá er líka björninn unninn og hægt að ta’ka næsta nema, sem er 4 ár að búast undir samskonar próf. Þetta munu vafalaust þykja ýkjur einar, en ég gæti bent á ýms dæmi því til sönnunar, að ástand- ið er allvíða svo og engu betra, þótt sumsstaðar sé nemendum sem betur fer meiri sómi sýndur. Það mun öllum ljóst, sem um þessi mál liugsa, að svona má þetta ekki lengur til ganga. Það er til stórtjóns fyrir atvinnurek- endur, að eiga ekki á .að skipa völdum verkamönnum og vel verkiförnum, og enda þótt kaup- gjald nemanna sé allt of lágt, mið- að við þarfir þeirra og þá vinnu, sem þeir allajafna skila við ein- földustu störfin, sem þó eru seld fullu verði, mundi það prentsmiðj- unni stór hagur, að greiða þeim sómasamleg laun, veita þeim hag- stæð námskilyrði og endurheimta þann kostnað margfalt í auknum afköstum og bættum vinnubrögð- um. Hin lélegu námsskilyrði stefna framtíð nemanna í hættu, ef vinna minnkar, því að þeir munu jafn- an fyrstir hverfa af vinnustað, sem lélegasta verkinu skila. Og eins og nú er háttað, er það atvinnurek- Níðst á þeim sjúku G. Þ. skrifar Bæjarpóstinum um lífskjör öryrkjans í Reykjavík núna. Er bréfið skýr mynd af því hróp- andi ranglæti, sem sjújtum og fötluðum er sýnt í okkar þjóðfélagí enn þann dag í dag. En bréfið er á þessa leið: „Það kostaði langa og harða bar- áttu fyrir mig, að fá þann hæsta örorkustyrk er lög gera ráð fyrir, sem þó aðeins eru 280 kr. á mán- uði. Var það aðeins fyrir harðfylgi lögfræðings er ég fekk í lið með mér, að ég fékk loks greidda þessa fúlgu! Hvemig mér var ætlað að lifa á þessum 280 krónum er mér hins- vegar ráðgáta, eins og verðlag er nú á lífsnauðsynjum. T. d. verð ég að borga 250 kr. pr. mánuð fyrir herbergi það er ég hef á leigu, 50—60 kr. pr. mánuð fyrir þjónustu og 50—70 kr. fara hjá mér í strætisvagnagjöld í hverjum mán- uði. Þá er eftir að greiða föt og faéði. endum að ábyrgðarlausu og án kostnaðar, að segja manni upp vinnu, en baggi á sjóðum stéttar- innar sem heildar. Nokkur hreyfing hefur átt sér stað til úrbóta þessum málum. Prentarafélagið hefur hafizt handa með stofnun nefndar, sem gera skal tillögur um framtíðarskipun náms og bættra vinnubragða. Prentsmiðjueigendur munu og hafa stofnað vísi að sjóði, er verja skal til prentiðnarskóla (sjálfsagt væri, að hann næði til allrar bóka- gerðar). Enginn vafi er á því, að til lausnar þessu máli er nauðsyn á sameiginlegu átaki Prentarafé- lagsins og atvinnurekenda; þar má engin togstreita eiga sér stað, held- ur verða samhæfðir kraftar að leysa þetta verkefni, sem hin öra tækniþróun hefur lagt okk>ir á herðar til skynsamlegrar og skjótr- ar úrlausnar. Þau verkefni, sem styðja slíka lausn, eru margþætt. Vanda þarf sem bezt valið í stéttina, svo að ekki komi fyrir að þeir nemendur haldi áfram námi, sem sýnt er á hinum svokallaða reynslutíma, að eru með öllu óhæfir til starfans. Námsáætlanir þarf að gera, og má þar styðjast við niðurstöður, sem fengust* fyrir nokkrum árum í starfi nefndar, sem vann að þess- um málum. Próf á miðjum náms- tíma væru æskileg og bókagerðar- skóli brýn nauðsyn. Útgáfa kennslubóka um prentiðnina er nauðsynlegt byrjunarspor, og ætti Sér ekki hver heilvita maður og 280 kr. hrökkva skammt fyrir lífs- framfæri? Það er sjáanlegt að háttvirt bæjarstjórnin ætlar mér að liggja upp á venslafólki mínu ef hún þá hugsar bara nokkuð út í hvað það þýðir að segja öryrkja að lifa á 280 kr. á mánuði. _ Heilsa mín er eyðilögð af afleið- ingum lömunarveiki, en þrátt fyrir það mundi fyrirfinnast létt vinna er ■væri við mitt hæfi. Eg hef farið þess á leit við bæjarstjórnina að ég fengi slíka vinnu og hefur því ekki verið tekið ólíklega, en efnd- irnar hafa verið í lakara lagi. En kannski að þeir góðu menn haldi að ég geti bara lifað á fögrum orðum? En hvers eiga þeir sjúku að gjalda, því er alltaf níðst á þeim? Er það af því þeir eru minni mátt- ar? Hversvegna mega sjúklingar ekki lifa lífinu, og fá það sem þeim ber lögum samkvæmt án þess að þurfa aöstoð lögfræðinga til þess?“ Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi ríkisins hefur sent Þjóð- viljanum útdrátt úr fundar- gerðum tveggja funda er kenn- arar og forgöngumenn íþrótta- mála heldíx með sér um íþrótta- iðkanir skólanemenda. Fara upplýsingar Þorsteins hér á eftir: Á tveimur fundum hér í Reykjavík á þessum vetri, hef- ur verið rætt um og gerðar samþykktir varðandi 16. gr. í- þróttalaganna. Fyrri fundurinn var með í- þróttakennurum við skólana í Reykjavík og Hafnarfirði 8. okt. s. 1. Allir ,starfandi kennarar mættir, nema tveir. Eftirfar- andi samþykkt var gerð: „Fundur íþróttakennara við skólana í Reykjavík og Hafn- arfirði samþykkir, að verði reglur samdar um íþróttaiðk- anir skólanemenda utan skól- anna meðan á skólanámi stend- ur, þá verði eftirfarandi fylgt: 1. að nemendur 13 ára og yngri fái ekki slíkar undanþágur, 2. að nemendur 14 ára og eldri fái undanþágur, en þó þann- ig að fjöldi allra íþrótta- stunda fari ekki fram úr 5 á viku, 3. að nemendur 17 ára og yngri taki ekki þátt í hlaupakeppn um meðan á «kólanámi stend ur, 4. að nemendur, sem sækja um undanþágur, sýni vottorð frá skólalækni skóla síns um heilbrigði, til þess að taka þátt í auknu íþróttanámi“. Síðari fundurinn var haldinn 26. nóv. s. 1. með skólastjórum, formönnum íþróttafélaganna og íþróttakennurum í Reykjavík og Hafnarfirði, ásamt íþrótta- nefnd ríkisins og stjórn í. S. í. — Fræðslumálastjóri var einn- ig mættur á fundinum. Fundinn sóttu 33 aðilar. Sex- tán aðilar tóku til máls. Tillögur þær, sem að framan getur voru lesnar upp og ætl- azt til þess að fundurinn tæki afstöðu til þeirra, en þó með þeirri vitneskju að valdið til þess að neita eða leyfa nem- endum þátttöku í íþróttaiðk- unum eða keppnum væri í höndum skólastjóranna. Umræðurnar skiptust í tvennt. í fyrsta lagi varðandi barnaskólanemendur og í öðru lagi varðandi nemendur í fram- haldsskólum. Fjórir íþróttafélagaformenn lýstu sig samþykka því að bamaskólaböm fengju enga undanþágu. Þrír þeirra voru formenn stærstu íþróttafélag- anna — Ármanns, í. R. og K. R. Tillaga kom fram frá stjórn fimmta félagsins, — sundfélag- inu Ægir — sem gekk í þá átt að 13 ára bömum yrði veitt und anþága til þess að æfa í íþrótta félögunum. — Þessi tillaga var tekin aftur. 1. liður í fundarsamþykkt í- þróttakennaranna var borinn upp sér og samþykktur með samhljóða atkvæðum Umræðumar snérust mikið um ákvæði 16. gr. íþióttalag- anna varðandi nemendur fram- haldsskóla. Forráðamenn í- þróttafélaganna lögðu áherzlu á, að ákvæðin heftu persónu- frelsi nemenda og hrifu nem- endur, sem væru virkir félag- ar félaganna úr tengslum við þau. Þeir töldu sig aftur á móti hlynnta samvinnu og reglum varðandi íþróttaiðkanir nem- enda. Forráðamenn skólanna bentu á tilgang skólaíþrótt- anna og að þeim skóium, sem hefðu íþróttafélög innan sinna vébanda væri nauðsynlegt að hafa þá nemendur sem væru góðir íþróttamenn, virka í skólafélögunum. í lok fundarins voru því 2, 3. og 4. liðir tillagna íþrótta- kennaranna bomir upp og þeir samþykktir með samhljóða at- kvæðum. Þessi gre’. ?argerð verður send öllum þe^m aðilum, sem boðaðir voru á seinni fundinn og mælzt til þess að fram- kvæmdir skóla og íþróttafélaga verði í samræmi við þessar sam þykktir, svo að íþróttamál hinn ar frjálsu íþróttas'tarfsemi og skólanna megi sem bezt þróast, hvor á sínu sviði. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður í Ingólfsapóteki. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3.40 e. h. til 9.35 f. h. Næturakstur: B.S.R., sími 1720. Útvarpið í dag: 8.30 Morgunfréttir. 19.52 Hljómplötur: Samsöngur. 19.25 Þingfréttir. 20.30 Útvarpstríóið: Serenade eftir Hartmann. 20.45 Leikrit: „í upphafi var óskin“' eftir Gunnar M. Magnúss. (Þorsteinn Ö. Stephensen, Gunnþórunn Halldórsdóttir o. fl.). 21.20 Hljómplötur: Vestmannakór- inn syngur Brynjólfur Sigfús- son stjórnar). 21.35 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur (Albert Klahn stjórnar). Þeir sem hafa útsölu á minning- arspjöldum Frjálslynda safnaðarins í Reykjavík geri svo vel og sendí skilagrein fyrir árið 1944 til Ástu Guðjónsdóttur, Suðurgötu 35. Stoltur faðir Tveir bræður, synir rússnesks bónda, •— þeir Vladimir og Ivans Pokasévski, eru áhöfn árásarflug- vélar á pólsku vjgstöðvunum. — Ivan er flugmaðurinn, en Vladimir skyttan. — Faðir þeirsa gaf þeim flugvélina, þegar þeir voru heiðrað- ii af herstjórninni fyrir að hafa fellt meir en 500 Þjóðverja og eyði lagt 85 flutningabíla óvinanna. A aðra hlið jlugvélarinnar er letr að: „Frá Ivan Pokasévski, sam- yrlcjubónda, til sona hans“. Framhald á 5 síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.