Þjóðviljinn - 30.01.1945, Síða 5
V
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 30. janúar 1945
þiÓÐVlLll
Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — Sósíalistajlokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Ouðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Emar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 1S, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Shólavörðustíg 19, sími 218ý.
Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja: Víkingsprent h.j., Garðastrœti 17.
Það verður að breyta innkaupakerf inu
Viðskiptaráð hefur skapað ákveðið kerfi við innkaup ís-
lendinga: það skipulag, að tvær stofnanir, innflytjendasamband
heildsalanna og S. í. S. annist öll innkaupin.
Reynslan hefur nú sýnt að þetta kerfi dugar ekki. Það nær
ekki þeim tilgangi, sem þjóðin hlýtur að stefna að í innkaupum
sánum: að fá vörurnar sem ódýrastar.
Það eru ekki sérstaklega þær ákærur sem fram hafa komið
gegn einstökum heildsölum, sem sanna þetta. Hitt er meúra um
vert, að það er upplýst að ef heildsalar hafa ameríska milliliði,
til þess að leggja á fyrir sig og gera vöruna þannig dýrari fyrir
íslendinga, þá sé ekkert lagalega við það að athuga og kerfið
sjálft, einkum álagningaraðferðin, hvetur heildsalana beinlínis
til þessa þjóðfjandsamlega athæfis.
Þjóðin hefur því enga tryggingu i ódýrum innkaupum hjá
heildsölunum.
Og hvað S. í. S. snertir þá verður ekki séð á því verði, sem
S. í. S. selur kaupfélögunum, að innkaup þess séu stórum betri.
Það þarf samkeppni á þessu sviði, samkeppni sem um leið
er eftirlit af hálfu hinna smærri í þjóðfélaginu. Einokunarskipu-
lagið, sem verið hefur, hefur dæmt sig sjálft.
Hentugasta fyrirkomulagið til þess að tryggja þjóðinni sem
ódýrust innkaup eins og sakir standa og raunverulega baráttu
gegn dýrtíðinni er að smákaupmenn og kaupfélög fái sinn gamla
rétt til þess að kaupa inn sjálf. Þá fyrst fer samkeppnin að
njóta sín. Og þurfi gagnvart Bandaríkjunum að koma fram sem
ein stofnun, þá eiga þessir aðiljar eins mikinn rétt til þess og
hinir, er haft hafa innkaupin.
Það þarf að breyta innkaupakerfinu — komast burt frá
einokun og gjaldeyriseyðslu.
Það þarf að breyta álagningaraðferðinni, hætta að verð-
launa dýru innkaupin og gjaideyrisundanbrögðin.
Heildsalarnir veðja á Alþýðuflokkinn
Blað heildsalanna, Vísir, fer ekki dult með áform sín um að
torvelda núverandi ríkisstjóm allar framkvæmdir og steypa
henni af stóli ef verða mætti. Um þetta er í sjálfu sér ekkert að
segja, blaðið túlkar málstað stjómarandstöðunnar innan Sjálf-
stæðisflokksins, það, og þeir sem að þvi standa, um það.
Það er hinsvegar athygiisvert hverjir það eru sem blaðið
treystir til atfylgis í þessu efni. Jónas, Framsóknarmenn og
Vísisarmur Sjálfstæðisflokksins, eru sjálfkjörnir sem lífverðir
heildsalanna í baráttunni gegn ríkisstjóminni. En svo virðist nú
komið að Vísir telji litlar vonir standa til að þetta lið vinni, og
því er nú veðjað á nýjan hest til sigurs. Alþýðuflokkurinn hefur
orðið fyrir valinu. Um þetta efni segir Vísir í leiðara í gær:
„Eftir að kosningar hafa farið fram í verkalýðsfélögunum
verður aðstaða Alþýðuflokksms á ýmsan hátt auðveld. Flokk-
urinn er orðinn milliflokkur sem getur ráðið úrslitum um gang
mála og samið til hægri og .vinstri eftr því sem henta þykir
hverju sinni. Á þessu getur stjómarsamvinnan oltið og raunar
á ýmsu fleiru“.
Þannig farast heildsalablaðinu orð, dg þarf ekki að efast um
að það ætlar Alþýðuflokknum það hlutverk sem „milliflokks“
að sprengja stjómarsamvinnuna og koma á stjóm við Vísis
hæfi. Ekki verður því neitað að Vísir hefur nokkra ástæðu til
að líta þannig á málin en reynslan sker úr hvort hann hefur
veðjað á skakkan hest eða ekki.
Rúmenia undir hernámi Rússa
/ þeim Evrópulondum, sem hernumin hafa verið af herjum Breta
og Bandaríkja — sérstaklega í Belgíu otj Grikklandi — liefur risið
upp mögnuð pólitísk andstaða gegn þessum herjum. Fréttaritari blaðs-
ins „News Réview“ í Ballcanlöndunum var beðinn um skýrslu um
ástandið^á því landsvœði sem Rússar hafa hernumið. Hér fer á eftir
útdráttur úr símskeyti sem fréttaritari blaðsins sendi því frá Rúmeníu:
Á hverju kvöldi um áttaleytið
verður bylting i Búkarest, höfuð-
borg hinnar frelsuðu Rúmeníu, en
sú borg var ein hin léttúðugasta í
allri Evrópu. Þetta er þó ekki ann-
að en „mannasiða“ bylting, en hún
snertir alvarlega lifnaðarháttu
hinna iðjulausu borgara og er aðal
ásteytingarsteinn í samkomulagi
Rúmena og hinna samvizkusömu
og strangheiðarlegu Rússa. Orsök-
in eru ný lokunarákvæði, sem fyr-
irskipa sérhverjum þjóðfélags-
þegni að lialda sig heima milli
'klukkan 9 að kvöldi og 9 að
morgni, en þetta verður til þess að
'borgin „deyr“ eftir að farið er að
skyggja og þögnina rýfur taðeins
hið háftbundna fótatak í-ússnesku
næturvarðanna.
Því er það að næturlífið, sem
gerir líf yfirstéttar og millistéttar
þessarar léttúðugu borgar þess
virði að því. sé lifað, er úr sögunni.
Klukkan 8 til 8x/4 æpa hinir geð-
illu veitingasalar á knæpum og
næturskemmtistöðum:. „Lokunar-
tími, þerrar mínir“, ávarp sem áð-
ur var óþekkt í Rúmeníu.
Áður byrjuðu þessir skemmti-
staðir að fyllast af gestum um tíu
til tólf að kvöldi. Og nú hvísla hin-
ir óánægðu svallarar sín á milli
brandara, sem varla er hægt að
þýða: „Engin framar orgian (svall-
veizla), þessu veldur Georgian“
(Stalín).
Annars má það furðulegt vera
'hversu lífið gengur að öðru leyti
sinn vanagang og gildir einu hvort
um ástir eða önnur viðskipti er að
ræða. Þrátt fyrir harðstjórn und-
anfarinna ára og 4 erfið stríðsár,
sem fækkaði rúmenskri æsku um
% milljón manna, er höfuðborgm
ennþá með glaðlegu yfirbragði og
æstu lífi og þar er gnægð lysti-
semda bæði í mat og konum. Kaffi-
stofur og stræti iða af velbúnu
fólki, er sýnist hafa gleymt hryllingi
hinnar nazistisku herleiðingar og
sprengjuregni úr lofti frá Þjóðverj-
um og Bandlmönnum.
Nóg er hér enn af rauðum
styrjuhrognum. Franskt brennivín
og jafnvel gamalt franskt kampa-
vín er enn hægt að fá. Yfir- og
millistéttirnar, sem hafa Játið
stjórnmál afskiptalaus, hafa kom-
izt vel út úr styrjöldinni. Búðirn-
ar eru fullar af varningi frá því
fyrir stríð, svo sem silkisokkum.
Aðeins sprengjugígir á stöku stað,
sem enn hafa ekk( verið fylltir,
minna mann á að við lifum á ár-
inu 1044 æn ekki 1937.
Fyrsta og þýðingarmesta kennd-
inn, sem hrærist í aðkomumannin-
um, er hinn nýji frelsisandi sem
umlykur borgarlífið. Eftir fjögra
ára þögn, gefur nú að líta á götu-
hornum og í kaffistofum hópa af
mönnum sem brúka hávaða og
handapat þegar þeir ræða um
landsins gagn og nauðsynjar, sem
var harðbannað á meðan nazist-
arnir spígsporuðu um strætin.
Þar eð flestöll flutningatæki hafa
verið tekin til heiþjónustu, hefur
umferðin tekið stakkaskiptum og
ber nú mest á hér, eins og raunar
í öllum frelsuðum löndum, á hjól-
reiðafólki. Þetta sættir þó borgar-
ann, því konur Búkarestborgar eru
/ómaðar um víða veröld fyrir það
hve öklaprúðar þær eru, en hjól-
hesturinn framkallar þessa fegurð
ágætlega. Gildaskálarnir eru fullir
af borgurum og þar má líta amer-
íska einkennisbúninga á strjálingi,
auk nokkurra brezkra stríðsfrétta-
ritara. Rússarnir halda sér í hæfi-
legri fjarlægð enn sem komið er.
Það er reynt að milda lokunar-
ákvæðin með einkaframtaki. Mörg-
um heimilum hefur verið breytt i
skemmtistaði, vinir og gestir hafa
skrínukost mcð sér, átt er við vín
og hljóðfæri, en grammófónar og
þær á ákvörðunarstað — á rit-
skoðunarskrifstofunni, en hana
háfa Rússarnir í úthverfi borgar-
innar til þess að forðast sem mest
átroðning fréttasnatanna.
Ánægjan með „ástandið“ undir
herstjórn Bandamanna er ekki á
marga fiska, meðal daðursdrósa
Búkarestborgar. Þær kvarta yfir
því að Bretarnir séu of „smart“,
Rússarnir of siðprúðir og Amerík-
anarnir of fáir. En almennt séð má^
lýsa viðhorfi fólksins á þá lund,
og ber ég fyrir mig þess eigin um-
sögn, að Rússarnir elski Frakka,
dáist að Bretum, virði Rússa og
óttist Þjóðverja.
Afturhvarf til eðlilegs ástands
lýsir sér í útkomu margra nýrra
dagblaða og endurfæðingu nokk-
urra þeirra eldri. Aftur er farið að
gefa út „Universal“, málgagn ó-
háða frjálslynda flokssins, einnig
blaðið „Timpul“, sem var málgagn
fyrrverandi utanrikisráðherrans
Grigore Gafencu. Þýðingarmesta
bláðið er „Journal de Demineatzu,
sem segist vera óháð og lýðræðis-
Friður, — og frelsi ríkir nú í Búkarest, hófuðborg Rúmeníu.
M Y N D I N : Flugvélar Bandamanna varpa sprengjum á
Búkarest í apríl síðastliðnum.
útvarpstæki höfðu verið gerð upp-
tæk af ríkisstjórninni. Vinirnir
korna með^,bedda“ á bakinu, eða
aðeins dýnu eða undirsæng, því
að veizlum lýkur sjaldnast í
Búkarest fyrr en með morgunsár-
inu.
Hið ævintýralega hótel „Athenée
Palace“, sem er réttnefnd veiði-
mörk allra þjóða braskara, frétta-
ritara og daðúrsdrósa, hefur verið
opnað aftur, eftir að hafa hlotið
skyndiviðgerð eftir að þýzk
sprengja hafði skemmt það. Þar
liefur verið -komið fyrir nýjum
kokteilsal og veitingasalurinn er
þéttskipaður sem endranær. Fá-
einir brezkir og amerískir frétta-
snatar hanga þarna, en þeir eig’a
við „erfiða tíma“ að stríða, því
rússneska herstjórnin skoðar Rú-
meníu ennþá sem ófriðarsvæði.
Ritskoðunin er sanngjörn en
mjög nákvæm. Fréttaritarar verða
að leggja fram sögur sínar með
eiginhendi og verða að ferðast í
tvo klukkutíma til þess að flytja
sinnað. Önnur ný blöð má nefna:
Scanteia (Neisti) blað Kommún-
ista, Gariul Nou (Nýr heimur),
sem er opinbert málgagn rúss-
nesku herstjórnarinnar, Romania
Li'bera, málgagn nústofnaðs flokks
sem nefnist „Samband ættjarðar-
vina“, Libertatea blað sósjalista,
Viitorual (Framtíðin) blað frjáls-
lyndra, Indepedence Roumaine og
bændaflokksblaðið Dreplatea.
Stjórnmálalífið er enn i deigl-
unni, en lýðræðislégt frjálsræði al-
mennings hefur *Yerið fyllilega í
heiðri haft af Rússum, að því und-
anteknu, sem varðar hermál og
öryggi hergins, Rússar styrkja
sýnilega hina nýju vinstriflokka-
samsteypu, sem mynduð er af
kommúnistum, sósíalistum og hinni
nýju hraðvaxandi samfylkingu
plógmanna (landbúnaðarverka-
inanna), en þeir (Rússarnir) eru
mjög nærgætnir í að leyfa himun
,;Frjálslyndu“ (málsvarar auð-
stéttarinnar) og „Þjóðlega bænda-
flokknum", flokki Júlíusar Maníu
(málsvara Transylvaníumanna,
ríkra bænda og fárra mennta-
manna) öll sömu réttindi og hin-
um. Straumurinn er til vinstri, en
ekki er útlit fyrir að í Rúmeníu
verði hreinræktuð kommúnista-
stjóilj- Sagt er að konungurinn
Michael njóti vinsemdar Rússa,
vegna einbeittrar andstöðu sinnar
við Þjóðverja og dugnaði sínum
í að steypa þeim úr valdastóli.
Almennt er það viðurkennt að
Rússarnir hafi hagað sér framúr-
skarandi vel. Satt er það að vísu,
að vopna'hlésskilmálar þeir sem
Rúmenar urðu að sæta voru miklu
strangari en skilmálar Búlgara og
Finna. En Rúinenum skilst að þeir
legu tjóni, sem þeir verði nú að
hafi valdið Sovétríkjunum alvar-
gjalda fyrir. Sem einstaklingar
halda Rússarnir sig í fjarlægð og
blanda sér ekki í samkvæmi Rú-
mena. Búkarest og aðrar stórborg-
ir landsins eru að kalla lausar við
rússneska herflokka. Ástæðurnar
eru tvær: a) Rússar vilja ekki
skapa það álit, að þeir ætli að
verða þarna til langdvalar og var-
ast að koma fram sem sigurvegar-
ar. Búkarestbúar þurfa ekki leng-
ur að þola þá skapraun að sjá her-
fylkingar spígspora um stræti sin,
eins og á fcímum herleiðingar naz-
ista. b) Bæði rússneskir yfirménn
og óbreyttir hermenn urðu bein-
línis fyrir taugaáfalli af vandlæt-
ingu þegar þeir sáu óhófslíf og á-
byrgðarleysi borgarbúa. Rauðir
hermenn, sem aldir eru upp í sið-
ferðislega ströngu andrúmslofti,
sáu í Búkarest vörur, staði og
kvenfólk, sem í þeirra augurn hef-
ur hlotið að líta út sem helvíti
burgeisaspillingar.
Nokkrir sovétfregnritarar skrif-
uðu um þetta langar bannfærandi
blaðagreínar. Það varð því stefna
rússnesku herstjórnarinnar að
halda herjunum utan við. Margir
þessara hermanna voru þarna
komnir eftir að hafa brotizt áfram
gegnurn ógurlega erfiðleika alla
Jeið austan frá Stalíngrad og vissu
að þeir áttu eftir að ganga alla
leið til Vínarborgar og ennþá
lengra.
Helztu viðfangsefnin eru: Upp-
bygging, öflun matvæla og fasista-
hreinsun. Þó að Búkarest sé vel
alin, eru sérfræðingar áhyggjufull-
ir um framtíðina vegna þess að
haustsáning var engin vegna vönt-
unar verkafólks og sáðkorns, flutn-
ingaerfiðleika og hernaðar^ðgerða.
Þess vegna verður Rjimenía að
líða skort á þessu nýbyrjaða ári.
Stjórnin hefur í deiglunni áætlan-
ir um nýsköpun landbúnaðarins,
sem að geta, ef heppnast, sýnt
fljótan árangur til bóta. Önnur
vandamál eru eldiviðarleysi fyrií
hinar fáu dráttarvélar og vöntun
brúkunarhesta.
Fasistahreinsunin, sem var eitt
af ákvæðúm vopna'hlésskilmál-
anna, var til að byrja með fram-
kvæmd með hangandi hendi. En
eftir að Visjinskí, hinn þeklcti
rússneski opiijjieri ákærandi, sem
nú er varautanríkisþjóðfulltrúi
Ráðstjórnarríkjanna, kom í eftir-
Utsför sína. lil .Bukaxest..liaía þessi
inál verið tekin fastari og harðari
tökum en áður.
Nýskipun ríkisstjórnarinnar fyr-
Bandamenn taka San
Fernando á Lúzon
Mac Arthur tilkynnir að
her sinn hafi tekið bæinn San
Femando á Lúzon, 60 km. fyr-
ir norðan höfuðborgina Manilu.
14. lierinn brezki er 20km.
fyrir norðan Mandalay, höfuð-
horgina í Burma.
Þriðjudagur 30. janúar 1945 — ÞJÓÐVILJINN
Frakkar sundra liði Þjóð
verja í Suðtir-Alsace
Franski herinn er aðeins 1
km. frá Rín fyrir norðan Col-
mar og hefur því raunveralega
klofið þýzka herinn í Suður-
Alsace í tvennt.
3. bandaríski herinn er kom-
inn inn í Þýzkaland fyrir sunn-
an St. Vith, nálægt Oberhaus-
en..
ir skemmstu 'hefur látið mikið gott
af sér leiða. Nýi forsætisráðherr-
ann, her%*inginn Nikulás Rades-
cu, er „maður drottningarinnar“
eins og fyrirrennari hans Sana-
tescu. Hann var kunnur andnaz-
isti og liafði dvalið í útlegð ásamt
móður Mikaels konungs Maríu
drottningu.
Áhrif Maníu gamla fara síþverr-
andi, þó flokkur hans (Þjóðlegi
bændaflokkurinn) eigi fulltrúa í
ríkisstjórninni. Hið vaxandi póli-
tíska vald er hin þjóðlega lýðræð-
isfylking, sem í eru kommúnistar,
sósíalistar og „Plógmannaflokkur-
inn“. Forystumaður ,,Plógmanna“
er Petre Groza, 60 ára gamall rík-
ur jarðeigandi, sem snerist til
kommúnisma. „Plógmenn“ hafa
unnið mikið fylgi frá áhangend-
um Maníu gamla. Foringi komm-
únista er lögfræðingurinn Lucretiu
Patrascanu, en áhrifamesti maður-
inn að tjaldabaki er nýliði, Ion
Maurer að nafni, fyrsti fulltrúi
samgöngumálaráðuneytisins og er
það. sem markar fræðilega stefnu
vinstrimanna. Maurer var eitt
sinn í bændaflokknum, skar sig úr
sem ágætur lögfræðingur í vörn
fyrir kommúnista, gekk nýverið í
Kommúnistaflokkinn og hefur nú
vit fyrir og stendur að baki Patra-
scanu.
Lýðhylli Michaels konungs hef-
ur vaxið, eftir hið vel heppnaða
valdanám hans. Hann varast vill-
ur annarra ungra konunga, eins og
Faros Egyptakonungs og Péturs
Slavakonungs. Hann fitnar hvorki
né beitir sér gegn kommúnistum.
Borgarbúum þýkir gaman að sjá
hann þjóta um göturnar í hinni
skrautlegu og hraðfleygu einkabif-
reið sinni. Hann er hugdjarfur, en
ekkert gáfnaljós, fetar í fótspor
föður síns að einu leyti. Hann á
að vini dóttur helzta stáliðjukon-
ungs Rúmeníu, Irene Malaxa, sem
er grönn og glæsileg mær með eld-
rautt hár, alveg eins og vinkona
föður hans: Magda Lupescu.
Rússar skapa sér velvild fólks.
Stofnað hefur verið rússnesk-
rúmenskt menningarfélag, kvik-
myndir sýndar; þeir hafa eigin
bóksölustaði og dagblað. Samt
sem áður liafa Rúmenar ekki
gleymt gömlum vinum. Sannleik-
ufinn er sá, að aldrei hafa jafn-
margir Rúmenar lært ensku og á
meðan nazistar höfðu landið undir
'hernámi. Þær fáu ensku bækur,
sem- hingað-hafa verið-sendar,-seld-
ust upp i bókabúðunum á svip-
stundu og menn bíða óþreyjufull-
ir eftir fleirum.
Framhald af 1. síðu.
C-listi (Sósíalistar aðallega)
491.
19ý2: A-listi (Héðinn Vald. og
Sjálfstæðisfl.menn) 719.
B-listi (Sósíalistar, Alþýðu-
fl.menn o. fl.) 1073.
191-1-3: Stjórnin sjálfkjörin.
1944: Stjórnin sjálfkjörin.
1945: A-Hsti (Einingarmenn) 1301
B-listi (Alþýðufl.menn með
stuðningi Framsóknaraftur^
haldsins) 372.
(Auðir seðlar 89. Ógildir 11).
UMBOÐ TIL HEILDAR-
SAMNINGA SAMI>YKKrr.
Jafnhliða stjórnarkosningunni
fór fram atkvæðagreiðsla um það
hvort Dagsbrúnarmenn vildu veita
Alþýðusambandinu umboð til að
gera heildarsamninga.
Úrslit urðu þessi:
Já sögðu 1412.
Nei sögðu 272.
Auðir seðlar voru 66, ógildir 15.
liÁður en kosningarúrslit voru
birt á Dagsbrúnarfundinum í gær
skýrði Sigurður, Guðnason, for-
maður Dagsbrúnar frá starfi fé-
lagsins s.l. ár.
SAMNINGAR
OG KJARABÆTUR.
í upphafi ársins fór fram alls-
herjaratkvæðagreiðsla um upp-
sögn samninga og var hún sam-
þykkt með 1308 atkv. gegn 188.
Samningaumleitanir rfóru síðan
fram, en atvinnurekendur voru
tregir til að ganga að kröfum Dags-
brúnar, og þegar sýnt þótti að
samkomulag myndi ekki nást varð
að lýsa yfir verkfalli frá þeim degi
er samningar gengu úr gildi, en á
síðustu stundu náðist þó sam-
komulag um samninga, sem fólu
í sér 16.6% grunnkaupshækkun í
allri almennri vinnu.
Var þetta tvímælalaust einn
hinn stærsti sigur, sem Dagsbrún
hefur unnið í kaupgjaldsbarátt-
unni, þegar þess er gætt að enginn
félagsmaður þurfti að fórna svo
mikið sem einnar klukkustundar
vinnu. ,
Uppsögn hinna almennu samn-
inga náði ekki til nokkurra sér-
samninga Dagsbrúnar og var því
samþýkkt á trúnaðarráðsfundi 20.
júlí að segja upp samningum við
olíufélögin og Fiskhöllina til þess
að samræma og lagfæra kaup við-
komandi manna. Samningar náð-
ust við Fiskhöllina án verkfalls,
en verkfall hófst hjá olíufélögun-
um -22. ágúst. Var það allhörð
deila sem lauk þó á þann veg, að
atvinnurekendur urðu að láta und-
an síga, og voru gerðir samningar
27. sept. eftir 39 daga verkfall.
EIGNIR DAGSBRÚNAR
JUKUST Á ÁRINU UM
36.9 ÞÚSUND KRÓNUR.
Fjárhagur félagsins stendur nú
með miklum blóma. Árstillög full-
gildra félagsmanna námu kr. 102.-
604.00 á árinu.
Eignir félagsins voru í ársbyrjun
A944: kr. 241.155.72, en í árslok
1944: kr. 278.109.20, og hefur
eignaaukning félagsins á árinu því
numið kr. 36.953.48.
TRÚNAÐARMENN
Á VINNUSTÖÐVUM.
Kosning trúnaðarmanna félags-
ins á vinnustöðvunum fór fram í
annað sinn s.l. vor. Sýndu verka-
menn yfirleitt mikinn skilning á
nauðsyn slíks trúnaðarmannakerf-
is og mun verða lögð áherzla á að
efla tninaðarmannakerfið svo að
það nái til allra vinnustöðva Dags-
brúnarmanna.
40 ÁRA AFMÆLI
DAGSBRÚNAR.
Að ári liðnu verður Dagsbrún
40 ára. Er ætlunin að minnast
þessa afmælis á verðugan hátt.
Hefur Sverrir Kristjánsson sagn-
fræðingur verið ráðinn til þess að
að skrifa ágrip af sögu félagsins, er
verði gefið út í tilefni af afmælinu.
LANDNÁM DAGSBRÚNAR.
Þá skýrði Sigurður frá því að
félagið keypti 30 ha. spildu úr
Stóra-Fljóti í Biskupstungum ög
ræddi um ráðstafanir þær og frarn-
kvæmdir sem gerðar hafa verið til
þess að reisa þar hvíldarheimili
Dagsþrúnarverkamanna — fyrsta
hvíldarheimili verkamanna á ís-
landi.
LÝÐ VELDISAIÁLl Ð.
Þá minntist hann fundarins sem
Dagsbrún hélt um lýðveldismálið
23. apríl 1944 og skýrði frá því, að
hver og einn Dagsbrúnarmaður
hefði greitt atkvæði í lýðveldis-
kosningunum.
AFSTAÐAN TIL
RÍKISST J ÓRN ARIN N AR.
Þá vék Sigurður Guðnason að
myndun núverandi ríkisstjórnar og
stefnu hennar um nýsköpun at-
vinnuveganna. Ennfremur að
heildarsamningunum urn kaup og
kjör.
FRAMTÍÐAR-
FYRIRÆTLANIR.
Að lokum vék hann að franv
tíðarverkefnum félagsins, þar sem
megináherzlan verður lögð á stétt-
arlega einingu verkamanna og
sameiningu þeirra í stuðningi við
framkvæmd á stefnu núverandi
stjórnar um nýsköpun atvinnu-
veganna. — Þjóðviljinn hefur áður
birt ávarp Dagsbrúnarstjórnarinn-
ar þar sem skýrt er frá framtíðar-
verkefnunum.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
því stærsta í ræðu Sigurðar
Guðnasonar.
Jón Agnars, fráfarandi ritari,
hélt ágæta ræðu á fundinum, þar
sem hann lýsti samstarfi stjórnar-
innar á liðnum árum.
Samþykkt var á íundinuin að
hækka árgjald félagsmaun.a úr kr.
40.00 í kr. 50.00.
Kosningaúrslitin í Dagsbrún
sýna hve glæsilega hin stéttarlega
eining verkalýðsins vex og að aft-
urhaldsöflin — þrátt fyrir að þau
tjaldi öllu sem þau eiga til — éru
að tapa öllu fýlgi meðal verka-
lýðsins.
íslenzk samnmganifnd
komin til Bretlands
Ríkisstjórnin liefur skipaðÉamn-
inganefnd til að semja vi®iríkis-
stjórn Bretlands um verzmn og
viðskipti milli íslands ogEBret-
lands. g
Nefndina skipa: i\ía"mí|
urðsson bankastjóri og , er
formaður hennar, Richard|
framkvæmdastjóri, Jón
framkvæmdastjóri og Ásg'
geirsson bankastjóri.
Með nefndinni er en
Kristján Einarsson framkv
stjóri og er hann ráðaimu&i:
ar um allt er lýtur að fj
fiski.
Sendinefndin
Lóndon.
er í
oiœn
Berklarannsóknir
Berklarannsóknm gengur allt-
af eins og beztu vonir stóðu til og
mœtir fólk ágœtlega.
I gœr voru rannsakaðir 361 íbúi
við Njálsgötu og verður haldið á-
fram í dag að rannsaka íbúa við
sömu götu..
F. D. Roosevelt
Framh. af 3, síðu.
ingi blaðakóngsins Hearts, á
forsetastól í kosningunum 1936.
— En Roosevelt bar sigur af
hólmi aftur.
í kosningunum 1940 bauð
hann sig fram í þriðja sinn, —
á móti ríkjandi hefð. — Hann
bauð einangrunarstefnunni byrg
inn með því að stinga upp á
miklum vígbúnaði í Bandaríkj-
unum og að hjálpa löndunum,
sem öxulveldin réðust á. —
Hann hlaut fylgi þjóðarinnar.
Þó að megintilhneigingin í
stefnu forsetans í utanríkismál-
um hafi alltaf verið í áttina til
sameiginlegs öryggis og í and-
fasistiska átt, væri rangt að
fullyrða, áð ekkert hlé hafi orð
ið á þeirri stefnu, — e. t. v.
til samkomulags við vissa aðila
í flokki hans sjálfs. Til dæmis
má nefna hina hikandi afstöðu
til Spánarstríðsins, sem Roose-
velt játaði síðar, að hefðu ver-
ið of þróttlítil.
En það er samt Roosevelt,
sem hefur komið fram í stríð-
inu sem sá rétti samverkamað-
ur við samningu hinna sögu-
legu sáttmála, sem eru kenndir
við Moskvu, Kairo og Teheran.
— Það var Roosevelt, sem var
hinn rökrétti fulltrúi Banda-
ríkjaþjóðarinnar við myndun
bandalags hinna sameinuðu
þjóða og við* að efla vináttuna
við hin miklu bandaríki okk-
ar, Sovéríkin og Stóra-Bret-
land.
Og það var Roosevelt sem
hafði hugrekki til að segja, að
bandaríski fulltrúinn í ráði hins
komandi þjóðbandalags ætti að
fá fullt vald til að koma fram
í nafni Bandaríkjanna.
Þessi ummæli um Roosevelt
birtust nýlega í blaðaauglýs-
ingu frá verzlunarmönnum, sem
styðja hann:
„Hann er sá maður, sem
barnabörnum okkar verður sagt
frá að hundrað árum liðnum,
því að hann er nú fulltrúi fram
tíðarvona Bandaríkjaþjóðarinn-
ar og þeirrar ákvörðunar henn-
ar að öðlast skjótan sigur, var-
anlegan frið og öryggi eftir
stríð.“
Sig-
Ihann
''liors
tason
Ás-
i*emur
fmda-
íenn-
i*stum
til
Áburðarverksmiðj
Framhald af 2. síðu.
þátturinn í því milcílPýfffllfni, er
fyrir nýbyggin garrá?ff Jfgj|tnC
4. Ýmis ákvæði frv. get?l hæg-
lega brotið í bág víð hagkvaJnustu
skipan þessa máls, er gaunsg&fileg-
um undivbúningi lýkur, ogf er af
þeirri ástæðu óe;ðlilegt að| flýta
lagasetniiiguiiiii á jtaim háffl, sem
ætlazt er til af þeim, er viljl sam-
þykkt frv. nú. f
Einmitt af því, að málið <§■ stór-
vægilegt og líklegt, ef réttj ,er að
farið, að verða mikilvæg ]yf istöng
fyrir íslenzkan landbúnað, ter að
vanda svo vel til alls undirbpiings,
að því þurfi |'|k|‘ rfð|r 4n að
kenna, að meo nausu*inaf| verið
gengið þar til verks, sem svqlmikið
er undir komið, að vel meff tak-
ast. Má vænta þess, að ríkiSstjórn
og nýbyggingarráð taki áþjhrðar-
verksmiðjumálið svo bráðlefci sem
við verður komið til gaumg&filegs
undirbúningýAg: ll|^%íðai| fram
frumvarp uilljfefcbfÍhlBIK’erl^niiðj-
unnar, og MfeíitóíIíRftt |ð af-
greiða frv. þa^rjhérligguf fyrir,
með svofelldri rókstuadridaqskrá:
I trausti þess, að nkiss^ornin
feli nýbygrínga^áðípfuðsyþlegan
og ýta rleg|n| i|i£n|'ilU.nÍJi g áMirðar-
verksmiðjtimálsins og leggií siðan
fyrir A1 j)i(iD|rfi 1 lajga um
áburðarverksmioju, þykir &gi á-
stæða til að samþykkja frjS. það,
er hér Iigg^fy;|ríq og tekurrfleild-
in því fyrir næstá niál á daggkrá.
(WA'
lelssd trí’t’í
Mjfætisgjal
MtiPÍaSfiéfgBfa
Náttföt
Sloppar.
ilar
VERZLUNIN
'HMMfoss
Skólavörðustíg 17.
Sumarbústaður minn
í SKÓGINUM Á ÍSAFIRÐI
er til sölu. bv.oR ahiCI
Stórt og mikið berjaiand fylgir.
PJ|
GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR
Til viðtals frá kl. 10—12 f. h. á Reynimel 46.
1
rtArt