Þjóðviljinn - 17.02.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.02.1945, Blaðsíða 1
10. árgangur. Laugardagur 17. febrúar 1945. 40. tölublað. 9- sfærsfa borg þýgba ríbisíns Samíals hafa veríð íeknír 133,000 fangar i Búdapesf og nágretmi, hœsfa fangafala sfriðsíns Framsókn helder uppi furðulegu málþófi um færeysku samningana Ábyrgðarlaus og stráksleg stjórnarandstaða Alþingi tók í gær til meðferðar tillögu um sam- þykkt á samningnum um færeysku skipin (Tillagan og samningurinn er birt á 4.—5. síðu blaðsins í dag). Stóð fyrri umræða fram undir kvöld, því Fram- sóknarmenn með dyggu fylgi Gísla Jónssonar, Péturs Ottesen og Garðars Þorsteinssonar, héldu uppi hinu furðulegasta málþófi, að því er virtist í þeim eina til- gangi að tefja afgreiðslu þess. Áki Jakobsson atvinnumála- ráðherra flutti framsöguræðu og rakti forsögu málsins. Þegar Bretar hefðu ákveðið að fram- lengja ekki fisksölusamning- inn, hefðu þeir lagt áherzlu á að þeir teldu sig sérstaklega ekki geta framlengt þann hluta samningsins, sem skyldaði þá til að flytja út fiskinn frá Suður nesjum og Vestfjörðum, því þeir hefðu ekki nægan kost hent- ugra skipa til fiskútflutnings. Flutningar Breta hafa undan- farin ár verið verulegur hluti ís- fiskútflutningsins, og munu árið 1944 hafa numið röskum þriðjungi alls fisks, sem fluttur var ísaður frá landinu. Samkvæmt reynslu í fyrra varð útflutningurinn nálægt því sem hér segir: 1 janúar 2000 tonn, febrúar 7000 tonn, marz 16000 tonn, apríl 16500 tonn og maí (hluta mánaðarins) 9000 topn. Þegar brezku skipin voru tekin frá, var um þessi skip að ræða til flutninganna: íslenzk skip gætu flutt um 6000 tonn á mánuði, ensk skip sem eru í öðr- um flutningum, en taka fisk í útleið, gætu tekið 1500—2000 tonn á mánuði, tvö skip Eim- skipafélagsins, sem leigð hafa verið, taka varla meira en 800— 1000 tonn á mánuði. Var viðhorf ið því, að íslendingar höfðu yf- ir að ráða 8000—9000 tonna skip- rúmi til ísfiskflutninga, að frá- teknum færeysku skipunum, og var því öllum ljóst, að þá þurfti færeysk skip, ef flutningurinn ætti ekki að stöðvast. Þegar í nóvember höfðu ís- lendingar lagt drög að því að fá leigð færeysk skip, og var ekki annað vitað en það yrði á sama hátt og til þessa, að einstakir leigjendur í Færeyjum leigðu einstaklingum á ísla'ndi. En fyr- ir áramót var áberandi tregða í þessum samningum, Lögþing Færeyja vildi ekki samþykkja þá samninga, sem gerðfr voru, og loks var farið fram á að ís- lenzka ríkisstjórnin tæki móti sendinefnd Færeyinga til að ræða um leigu skipanna almennt og með hliðsjón af þeim vanda- málum, sem uppi eru í Færeyj- um, einkum atvinnuleysi. Ástæðan til þessarar afstöðu Færeyinga var sú, að þeir töldu hættu á að aðeins beztu skipin yrðu leigð til íslands, en lakari skipin látin liggja ónotuð, og er það sjónarmið fullkomlega’skilj- anlegt, að Færeyingar vilji ráð- stafa flota sínum þannig að af hljótist sem mest atvinna sjó- manna og verkafólks í landi. Sjó menn og verkamenn í Færeyj- um vildu í upphafi að skipin yrðu ekki leigð, en Lögþingið ætti að skylda þau til fiskveiða, og tryggja með því sem flestum landsmönnum atvinnu. Varð um það samkomulag, að allir féll- ust á að skipin yrðu leigð, ef íslenzk stjórnarvöld vildu taka mikið af færeyska flotanum á leigu með heildarsamningum, og varð það úr. Atvinnumálaráðherra taldi að Alþingi hefði ekki aðstöðu til að breyta samningunum á nokkurn hátt, heldur aðeins til að sam- þykkja hann eða fella. Mæltist hann til þess að tillögunni yrði ekki vísað til nefndar og hún af- greidd samdægurs, eins og venja er um slíka milliríkjasamninga. Eysteinn Jónsson og Gísli Jóns son töluðu langt mál um tillög- Hersveitir Konéffs, sem sóttu fram úr norðri, vestri og suðri, luku í gær alveg við að umkringja borgina Breslau, höfuðborg Neðri-Slésíu og 9. stærstu borg Þýzkalands. — Tóku hersveitimar um 200 bæi og þorp í nágrenninu og eru sums staðar aðeins V/z km. frá borginni. Rauði herinn lauk i gær við að útrýma síðustu leifum setuliðsins í Búdapest, — hafði það leitað hælis í skógi fyrir norðvestan borgina. — Tók rauði herinn þar 3400 fanga. — Hefur hann þá samtals tekið 133 000 fanga í Búdapest og umhverfi hennar. — Er það hærri fangatala en í nokkurri annarri orustu stríðsins að Stalíngradorpstunni ekki undanskilinni. Breslau hefur um 630 000 íbúa og er einhver mesta iðnaðar- og samgöngumiðstöð ríkisins. — Hún er ákaflega vel víggirt samkvæmt nýjustu aðferðum og reglum. — Má búast við harðri viðureign í henni, áður en hún verður tekin. 100 KM. FRÁ BERLÍN Aðrar hersveitir Konéffs hafa sótt meðfram meiri hlutanum af syðra fylkingararmi hersins (Sú- koffs), sem er inni í Oder-bugð- una, og töldu nauðsynlegt að vísa henni til nefndar og athuga í sambandi við hana samninga ríkisstjórnarinnar um brezku skipin, Eimskipafélagsskipin, rekstur færeysku skipanna, verð jöfnunarsvæðin, sem ákveðin hafa verið o. fl. Svaraði Áki því, að hann teldi með öllu óviðeigandi að blanda öðrum og alls óskyldum málum í afgreiðslu þessa samnings, og væri varla hægt að líta á slíka afgreiðslu öðru vísi en sem óvin- áttu í garð Færeyinga. Taldi ráðherra fyllstu ástæðu til að af- greiða málið á þann hátt, að það sé með eindreginni vináttu gagn vart hinni náskyldu frændþjóð okkar, sem hlut eigi að máli, og okkur sé nauðsyn að hafa náin samskipti við í framtíðinni. Hófust nú af hálfu Framsókn- ar, Gísla Jónssonar, Péturs Otte- sen og Garðars Þorsteinssonar mikil ræðuhöld og málþóf, ,stóð fyrri umræða fram á kvöld, og var tillögunni þá vísað til síðari umræðu með samhljóða atkv. og til allsherjarnefndar með 21 gegn 20 atkvæðum. Tillagan kom til síðari umr. á fundi sem hófst kl. hálf ellefu í gærkvöld, og var umræðum ekki lokið þegar blaðið fór í pressuna. unni. — Sóttu þær fram um meir en 30 km. í gær á langri víglínu og eru komnar að ánni Bober, þar sem hún rennur í Oder, um 3 km. fyrir sunnan bæ- inn Crossen, sem Þjóðverjar segjast hafa yfirgefið. Nálægt Érossen tók rauði her- inn um 50 bæi og þorp. Fyrir sunnan Grunberg voru 1500 þýzkir fangar teknir. Hersveitir Konéffs nálgast líka borgina Cottbus og munu þar vera um 100 km. frá Berlín. Sveitir úr her Súkoffs halda áfram að eyða setuliðinu í Pozn- an. Her Rokossovskis tók marga bæi fyrir norðan og norðvestan Bydgoszcz. 117 skriðdrekar voru ónýttir fyrir Þjóðverjum í gær og 39 flugvélar. Skíðanámskeið Ár- manns hefst á mánudag Glímufélagið Ármann er að undirbúa þrjú skíðanámskeið er haldin verða við skíðaskála fé- lagsins í Jósefsdal. Hvert nám- skeið stendur yfir í eina viku og hefst það fyrsta n. k. mánur- dag. Skíðakennari á námskeiðinu verður Guðmundur Guðmunds- son, fyrrverandi skíðakappi ís- lands. Þátttaka í námskeiðunum er öllum heimil og er þegar full- skipað á 2. námskeiðið, en á 1. námskeiðið, er hefst eins og áður segir á mánudaginn, er enn hægt að bæta við nokkr- um þátttakendum. Þeir, sem taka vilja þátt í námskeiðunum, geta látið skrá sig hjá Ólafi Þorsteinssyni í síma 1727 eða Árna Kjartans- syni, síma 4467. r^vvwww^^^vv’-vvwvww ? , l Verklýðshreyfingin á Siglufirði 25 ára í í dag Verklýðsfélögin á Siglu- firði minnast í dag 25 ára afmœlis verklýðshreyfing- arinnar á Siglufirði. í tilefni þessa afmœlis halda þau þorrablót með fjölbreyttri skemmtiskrá í dag. Harðar orustur milii Maas og Rínar Barizt er grimmilega á milli fljótanna Maas og Rínar. — Þjóðvcrjar verja af kappi nokkrar hæðir fyrir austan Kleve. Kanadamenn eru komnir inn í bæinn Huizwerden. Bandaríkjamenn hafa stækk- að landsvæði sitt á austur- bakka ánna Our og Sauer, — á landamærum Luxemburgs og Þýzkalands. 25 ára afmæli hæstaréttar Hæstiréttur minntist í gær- morgun aldarfjórðungsafmælis síns með virðulegri athöfn í dómssal réttarins. Forseti hæstaréttar, Þórður Eyjólfsson, bauð gesti velkomna og rakti sögu hæstaréttar frá upphafi. Ávörp og árnaðaróskir fluttu Finnur Jónsson dóms- málaráðherra, Gísli Sveinsson forseti sameinast þings og for- maður Héraðsdómarafélags ís- lands, Magnús Thorlacius for- maður Lögmannafélags íslands og Lárus Fjeldsted hæstaréttar- lögmaður. Meðal gesta var Sveinn Björnsson forseti íslands. Varðandi yfirlýsingu Finns Jónssonar um fjölgun dómara í hæstarétti, sneri Þjóðviljinn sér til ráðherra Sósíalistaflokksins og spurðist fyrir um málið. Svöruðu þeir því, að þeir-vissu ekki til að það mál hefði verið rætt í ríkisstjórninni og því síð- ur að ákvörðun hefði verið tek- in um það. Iðnskólinn vann skólaboðsundið Skólaboðsimdið fór fram í gærkvöld í Sundhöllinni. Sveit Iðnskólans vann sundið. Sveitirra- höfða þcnnan 'íma: 1. riðill: Kennaraskólinn: 19.44.0, Gagnfræðaskóli Reyk- víkinga: 18.47.8, Stýrimanna- skólinn 18.42.7. 2. riðill: Háskólinn: 18.00.9, Reykholtsskólinn: 18 33.7, Gagn- fræðaskóli Reykjavíkur: 18.03.4. 3. riðill: Samvinnuskólinn: 18.29.6, Verzlunarskólinn: 18.09.7 4. riðill: Iðnskólinn: 17.28.9, Menntaskólinn: 17.54.5. Keppt er um útskorna flagg- stöng er Hamar h.f. gaf til að keppa um í þe:su sundi. Er það j í fyrsta sir.n sem keppt er um þennan grip, en hann vinnst til ■ eignar ef unninn er 3 í röð eða ' 5 sinnum alls.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.