Þjóðviljinn - 17.02.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.02.1945, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. febrúar 1945. PJOÐVILJINN 7 Hornspónninn (Lauslega þýtt). getur vel verið, að kóngssonurinn verði hrifinn af þér og vilji eiga þig. Annað eins hefur komið fyrir.“ Svo klæddi hún Maríu í brúðarkjólinn sinn og lán- aði henni allt skrautið, sepi hún hafði borið brúðkaups- daginn. Kjóllinn fór henni ekki vel, skórnir voru alltof stórir og húfan líka. En hvað gerði það? Búningurinn var lagður gylltur böndum, perlum og silkiskúfum. „Nú ertu fín,“ sagði frænka hennar og hengdi gyllt hjarta um hálsinn á henni. „Og ef kóngssonurinn vill eiga þig fyrir konu, þá er það mér að þakka. Mundu það.“ María hélt sjálf að hún væri vel klædd. Þetta var brúðarbúningurinn hennar frænku hennar, svo að hann hlaut að vera fallegur. Og María gekk glöð og hreykin út úr herberginu. En þá mundi hún allt í einu, að hún átti ekki að skilja hornspóninn við sig. Hún ætlaði að hengja hann við beltið. „Ertu galin?“ sagði húsmóðirin og varð hin versta. „Fleygðu þessum spæni þínum á augabragði og lá'ttu ekki kóngssoninn sjá hann Það held ég, að þú sért ekki með réttu ráði, barn.“ Maríu fannst þetta alveg rétt. Auðvitað mátti ekki láta kóngssoninn sjá hornspóninn. Hún fleygði honum og hélt, að hann kæmi til hennar aftur, eins og vant var. Svo gekk hún inn í salinn, þar sem kóngssonurinn sat. En hún tók ekki eftir því, að álfurinn greip spón- inn, læddis't inn með henni og laumaðist undir borðið. Kóngssonurinn og fylgdarmenn hans sátu kringum borðið og litu allir upp, þegar María kom inn í öllum skrúðanum, með stóru skóna á fótunum og steikarfat- ið 1 höndunum. Þeir litu hver á annari og urðu að stilla sig um að hlæja. Aldrei höfðu þeir séð stúlku svona skringilega klædda. Þetta gat ekki verið fallega elda- buskan, sem allir töluðu um. Þegar María gekk inn að borðinu, var allt í einu einhverju kastað á gólfið rétt við tærnar á henni. Það var spónninn. Álfurinn hafði kastað honum og María datt um hann. Hún datt endilöng á gólfið og steikin og glerbrotin þeyttust í allar áttir í kringum hana. Einn kjötbitinn lenti á kóngssyninum sjálfum. Allir gest- irnir fóru að skellihlæja. Nú varð mikil háreysti 1 húsinu. Veitingakonan kom sjálf þjótandi. Það lá við að liði yfir hana. Hún féll á kné frammi fyrir kóngssyninum og bað hann auðmjúk- lega fyrirgefningar. „En hún skal fá makleg málagjöld,“ sagði húsmóðir- in, sneri sér að Maríu og þreif í öxlina á henni. María stóð grátandi á miðju gólfi. Skrúðinn hennar var allur ataður í mat. Kóngssonurinn sagði ekki orð. Hann var.,$a eini, sem var rólegur. Hann kenndi í brjósti um stúlkuna. Hún hafði líka skorið sig í höndina á glerbroti. Þegar hann sá það, stóð hann á fæjur, tók vasaklútinn sinn og batt um sárið. „Farðu nú, auminginn litli, áður en þú færð meiri skammir,“ sagði hann. María hljóp út. En húsmóðir hennar hljóp líka og hún náði henni í eldhúsdyrunum. Hún skipaði Maríu að hafa undir eins fataskipti og hypja sig samstundis burt úr húsinu. María gat ekki farið neitt annað en heim til foreldra andi út í skóginn. Henni þótti allra verst að fá aldrei framar að sjá kóngssoninn. Hann hafði verið svo góður og alúðlegur. f ERICH MARIA REMARQUE: VINIR ■ I höfum, ef yður sýnist. Og það er ókeypis.“ „Má ég líta á þennan lista?“ „Gerið þér svo vel,“ sagði hann og benti mér sérstaklega á þrjár stöður. Tvö þessara fyr- irtækja kannaðist ég ekki við. Það þriðja var hjólbarðaverk- smiðja. — Eg var á báðum átt- um. Maðurinn sagði að vinnumiðl- unarskrifstofan ætti að fá tíu prósent af fyrstu mánaðarlaun- um þeirra, sem hún útvegaði atvinnu. „Aðrar skrifstofur taka tuttugu og jafnvel tuttugu og fimm prósent,“ bætti hann við oð rétti mér eyðublað. Eg þagði pg horfði á bækurnar, sem mað urinn hafði setið á. Þær voru mjög slitnar. Hann hafði sjálf- sagt setið hér lengi. Eg skrifaði á eyðublaðið. Mað urinn fékk mér kvittunina og listann. Eg fór. Eg ók strax til hjólbarða- verksmiðjunnar. Þessi vinna, sem Valentin hafði vísað mér á, var bréfaskriftir. Eg hélt að það væri leiðinlegt og illa laun- að. Eg ætlaði fyrst að komast að raun um hvemig störf þetta væru, sem Úrania hafði á boð- stólum. Auglýsingastörf voru oft sæmilega launuð. Hjólbarðaverksmiðjan hafði sex þúsund verkamenn og fimm tán hundruð skrifstofumenn í þjónustu sinni. Það sagði dyra- vörðurinn mér. Eg beið þess vongóður í fjórðung stundar, að skrifstofustjórinn veitti mér við tal. Að lokum var mér vísaðupp á aðra hæð. Eg var staðráðinn í að kunna allt, sem krafizt yrði af mér! Bókstaflega allt! Það var ekki skrifstofustjór- inn, sem tók á móti mér eftir allt saman, heldur lægra settur skrifstofumaður. Hann horfði grunsamlega á mig, þegar ég bar upp erindið. Síðan hvarf hann fáein augna blik, köm aftur og sagði, að raunar hefði verið laus staða í auglýsingadeildinni fyrir þrem ur vikum síðan, en þá hefði ver- ið ráðinn maður í hana. Eg var því æði seint á ferðinni, sagði hann, og horfði á mig, eins og ég væri fáséð skepna í dýra- garði. Eg spurði, hvort ekki vantaði mann til neins annars. ,Eg held nú ekki,“ svaraði hann reigings- lega. „Við erum alltaf að segja þeim upp á skrifstofunni “ bætti hann við sæll og glaður. Það var auðheyrt, að hann var óhrædd ur um sjálfan sig. Fötin hans voru slitin og brjóstið innfallið. Hann hafði áreiðanlega ekki skárri laun en þessir veslingar á skrifstofunni. Munurinn var sá, að hann vann í þeirri deild, sem hafði umsjón með starfs- fólkinu. Þessvegna sagði hann „við“, eins og hann væri fram- kvæmdastjórinn sjálfur. ,,Við“ segjum mönnum upp vinnunni. En það snertir mig ekki. — Ekki ennþá! Alstaðar skaut hún upp höfðinu, þessi hlálega í- myndun, sem eyðilagði samtök og stéttvísi skrofstofufólksins. „Það verður sjálfsagt niður- skurður í ykkar deild líka, áð- ur en langt um líður,“ sagði ég. Eg gat ekki stillt mig um að lækka í honum rostann. Hann brosti yfirlætislega, en þó las ég í svip hans þennan sama kvíða og getur gripið jafn vel hátt setta menn á vorum tímum, þegar þeir heyra hrak- spár. „Hvaðan Kafið þér þessa vizku?“ spurði maðurinn. „Frá þeim, sem ætti að vita það.“ Hann glotti en hugsaði sig þó um. „Sá eini sem ég gæti ímyndað mér að yrði látinn fara er Meyer. Hann er víst laus í sessi. En það kemur ekki til mála með neina aðra.“ „Jæja, jæja,“ sagði ég í hugg- unarrómi. „Það er eðlilegt að þér haldið það. Mennimir þama niðri á skrifstofunni vita held- ur ekki fyrr en allt í einu að röðin er komin að þeim.“ Þegar ég kom út á götuna leit ég sneyptur á listann, en huggaði mig við, að svona mis- tök gætu auðvitað alstaðar átt sér stað. — Þá var bara að reyna þá tvo staði, sem eftir voru. Og ég ók til A.S. Lux- Evrópu-verzlunarfélagsins, eins og nafnið hljóðaði á listanum. Eg leitaði lengi áður en ég fann það, bakdyramegin i stór- um hrörlegum húshjalli. Þar stóð þetta fína nafn á litlum ryðguðum skildi. Eg varð að gánga upp á efstu hæð, án þess að sjá votta fyrir þessu dular- fulla verzlunarfyrirtæki. Mér datt í hug, að mér hefði sést yfir það og leit vandlega í kringum mig á leiðinni niður. Eg komst að raun um, að ó- trúlega fjölbreyttur atvinnu- rekstur hafði aðsetur sitt í þess um hálfdimma, fúna húshjalli. Eg fór framhjá Fiðurhreinsun, Lákkistusölu, Ritvélaviðgerð, Grímubúningasaumastofu, Snyrtistofu, Veðlánaskrifstofu — og á litlu bréfspjaldi á neðstu hæð stóð: Lux. Þama kom það loksins. Eg hugsaði mig um. Innan við dymar var þvílíkur hávaði og skellir, að vel var hægt að láta sér detta í hug, að verzl- unarfélagið væri að smíða gufu- skip. Eg hringdi dyrabjöllunni. Þá varð allt í einu grafkyrrt inni. Horuð og fölleit unglings- stúlka kom til dyra. Eg sá inn í sal, þar sem voru tíu—tólf saumavélar. Við hverja vél sat mögur og þreytuleg kona. Þær litu allar á mig, þegar hurðin opnaðist, en augnabliki síðar lutu þær aftur yfir saumana og þeyttu vélarnar eins og þær ættu lífið að leysa. Hvítt léreft þaut með hraða gegnum vélarn- ar. Þreytt augu hvíldu á saum- unum og fylgdu þeim eftir. Eg spurði stúlkuna, hvort þetta væri ,,Lux-Evrópa“ Hún opnaði munninn svo að skein í gular, skemmdar tenn- ur. Eg vissi ekki hvort það var bros, eða að hana langaði til að bíta. „Komið á hausinn!“ orgaði hún gegnum hávaðann. „Framkvæmdastjóramir voru báðir teknir vikuna sem leið. Það var fyrir svik og falsanir," hélt stúlkan áfram og horfði á mig með eftirvæntingu, eins og hún ætti von á að ég kæmi með einhverjar nýjar .hneykslisfrétt- ir af framkvæmdastjórunum. En ég sagði aðeins: „Þakka yð- ur fyrir,“ og þá skellti hún aft- ur hurðinni. Eg fór fram hjá Húsgagna- vinnustofu, Marmarafágun og Líkþornaaðgerðum, áður en ég komst út úr húsinu. Þetta fyrirtæki kallaði sig ISKGUF. Skrifað með upphafs- stöfum. Auðsjáanlega skamm- stöfun. Þetta gat þýtt hvað sem var. Eigendur voru Wolff & Wolff. Eg varð að aka borgina á enda. En það gladdi mig að sjá, að fyrirtækið var í raun og veru til. Nafnið var letrað með skýr- um svörtum stöfum á hvítmál- aðan glugga á framhlið hússins. Eg varð vongóður, þrátt fyrir allt, sem á undan var gengið. Óhreystilegur en feitlaginn maður kom til dyra, Vestið hans var óhneppt. Hann var líkastur þunglyndislegum Tyrkja. En þegar hr. Wolff heyrði natfnið ,,Úrania“, umhverfð'ist hann og nötraði af illsku. ,„Þér eruð, herra minn, sá fertugasti, sem kemur frá þess- ari bölvaðri bragðarefsskrif- stofu á einni viku. Ef eg kæmist einhvern tíma í færi við þann hundingja —“ „Þetta er með öðrum orðum eintóm vitleysa? Yður vantar þá ekki neinn mann,“ sagði ég dauflega. Hann reyndi ekki að dylja bræði sína. „Nei, ég held nú ekki. Þetta er „Innkaupa- og sölumiðstöð katólska götu- og umferðasalafélagsins.“ Við birt- um fyrir skömmu eina — takið þér eftir eina — litla auglýs- ingu í Katólska alþýðublaðinu. Við auglýstum eftir rétttrúuð- um erindreka, sem hefði æfingu í að telja um fyrir fólki og hæfi leika á því sviði. Það er nefni- lega um það að ræða —“ Hann leit rannsóknaraugum á klæðn- að minn, sem var mjög sæmileg ur. „— Það er nefnilega um það að ræða, að selja talsvert mikið af biblíumyndum þær eru prentaðar með fjórum lit-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.