Þjóðviljinn - 17.02.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.02.1945, Blaðsíða 3
e ÞJOÐVILJINN Laugardagur 17. febrúar 1945. Hl W N kHl lllfl" Gunnar Sfefánsson, formaður Verkalýðsféfags Dyrhóla - hrepps hrekur blekklngar Guðmundar Guðmundssonar í Vlk fýstr yfírgangi hans (sfðari greio) VERKLYÐSFELAG DYR- HÓLAHREPPS STOFNAÐ Verklýðsfélag Dyrhólahrepps er stofnað sunnud. 5. jan 1936, að Hvoli í Pyrhólahreppi, stofn endur voru tuttugu Á stofn- fundinum var ákveðið að senda þegar upptökubeiðni til Alþýðu- sambandsins, fyrir félagið og skyldi framhaldsstofnfundur haldinn þegar svar kæmi við henni. Uggur nokkur kom fram á fundinum vegna vaxandi á- gengni „Víkings“. Haustið 1935 hafði Guðmundur neytt nokkra Dyrhólinga er þá voru í slátr- un í Vík, til þess að ganga í „Víking“. Vegna þess að honum var þá kunnugt um undirbún- ing að þessari félagsstofnun okkar var talið líklegt, að með þessu hefði hann verið að afla sér aðstöðu 'til að koma í veg fyrir það að við fengjum upp- töku í Sambandið. Auk þess átti hann hauk í homi þar sem var Óskar Sæmundsson, fyrrv. 'form. „Víkings“, er þá var ný fluttur til Reykjavíkur. — Það kom á daginn að þessi ótti var ekki ástæðulaus. — Upptöku- beiðninni var synjað á þeirri forsendu að félagssvæði „Vík- ings“ næði út yfir Dvrhóla- hrepp, og eins og ég tók fram í viðtalinu við Þjóðviljann. átti Óskar vafalaust mestan þátt í því og Guðmundur var auð- vitað með álengdar! Nú þóttust „Víkingar“ í valdi, og þó einkum Guðmundur er jafnan leiddi þá — og hófu þeg- ar áhlaup á hverkonar vinnu- snatt m. m. er tilféllst í Dyr- hólahreppi, sem stóðu uppihalds laust til ársins 1939. « Við sendum Alþýðusamband- inu upptökubeiðni, fyrir félag ■okkar, eina af annarri, með skír skotun til ágengni Víkara, sem hirtu alla vegavinnu í hreppn- um, svo fremj að þeir torguðu henni og létu enga Dyrhóla- hreppsbúa, hvort sem félags- bundnir væru eða ekki, kom- ast þar að, en sambandsstjórnin gaf okkur jafnan sama svarið: Félagssvæði Víkings leyfir ekki tvö verklýðsfélög í Mýrdalnum. FYRRVERANDI FORMAÐUR VÍKINGS STUDDI ÞÁVER- ANDI FORMANN VÍKINGS Ein af þeim upptökubeiðnum ásamt greinargerð dags. 5. marz 1938, undirskrifuð af forráða- mönnum allra félagssamtaka í hreppnum ásamt hreppsnefnd og hreppstjóra, er svarað fyrir hönd Sambandsstjórnar 17. maí 1938 af Óskari Sæmundssyni, fyrrv. formanni „Víkings“ en þáverandi framkvæmdastjóra Alþýðusambandsins. Bréfið er stílað til „Verkalýðsfélags Dyr- hólahrepps“. En sem fyrr er félagi okkar synjað um upp- töku í Sambandið og af sömu á- stæðu, félagssvæðisákvæði Vík- ings. TILLAGA UM DEILDA- SKIPTINGU í bréfi þessu kemur fyrst til orðs, að skipta félaginu í deild- ir og segir þar: „— Teljum vér og að samkvæmt þeim gögnum sem oss hafa borizt, þá séu ekki knýjandi ástæður til að hafa tvö félög á þessu svæði, en telj- um hinsvegar æskilegt, að sér- stök deild væri stofnuð fyrir Dyrhólahrepp“, o. s. frv. Eins og þessar setningar bera með sér, var engin deildaskipt- ing fyrir, samningar höfðu held- ur aldrei áður verið orðaðir né gerðir, — eins og ég gat um hér framar. Guðmundur komst því létt út af orðheldninni þar í stað, fram að árinu 1939. Sambandsstjórn gat víst ekki lengur legið á málum okkar að- gerðalaus. Samkvæmt því kom 1 Óskar austur sumarið 1939 til þess að hafa milligöngu um sættir og koma á deildaskipt- ingu. Lagði hann fram uppkast að vinnuskiptasamningi milli hreppanna, er binda skyldi enda á deilumálin og koma átti til framkvæmda um leið og deilda skiptingin. BÁÐIR AÐILAR FALLAST Á SÆTTIR í tilefni þessa voru að Ósk- ari viðstöddum fundir haldnir af hvorum aðilunum fyrir sig. í Vík 1. júlí 1939 og í Dyrhóla- hreppi 2. júlí, eða daginn eftir , Víkurfundinn. Á báðum þessum fundum var bæði ,vinnuskipta- samningurinn og deildaskipting in samþykkt, en var vísað til sameiginlegs fundar með báð- um deildunum er haldinn skyldi hið allra fyrsta og átti sam- komulagið að gilda til fullnað- arsamþýkktar. Um þetta segir m. a. í bréfi til „Víkings“ frá Sambandsstjóm, eða Óskari, dags. 5. júlí 1939: „Hjálagt sendi ég ykkur í 2 eintökum eftirrit af frumvarpi að lögum fyrir félagið eins og því var vísað til annarrar umræðu á ! síðaSta fundi félagsins. —“ Enn- ; fremur: — „Vænti ég þess að . fundur verði haldinn í félaginu öllu — þ. e. að allir stofnendur Dyrhólahreppsdeildar hafi þar einnig atkvæðisrétt, nú sem allra fyrst, svo endanlega verði gengið frá hinu nýja skipulagi og friður megi komast á. Þegar lögin hafa verið samþykkt á þeim fundi, þarf að senda þau strax hingað til staðfestingar og kemur þá samkomulag það sem gert hefur verið til fram- kvæmda. Jafnframt sendi ég hérméð eftirrit af því samkomu lagi.“ GUÐMUNDUR BRAST SAMKOMULAGINU Guðmundur, sem var formað- ur er þetta samkomulag var ákveðið, stakk bréfi þessu er við fengum í afriti, undir stól. Hann boðaði fundinn aldrei, þessvegna var hann heldur aldr- ei haldinn né til fullnustu geng- ið frá samkomulaginu. Hann sá um að allt væri laust í reip- um svo að hægt væri að tína stráin út án þess að leysa hnút- inn. — Hann er því skemmdar- vargurinn, sem hljóp undan merkjum þeirrar einingar er á- kveðin var og verið var að skapa innan verkalýðssamtaka Mýrdælinga sumarið 1939. Vegna þess að hinn félagslega grundvöll vantaði m. a., var öllu samkomulaginu hætt, enda var vinnuskiptasamningurinn brot- inn árið eftir eða 1940. — Það ár telur Guðmundur rétt í grein sinni. En ef Guðmundur er svo hneykslaður sem hann lætur yf- ir þessu samningsrofi félaga sinna í Vík, hvernig stóð þá á því. 'að hann barðist stöðugt gegn endurnýjun samningsins eftir að hann var orðinn for- maður á ný 1941, og að fordæmi samningsbrjótanna tók upp sína fyrri ágengnisiðju gagnvart vinnurétti Dyrhóla'hreppsbua? GUÐMUNDUR HEFUR GAMAN AF AÐ SKRIFA UM GÓÐVERK SÍN í grein sinni finnur Guðmund ur og upp á því snjallræði, til að blekkja ókunnuga, að tíunda tekjur Dyrhólahreppsbúa af slátrunarvinnu í Vík. Það hef- ur jafan verið háttur Guðmund ar er hann kemst í rökþrot, að beita málþófi sem þessu og er mér þetta því ekkert nýnæmi. En það er á vitorði allra í Mýr- dal, sem nokkuð þekkja til deilnanna, er um ræðir, að slátrun og önnur vinna er til- fellst í Vík, hefur aldrei verið þáttur þeirra né sérstaklega um hana deilt. Heldur hefur frá því fyrsta ríkt og óátalið, að Vík- arar hafi forgangsrétt að allri vinnu í Vík. Hvort að sú regla er réttlát, með tilliti til þess að sem sagt öll dagvinna í Vík, tilfellst á hverjum tíma fyrir áorkan sveitarinnar, læt ég ó- sagt. — En þar sem sveitamenn hafa aldrei ragast neitt í því, kemur það úr hörðustu átt, frá Víkara að gefa tilefni til deilna um þetta atriði, með því að láta ekki umtölulaust sjálfsagt að Dyrhólahreppingar njóti góðs af þeirri vinnu í Vík sem Víkarar sjálfir geta ekki torgað. Guðmundur gefur í skyn að fyrir mikla náð og miskunnsemi sína hafi Dyrhólahreppsmenn fengið vegavinnu árið 1933 og 1934 þó að hann hvorki hefði með það að gera né kæmi þar nærri og Mýrdælir einir gætu ekki lagt fram nægan mannafla. Eins vill hann láta líta svo út sem að þessar þúsundir sem hann segir að hafi komið í þeirra hlut í slátrun í Vík á því herrans ári 1943 hafi verið góðgerðastarfsemi hans, eða gjöf frá Vík! eða sjálfum sér! — Eg ætla þá fáa „Víkingana“ sem geta ekki hiklaust við- urkennt að svona nokkuð er fjarstæða. Framh. á 5. síðu. Ur borgtnol Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæ j arskólanuKi, sími 5*30. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. lijósatimi ökutækja er frá kl. 5 e. h. til kl. 8.25 f. h. Næturakstur: Litla bílastöðin, sími 1380. Útvarpið í dag: 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. lð.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Leikrit: „Hvað er miskunn- semi?“ eftir Evelyn L. Keller (Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Step- hensen). 21.25 Hljómplötur: M. A.-kvartettinn syngur. 21.35 Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur (Albert Klahn stjórnar). Óþrifnaður og hindurvitni Ó. Þ. skrifar Bæjarpóstinum: „Á niðurlægingartímum íslenzku þjóðarinnar var fjöldi manna lúsug- ur. Almenningsálitið var jafnvel svo lítt þroskað, að ef einhver var laus við þenna óþrifnað, var það álitið merki um lélega heilsu; sérstaklega átti þetta við um börn. Þekkingar- skortur fólksins á þessum kvilla, lúsinni, leiddi af sér ýms hindur- vitni, eins og t. d. þau, að sá sem æti kartöflur með hýði og öllu sam an, fengi á sig lús. Smám saman með aykinni menntun, lærðist þjóð- inni að líta á lúsina eins og vera ber: óþrifnað sem bæri að útrýma, undantekningarlaust. Hlutur fólksins En þrátt fyrir ítarlegar ráðstaf- anir til útrýmingar þessum vargi, hefur aldrei tekist að gera hana með öllu útlæga úr landinu. Bar- áttunni gegn honum hefur þó verið haldið áfram, sífellt, og nú þykir það skammaryrði ef sagt er um ein- hvern, að hann sé lúsugur. Heilbrigð isyfirvöld og læknar hafa eðlilega forystuna í þessum málum, en eins og gefur að skilja er ekki að vænta mikils árangurs af starfi þeirra, nema alþýðan sjálf og sérstaklega húsmæðurnar veiti þeim stuðning, sem þær mega, þá eiga kennarar barnaskólanna að fylgjast með nem endum sínum af kostgæfni, og gera nauðsynlegar ráðstafanir, ef þeir verða þess áskynja að börnin séu lúsug. Er heilbrigðiseftirlitið kák? Maður skyldi nú halda að hér í Reykjavík væri minna 'um lúsug skólabörn en annarsstaðar á land- inu. Svo mikið er gumað af heil- brigðiseftirlitinu hér. Blöðin birta af og til langar klausur um röggsemi þeirra raanna, sem hafa þau mál með höndum, og dásama hve mikið hafi áunnizt. Eða er lúsin e. t. v. undantekning þegar gerð er her- íerð gegn hverskonar óþrifnaði? L.tótt til frásagnar Svo virðist að hér í barnaskólum Reykjavíkur sé talsvert af lúsugum börnum. Eg átti nýlega tal við greinagóða húsmóður, fjögra barna móður. Talið snerist m. a. að skól- unum. Hún sagði: Á hverju ein- asta ári, síðan börnin mín fóru að ganga í skóla, hefur eitthvert þeirra fengið á sig lús einhverntíma á hverjum einasta vetri. Síðan fyrsta barnið þessarar konu fór að ganga í skóla eru nú 8 eða 9 ár. Þetta þótti mér eftirtektarvert, þar sem ég veit að hér er um sanna og ó- hlutdræga frá^ögn að ræða. Það þarf að hefjast handa Hvað segir nú fólk um annað eins og þetta? Mæðurnar sem verða að senda börn sín í skólana eiga heimtingu á að börn þeirra séu vernduð frá þessum óþrifaði. Þær eiga heimtingu á að hafizt sé handa í þessum málum. Mæður sem verða fyrir því að börn þeirra smitast. af lús í skólunum eiga að snúa sér til ' hlutaðeigandi yfirvalda strax, og það á að grafa fyrir rætur meins- ins. Lús á að vera óþekkt fyrirbrigði meðal ísl. skólabarna og ekki sízt í Reykjavík. Húsaskipun og lúsin Sumar mæður, sem búa í lélegum húsakynnum eiga við mikla örðug- leika að stríða. En þaðan koma ekki ætíð lúsugu börnin. Hreinlæti er bezta vörnin gegn þessu leiðinlega gráa sníkjudýri, „sem lifir í fötum og hári óþrifinna manna“, eins og segir í gömlu dýrafræðinni sem ég lærði í barnaskólanum. Hið opin- bera ætti að veita fólkinu sem býr í lélegasta húsnæði bæjarins, aukna aðstoð í hreinlætismálunum. Með því væri að nokkru bætt fyrir þá óheyrilegu svívirðingu sem ríkir í húsnæðismálum Reykjavíkur. Ó. Þ.“ F æðingarg jaf asjóður Islands Síra ViLhjálmur Briem liefur beðið blaðið að geta þess, sökum fyrirspurna, sem honum hafa bor- izt, að öll dagblöðin í Reykjavík hafi sýnt sjóðnum þá vinsemd að samþykkja að taka fyrst um sinn við framlögum til hans. Skrifstofa biskups tekur einnig við fjárfram- lögum, enda annast hún reiknings- hald sjóðsins fyrir liönd þjóðkirkj- unnar. — Samkvæmt þessa teknr Þjóðviljinn fúslega við fjárgjöfum til Fæðingargjafasjóðsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.