Þjóðviljinn - 17.02.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.02.1945, Blaðsíða 2
Laugardagur 17. febrúar 1945. ÞJÖÐVILJINN 9 Málgagn Æskulýðsfylkingarianar (Sambands ungra sósíalista) Greinar og annað efni sendist á skrifstofu félags- ins, Skólavörðust. 19, merkt „Æskulýðssíðan". Samstarí og stefnumál Við ungir sósíalistar stefnum að því markmiði að mynda sós- íaliskt þjóðfélag á slandi. Við viljum afnema auðvaldsskipu- lagið með arðráni sínu, atvinnu Ieysi, kúgun og féflettingu, kreppum og styrjöldum. Það er markmið okkar, að engum þjóð- félagsþegni gefist kostur á að lifa fyrirhafnarlaust á vinnu annarra. Við viljum afnema einkaeignarétt á öllum stærri framleiðsiutækjum, skipuleggja fjármagnið og framleiðsluna með hag heildarinnar fyrir aug- um, vinna helgasta rétt fólksins því til handa, réttinn til að lifa sómasamlegu lífi. Við munum nota hvert tækifæri til að vinna þessum stefnumálum fylgi. En okkur er einnig ljóst, að erfið barátta er framundan. Sú bar- átta er í nánum tengslum við lífsbaráttu verkalýðsstéttarinn- ar, sem hefur það hlutverk að framkvæma sósíalismann Þeg- ar henni er ógnað af óvinum hennar, verðum við að beita ýtrustu stjórnlist til stuðnings henni,semja jafnvql um frest á framkvæmd stefnumála okk- ar, ef nauðsynlegt reynist. Dæmi um þessa stjómlist er myndun núverandi ríkisstjóm- ar. Með henni var rutt úr for- ystusæti hinni verstu aftur- haldsklíku, sem hafði það að yfirlýstu markmiði að brjóta á bak aftur verkalýðssamtökin í landinu í því skyni að veita fáeinum ósvífnum bröskurum auð og völd. Fyrirmynd þessar- ar klíku var augljós: Hitlers- Þýzkaland. Slagorðin voru eins og samin af herrunum í Berlín: Bolsévismi, bolsévismi! Burt með verkalýðssamtökin! Kaup- lækkun! Kauplækkun! Sem betur fór, var þessi klíka í minnihluta meðal eignastétt- arinnar. Meirihluti þeirrar stétt ar sá, hversu þjóðhættulegur Coca-cola-fasisminn er. Með samningum verkamanna við hina frjálslyndari eignamenn tókst að bjarga verkalýðsstétt- inni og undirbúa stóraukna at- vinnuþróun landsins, að vísu á kapítalistiskum grundvelli. Hér er þó að svo háu marki stefnt: bættri afkomu fjöldans og þar með auknum styrk alþýðusam- takanna, að bráðnauðsynlegt er, að þetta samstarf takist. Ungir sósíalistar! Gerið það að metnaðarmáli ykkar að sýna áhuga og dugnað við atvinnu- lega uppbyggingu íslands. Fylg- izt vel með og fylgið fast eftir Nokkrar hugleiðingar (Grein þessi birtist í Nýja Stúd-ustu menn þjóðfélagsins, því að entablaðinu og prentast hér með leyfi ritstjómar þess). Nú á seinustu tímum hafa komið fram raddir um það, hvort ekki væri réttmætt að færa aldur til kosningaréttar niður í t. d. átján ár. Tillögur í þessa átt hafa einkum komið úr flokki æskunnar, t. d. frá Æskulýðsfylkingunni í Reýkja- vík. Þetta nýmæli er vel þess vert, að því sé gaumur gefinn, hvort sem menn eru því fylgj- andi eða andvígir. Kosningalög- gjöfin á að vera sá þáttur í löggjöf hverrar þjóðar, sem ein- staklingurinn lætur sig hvað mestu varða, því að kosninga- rétturinn er, eins og allir vita, hinn raunverulegi grundvöllur hins svokallaða lýðræðis. • Þessu máli hefur lítið verið sinnt af þeim, sem valdið hafa, hver sem orsökin er. Að vísu er þetta tiltölulega nýtilkomið og því ekki á nokkum hátt von- laust, að það nái fram að ganga. ef vel er fylgt á eftir. En svo mikið er strax hægt að sjá, að andstaðan verður ærin. Aðálrök þeirra, sem eru málinu andstæð ir eru þau, að menn innan við þann aldur, sem nú veitir kosn- ingarétt og kjörgengi, hafi ekki nægilegan þroska til þess að móta sér sjálfstæða stefnu í stjómmálum. Að vísu inun vera svo um flesta, að andlegur þroski þeirra tekur miklum framförum eftir átján ára ald- ur, en enginn heilbrigður maður mun halda því fram, að þroski manna sé staðnaður um tuttugu og eins árs aldur. Og ég held, að óhætt sé að fullyrða, að hver meðalgreindur átján ára maður, sem á annað borð hefur vilja til að kynna sé stjómmál, hafi fulla dómgreind til að velja og hafna í þeim efnum. Hafi mað- urinn hinsvegar engan áhuga á þessum málum, er alveg sama, hve gamall hann verður, hann verður alltaf áttaviltur í stjóm- málum. En það mun ekki fjarri sanni, að þessi „pólitísku við- rini“ séu einhverjir hættuleg- ráðstöfunum umboðsmanna okk ar^ í ríkisstjóminni. Munið, að ekki einungis Áki og Brynjólf- ur, heldur 10—20 þúsundir ís- Ienzkra sósíalista hafa gerzt þátttakendur í stjóm landsins, og hver og einn af þessum fjölda verður að gera skyldu sína. En um leið og við kappkost- um að uppfylla á allan hátt gerða samninga og vopnahlé við eignastéttina, munum við ekki þreytast á að útbreiða sósíalism ann og ekki hvika frá framtíðar markmiði okkar, sem er: Sósíal- iskt ríki alþýðxmnar á íslandi. I P- kjör þeirra eru ekki byggð á raunhæfri þekkingu á málun- um, heldur oftast nær á persón , legum hagsmunum eða öðrum álíka hvötum. Það væri æski- legt, að slíkum mönnum færi fækkandi í framtðinni. En myndi það ekki orka bætandi á menn í þessum efnum að gera þá ábyrga menn í þjóðfélaginu og vekja þá þannig til umhugs- unar um alvarlegustu mál þess, einmitt á þeim aldri, þegar ein- lægar hugsjónir eiga greiðastan aðgang að hugum þeirra? Eg hygg, að árangurinn yrði já- kvæður. En annað atriði mun þó mæla öflugar með niðurfærslu kosn- ingaréttarins. Þeir. sem náð hafa átján ára aldri, eru yfir- leitt taldir fullvinnandi menn og taka þannig þátt í fram- leiðslunni á borð við þá sem eldri eru. Það er því ekkert rétt læti að meina þeim að hafa sín einstaklingsáhrif á það, hvem- ig þessum ávexti erfiðis þeirra er ráðstafað, en eins og allir vita, byggist þjóðfélagið fyrst og fremst á framleiðslunni og starfrækslu allra vinnandi með- lima þess. Allir þeir, sem leggja fram fullkominn skerf til að auka þjóðarauðinn, eiga því rétt á að hafa atkvædisrétt um stjóm þjóðfélagsins. Áður en ég enda þessi orð þykir mér tilhlýðilegt að minn- ast á annað atriði, sem er þessu skylt, en hefur mér vitanlega ekki verið rætt opinberlega, a. m. k. ekki í seinni tíð. Eins og allir vita er það á- kvæði í reglugerð beggja menntaskólanna. að nemendum þeirra er bannað að taka nokk- um þátt í stjórnmálum eða op- inberu lífi og varðar brott- rekstri, ef b^ugðið er út af því, Hefur oftar en einu sinni kom- ið til þess, að nemendum hefur verið vísað úr skóla fyrir þær sakir. Þetta ákvæði þyrfti að hverfa sem fyrst, og er auðvelt að leiða rök að því. Fyrst og fremst brýtur það í bága við íslenzku stjórnar- skrána. Margir af þeim, sem verða að beygja sig undir þetta ákvæðí, hafa samkvæmt ís- lenzku stjómarskránni öðlast kosningarrétt og kjörgengi og hafa þannig rétt til að taka þann þátt í stjómmálum, sem hæfileikar þeirra leyfa. Þetta atriði eitt hefði verið nægileg orsök til þess, að ákvæðið hefði aldrei verið sett. En látum það gott heita, þó að framið sé stjórnarskrárbrot, ef það væri nemendum til ein- hvers góðs. En því miður virðist eini árangur ákvæðisins vera sá, að efnilegir nemendur hafa ver- Ungir Norðmenn teknir af lífi Engir atburðir yfirstandandi styrjaldar hafa snortið oss ís- lendinga jafndjúpt og hörmung ar bræðraþjóðar vorrar í Nor- egi. Frásagnir af hryðjuverkum nazista, þar í landi, eru svo óg- urlegar, verknaðir þeirra svo miskunnarlausir og djöfullegir, að öll mannleg hugsun stirðn- ar andspænis því, að hér er um óvéfengjanlegan. sannleika að ræða. Fyrir aðeins fáum dögum barst oss enn ein hroðafregn: Nýtt blóðbað: Nazistar og kvislingar taka 34 Norðmenn af lífi. Og það sem er sérstaklega eft irtektarvert og átakanlegt við þessar aftökur er það, hve hin- ir myrtu eru ungir menn. Átján þeirra voru 25 ára og yngri. Sá yngsti var 18 ára. Þannig er kjami norskrar æsku brytjaður ið gerðir útlægir frá skóla sín- um og ekki fengið að ganga und ir próf fyrir sama og engar sak ir. Hið eina, sem þeir hafa unn- ið sér til óhelgi, er það að þeir iafa veitt fulltingi einlægustu íhugamálum sínum, borið sann- íeikanum vitni Það er harður iómur um einhverjar helztu nenntastofnanir þessa lands, jð þær telji slíkt brottrekstrar- ;ök, en engu að síður er það ;annur dómur. En það má ekki koma fyrir jftar, að slíkir brottrekstrar ?igi sér stað. Menntaskólanem- ír elga heimtingu á því að hafa 'ullt athafna- og málfrelsi. eins )g aðrir þegnar þjóðfélagsins. 3n hvemig á að fá því fram- *engt? Kennslumálaráðuneytið lefur látið þetta afskiptalaust íingað til. Það er allmiklum erf ðleikum bundið fyrir nemend- ar sjálfa að vekja þetta mál, því íð forvígismenn slíkrar hreyf- ngar myndu verða dæmdir irottrækir úr skólanum, ef mál- ið fengi ekki því fljótari af- ^reiðslu hjá yfirvöldunum. Það virðist því nauðsyn, að málið verði vakið utan skólanna. og gætu þá nemendur frekar veitt því þann stuðning, sem nauð- synlegur reyndist. Myndi það ?kki vera drengskaparbragð af báskólastúdentum að beita sér fyrir afnámi þessa ákvæðis sem þeir hafa sjálfir orðið að þola Dg þekkja því af eigin raun? En sagan af mönnunum, sem voru gerðir útlægir úr skóla sínurn fyrir það eitt í ð þeir áttu hugsjónir og lögðu þeirr. lið, hún má ekki endurtaka sig. n niður. Þannig falla æskumenn- imir fyrir morðtólum nazism- ans, fyrir þá einu sök, að þeir unna frelsinu og föðurlandi sínu. Norska æskan hefur sannar- lega ekki farið varhluta af þeim óheyrilegu hryðjuverkum sem þýzkir nazistar hafa framið í Noregi. Þó hefur hún aldrei lát ið bugast, heldur staðizt hverja eldraun með prýði. Hvorki morð né pyntingar af hendi þýzku nazistanna og hinna norsku föðurlandssvikara. kvisl inganna, hafa svift hana trúnni á að norska þjóðin muni endur- heimta frelsi sitt. Ungu Norð- mennirnir, sem létu líf sitt fyr- ir böðulshendi fasismans, vegna ættjarðarástar sinnar, létu lífið, þegar dagur frelsisins getur ekki verið langt undan, eru full trúar þeirra milljóna víðsvegar um heim, sem kusu sér það kjör orð að falla, heldur en nokkru sinni, að beygja sig fyrir morð- stefnu Hitlers, nazismanum. Samúð vor með norsku þjóð- inni, sem verður að sjá þannig á bak æskumönnum sínum, er djúp. Hún verður tæpast tjáð með orðum. Umhugsunin um hina ungu bræður vora í Noregi, sem dóu fryir land sitt — fyrir trú sína á frelsið, minnir okkur enn einu sinni á þá heilögu skyldu vora, skyldu við oss sjálf, og við alþýðu alls heimsins: aö i'ylkja okkur fastar og fastar saman, til baráttu fyrir algerðri útrýmingu fasismans. Ó. Þ. Nýja stúdentabiaflið' Nýja Stúdentablaðið, 1. tölu- blað 10. árgangs, er nýlega kom ið út. Blaðið er sem kunnugt er gefið út af Félagi róttækra stúdenta. Ritstjóri blaðsinsernú Gunnar Finnbogason stud. mag. Blaðið flytur að þessu sinni kvæði eftir Bjarna Benedikts- son frá Hofteigi er nefnist „Eg rýni út í myrkrið“, grein sem heitir „Auðvaldið á heljarþröm- inni“, „Bréfið“, smásögu eftir Gunnar Finnbogason. Sigurður Reynir Pétursson stud. jur. á grein sem hann nefnir , Nauá- syn skipulagsbreytingar. og Sig. Jónsson stud. polyt ritar uin isbaráttu Grikkja. Auk þess er í blaðinu grein, sem nefnist „Nokkrar hugleiðingar“. bókar- komsfrétt, háskólapistill. tvö kvæði eftir E. H. o.fl. Frágangur blaðsins er með ágætum og það or félapinu til sóma.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.