Þjóðviljinn - 17.02.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.02.1945, Blaðsíða 5
ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 17. febrúar 1945 lilÓÐyiLÍl Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Emar Olgcirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2181*. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. Reykjavík og togaraútgerðin Keykjavík byggir tilveru fyrst og fremst á togaraútgerð- inni, svo sem oft hefur verið fram tekið. Hnigni togaraútgerð- inni verulega, þá hefur það i för með sér atvinnuleysi og eymd í Reykjavík. Efling togaraútgerðarinnar er því mál, sem varðar alla Reykvíkinga. Og ennfremur er það vitanlegt að reykvíski togaraflotinn hefur löngum reynzt drýgsti aðilinn við að útvega þjóðinni þann erlendan gjaldeyri, sem hún þarf til þess að geta lifað menningarlífi. Efling togaraflotans í Reykjavík verður því eðlilega einn af stærstu þáttunum í þeirri nýsköpun, sem nú þarf að hefjast í atvinnulífi voru. Eftir síðustu heimsstyrjöid voru aðeins sárfáir togarar eftir í Reykjavík. En fljótt var keypt í skarðið og meira til. 1924 var svo komið að íslendingar áttu 49 togara og voru flestir þeirra gerðir út frá Reykjavík, en nokkrir úr Hafnarfirði. Síðan hefur togurunum fækkað, svo sem kunnugt er. Nú er svo komið að aðeins eru eftir 29 togarar á íslandi og eru 15 af þeim reykvískir. 1924 munu íbúar Reykjavíkur hafa verið rúm 20 þúsund og togaramir hér yfir 40. — 1944 eru íbúamir yfir 40 þúsund en togaramir aðeins 15. Það er auðséð að hér þarf skjótra og einbeittra ráðstafana við, enda er nú öll aðstaða betri en eftir síðasta stríð og létu þáverandi togaraútgerðarmenn sér ekki fyrir brjósti brenna að kaupa til landsins tæpa 40 togara á fimm árum. Og átti landið samt ekki eins mikla sjóði erlendis þá og nú. Og þörfin fyrir fiskframleiðslu vora var heldur ekki eins gífurleg og nú. Bæði hið opinbera og einstaklingar munu þegar vera farin að gera ráðstafanir til þess að efla á ný togaraútgerðina og þurfa allir kraftar að leggjast á eitt með það eins og aðra höfuðþætti í nýsköpun atvinnulífsins til sjávar og sveita. Einstaklingar og félög, bæir og ríki, allir þurfa að leggja fram sinn skerf til þess að stórfelld aukning togaraflotans megi sem fyrst verða veruleiki. Reykvíkingar byggðu á því herrans ári 1943 íbúðarhús fyrir 92 milljónir króna. Ekki vantar það að þörf sé hér á íbúðarhús- um, fleiri en þessi upphæð sýnir. En þörfin á togurunum er ekki minni. Og því fé, sem til þeirra er varið, er um leið efnahagslegi • fkomugrundvöllurinn fyrir þá sem í húsunum búa. Fyrir um 90 nilljónir króna myndu að líkindum fást milli 40 og 60 togarar, allt eftir því hvar og hvenær þeir fást keyptir. Því fé, sem til togarabygginga væri varið, er því ekki síður vel varið en hinu. Fram undan oss liggur það verkefni að tryggja öllum vinnu við sem arðbærust störf, — að bægja hinu þunga böli atvinnu- leysisins frá dyrum verkamanna. Það er síður en svo að atvinnu- ]• ótavinnan (meiningarlaust klakahögg) sé einhver hugsjón vsrkalýðsins, — eins og afturhaldið vill vera láta. Hún er neyð- arbrauð, skipulagður sultur í hans augum. Hugmynd verkamanna er þvert á móti ‘ fullkomin tæki til að framleiða með þær afurðjr, sem ísland er auðugast af. — Etór, nýtízku togarafloti er mikilvirkasta framleiðslutækið fyrir íiskveiðar vorar. Fyrir Reykjavík er stór togarafloti, miklu stærri en Reykja- v'k hefur nokkru sinni fyrr hafl lífsskilyrði, — grundvöllur að allri annarri atvinnu, verzlun og iðnaði, sem hér er rekin. Samningarnir um færeysku skipin lagðir fyrir Alpingi í gær var lögð fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um leigu á færeyskum skipum o. fl., og er þar birt sem fylgiskjal samningurinn sem gerður var um leigu á færéysku skipimum til fiskflutninga. i Tillagan og samningurinn er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að samþykkja samning þann um leigu á færeyskum skipum, sem preutaður er sem fylgiskjal með þessari þingsályktunartillögu, og jafnframt að heimila ríkisstjóminni að leigja skip þessi öðrum eða annast rekstur þeirra, ef þörf krefur. FYLGISKJAL Samningur um leigu á Færeysk- um skipum til fiskflutninga. 1. gr. Samningur þessi er gerður milli íslenzka hluta íslenzk-fær- eysku samninganefndarinnar f. h. ríkisstjórnar íslands, hér eft- ir nefndur leigutaki, og fær- eyska hluta sömu nefndar f. h. færeyskra yfirvalda og félaga, sem hinn 13. janúar 1945 hafa samþykkt að senda færeysku samninganefndina til íslands, sem og f. h. eigenda skipa þeirra, sem um er að ræða, hér eftir nefndur leigusali. 2. gr. Leigusali leigir leigutaka þau skip, sem nánar éru tilgreind í viðfestri skrá, merktri I, til flutn inga á ísvörðum fiski frá íslandi til Bretlands. 3. gr. Leigusamningur hvers skips um sig gildir frá þeim degi, er skipið er ferðbúið til siglingar frá Færeyjum til íslands. Leigu málanum lýkur í Færeyjum 1. júní 1945 eða síðar, eftir því, hvernig stendur á heimferð skipsins að lokinni síðustu ís- fiskferð þess. þeigutaki skal skila skipinu í heimahöfn þess í Færeyjum. 4. gr. Auk þeirra skipa, sem getur í 2. gr., leigir leigusali ennfrem- ur út þau skip, sem greind eru á viðfestri skrá, merktri II. Leigusamningur þeirra skipa er gerður í sama augnamiði og hefst á sama hátt og áður get- ur, en leigusamningurinn gildir áfram til 15. október eða síðar, eftir því, hvernig stendur á heim ferð skipsins að lokinni síðustu ísfiskferð þess. Leigutaki skal skila skipinu í vetrarfestum og bannig, að segl og kaðlar séu- tekin niður í heimahöfn þess í Færeyjum, þó þannig, að leigu- samningnum ljúki í síðasta lagi tveim sólarhringum eftir komu skipsins til heimahafnarinnar. 5. gr. Leigusali skal láta skipin af hendi ferðbúin og í haffæru á- standi, og skulu þau hafa full- kominn útbúnað, eftir því sem venja er til, til ísfiskflutninga. Skipunum skulu fylgja öll þau tæki, sem þau hafa og krafizt er í millilandasiglingum. Leigusali skal á leigutíman- um greiða öll þau útgjöld, sem á falla til þess að skipin haldist 1 haffæru ástandi, og ennfremur skal hann greiða allan kostnað af viðhaldi og viðgerðum á skipi og tækjum þess, þ. á. m. á vél skipsins. Nú þarf að greiða kostnað af viðgerðum eða viðhaldi á leigu- tímanum, og ber þá leigutaka að sjá svo um, að hagsmuna leigusala sé gætt þannig, að við- gerðir cg viðhald fari fram eins fljótt og ódýrt og unnt er og í Færeyjum, ef óskað er og ef það er hægt án verulegrar tafar fyr- ir skipið. Verði ákvæðum þessarar grein ar ekki framfylgt, getur leigu- taki fyrirvaralaust sagt upp leigusamningi hlutaðeigandi skips, enda hafi hann áður án árangurs sent umboðsmanni leigusala kvörtun þar um. I 6. gr. Leigusali ræður skipstjórnar- menn og skipshafnir, og skulu þeir vera Færeyingar. Stærð skipshafna skal vera eins og venja er til á hlutaðeigandi skipi 7 eða 8 manns. 7. gr. Skipstjórnarmenn og skips- hafnir skulu ráðnar samkvæmt ákvæðum hinna færeysku samn- inga, sem gílda árið 1915 milli Færöernes Fiskimannafelag ann- arsvegar og Föroya Skipara- og Navigatörfelag, Föroya Fiski- mannafelag og Suduroya Fiski- mannafelag hins vegar, en þó með eftirfarandi breytingum með tilliti til útreiknings á á- góðahluta skipstjóra og áhafnar. a) Verð fisks, sem keyptur er á íslandi, má ekki fara fram úr því verði, sem gilti árið 1944, og gera skal ráð fyrir því, að verði breytingar á hámarksverði fisks í Bretlandi miðað við verðið 1944, skuli verð þess fisks, sem keyptur er á íslandi, breytast í sama hlutfalli. b) Ekki má leggja umboðslaun við innkaupsverð fisksins. c) Þegar svo stendur á, að skip ið flytur vörur frá Bretlandi, má ekki reikna útgjöld til kaupa á ís hærra verði en venjulegt inn- kaupsverð á ís er 1 Bretlandi. d) Leigutaki skal tryggja fisk farminn fyrir væntanlegu sölu- verði óskertu, og farist skipið, skal vátryggingarupphæð farms ins lögð til grundvallar við út- reikning ágóðahlutans sem sölu- verð farmsins. Samningarnir fylgja merktir III og IV. 8. gr. Leigan fyrir þau skip, sem nefnd eru í 2. gr., er ákveðin sem föst mánaðarleiga að grunn upphæð 3000 færeyskar krónur, en þar við bætist upphæð, sem nemur í færeyskum krónum 6 sinnum fjölda fiskkassa (a 1 cwt) þyngd upp úr skipi, sem skipið getur undir venjulegum kringumstæðum flutt til Bret- lands. Leigan fyrir þau skip, sem nefnd eru í 4. gr., e.r ákveðin sem föst mánaðarleiga og er reiknuð eins og hér segir: 1. fyrir skip, sem taka allt að 1400 kassa þyngd upp úr skipi, 7 færeyskar krónur á kassa. 2. fyrir skip, sem taka 1400 kassa eða meira, grunnupphæð, sem nemur 3000 færeyskum krónum, að viðbættum 5 færeysk um krónum á hvern kassa. Leigan greiðist mánaðarlega fyrir fram. 9. gr. Með tilliti til hleðslumagns skips, sem reiknað er út eftir vegnum kössum af fiski í Bret- landi, má lagfæra útreikninginn, þegar leigusamningnum lýkur, í hlutfalli við þann kassafjölda, sem hvert einstakt skip hefur landað að meðaltali á leigutím- anum, en annars skal fyrst um sinn reiknað eftir þeirri tölu, sem eigandinn hefur tilkynnt, sem hleðslumagn skipsins. 10. gr. Leigutaki skal greiða allan kostnað, hvers kyns sem er, við rekstur skipsins á leigutíman- um, að undanteknu viðhaldi og viðgerðum á skipunum. Að því er snertir vátryggingu skipanna, skulu vátryggingar- upphæðir þeirra haldast óbreytt- ar frá því, sem nú er, nema því aðeins, að sérstakar ástæður til hækkunar séu fyrir hendi. Skip- in sjálf skulu tryggð í færeysk- um tryggingafélögum, bæði að því er snertr sjóvátryggingu og stríðstryggingu. Ennfremur skal öll skyldutrygging á sjómönnum og munum þeirra vera í Færeyj- um eins og venjulega. Reynt verður að ná allsherj- ar samkomulagi, að því er snert ir iðgjaldagreiðslur, við hlutað- eigandi færeysk tryggingafélög, en til þeirra verður leigutaki að sjálfsögðu að senda allar nauð- synlegar tilkynningar. Vátrygg ingarnar skulu vera í nafni leigu sala, og afgangur, sem seinna kynni að koma fram í sambandi við vátryggingarnar, fellur leigu sala í skaut. Að því er snertir þau skip, sem getur í 2. gr., skal leigutaki greiða helming af hin- um fastumsömdu árstryggingum auk iðgjalda fyrir hverja ferð, þó því aðeins, að hann hafi haft skipið á leigu í 3 mánuði að minnsfa kosti. Að því er tekur til þeirra skipa, sem getur í 4. gr., skal leigutaki greiða allar tryggingar skipsins það ár. Það skal þó fram tekið, að það, sem stríðstrygging skipsins sjálfs fer fram úr %% á missiri af V\% fyrir hverja ferð, skal greitt af leigusala. 11. gr. Verði stöðvun á rekstri skips- ins vegna viðgerðar af völdum sjótjóns eða annars tjóns á skipi eða vél, greiðist ekki dagleiga fyrir þann tíma, sem viðgerð eða stöðvun stendur, fram yfir 2 sól- arhringa í einu. Hér er ekki átt við stöðvun, sem leiðir af eðli- legu viðhaldi. 12. gr. Leigutaka er heimilt að flytja vörur frá Bretlandi til íslands með þessum leiguskipum. í þeim ferðum, sem skipin koma við í Færeyjum á leiðinni frá Bretlandi til íslands til þess að skipta um áhpfn (sjá næstu gr. hér á eftir), getur leigusali krafizt þess, að skipin flytji vör- ur frá Bretlandi til Færeyja, ef það er mögulegt án óeðlilegra tafa. Fyir slíkan farm skulu greidd hin opinberu færeysku farmgjöld, sem hér fylgir eintak af, merkt V. 13. gr. í þriðju hverri ferð leiguskips til íslands skal það koma við í Færeyjum til að skipta um á- höfn, með tilvísun til gildandi samnings (fskj. IV), en viðdvöl þess þar má þó ekki vera lengri en 48 tímar, nema sérstaklega sé um samið hverju sinni við umboðsmann leigutaka í Færeyj um. 14. gr. Komi í ljós, að leigutaki hafi ekki fulla þörf hinna leigðu skipa til flutnings á ísvörðum fiski til Bretlands, er honum heimilt að nota skipið við strend ur íslands á annan hátt, enda missi skipstjóri eða skipverjar einskis í launagreiðslum. 15. gr. Skipstjóra og öðrum skipverj- um ber að rækja starf sitt af kostgæfni. Einnig er þeim skylt að sjá um, að skipin láti úr höfn þegar þau eru ferðbúin, svo framarlega sem veður hamlar ekki slíku. Verði misbrestur á þessu, er leigutaka heimilt að segja upp leigu á hlutaðeigandi skipi fyrirvaralaust, enda hafi hann áður án árangurs sent um- boðsmanni leigusala kvörtun þar um. 16. gr. Leigutaki samþykkir, að skip- in flytji áh sérstaks endurgjalds færeyskt verkafólk og sjómenn og báta og útbúnað, sem þeim kynni að fylgja, frá Færeyjum til íslands, annaðhvort um leið og leigutímirln hefst eða þegar skipin koma við í Færeyjum seinna á leið til íslands. Einnig samþykkir leigutaki að flytja verkafólk og sjómenn o. s. frv. frá íslandi til Færeyja í tveim síðustu ferðum hvers skips á leigutímanum. Þessi flutningur verður fram að fara án sérstakra óþæginda eða tafar. 17. gr. Framleiga er heimil, en þó skal leigutaki bera fulla ábyrgð á öllum skuldbindingum, sem hann hefur tekið á sig samkv. samningi þessum. 18. gr. Nú hættir stríðið í Evrópu á samningstímabilinu, og getur þá hvor samningsaðili um sig sagt upp samningnum með 30 daga fyrirvara, en uppsögn getur því aðeins komið til greina, að stríðs lokin hafi í för með sér verulega breyttar aðstæður til ísfiskflutn- inga. 19. gr. Leigutaka er skylt að fara vel og sæmilega með skip og útbún- að skips á leigutímanum. 20. gr. Leigusali ber ekki ábyrgð gagnvart leigutaka á skaða, sem hljótast kynni af óhöppum, stöðv un á rekstri eða slíku, og ekki ber leigusali heldur ábyrgð gagn vart leigutaka a skaða, sem hljótast kynni af skyssu eða van- rækslu skipstjóra eða áhafnar. 21. gr. Nú ferst skip á leigutímanum, og greiðir þá leigutaki leigu til þess dags, sem skipið ferst, eða ef ekki er vitað, hvaða dag skip- ið ferst, þangað til fjórum dög- um eftir, að síðast fréttist af skipinu. • 22. gr. Ef skipið bjargar öðrum skip- um eða veitir öðrum skipum ' hjálp, skal sá hluti björgunar- launa eða greiðslu fyrir veitta aðstoð, sem kemur í hlut út- gerðarinnar, skiptast jafnt á milli leigusala og leigutaka. 23. gr. Allar greiðslur samkvæmt samningi þesum skulu fara fram | á þann hátt, að upphæðirnar skulu greiddar í sterlingspurid- um inn í færeyskan banka með genginu 1 £ sterling = 22,40 færeyskar krónui'. Leigutaki skal greiða bankakostnað við yfirfærslu fjárins. 24. gr. Sá sérstaki viðauki við hafn- argjöld í Færeyjum, sem ákveð inn var samkvæmt auglýsingu pr. 60 23. desember 1942, að upp hæð allt að 10 aurum af hverju sterlingspundi, sem inn kemur fyrir fisksölu skipanna í Stóra- Bretlandi og samkvæmt sett- um ákvæðum greiðist af þéim, sem reka skipin, skal ekki taka til leigutaka, þar eð viðaukinn, ef hann gildir áfram, greiðist af leigusala, einnig að því er snert- ir þau skip, sem greinir í samn- ingi þessum. 25. gr. Um leið og leigusamningurinn gengur í gildi í Færeyjum, skal útbúinn listi, ef til kemur að við- stöddum umboðsmanni frá báð- um aðilum, um þær birgðir, sem fyrir hendi eru af hráolíu, smurn ingsolíu, kolum, steinolíu, tvisti, þéttifeiti o. s. frv. Við lok leigu- tímans er leigutaka skylt að skila samsvarandi birgðum af hverri tegund um sig. Ef slík skil fara ekki fram eða ef leigutaki Framh. á 8. síðu. YÍnnustöÖYum og verkiýdsfélögum Alþýðubleðið og heildarsamningar Fyrir þrem vikum birti Al- þýðublaðið grein eftir svo- nefndan , „Dagsbrúnarmann“ um „Kjör Dagsbrúnarmanna eftir þriggja ára einingar- stjóm“. Það var ætlun mín að vekja athygli verkamanna á þessari grein, en varð þó í und- andrætti þar til nú. Það sýnir sig, að þessi maður hefur, eftir eigin upplýsingum, „lítið hugsað um félagsmál" á „undanförnum árum“. en hrekk ur nú allt í einu upp við á- huga á þeim, þar sem hann hafi misst tvo janúardaga vegna umferðarveiki og aðra tvo vegna illveðurs. Niðurstaða hans verður sú, að ekki er hægt að lifa af Dags- brúnarkaupinu. í því sambandi fer hann hinum verstu ókvæð- isorðum um formann Dagsbrún- ar og allt starf félagsins undan- farin ár. Til þess að gefa les- andanum tækifæri til þess að sjá, hverskonar manntegund prýðir síður Alþýðublaðsins, vil ég tilfæra nokkur af hans eig- in orðum. Eftir að hafa spurt, hvað valdi því, að kaup hans og kjör séu svo „miklu verri“ en ann- arra starfandi manna í þjóðfé- laginu, segir hann: „Nokkuð getur það einnig hjálpað til, að virða fyrir sér myndina, sem blaðið (Þjóðvilj- inn) flytur af Sigurði „eining- arformanni“. í henni speglast allar þær mannlegu eigindir sem til þess þarf að snúa sigr- um upp í ósigra, góðæri í ill- æri“. Já, Alþýðublaðspiltunum er ekki vel við að horfa á mynd af heiðarlegum verkamanni, sem ekki hefur notað aðstöðu sína til þess að stela sjóðum Dagsbrúnar og sem ekki hefur gefið yfirlýsingu um, að „eng- in hætta“ sé á grunnkaupshækk un. Hann ségist lítið hafa hugs- að um félagsmál, Alþýðublaðs- pilturinn. Það er einmitt ein- kenni hans og sálufélaga hans. Þeir hafa ekki einu sinni haft svo mikinn áhuga, að þeir fylgd ust með félagsmálum, hvað þá að þeir kæmu með neinar til- lögur. Og þó, lagsbróðir þessa manns, Jón S. Jónsson, flutti tillögu um „15% áhættuþókn- un“. Þeir eru þöglir um hana, mennimir. sem þcra ekki að horfa í angn Sigurdar Guðna- sonar. 1 Ef einhver manndómur væri í þéim, sem láta Alþýðublaðið og Framsóknarflokkinn snúa sér um fingur sinn, þá hefðu þeir kannski haft rænu á að rétta upp eina hönd á 1200 manna félagsfundi í febrúar 1944, þegar gengið var frá nú- gildandi kaupsamningum. Og þá hefðu þeir kannski haft rænu á því að bera fram til- lögu á félagsfundi í janúar, eða Árni Kristjánsson haft herkju í sér til þess að bera fram tillögu í stjórn Dagsbrún- ar um að samningum yrði sagt upp til þess að hækka kaupið. En þeir hugsuðu bara svo lítið um félagsmál, vesalingam- ir! Þeir fóru yfirleitt ekki á stúfana fyrr en Alþýðublaðið og Framsóknarflokkurinn skip- aði þeim að reyna að kljúfa Dagsbrún og koma henni und- ir forystu stjómarandstöðunn- ar. Fyrir þá frammistöðu hafa þeir nú fengið „Tímann“ heim- sendan. En grein þessa nafnlausa „Dagsbrúnarmanns" hefur og annað og meira inni að halda. Honum farast þannig orð: ,,„Einingarstjórnin“ Sigurður Guðnason hefur með öðrum orð I um f jötrað mig með lélegum samningum á klafa þrældóms- ins og sultar um ófyrirsjáanleg- an tíma“ Með öðrum orðum: Ef nú yrðu gerðir heildarsamningar um kaup og kjör á grundvelli núgildandi samninga Dagsbrún- ar um t. d. eitt ár, þá væri það „þrældómsklafi og sultar“. Alþýðublaðið birtir þessa grein athugasemdalaust, og ger ir hana þar með að sínu máli. En það þýðir svo mikið sem það, að Alþýðublaðsmennirnir eru hatrammir andstæðingar heildarsamninga, sem 1400 Dagsbrúnarmenn guldu jáat- kvæði við og sem er, burtséð frá forminu, ein aðaluppistað- an í núverandi stjórnarsam- vinnu og stórmikið hagsmuna- mál allrar verkamannastéttar- innar. Og þá er sú spurning eftir: Hvers vegna kepptust B-lista mennimir um það fyrir kosn- ingamar í Dagsbrún, að lofa og prísa stjórn Sigurðar Guðna- sonar í Dagsbrún, lýsandi því yfir, að þeir væru öllum hans gerðum sammála að undanskil- inni kosningu fulltrúa á Al- þýðusambandsþing ? Það var ekki nóg með það, að þeir lýstu þessari aðdáun sinni yfir í einkaviðtöluni: Þeir vott- uðu það aðspurðir hver eftir annan fyrir fullu húsi Dags- bninarverkamanna. Svo langt gengu þeir, að t hlutir, sem við vorum kannski ekki alls kostar ánægðir með sjálfir, voru allt í einu orðnir ágætir. Jafnvel Alþýðublaðið steinþagði. Og svo koma þeir eftir kosn- ingar, þessir nývöknuðu Alþýðu blaðsmenn, og tárast. Þetta fyrirbrigði er ekki ein- leikið. Það verúur að segja hverja sögu eÉlas og hún er. Verkam mnastéttin er sem heild heilbrigð, hún er á hraðri leið til aukins þroska og skjánings á allri aðsíöðu sinni. það væri firra, að ætla, að meðal svo fjölmeunrar stéttar væru ekki menn iil, sem yrðu ófyrir- leitnum ævintýramönnum eins og stjórna randstöðunni í Al- þýðuflokknum að bráð. Og enn- þá meiri firra væri það, ef verkamannastéttin kannaðist ekhi sjalf við þetta. Laugardagur 17. febrúar 1945 — ÞJÓÐVILJINN Systir mín MARGRÉT VALDEMARSDÓTTIR, yfirhjúkrnnarkona, lézt að heimili sínu sjúkrahúsinu Sólheimum, 15. febrúar. Jarðarförin ákveðin síðar. Jón Valdemarsson. Uppboðið í K. R.-húsinu heldur áfram í dag og hefst kl. 10 f. h. Borgarfógetinn í Reykjavík. Undirföt, nærföt og náttkjólar. .Verzlun H. Toft Skólavörðust. 5. Sími 1035. I. 0. G. T. Unglingastúkan Unnur nr. 38 Fundur á morgun kl. 10 f. h. í G. T.-húsinu. Skýrt frá afmælisfagnaðinum. Innsetning embættismanna o. fl. Fjölsækið og komið með nýja félaga. Gæzlumenn. Grein Gsionars Sieianssomr í ÞAÐ EINA SKIPTI SEM GUÐMUNDUR BOÐAÐI DYR- HÓLAHREPPSMENN RÆKI- LEGA Á FUND, VISSI HANN AÐ ÞEIR GÆTU EKKI KOMIÐ Guðmundur spyr, hvort ég sé búinn að gleyma því, þeg- ar hann boðaði aðalfundinn 1943. — Nei, því hef ég ekki gleymt. Fundarboðs þess munu Dyrhólahreppsmenn . jafnan minnast sem algilds dæmis um þá „spekúlantsjón“ Guðmundar að fyrirbyggja sókn þeirra á félagsfundi. Vegna þess að marg sinnis var búið að kæra hirðu- leysi hans um fundarboðun, þorði hann ekki annað en að boða fund þennan rækilega og er það eini fundurinn frá upp- hafi sem reglulega var boðað- ur út í Dyrhólahrepp. En í þetta eina skipti sem Guðmundur neyddist til að boða fund svo að í nokkurri mynd væri, sá hann um að það yrði afboð fyrir Dyrhólahrepps Það eru nokkrir verkamenn í Dagsbrún af tegund þessa nafnlausa „Dagsbrúnarmanns“, sem láta Alþýðublaðsklíkuna brjála dómgreind sína og fá sig til þess að gera sig að athlægi og viðundri. Sumir þessara verkamanna meina ekki neitt illt. Þeir eru bara ruglaðir af stefnulausu þvaðri Alþýðu- blaðsins. Hinsvegar eru aðrir, að vúa fáir, sem ganga vísvit- andi erinda afturhaldsins í' verkamannasamtökunum, menn sem stéttin fyrirverður sig íyr- ir. Einn þessara manna er sýni- lega hinn nafnlausi „Dagsbrún- armaður“, og það fer vel á því, að þeir segi ekki til nafns síns. Þeir eiga ekki aðeins bágt með að horfa í augu Sigurðar Guðna sonar. Þeir eiga erfitt rneö að horf-ast i augu við stétt sína og félag. E. Þ. félaga, bæði með því að halda fundinn ekki fyrr en fjöldi fé- lagsmanna þar var farinn til vers og í öðru lagi að ófært var nema gangandi mönnum þaðan að komast á fundarstað- inn, sökum snjóþyngsla. Þetta veit Guðmundur að er eins satt og það, að enginn maður úr Dyrhólahreppi var mættur á fundinum. DEILUM ÆTTI NÚ AÐ VERA LOKIÐ — DYRHÓLAHREPPS- MENN ERU REIÐUBÚNIR TIL SAMSTARFS Læt ég svo ekki frekar orð- lengt um grein G. G. í Alþýðu- blaðinu, en vil þó vinsamlega ráðleggja honum sem ágætum skóara að halda sér við sinn leist betur hér eftir en hingað til, því nóg er komið af flokka- drætti og úlfúð milli verka- manna í Vík og Dyrhólahreppi. Mestu máli skiptir það, frá mínu sjónarmiði að nú hefur stéttarfélag okkar verkamanna í Dyrhólahreppi eftir 8—9 ára baráttu við óskammfeilna drottnunarstefnu einstakra manna í Vík og bakhjalla þeirra í hinu gamla Alþýðu- sambandi, náð augljósum rétti sínum innan heildarsamtaka ís- lenzkrar alþýðu og hafa þar með hugsjónir verkamanna í Dyrhólahreppi rætzt í þýðing- armiklu máli. Get ég fullyrf að Verklýðs- félag Dyrhólahrepps mun kosta kapps um að geta sýnt Alþýðu- sambandi íslands þakklæti sitt í verkinu fyrir þá leiðréttingu mála sinna er sambandið veitti því á síðasta sambandsþingi. og ekki mun standa á félagi okk- ar að taka í hönd verkamanna í Vík til bróðurlegs samstarfs um sameiginleg mál, hvenær sem þess yrði kostur, þrátt fyr- ir allt sem á undan er gengið. Gunnar Stefánsson. Litla-Hvammi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.