Þjóðviljinn - 20.02.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.02.1945, Blaðsíða 2
Þ JÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. febrúar 1945. Gamall pokamaður leysir frá í Þjóðviljanum 10. febrúar 1944 birtist fyrrí grein mín. í mánuðinum áður skeði hið hörmulega Max Pemperton slys og slegnir hinum óhuggulega grun um orsakir þess voru ýms- ir búnir að veitast harðlega að breytingum og ofhleðslu togar- anna, skipaskoðun og eftirliti í dagblöðum bæjarins og er ég þess viss, að sjómannastéttin og þjóðin er þessum mönnum þakklát, en fámennur hópur hneykslaður. Mér fannst krafturinn svo mikill í þessum skrifum, að ég var bókstaflega hrifinn með. Þá kom spurningin: Hvað getur þú lagt' til þessara mála ómenntað- ur og lítt pennafær? og minntist ég þess þá, að reynslan hefur verið minn skóli, og vitundin um það dýrlegust, að viðburðir líðandi stundar er vísdómsbrunn ur, sem við getum ausið af, hvað sem hver segir. Mér fannst að sameina yrði alla hugsanlega krafta í barátt- unni fyrir meira öryggi á sjón- um, og fyrsta sporið varð að vera það, að upplýsa að þeirrar baráttu væri þörf. Mér fannst það hlutverk okk- ar sjómanna að gefa þessar upp- lýsingar, því ef við gerum það ekki, getur ekki hjá því 'farið, að þeir kraftar, sem sameina þarf til sigurs öryggismálanna, verða sundraðir, því að það er ekki hægt að sameinast til bjarg ar þeim, sem ekki vilja bjarga sér sjálfir. Út frá þessum sjónarmiðum byrja ég að segja frá sönnum viðburðum, sem ég hef sjálfur uppíifað á sjónum. Eg segi frá tveim viðburðum í fyrri grein minni, sem .sanna það ómótmæl- anlega, að Vilhjálmur Árnason, skipstjóri á togaranum „Venus“, hafi með óvarkárri skipstjórn í bæði skiptin stofnað skipi og skipshöfn í hættu. í annað skipt- ið er hann að hrekjast á skipi sínu kolalausu og á það að end- ingu undir legufærum skipsins, hvernig úr rætist. í hitt skiptið sendir hann skip sitt af stað til Hollands með stóru gati inn með stefni þess eftir árekstur á hafís, án þess að hann léti skoðun fara fram áður en skipið fór úr íslenzkri höfn. í þessu sambandi bendi ég á að öryggisráð um borð í hverju skipi sé það fullkomnasta ör- yggi sem hægt er að hafa á sjón um, og sé það með lagalegt og félagslegt uiííboð til þess að hindra að skipstjórar hagi sér þannig. Það hefur verið risið til andsvara á móti öllum þeim, er hafa skrifað um sleifarlagið í ör- yggismálum sjómanna. Þeir menn, sem þar koma fram á sjón arsvið, eru aðallega þeir, sem á- líta sér málið skyldast: togara- .skipstjórar og skipaeftirlitsmað- ur ríkisins. Kennir margra grasa í þeim skrifum, og fyllist mað- ur harmi við lestur þeirra, því þar finnst manni áberandi að viðurkenna aldrei sannleikann, gera málefnið að aukaatriði og þá menn tortryggilega, sem af eigin reynslu og skynsamlegri yfirvegun benda á öryggisleysi 0nnur greín sjómanna og nauðsyn bráðra endurbóta. Eg vil taka það fram, að aðal- tilgangur minn með þessari grein er ekki sá að svara grein- um þeirra, sem virðast vera að reyna að hindra framgang ör- yggismálanna, heldur sá, að bæta við þann skerf, sem ég hef lagt til þessara mála, því ég þykist sjá, að fyrning tímans er að fær ast yfir þessi mál, án þess að nokkuð hafi komið til fram- kvæmda af því, sem mestu máli skiptir. Það eina, sem við tog- aramenn sjáum í framkvæmd er gamall togaraskipstjóri, sem hefur eftirlit með að skipin séu ekki hlaðin yfir hleðslumerki, þegar þau fara úr höfn áleiðis til Englands. Þetta ber að gera, en hitt ekki ógert að láta. En samt var það óheilbrigð ráðstöf- un og málamyndakák, sem grip- ið var til, þegar umtalið var mest um ofhleðslu togaranna, og grunur lék á, að tveir þeirra hefðu farizt af þeim völdum á heimleið af fiskveiðum, að skip- stjórum var heimilt að koma með skip sín af fiskveiðum jafn hlaðin og áður og þessar aðgerð- ir því gerðar til þess að komast áfram með að gera ekki neitt. Ekki get ég komist hjá, úr því að ég tek mér penna í hönd, að taka til athugunar grein Þórðar Hjörleifssonar skipstjóra á togar anum ,,Helgafelli“, sem birtist í Vísi 29. febrúar 1944 með yfir- skriftinni: „ÖRYGGISMÁLIN OG OFHLEÐSLA TOGAR- ANNA“. Það mun ef til vill margur segja, að það sé nokkuð seint, en ástæðan er sú, að mín- ar greinar koma ekki eftir áætl- un heldur ástæðum, en ég mun bæta það upp með því, að þeir sem vilja, geti lesið greinar okk- ar beggja á afgreiðslu Þjóðvilj- ans. Eg ætla að raða grein hans að efni til í kafla og láta mínar at- hugasemdir fylgja hverjum þeirra fyrir sig. I. KAFLI úr grein Þórðar Hjör- leifssonar: „Undanfarið hefur mikið ver- ið rætt og ritað um ofhleðslu, sumir hafa gert það af sann- girni og skynsemi, en aðrir án þess að hafa vit á þessum mál- um í sameiningu með enn öðr- um til þess að slá um sig og auka umsetningu blaðanna. Eg ætla að vera fáorður um það, sem hefur verið kallað of- hleðsla, um það hefur verið svo mikið sagt. Farmþunginn hefur ekki rýrt sjóhæfni þess skips, sem ég sigli á, en ýmislegur ör- yggisumbúnaður ofan dekks fyrirskipaður með lögum og reglugerðum hefur valdið nokkr um krankleik“. HUGLEIÐINGAR MÍNAR UM I. KAFLA. Þórður Hjörleifsson skilgrein- ir í þrjá flokka þá menn, sem hafa ritað og rætt um ofhleðslu. Fyrsti flokkurinn gerir það með fltSfíH®'* ® s ® í ® * © í «*! sanngirni og skynsemi, og telur hann sennilega sjálfan sig með- al þeirra, annar án þess að hafa vit á þessum málum og í samein- ingu með þriðja flokknum, sem hyggst að auka umsetningu blaðanna með því að slá um sig. Það er engin skýring á því, hvaða flokk Guðmundur Guð- mundsson frá Ófeigsfirði tilheyr- ir, sem skrifar grein í Vísi, stuttu eftir Max Pemperton slys- ið og segir þar, að ofhleðsla tog- aranna sé sjómönnum meira á- hyggjuefni en ógnir styrjaldar- innar. Eða Sigurjón Einarsson skip- stjóri, sem aftekur með öllu í Morgunblaðinu 23. marz 1944, að ofhleðsla eigi sér stað, en bendir á, að það sé mishleðslan, sem bagi skipunum mest á heimleið, af fiskveiðum, en viðurkennir þó, að ef framendi skipsins fari á botninn af völdum mishleðslu, þá verði hinn endinn tæplega of- ansjávar og afleiðingin geti því orðið sú sama af mishleðslu og ofhleðslu. Virðist hann því vera að fitja upp gömlu þrætuna, hvort það hafi verið klippt eða skorið. Eg get ekki fallizt á þann mælikvarða Þórðar, að blaða- greinar, sem auka sölu blaðanna, verði að vera skrifaðar af van- þekkingu á því málefni, sem þær fjalla um, eða með einhverj um umsigslætti, sem hann kallar og er ekki gott að vita, hvaða merkingu á að hafa, en getur sennilega útfærzt þannig, að til- gangurinn sé vafasamur. Hvað segja ritstjórar blaðanna um slíka ályktun og sérstaklega þó lesendur þeirra? Vill nú ekki Þórður líta í eig- in barm, ef ske kynni að sann- leikurinn væri sá, að fólkið, sem les" blöðin sé orðið dauðþreytt á þessu ævagamla sleifarlagi í ör- yggismálum sjómanna sem og mörgu öðru frá gamla tímanum, og fagni svo áberandi réttmæt- um ádeilum á þetta gamla hróf og tillögum hins nýja dags, að blöðin, sem þetta flytja, auki sölu sína, en hann í stað þess að fylgja framfai'aþrá fólksins velji sér þann kostinn að vera nátt- tröllið, sem ekki þolir birtu dag- ins. Þórður vill ekki tala um það, sem hefur verið kallað ofhleðsla af þeirri ástæðu að manni skilst að hann vill kalla það eitthvað annað. Hann hleypur heldur ekki á sig eins og Sigurjón skip- stjóri paeð því að tala um mis- hleðslu. Það sést strgx á þessari grein að hann er ákveðinn í því að dansa valsinn í kringum mál- efnið: Það er allt í lagi með hans skip, farmþunginn hefur ekki rýrt sjóhæfni þess. Vil ég aðeins benda á þessar sakleysislegu öfgar: Hans skip er með stækkaða lest eins og flestir togarar og flytur nú að ég hygg helmingi meiri afla á erlendan markað í hverri veiðiferð en það gerði fyr ir stríð með fullar lestir. Helm- ingsaukning á farmi rýrir ekki sjóhæfni þess. Hvílíkt undra skip, eða kannski Þórður sé ekki glöggur á mismuninn, en hann hefur samt komið auga á, að ým- vMrpáótHt'ÍHh Álit bifreiðarstjóra á „fastagjaldi“ og „mínútu- gjaldi“ fyrir akstur bifreiða Hinn nýi taxti Viðskiptaráðs ýf- ir leigu fólksbifreiða, hefur hlotið misjafna dóma, eins og búast mátti við. Notendur leiguibifreiða og bif- reiðastjórar hafa kvartað við mig' út af nýja taxtanum og þótzt rang-( læti beittir. Mér hefur m. a. borizt bréf frá bifreiðarstjóra um þetta mál, þar sem ’hann rekur að nokkru ástæð- urnar til þeirrar óánægju með taxl-- ann er hann telur mjög almenna meðal stéttarbræðra sinna. Hann skýrir mér frá á þessa leið: „Við bifreiðastjórarnir höfum sitthvað að at’huga við það nýja fyrirkomulag á greiðsjum fyrir leigu á bifreiðum okkar, er felst í fyrirmælum Viðskiptaráðs um þetta. Sú stutta reynsla, sem við höfum áf þessu, hefur sannfært okkur um, að á þessum ákvæðum crum miklir vankantar. Það nrikl ir, að við munum ekki geta unað við þá til lengdar. Ur bopgmni Næturí'eknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður í Ingólfsapóteki. I.jósatími ökutækja er frá kl. 5 e. h. til kl. 8.25 f. h. Næturakstur: Hreyfill, sími 1033. Útvarpið í dag: 20.20 Tónleikar Tónlistarskólans: Einleikur á fiðlu (Björn Ólafs son. — Undirleikur: Árni Kristjánsson): Fiðlukonsert í e-moll, 2. og 3. kafli, eftir Mendelsohn. 20.45 Erindi: Frá Grikkjum, V. — Borgarastyrjöldin í Grikklandi (Sverrir Kristjánsson, sagn- fræðingur). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á píanó. 21.20 íslenzkir nútímahöfundar: Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi les úr skáldritum sínum. 21.45 Orgelleikur i Dómkirkjunni (Páll ísólfsson: a) Passacaglio í B-dúr eftir Frescobaldi. b) Preludia og Fuga í Es-dúr eftir J. S. Bach. islegur öryggisútbúnaður ofan dekks, fyrirskipaður með lögum hefur valdið krankleik á þessu sama skipi. Það virðist vera þannig með suma skipstjóra, en að þeir sjái aðeins það, sem þeir vilja sjá. II. KAFLI úr grein Þórðar Hjör- leifssonar. „Þá vil ég snúa mér að því, sem átti að vera aðalefnið í þess um greinarstúf. Hver á sök á því, að skipin eru nú hlaðin meira en áður? Sumir vilja um kenna fé- græðgi útgerðarmana, glanna- skap og ábyrgðarleysi skipstjór- anna. Hér kemur mai'gt fleira til greina. Fyrir stríð og fyrst eftir að það byrjaði var mjög sjald- Framh. á 5. síðu. Um fastagjáldið út af fyrir sig er ekki nema gott að segja, það er fullkomlega réttmætt frá okkar sjónarmiði séð, en mínútugjaldið er aftur á móti óhæft eins og það er ákveðið. Gjaldið fyrir hverja minútu er miðað við akstur með bæjahhraða, sem þýðir að ef við ættum að geta náð sama kaupi og við höfum haft, yrðum við stöð- ugt að keyra með bæjarhraða. Það héfur í för með sér mikið meiri benzíneyðslu vegna þess að þá verðum við að keyra stöðugt á „lággírunum“. Þá er það ekki síður athugandi, að þessi litli ökuhraði hlýtur að leiða af sér minnkandi atvinnu fyrir okkur bifreiðastjórana, þar sem fólk telur þá tæplega svara kostnaði að nota bíla, vegna þess að þeir verða lítið fljótari í förum en gangandi fólk“. Furðulegur verðmismunur á kartöflum og gulrófum. Húsmóðir skrifar mér um furðu- legan verðmismun á kartöflum og gulrófum í smásölu hér í Reykja- vík: „Mér þætti fróðlegt að fá skýr- ingu á þcim mikla verðmun sem er á kartöflum og gulrófum, í smá- sölu. Kartöflurnar kosta kr. 1.10 pr. kg. en gulrófurnar hvorki meira né minna en kr. 2.87 pr. kg. Eg hef verið að leita að skynsamlegri ástæði^ til þessa verðmunar, en ekki fundið. Ekki get ég séð að ]iað sé neitt dýrara að framleiðá gulrófur en kartöflur, þvert á móti, ég veit ekki betur en það sé til muna auðveldara að rækta gulróf- ur en kartöflur, minnsta kosti var það alveg tvímælalaust áður en jurtasjúkdómar fóru að gera usla hér í matjurtagörðum. En hvað sem því líður, og þó að einhverju leyti megi kannski rekja. orsakir þessa geysilega verðmunar til erfiðleika við að rækta gulróf- ur hér í nærsveitunum vegna kál- maðksins, þá er langt frá að það eitt nægi til skýringar. Ef verð þessara vara er að eín- hverju leyti miðað við þurefnis- magn, sem virðist ekki nein fjar- stæða að gera, þá hallar heldur en ekki á gulrófurnar í samanburði við kartö’flur. Ég verð að segja að það er ekki neitt smáræðisverð á vatninu í gulrófunum!“ Hefur lögreglunni tekizt að stemma stigu við bíó- miðaokrinu? „Langþreyttur á okrinu“ skrif- ar: „Svo virðist sem lögreglan hér í bænum hafi nú loks tekið rögg á sig og látið skríða til skarar gegn bmmiðaokrinu. Mér liggur við að segja að nógu lengi var það búið aíð þvælast i kollinum á henni (eða kollunum, skulum við segja til að' vera viss um að móðga engan), hvað gera skyldi í því máli. Auð- vitað var það eina ráðið að senda óeiukennisklædda menn, nokkurs konar leynilögreglu á hnotskóg eftir þessum snáðum. Ekki finnst mér rétt að refsa krakkagreyunum, sem leiðst hafa út í þetta hnupl úr pyngjum bíó- gesta, svo þau fái ekki þá húg- mynd um sig að litið sé á þau sem glæpamenn. Það held ég væri mið- ur hollt, með því sálarfóðri sem bíóin sjálf veita þessum börnum. Það ætti fremur að vera hlutverk uppeldisfræðinga en lögreglunnar að lækna þau af þessum kvilla. En það ber að refsa þeim full- orðnu mönnum sem lagt hafa fyrir sig þessa iðju, jafnvel þótt þeir væru í fastri vinnu“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.