Þjóðviljinn - 20.02.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.02.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. febrúar 1944. ÞJÖÐVILJINN 3 1. Þegar stórskotalið Múhameðs II. Qsmanasoldáns rauf múra Miklagarðs í lok maímánaðar 1453 var hin kristna Evrópa berskjöld- uð fyrir sókn tyrkneska hálfmán- ans. Um stund leit svo út sem •Osmanar mundu sækja inn að hjarta álfunnar, en loks tókst að stöðva framsókn þeirra á 16. öld, og upp frá því náði veldi Osmana um allan Balkanskaga og Ung- verjaland og héruðin norðan Svartahafs. A næstu öldum urðu mörg þjóðríki að glíma við Osm- ana í Evrópu, og uxu flest af þeirri glímu. Tyrkjaveldi, örlög þess og framtíð, varð eitt flóknasta og tor- leystasta vandamál Evrópu; stór- veldi Evrópu og liinar kristnu þjóðir Balkanskaga fengust við þetta viðfangsefni öldum saman, unz það að lokum var leyst að lcalla á okkar öld. Þegar Balkanskagi var kominn undir yfirráð Osmana skiptu þeir Grikklandi sjálfu í sex herumdæmi, er nefndust sanjak á tyrknesku. í þessum umdæmum voru tyrknesk- um landnemum gefin lén, og var þeim skylt að bjóða út riddaraljði á ári hverju í her soldáns. Ilin lægri umiboðsstjórn var falin'em- bættismönnum, er nefndust demo- gerontes, og skyldu þeir heimta inn s'katta og hafa á hendi lög- reglumál. Ilernám Tyrkja í hinum fornn skattlöndum austurrómverska rík- isins var allmjög frábrugðið her- námi hinna germönsku þjóða, er .setzt liöfðu að í löndum vestur- rómverska ríkisins. Tvrkir hurfu ekki í þær þjóðir, er þeir hertóku né fengu þéir heldur svipt þá þjóð- erni þeirra, trú eða tungu. í Evr- ópu voru Tyrkir aðeins erlendir .setuliðsmenn, sem settust í bú hinna innlendu þjóða og heimtuðu af þeim gögn öll og gæði. Fátt gat tengt sarnan sigurvegarana og hina sigruðu, en ekkert staðfesti meir bilið á milli þeirra en trúar- brögðin. Boðskapur Múhameðs var ríkistrú Osmana, og innan ramma þessarar trúar. var kristn- um villutrúarmönnum hvergi sæti skipað. í þessu lífi hlaut hinn kristni villutrúarmaður lilutskipti þrælsins, með nokkuð mismunandi ^réttindum þó, og í öðru lífi var honum ekki annað búið en brenn- andi helvíti. Það var því ekki að undra þótt erfiðlega tækist að bera •sáttarorð á milli hinnar tyrknesku yfirstéttar og hinna skattskyldu liernumdu þjóða. Þó, fer því fjarri, að stjórn Tyrkja í Grikklandi hafi hvílt á •einskæru ofbeldi. Þrátt fyrir fjand- skap sinn á kristinni trú reyndu 'Tyrkjasoldánar ekki að útrýma hinni grís'k-kaþólsku kirkju. Hitt var öllu heldur að soldánarnir beittu fyrir sig grískkaþólskri kirkju í viðskiptum sínum við ibú- ana, sem ekki hafði tekizt að snúa rtil Múhameðstrúar. 1 Osmanarík- ‘inu voru í rauninni tvö kirkjufé- iög, kirkja Múhameðstrúarmanna fOg hin grískkaþólska kirkja. Þeg- mr stundir liðu varð grískur rétt- ■trúnaður og grískkaþólsk kirkja hö'fuðvígi þjóðlegrar tilveru Grikkja, ekki sízt er hið griskka- þólska rússneska stórveldi tók að skipta sér a'f málum Tyrkjaveldis og hinna kristnu Balkanþjóða. Hin grískkaþólska kirkja naut .að vísu lengi ýmissa fríðinda í Tyrkja- 'íreldi, en réttargrundvöllur hennar Endnrreisn Brikklands var í rauninni enginn. Patríarkinn í Konstantínópel var ábyrgur fyr- ir soldáni um stjórn allra kirkju- mála, andlegra og veraldlegra, og hafði meiri völd en hann hafði haft á dögum keisaranna í Mikla- garði, en þó var hann ekki annað en þræll hins alvalda soldáns. Og svo var einnig um hina kristnu hjörð, svo sem Tyrkir kölluðu villutrúarmenn grískkaþólsku kirkjunnar. Kristnir menn í Grikk- landi og öðrum löndum Tyrkja- veldis áttu meira frelsi að fagna en sértrúarflokkar í öðrum löndum Evrópu. Þeir máttu óáreittir stunda trú siína og messugjörð, afla sér þeirrar menntunar er þá lysti og safna auði að vild sinni. Þeir gátu jafnvel orðið háttsettir em'bættismenn í ríki soldáns, hér- aðsstjórnar og umboðsmenn, en samt voru þeir jafnan undirorpnir gjörræði og duttlungum soldánsins. Þetta stjórnarfar, sem svo var blandið umburðarlyndi og ánauð, fékk haldizt á meðan enn var og Grikkir stóðu uppi varnar- og verjulausir gegn hinum óðu her- sveitum Tyrkja. Það var engin furða, þótt Grikk- ir skæru fyrstir Balkanþjóðanna upp herör gegn Tyrkjum. Ilin forna þjóðartilfinning Grikkja, sem stóð svo djúpum rótum í alda- gömlum sögulegum erfðum. hafði aldrei dáið út með öllu. Ög þótt hin fyrsta uppreisn þeirra mis- heppnaðist, hafði ekki tekizt að kæfa þann anda, er að uppreisn- inni stóð. Grikkir höfðu ja'fnan notið mikillar sjálfstjórnar í þorp- um sínum og sveitarfélögum, og grískkaiþólska kirkjan, sem tók beinan þátt í umboðsstjórninni, brýndi sameiginlega þjóðartilfinn- ingu þeírra. En einkum var víg- staða Grikkja styrk vegna þess, að þeir voru enn sem að fornu helztu kaupmenn Tyrkjaveldis, peninga- verzlunin var að mestu í þeirra hönjdum og soldán gat ekki komizt | af án þeirra sem opinberra em- | bættismanna. Löngu áður en Sverrir Kristjánsson sagnfrœðingur ritar um sögu Grikklands Fjórda grcíe nokkur 'vaxtarbroddur í Tvrkja- veldi. A næstu öldum eftir hertöku Kónstantínópels verður lítt vart við mótspyrnu af hálfu Grikkja; Múhameð II. hafði tortímt flest- um, sem líklegastir voru til við- náms, og hinir létu það gott heita, ef þeir fengu að sinna störfum sín- um að mestu óáreittir. Skattarnir voru að vísu þung'bærir, elnkum blóðtollurinn svokallaði, er börn kristinna manna voru tekin frá foreldrunum, alin upp í Múham- eðstrú og sett í janitsjarasveitina, lífvörð soldáns. Þessi siður hvarf að vísu í lok 17. aldar og hagur Grikkja batnaði einnig vegna þess, að miðstjórnin í Konstantínópel varð æ veikari, en hinir sundur- leitu ríkishlutar fengu meira sjálf- ræði. Þegar kemur fram á 18. öld- ina hefst nýr þáttur í hnignunar- sögu Tyrkjaveldis, er þjóðernis- kenndir og kynflokkatilfinningar læsa sig um hinar kristnu þjóðir Balkanskaga og þær freista þess að varpa af sér oki Tyrkjans með aðstoð eins eða fleiri stórvelda. Upp frá því hefur sjaldan verið kyrrt á þeim slóðum. Þessar þjóð- ernishreyfingar áttu eftir að valda miklum u-mbrotum í sögu Balkan- þjóðanna og allrar Evrópu. 2. Grikkir urðu fyrstir ajlra Balk- anþjóðanna til að rísa upp gegn veldi Tyrkja undir merki þjóo- frelsishreyfingarinnar, þótt ekki gerðu þeir það með öllu af sjálfs- dáðum, því að frá upphafi þjóð- hreyfinganna á Balkanskaga hefur mátt merkja hramm stórvéldanna. Árið 1774 hófu Grikkir á Móreu uppreisn gegn soldáni, að áeggjan rússneskra áróðursmanna; eu stuttu síðar samdi Katrín mikla Rússadrottning frið við soldánmn Grikkir 'hófu uppreisnina höfðu hinar auðugu eyjar á Adríahafi og Egeahafi notið raunverulegs sjálfsforræðis, þótt þær teldust að nafninu til Tvrkjaveldis. Þessi ey- ríki, sem auðgazt höfðu á verzlun og siglingum, fengu venjulega að vera óáreitt af miðstjórninni í Konstantínópel, ef þau greiddu skatta og skyldur á ári hverju og sendu sjómenn á flota soldáns. Kaupskip Grikkja voru venjulega vel vopnum búin, og sum á stærð við meðalherskip, sigldu stundum undir rússneskum fána til að njóta sjóréttínda Rússa á tyrkneskum sjóleiðum, og kom þessi íloti Grikkjum að góðu haldi síðar meir, er þeir börðust fyrir sjálf- stæði sínu. Á hinu gríska meginlandi áttu Grikkir að vísu ekki að fagna svo rnikfu sjálfsforræði, en þar hafði frelsisandi Grikkja birzt í allfurðu- legri mynd — stigamennsku. Hið losaralega stjórnarfar Tyrkja hafði frá fornu fari ýtt undir stiga- mennsku, fjöldi manna hafði lagzt út, aflað sér vopna og lifað á rán- um. Stigamenn Balkanskagans voru vafðir ljóman hetjudáða, líkt og útilegmmenn ])jóðsagna vorra, og í vitund þjóðarinnar þótti stiga- mennska allt annað en glæpur, og rétttrúaðir Grikkir hylltu þessa, útilegumenn og töldu þá hvort- tveggja í senn, þjóðhetjur og trú- arhetjur, ef þeir beindu vopnurn sínum að Tyrkjum. Orðið þjófur (klepth) og orðið hetja (palikar) voru nálega sömu merkingar á tungu grískrar alþýðu, í söngvum og þjóðsögum grískra bænda voru rán og gripdeildir stigamanna róm- aðar og dáðar. Tvrkneska stjórn- in fékkst við þetta vandamál með venjulegu austurlenzku. sléni og leti. Þegar einhver stigamannafor- ingi var orðinn auðugur og vold- ugur bar það oft við, að stjórnin gerði hann að landstjóra (pasja) eða höfuðsmanni þeirra herdeilda, sem halda skyldu uppi friði og reglu í fjöllunum. Einn frægasti landstjóri Tyrkja í byrjun 19. ald- ar, Alí í Janína, var óbreyttur út- lagi og raéningjaforingi, en naut verndar Bretlands, og Napóleon reyndi að vingast við hann; marg- ir þeirra foringja, sem frægir urðu síðar, bæði að ágætum og endem- um í uppreisn Grikkja, höfðu ver- ið í þjónustu Alís. I þetta hálfvillta gríska þjóðfé- lag Balkanskagans laust nú hug- myndum frönsku byltingarinnar um þjóðfrelsi, mannréttindi og bræðralag. Menntaðir Grikkir á meginlandinu. eyjunum og í út- legð urðu fyrir miklum áhrifum frá byltingunni, en í hugmvnda- heimi þeirra fléttaðist einnig sam- an minningin um Miklagarðsríki, sem látið hafði eftir sig hina grísk- kaþólsku kirkju, og erfðir hinnar fornu hellensku menningar. Það fór fyrir Grikkjum á sömu lund og mörgum öðrum ánauðugum þjóð- um, sem eru að leita sjálfra sín, að þeir hófu sjálfstæðisbaráttuna með því að knýta aftur saman böndin milli fortíðar og samtíðar. Hin hellenska frelsishreyfing 19. aldar hófst á sviði bókmennta og málfræðirannsókna. Ungur Grikki, Admantios Korais, er liafði verið við nám í París, tók sér fyrir hend- ur að túlka hinar forngrísku bók- menntir á mál samtíðarinnár, og starf hans í þessum efnum átti ekki lítinn þátt í að efla og glæða samgi'íska þjóðarvitund. Þýðingar Ivorais urðu Grikkjum það, sem þýzka biblíuþýðingin varð Þjóð- verjum, og þegar hið unga ný- gríska ríki reis aftur upp úr ösk- unni, hafði það eignazt mál og erfðir, er tengdu það við glæsilega fortíð. 3. Á Vínarþinginu 1814 hafði hag- ur Tyrkjaveldis lítt verið ræddur; það var eitt af þeim \'iðfangsefn- um, er Rússar vildu sem minnst ræða á alþjóðlegum stjórnmálaráð- stefnum, því að sjálfir ætluðu þeir sér þar mikinn hlut. Leiðtogar Evrópu eru á næstu árum svo önn- um kafnir við að afstýra því, að skipan þeirra raskist í Vestur- Evrópu, að þeir taka varla eftir því, sem í aðsigi er meðal hinna kristnu þjóða á Balkanskaga. Þó hafði það ekki farið fram hjá Metternich, hinum austurríska stjórnmálamanni, að hin grísku levnifélög liöfðu árið 1814 mvnd- að með sér allsherjarsamband, Metairia Philike. Félagsskapur þessi hafði verið stofnaður á rúss- neskri grund, í Odessa, og, .sýnir það ljóslega, hvar Grikkir töldu sér helzt styrktar von. Hetairist- arnir hófu þegar mikinn viðbúnaðt og varð það fyrst fvrir að leita að- stoðar Rússa. Um þetta l.eyti var grískur maður, Capodistrias að nafni, utanríkisráðgjafi Rússlands. Leynifélagsskapur Grikkja sneri sér fyrst til hans og bað hann um að taka að sér forustu uppreisn- arinhar, en hann hafnaði boðinu, enda má vera, að hann hafi ætlað. að hann gæti unnið málstað Grikkja meira gagn í embætti sínu hjá Rússum. En þá bauðst annar Grikki, Alexander Ypsilanti, mað- ur af tignum ættum og í þjónustu Capodistriasar, til að taka að sér stjórn byltingarinnar. 1 marzmán- uði 1821 hófst uppreisnin, en var svo slælega undirbúin, að hún hlaut að íara út um þúfur. Það eitt er margvert við þessa uþp- reisn, að Ypsilanti lýsti því yfir, að hún nyti stuðnings stórveldis. Ilér var átt við Rússland, en raun- ar má telja það fullvíst, að Rúss- Iand muni ekki hafa viljað styrkja uppreisn, sem liafin var norður í Moldavíu, þar sem nú er Rúmenía, því að rússneska stjórnin ætlaði ekki að endurreisa hið forna gríska keisaradæmi. Auk þess voru Grikk- ir mjög illa þokkaðir meðal bænda í Moldavíu, því að grískir menn höfðu oft verið embættismenn sol- dáns á þessum slóðum og gert sig bera að fjárdrætti og yfirgangi. Það varð ekkert úr aðstoð Rússa í þetta skipti, A^psilanti varð að flýja land og dó nokkrum árum síðar í austurrísku fangelsi. En á eyjum Egeahafsins og í Móreu brauzt uppreisn Grikkja út með slíku hamsleysi, að hvorki Tyrkir né stórveldi Evrópu vissu hvaðan á sig stóð veðrið. Nú hófst nýr og merkilegur þáttur í frelsis- baráttu Grikklands, er fjallabúar og stigamenn meginlandsins tóku höndum saman við hina grísku sjógarpa eyjanna. Tyrkir voru ó- viðbúnir, og í apríhnánuði tóku uppreisnarmenn að myrða Mú- hameðstrúarmenn hópum saman og áður en varði var veldi Tyrkja á Móreu lokið. En Tyrkir svör- uðu í sömu mynt og mvrtu kristna menn, hvar sem þeir fengu fest hendur á þeim. í Konstantínópel var patríarkinn hengdur á páska- dag ásamt þremur erkibiskupum og iíkunum varpað í Sæviðarsund. Tyrkir fóru með ránum og morð- um á hendur kristnum mönnum um alla Litlu-Asíu, svo að ekki var annað sýnna, en að uppreisn Grikkja mundi valda almennri trúvillingaofsókn í Tyrkjaveldi. Og þá þóttust stórveldi Evrópu ekki geta setið hjá lengur. Alexander I. Rússakeisara hafði í fyrstu dottið í hug að hjálpa hinum grísku trúbræðrum sínum, en Metternich taldi hann af því ráði, þyi að uppreisn Grikkja væri ekkert annað en venjuleg bylting gegn réttmætum yfirvöldum. En um alla Evrópu varð mikil ólga meðal manna, einkum mennta- manna og yfirstéttanna, sem þeg- ið höfðu klassíska menntun. Á þessum árum rómantískunnar og vaknandi frjálslyndis hlaut upp- reisn Grikkja að vekja samúð allr- ar hinnar menntuðu ýfirstéttar; auðmannastéttin var einnig fylgj- andi uppreisnarmönnum, því að •hún óttaðist um austurlandsverzl- unina, ef langvarandi róstur yrðu á Balkanskaga og í austurhluta Miðjarðarliafsins. Verkalýður Evr- ópu var um þessar mundir mál- laus og múlbundinn og skipti sér lítt af erlendum viðburðum. En meginþorri þeirra Evrópumanna, sem mörkuðu almenningsálit álf- Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.