Þjóðviljinn - 20.02.1945, Page 4

Þjóðviljinn - 20.02.1945, Page 4
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudaguv 20. febrúar 1945. Þriðjudagur 20. íebrúar 1945. — ÞJÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sásialistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Emar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218ý. Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á iandi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. Húsnæði og atvinna handa öllum bæjarbúum Fjárhagsáætlun Reykjavíkur verður rædd og afgreidd á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn. Með þeim breytingatillögum, sem fíokkar þeir er fulltrúa eiga í bæjarstjórn bera fram er í meg indráttum mörkuð sú stefna sem þeir vilja láta fylgja í bæjar- xnálum á þessu ári, að svo miklu leyti, sem hún er frábrugðin því er fellst í hinum sameiginlegu tillögum bæjarráðs. Frá sjónarmiði sósíalista á stefnan í bæjarmálum að mark- ast af tveimur meginsjónarmiðum, hið fyrra er að leysa hús- næðisvandamálið, hið síðara að leggja tra*stan grundvöll að framtíðaratvinnulífi bæjarbúa. Bæjarfulltrúar Sósíalistafiokksins lögðu fram ýtarlegar til- lögur og greinargerð varðandi húsnæðisvandamálið í nóvember í haust. Tillögur þessar vöktu mjög mikla athygli og eru öllum almenningi í fersku minni. Bæjarráðið tilnefndi þrjá menn til að athuga þessar tillögur, en sú atihugun er enn ekki hafin. Bæjarfulltrúar sósíalista leggja nú til að hafist verði handa á þeim grundvelii, sem þeir lögðu áður til, eða svipuðum grund- velli, eftir því sem samkomulag gæti orðið um. Gert er ráð fyrir að bærinn hlutist til um að hafin verði bygging að minnsta kosti 270 íbúða á þessu ári, og að stofnaður verði byggingar- sjóður Reykjavíkurbæjar, með 5 milljón króna stofnfé, er var- ið verði til að.greiða fyrir þessum byggingum, og þykir ljóst að bærinn sjálfur verði að láta reisa verulegan hluta þessara íbúða, þar eð enn er ekki komið á það skipulag þessara mála, sem lagt er til í margnefndum tillögum bæjarfulltrúa sósíalista, en þegar hið ráðgerða byggingarfélag væri komið á laggirnar gæti bærinn afhent því þær íbúðir er hann léti reisa. En sem sagt, fyrirkomulag er hér ekki aðalatriðið, heldur hitt, að nægi- lega margar íbúðir verði reistar, svo allir geti búið í sómasam- legum húsakynniun, og að tryggt verði að enginn þurfi að búa í ósæmilegri íbúð vegna fátæktar. Þessa stefnu vilja bæjarfull- trúar sósíalista gera að stefnu bæjarstjórnarinnar, enda er henni ekkert annað sæmandi. Það er augljóst, að þegar öll sú vinna, sem .beint og óbeint leiðir af veru setuliðsins hér þverr, verður hér atvinnuleysi ef ekki verða gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að efla und- istöðuatvinnuveg bæjarbúa, sjávarútveginn. í Reykjavík eru nú ekki eftir nema 15 togarar. Bæjarstjórn ber að hafa forustu í að útvega hingað að minnsca kosti 15 nýja togara eins fljótt og mögulegt er, en auðsætt er að togarafloti bæjarins þarf að vera mikið. stærri á næstu árum. Stóra vélbáta vantar og í flota bæjarins. í nánu sambandi við þetta er ,svo aðstaða fiski- skipanna í höfninni, og aðstaóan til að vinna úr sjávaraflanum í landi. í þessu efni er nú mjög áfátt. Á þessu verður að ráða bót. Bæjarfulltrúar sósíalista leggja því til að bæjarstjórn á- kveði að hafa forustu í að efia sjávarútveginn og skapa honum þá aðstöðu í höfn og við hófnina sem nauðsynlegt er, hvort tveggja í samráði við nýbyggmgarráð, svo þessar framkvæmdir falli með eðlilegum hætti inn í allherjarnýsköpun atvinnulífs- ins, sem ráðgerð er af núverandi ríkisstjórn. í þessu sambandi er ekki aðalatriðið hverjir reka þessi framleiðslutæki, félög og bærinn koma hér til greina. Bæjarstjórn ber að taka upp þá stefnu að hafa forustu í nýsköpun atvinnulífsins hér í bæ og þá fyrst og fremst sjávarútvegsins. Það er sú stefna sem bæjar- fulltrúar sósíalista leggja til að farið verði inn á. Kjörorð bæjarstjómarinnar ætti áð vera: húsnæði og at- vinna handa öllum bæjarbúum. Neflri deild rafllr liinaliile [Fiðrhagsnefid þríklofin i míliiu Fjárhagsnefnd neðri deildar þríklofnaði um launalagafrum- varpið meirihlutinn, Jakob Möller, Barði Guðmundsson og Sig- fús Sigurhjartarson leggja til að frumvarpið verði samþykkt preð nokkrum breytingum, en Jón Pálmason og Skúli Guð- mundsson eru mótfallnir afgreiðslu þess nú, og skila sérstökum nefndarálitum. Frumvarpið var til 2. umr. í neðri deild í gær. Frumvarpið var til 2. umræðu í neðri deild í gær og talaði Jakob Möller fyrir nefndaráliti meirihlutans og breytingatil- lögum. » Nefndarálit meirihluta fjár- hagsnefndar er svohljóðandi: „Það eru nú liðnir nær 5 mán uðir, síðan mál þetta kom fram á Alþingi. Frumvarpinu var út- býtt í efri deild Alþingis 19. sept. s.l. og vísað þar til nefndar 22. s. m. En afgreiðslu frá þeirri deild fékk það ekki fyrr en 29. f. m. Og til fjárhagsnefndar neðri deildar var því vísað 31. s. m. Nefndin hefur því haft mjög nauman tíma til að vinna að því, og verður það að vera henni til málsbótar, ef svo reyn ist, að nokkurs flausturs kenni í afgreiðslu þess. Hins vegar þótti ekki annað fært en hraða af- greiðslu málsins sem mest, svo að þingið þyrfti ekki að eiga enn lengri setu aðeins vegna þessa eina máls. Nefndin hefur ekki getað orð ið allskostar sammála um af- greiðslu málsins. Tveir nefndar manna (J. Pálm. og Sk. G.) munu vera mótfallnir afgreiðslu þess að svo komnu, og munu þeir gera grein fyrir afstöðu sinni í sérstökum nefndarálit- um. Meiri'hluti nefndarinnar, sem undir þetta álit ritar, telur hins vegar brýna nauðsyn á því, að sett verði ný launalög nú þegar, og mælir með því, að frumvarpið verði samþykkt með nokkrum breytingum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að launamál ríkisins eru á hinni mestu ringulreið. Launalög þau, sem nú eru í gildi, að nafninu til, eru frá ár- inu 1919, og eru þau orðin svo langt á eftir tímanum, að ó- kleift hefur reynzt að fara eft- ir þeim, og hefur í framkvæmd- inni ekki orðið hjá því komizt að fara á snið við þau í sívax- andi mæli. Alþingi hefur líka séð þá nauðsyn, sem á því er að kippa þessu í lag og ár eftir ár skorað á ríkisstjórnina að undir búa nýja launalöggjöf. Og það er auðsætt, að því lengur sem það dregst, að ný launalög verði sett, því meiri verður ringulreið in og því tilfinnanlegra misrétt- ið, sem af því leiðir, að einstök- um stéttum og starfsmönnum, sem fastast ganga eftir kjara- bótum sér til handa, verður meira ágengt í því efni en öðr- um, sem hóglátari eru. Og hef- ur nefndum þeim, sem að end- urskoðun launalöggjafarinnar h^fa unnið að þessu sinni, bæði utan þings og innan, orðið starf ið lærdómsríkt um þá hluti, og hjá því getur heldur ekki farið, að launalög þau, sem nú verða sett, beri þess nokkur merki. Og enginn vafi er á því, að ein- mitt fyrir þá sök, í hvert horf var komið 1 þessu efni, muni laun opinberra starfsmanna verða ákveðin hærri yfirleitt í launalögunum en líklegt má telja, að orðið hefði, ef mismun- urinn í launagreiðslunum hefði ekki fengið að þróast eins'lengi og raun hefur orðið á. Því fer fjarri, að nokkrar líkur séu til þess, að sparnaður geti orðið af því fyrir ríkissjóð að fresta setn ingu nýrra launalaga, og má miklu fremur gera ráð fyrir því gagnstæða. Nefndin hefur ekki komizt hjá því að gera nokkrar breyt- ingatillögur við frumvarpið, og eru þær fluttar á sérstöku þing- skjali af nefndinni í heild. Ýms- ar þessar tillögur eru þó þannig til orðnar, að þær hafa aðeins náð samþykki meiri hluta nefnd armanna allra, ýmist okkar þriggja, sem skipum þann meiri hluta nefndarinnar, sem að þessu áliti stendur, eða eins eða fleiri okkar og hinna beggja, sem á móti málinu leggjast, eða annars þeirra, og áskilja nefnd- armenn sér hver um sig rétt til þess að greiða atkvæði gegn þeim tillögum, sem þeir hafa ekki greitt atkvæði 1 nefndinni. Að lokum skal það tekið fram, að gera má ráð fyrir frek- ari breytingartillögum við frum varpið frá meirihluta nefndar- innar til þriðju umræðu. Jakob Möller, Barði Guðmunds- son, Sigfús' Sigurhjartarson.“ Aðalfundur Félags ísl. myndlistarmanna Félag ísl. myndlistamanna hélt aðalfund s.l. föstudag. í stjórn voru kosnir: Formaður: Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal. Ritari: Finnur Jónsson. Gjaldkeri: Jón Þorleifsson, var hann kosinn í stað Mar- teins Guðmundssonar er baðst undan endurkosningu. Vara- menn voru kosnir: Magnús Á. Árnason og Freymóður Jó- hannesson. í ráð Bandalags ísl. lista- manna voru kosnir: Guðmund- ur Einarsson, Finnur Jónsson, Jóhann Briem, Jón Þorleifsson og Sveinn Þórarinsson. Til vara: Gunnfríður Jónsdóttir og Frey- móður Jóhannesson. í sýningarnefnd voru kosnir. Eggert Guðmundsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Einarsson, Jón Engilberts og Kristinn Pét- ursson. Til vara: Jón Þorleifs- son, Magnús Á. Árnason og Þorvaldur Skúlason. f úthlutunarnef nd: Finnur Jónsson, Guðmundur Einars- son, Jón Engilberts, Ríkharður Jónsson og Þorvaldur Skúlason. Til vara: Ásgeir Bjarnþórsson og Eggert Guðmundsson. Endurreisn Framh. af 3. síðu. unnar, tóku upp málstað Grikkja, þúsundir ungra manna flykktust til Grikklandávígstöðvanna sem sjálfboðaliðar,' og þegar frægasta skáld þeirrar tíðar, Byron lávarð- ur, fórnaði bæði skáldskap sínum og lífi í þjónustu hinnar grísku uppreisnar, þá var hér vakin alda, sem afturhald Evrópuríkja fékk ekki stöðvað. í Englandi urðu nú ráðhefra- skipti, er Canning varð utanríkis- ráðherra eftir lát Castelreaghs, og hann var óðfús á að skerast í leik- inn og efla veldi Englands og áhrif. Á Frakklandi óx samúðin með Grikkjum, og hinn ungi og met- orðagjarni alvaldi Rússlands, Nikulás I., vildi nú nota tækifærið til að grundvalla áhrif sín í Tyrkja- veldi sem liann taldi sjálfur að dauða komið. Árið 1826 urðu þessi þrjú stórveldi — Rússland, Eng- land og Frakkland — ásátt um að skerast opinberlega í þaftn íeik, sem þúsundir þegna þeirra tóku þátt í sem sjálfboðaliðar. Það mátti ekki heldur seinna verða. f þrjú ár, 1822—1825, höfðu grísku uppreisnarmennirnir getað varizt refsileiðöngrum Tyrkja, en nú hafði soldán kvatt lénsmann sinn, Mehemet Alí í Egyptalandi, sér til fulltingis. Hann brást vel við lið^bón soldáns og sendi son sinn, Ibrahim Pasja, með her gegn Grikkjum. Ibrahim hertók Krítar- ey og hélt þaðan til meginlands- ins, eyddi Móreu og hafði í hyggju að flytja alla Grikki, sem eftir lifðu í þrældóm til Egyftalands. Borgin Missolonghi féll í hendur soldáni og> Aþena varð að gefast upp. Sameinaðir flotar Englands og Frakklands sigldu nú undir for- ustu brezks flotaforingja til Grikk- lands, en fyrirskipanir þær, sem fyrir hann voru lagðar, voru nokk- uð óljósar. Þó skyldi flotinn forð- ast allar hernaðaraðgerðir, en kúga stríðsaðila til að sernja vopnahlé. Fyrir einskæra tilviljun var í Navarinóflóa skotið á bát frá ensku skipi, og áður en varði var orustan í algleymingi. Að kvöldi hins 27. október hafði tyrkneski flotinn verið skotinn í kaf. Navar- inóorustan bjargaði Grikkjum frá tortímingu og grundvallaði ríki þeirra Hið gríska ríki, sem hlaut sjálf- stæði í Adríanópelfriðnum 1829 og var lýst í vernd þriggja stór- velda þremur árum síðar, var ekki mikjð fyrirferðar og það tók nærri heila öld að sameinast í það form, er það hefur í dag. Róstusamt hef- ur jafnan verið þar þessa öld, oft hefur landið ólgað í borgarastyrj- öldum og það hefur ekki farið var- hluta af þeim þjáningum, sem ein- kennt hafa sögu Balkanskaga. Grikkir hafa orðið að berjast fyrir hverjum landskika, sem bætzt hef- ur við Grikkland. Englendingar létu íónaeyjar af hendi við Grikk- land árið 1863, og árið 1878 jókst umráðasvæði þess á meginlandinu um Þessalíu og Artahéraðið. Því næst varð Krítarey innlimuð gríska níkinu, og loks upp úr Balk- anstyrjöldunum var Grikklandi skilað aftur Makedóníu, Epeiros og flestum eyjum Egeahafsins, að undanteknum Tylftareyjum. Þegar heiinsstyrjöldinni miklu lauk hlaut Grikkland ekki ný lönd, Grikklands er jafnast gætu á við sum önnur Balkanríki. Aðalástæða þessa var sú, að fátt eitt af Grikkjum bjó utan þess landsvæðis, er unnizt hafði í Balkanstyrjöldunum. Merkasta landaukningin, sem Bandamenn ætiuðu Grikkjum, var sneið af Litlu-Asíu, hið ávonefnda Smýrnuhérað. Landamörk héraðs- ins voru óhagstæð og ætlast var til, að héraðið fengi sérstakt þing undir ■ yfirstjórn Grikkja, en al- menn atkvæðagreiðsla skyldi að nokkrum árum liðnum skera úr því, hvernig högum héraðsins yrði skipað síðar. En þessi ráðagerð fór öll út um þúfur, er sjúki maður- inn við Sæviðarsund, svo sem venja var að kalla Tyrkneska rík- ið, reis upp af andláts'beði sínum, og truflaði allt taflið. Mústafa Kernal hafði flutt stjórn sína frá Konstantínópel til Ankara inni í miðri Litlu-Asíu og stefndi her sínum til landamæra Smyrnuhér- aðsins. Hann var ráðinn í að gera ákvarðanir Bandamanna með öllu ómerkar að því er varðaði þenn- an hluta Litlu-Asíu. Nú hófust mannskæðir götubardagar I Smýrnu milli Grikkja og Tyrkja, hið gamla kynþáttastríð magnað trúarofstæki. Bandamenn leyfðu Grikkjum að fara með her inn í Tyrkland, því að mönnum datt ekki í hug, að Tyrkir gætu reist rönd við gríska hernum. En hér fór öðru vísi en ætlað var. Grikki ■ um tókst að vísu að sækja alllangt inn í Litlu-Asíu og stefndu för- inni til Ankara, höfuðborgar hins unga tyrkneska ríkis, en voru stöðvaðir og um stuncl virtist styrjöldin ætla að fjara út, án þess að til úrslita drægi. Bandamenn reyndu að koma á friði og boðuðu til fundar með stríðsaðilum, en sumarið 1922 hafði Músafa Kemal búið her sinn og hóf nú stórfellda sókn, sem lauk svo, að Grikkir fóru undan á skipulagslausum flótta. Um haustið flýðu Grikkir unn- vörpum frá Smýrna yfir til Grikk- lands, og gríska stjórnin bað Bandamenn að koma á vopnahléi sem skjótast. Bandamenn voru þess lítt fýsandi að fórna miklum her og afla til að mola tyrkneska ríkið; á friðarfundinum í Lauí- anne 1923 fór svo, að Bandamenn, einkum Frakkar, brugðust Grikkj- um, og Mústafa Ivemal fékk alla Litlu-Asíu, auk nokkurra héraða í Þrakíu. Með þessu ævintýri í Litlu-Asíu var lokið landvinning- um Grikkja, en þessir viðburðir ollu miklum deilum í innanlands- málefnum Grikklands á næstu ár- um. Borgarstjórmn í Liege afhenti Þjóðverjum nöfn föðurlandsvina Borgarstjórimn í Liege í Belgíu, sósíaldemokratinn Bologne, hejur jdtað jyrir rannsóknarnejnd belg- isku öldungadeildarinnar (hann er öldungadeildarniaður), að hann haji afhent Þjóðverjum lista með nöjnum kommúnista árið 1940. Mjög margir af þessum komm- únistum voru síðar handteknir og sumir dóu í fangelsum. Borgarstjórinn afsakaði sig með því, að föðurlaSndsvinir þeir, sem Frá vinnustöðYum og verklýdsfélögum Lýðræðið í Sjómannafélaginu Er það lýðræði að ráðast með persónulegum dylgjum á menn sem ekki eru á fundum og hafa ekki persónulega aðstöðu til að mæta þar, eins og Sæmundur Ólafsson gerir oft og gerði á síðasta fundi Sjómannafélags- ins, þegar hann réðist á Halldór Jónsson starfsmann Fiskimála- nefndar jog ráðamann í Far- mannasambandinu og formann Dagsbrúnar Sigurð Guðnason, eða vera reiður út í félag sauma- stúlknanna, af því að þær fái sjálfar að ráða málum sínum og hafi þann þroska, að dansa ekki eftir hljóðfalli Sæmundar. Eg hef oftáSjómannafélagsfundum vorkennt Sæmundi, en tel þó fulla þörf á að hirta hann, því hann er bezti maður, ef honum er stjórnað á þann hátt, sem við á: gert grín að hinum snöggu blettum, metorða- og valda- draumum manns, sem vantar 1 allan félagslegan þroska til að vera stór maður í litlu um- hverfi. Síðasti fundur í Sjómannafé- laginu var mjög lærdómsríkur fyrir þá sem hugsa eitthvað um félagsmál á annan hátt en stjórn Sjómannafélagsins gerir. Þessi fundur var aðalfundur og um leið skýrt frá því sem gerðist á síðasta Alþýðusambandsþingi, af þeim mönnum, sem voru í minni hluta á þinginu. Skýrsla formanns var pólitísk raunasaga, full af upphrópun- um um þær raunir, sem verka- lýðurinn ætti í vændum, að vera laus úr tengslum við Alþýðu- flokkinn. Efalaust þykir mönn- um það einkennilegt, sem ekki þekkja þann anda, sem ríkir á fundum hjá Sjómannafélaginu, að menn hafi ekki jafnan ræðu- tíma. Á síðasta fundi tapaði for- maður allri stjórn á fundinum, og sýndi það mikla' hlutdrægni að mér finnst rétt að ræða það nánar. 7 Á eftir skýrslu formanns tal- aði Jóhannes Guðmundsson og vítti formann fyrir að flytja pólitíská æsingaræðu og glepja með því venjuleg aðalfundar- störf, og taldi það ekki jafnan leik að hafa skrifaða ræðu um pólitísk ágreiningsatriði, og taldi formanni nær að reyna að þjappa mönnum saman innan verkalýðshreyfingarinnar en vinna að aukinni sundrung. — Einn af þekktari verkfallsbrjót- um frá fyrri tímum reyndi að glepja Jóhannes og koma með því formanninum til hjálpar. — Formaðyr afsakaði sjálfan sig með því, að hann hefði ekki bor- ið undir stjórnina hvernig ætti að ræða þau mál sem tilheyrðu Alþýðusambandsþinginu og full trúaráðinu. hann gaf upp, hefðu verið Þjóð- verjum kunnir hvort sem var, þar sem þeir voru allir starfsmenn flokksins. Liege-deikl Sósíaldemokrata- fiokksins hefur samþykkt að reka borgarstjórann úr flokknum. Næstur var Sæmundur og reyndi að vera píslarvottur Sjó- mannafélagsins og veifaði mynd af Sigurði Guðnasyni. for- manni Dagsbrúpar, orðum sín- um til áréttingar, til að fá náð hjá starfandi sjómöþnum fyrir orðin á Alþýðusambandsþinginu, því hann fann að það var þung- ur gustur sem leitaði til hans og bað menn að vacast hina vondu menn og ræða þetta á flokks- fundi hjá Alþýðuflokknum, því það væru ti,l menn, sem ekki væri um sál hans gefið, en hefðu allan hugann við hinn aust- urlenzka dýrling frá Moskva. Nú bað ég um orðið meðan Sæmundur var að tala, en þegar hans ræða var á enda, skýrði formaður, sem var líka fund- arstjóri, frá því, að þörf væri að stytta ræðutímann, en gaf þó Ólafi Friðrikssyni ótakmark- aðan ræðutíma, en þegar kom að mér, sem var einn á mæl- endaskrá, var ræðutíminn stytt- ur niður í 5 mínútur. Eg hafði komið með skrifaða ræðu þar sem mín sjónarmið komu fram um Alþýðusambandsþingið síð- asta og framkomu fulltrúanna frá Sjómannafélaginu, sem gengu af þingi samtakanna, og önnur atriði sem snerta sjó- mannasamtökin almennt, Eins og gefur að skilja, er ekki hægt að tala mikið á fimm mínútum og sízt af öllu að grípa allt það bezta, sem maður þarf að segja, og eflaust hef ég talað of hratt til þess að allir gætu gripið hvert orð af þeim hluta af hinni skrifuðu ræðu, sem ég fékk að flytja. Fundarstjóri sleit nú um ræðum um þetta mál, því ef- laust hefur hann haldið að Sæ- mundur myndi biðja um orðið °g þá yrði erfitt að halda ræðu- forminu á sem prúðmannleg- astan hátt ef hann fengi að tala meira að þessu sinni. Eflaust þykir ykkur sem þetta lesið ein- kennilegt að einn af þeim, sem var búinn að biðja um orðið og ætlaði að tala skuli ekki fá jafn an ræðutíma á við aðra, en þetta eru lýðræðisréttindin þar sem Alþýðuflokksmenn ráða í félagsmálum. Að ráðast með brigslyrðum á þá menn sem ekki eru við en skjalla hina sem þeir halda að þeir geti á ein- hvern hátt haft sér hliðholla ‘ á sinni pólitísku þursagöngu. En varna þeim máls, ef kostur er, sem þeir vita að þeir geta ekki haft nein áhrif á, í hvaða verkalýðsfélagi kæmi það til greina nema í Sjómanna félagi Reykjavíkur, að vera hlut drægur gagnvart blöðum og flokkum með að auglýsa félags- fundi? Eg hef leitt ykkur með mér inn í musteri Sjómannafélagsins til þess að þið fengjuð kynningu af einum fundi sem gefur speg- ilmynd af „lýðræðissinnuðu“ fé- lagi, sem hefur gleymt öllu sönnu lýðræði. Páll Helgascr.. Landsmót í handknattleik Sjötta landsmót í handknatt- leik hefst á morgun kl. 22 í húsi Jóns Þorsteinssonar. í raun og veru eru þetta 4 mót: 1. Meistaraflokkur. 2. Fyrsti flokkur. Og senda 7 félög lið til keppni í þessum flokkum. Eru það Ármann, F.H., Fram, Haukar, Í.R., Valur og Víking- ur. 3. mótið er 1 kvennaflokki, og senda: Ármann, F.H. Hauk ar, Í.R. og K.R. flokka á það. 4. II. fl. og eru aðeins 4 félög sem senda lið á þetta mót, þau Ármann, F.H., Haukar og Í.R. Alls eru þátttakendur 150 í þessum mótum. í fyma unnu þessi mót: Valur í meistaraflokki og I. fl., Hauk- ar í II. fl. og Ármann í kvenna- flokki. Mótið hefst eins og fyrr seg- ir 21. og stendur til 28. þ. m. þá verður hlé á því og hefst ekki aftur fyrr en 17. marz. Að þessu sinni hefur verið ákveðið að einn leiki við alla og allir leiki við einn, sem yfirleitt er eðlilegasta og bezta fyrirkomu- lagið, sé hægt að koma því við vegna tímaleysis og húsleysis. Auk þess fá keppendur fleiri leiki, sem vissulega þroska þá í leiknum. En undanfarin ár hefur verið full tilbreytinga- samt fyrirkomulag á mótinu. Á mótum þessum verða 62 leikir sem skiptast nokkurn veginn jafnt milli fyrri og síðari hluta þess. Á miðvikudagskvöld fara þessir leikir fram: Kvennafl.: Árpaann—F.H M.fl. Víkingur—Í.R. M.fl. Fram—Haukar. Dómari í öllum leikjunum er Anton Erlendsson. Á fimmtudagskvöld' II. fl.: Haukar—Víkingur. M.fl.: Valur—Ármann. M.fl.: Í.R.—F.H. Dómari er Þráinn Sigurðsson. Félag veggfóðrara heldur aðalfund Sunnudaginn 18. febr. héldu veggfóðrarar fund með sér í Félagsheimili V.R. þar sem Meistarafélag veggfóðrara í Reykjavík og Veggfóðrarafélag Reykjavíkur voru sameinuð í eitt stéttarfélag, Félag veggfóðr ara í Reykjavík. í stjórn voru kosnir þessir menn: Formaður: Guðjón Björnsson; varaform.: Ólafur Guðmunds- son, féhirðir: Jóhannes Björns- son, ritari: Þorbergur Guðlaugs son, meðstjórnandi: Friðrik Sig urðsson. Varamenn: Guðmund- ur Björnsson og Hallgrímur Finnsson. Aðalfundur Bíl- stjórafélags Rang- æinga Bílstjórafélag Rangæinga hélt aðalfund 18. febr. í stjórn voru kosnir: Fonnaður: Ámi Jónsson. Ritari: Sveinbjöni Stefánsson. Gjaldkeri: Númi Eriendsson. Myndin er af bandarísku stórskotaliði á Leyteey, sem er ein af Filipps- eyjum og oft hefur verið getið í fréttum upp á sjðkastið. Gamall pokamaður leysir frá Framhald af 2. síðu. gæft að skipin væru’ fullfermd, og var það af ýmsum eðlilegum ástæðum; seinna breyttist þetta af öðrum ástæðum, og var þá almennt farið að fullferma. Er því alveg út í bláinn að bera saman farma skipanna fyrr og nú. Dýrtíðin óx, útgerðarkostnað- ur hækkaði stórlega, fiskverð lækkaði verulega í Englandi, vonlaust að halda skipunum úti nema að hægt væri að flytja meiri fisk í hverri ferð. Var það þá gert. Fiskurinn hausaður, far- rúmin stækkuð; þannig hefur haldizt í horfinu, en hæpið með allan stórgróða. Allur þessi fjöldi af fólki, sem lifir á útgerðinni, varð að fá kjör sín bætt. Til þess að mæta þess- um kröfum varð að auka afköst skipanna eða leggja þeim að öðr- um kosti. Hverjum á nú um að kenna að siglt er með fleiri farma, út- gerðarmönnum, skipstjórum, — fólkinu til sjós og lands, sem fór fram á kjarabætur, ríki og bæ, sem keppast um að reyta af út- gerðinni hvern eyri sem af gengur, eða stríðinu, sem veld- ur dýrtíðinni“. HUGLEIÐINGAR MÍNAR UM 2. KAFLA Það liggur alveg rakið fyrir Þórði að benda á alla þessa óum- ræðilegu örðugleika, sem steðja að fjárhagsafkomu íslenzkra tog araútgerðar. Það er allt og allir, sem reita af útgerðinni, hver sem betur getur, og ef þeir, sem henni stjórna, hefðu ekki ráð undir hverju rifi, þá væri að manni skilst illa komið. Eitt ráðið var að hausa fisk- inn, sem gerði það að verkum, jafnhliða breyttri verkunarað- ferð að öðru leyti, að farmur skipanna var aukinn um einn þriðja. En það var ekki nóg. Það var að verða vonlaust að halda skipunum úti, segir Þórður..En sjáum til. Þá er annað ráð: að stækka lestirnar, og það er gert.’ Þar er komin um og yfir helm- ings aukning á farmi þeirra skipa. Samt er hæpið með all- an stórgróða. En hvað um það. Allir eru hættir að taka mark á þessu vesaldarrauli, en farnir að trúa þess í stað, að pyngja út- gerðarinnar sé ekki auðfylltari en pyngja prestanna. Og einnig minnist maður þess, að togararn- ir voru skattfrjálsir, að minnsta kosti fyrsta stríðsárið, og engir, sem á þeim unpu, fengu neina verulega kauphækkun þann tíma, nema skipstjórar og aðr- ir yfirmenn, sem höfðu premíu af sölu skipanna. Ég get ekki skilið þennan kafla öðruvísi en að Þórður við- urkenni, að of langt hafi verið gengið í hleðslu togaranna. — Hann vill bara ekki láta kalla það ofhleðslu, heldur að hlaða meira en áður og fullferma. í þessu felst engin ásökun á þá, sem hleðslunni ráða. Ég get ekki skilið þennan rit- hátt. Yfirskrift greinarinnar er: „Öryggismálin og ofhleðsla tog- aranna“. En í byrjun greinarinn- ar er tilkynnt, að hann ætlar ekkert að segja um þessa svo kölluðu ofhleðslu. Maður les greinma á enda, án þess að finna nokkuð sagt um öryggis- málin. Hver er þá tilgangurinn með þessari grein? Mér virðist hann vera sá, að telja upp alla þessa hörmulegu erfiðleika út- gerðarinnar til afsökunar of- hleðslunni, sem hann vill bara ekki -nefna svo, þar sem eina ráðið til bjargar útgerðinni sé að flytja sem mestan fisk í hverri ferð. Það er engin ástæða til að skrifa heilar greinar til afsökun- ar því að hlaða skip meira nú en áður, þegar það var létt lest- að, eða að fullferma það, því þetta er það sem alltaf tíðkast, eftir því sem á stendur, og ég hugsa að togaramenn séu ekki það sjódeigir, að þeir hafi nokk- uð á móti þessu. — Öðru máli skiptir, þegar afsaka þarf of- hleðslu. Þá getur maður skilið, að þeim; sem það gera, finnist ekki af veita að telja upp öll þessi vandræði og ympra svona á því, að gömlum sið, að það standi glöggt, að halda skipun- um úti, sem á að skiljast þann- ig, að það sé heppilegast fyrir togaramenn og afera.að veraekki að tala um þessa hluti, en láta skinstjórana ráða hleðslunni ! sem öðru. Frh. á morgun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.