Þjóðviljinn - 20.02.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.02.1945, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 20. febrúar 1944. PJOÐVI LJINN 7 Hornspónninn (Lauslega þýtt). En þá heyrði hún einhvern hlæja og leit við. Það var álfurinn. Hún hafði aldrei séð hann fyrr. Hann stóð í jtunglsljósinu, sem féll inn um gluggann, og hélt á spæn- inum á öxlinni. Þetta var ósköp lítill álfur. „Svona fer fyrir þeim, sem lítilsvirða gjafir álfanna. Nú flýgur spónninn frá þér. Áður kom hann til þín“, sagði álfurinn. „Góði álfur minn“, sagði María blíðlega. „Ef þú færð mér spóninn aftur, skal eg aldrei framar skilja hann við mig“. „Nei“, sagði álfurinn. „Kóngssonu,rinn er að deyja. Mig langar til að búa til svo góðan mat handa honum, að hann vilji borða og hressist. En ég get það ekki, nema ég fái spóninn“, sagði María. „Þú færð ekki spóninn“, sagði álfurinn. „Þú ætlar bara að láta kóngssyninum lítast vel á þig og verða drottn- ing“. „Ekki get ég orðið drottning. Hann vill ekki eiga stúlku, sem hefur hornspón bundinn við beltið“. Álfurinn strauk skeggið og var reiðilegur. ,Nei“, sagði hann. „Sa, sem hefur fengið heillagjöf, á ekki að skammast sín fyrir hana. Þú færð ekki spón- inn. Ég ætla aðeins að lana þér hann snöggvast, ef þig langar til að lækna kóngssoninn“. Hann gaf henni bendingu um að koma með sér og gekk í áttina að herbergi kóngssonarins. Við dyrnar stóðu verðir í herklæðum með sverð 1 höndum. Álfur- inn blés framan í þá, áður en þeir höfðu ráðrúm til að hreyfa sig, og þeir steinsofnuðu þar sem þeir stóðu. María og álfurinn gengu inn í herbergið og að rúmi kóngssonarins, þar sem hann lá fárveikur af sorg og hungri. Hann svaf. Við rúmið hans stóðu ilmandi réttir á borði. Hann hafði ekki bragðað þá. f En María átti töfraspón og gat búið til enn betri mat. IQttog J.ETEV Þannig lýsti ítalski ferðalang- urinn Marco Polo, sem uppi var á 13. öld, afmælisveizlu kín- verska keisarans Kubla Khans: „Borð höfðingjans er framan við hásætið og snýr hann andlit- inu í suður. Honum til vinstri handar situr drottningin, sú þeirra, sem er móðirríkiserfingj ans. Til hægri handar sitja syn- ir keisarans, sonarsynir og aðr- ir nákomnir 'ættingjar. Sæti þeirra eru svo miklu lægri, að höfuð þeirra ber jafn hátt og fæt ur keisarans. Sæti ríkiserfingj- ans er lítið eitt hærra en hinna. Höfðingjar, ríkismenn og riddar- ar sitja skör lægra en fjölskyld- an. Konur sitja vinstra megin í salnum og hver kona situr beint á móti manni sínum. Þá er enn fjöldi manns, sem situr á gólf- inu. Enn aðrir standa úti og horfa inn um dyrnar. í miðjum salnum er stór kista, þriggja feta löng. Á henni stendur gullker, sem tekur 1000 potta. í hverju horni salarins eru minni gullker. Kerin eru fyllt af úlfaldamjólk, hrossamjólk og öðrum drykkj- um. Hverjum gesti er borinn drykkurinn í gullbikar. Þjónarn- ir, sem færa keisaranum drykk, hafa bundna slæðu um munn og nef, svo að andardráttur þeirra snerti ekki drykkinn. Hirðmað- urinn, sem réttir keisaranum bikarinn, gengur að því loknu eitt skref aftur á bik og fleygir sér til jarðar, en allir hörpuleik- ararnir grípa hljóðfæri sín og leika, meðan keisarinn drekkur. Keisarinn ber gullofinn klæðn- að á afmælisdegi sínum og gefur helztu höfðingjum landsins svip- aðan búning. Honum er endur- goldið með veglegum gjöfum og verður hann helzt að fá níu eða níu sinnum níu gjafir af sömu tegund. Þegar einhver borg sendir honum hesta að gjöf, eru þeir alltaf áttatíu og einn ........“ (Lauslega þýtt). a f 35U rw ERÍCH MÁRIA REMARQUE: VINIR Li \ 'L.'. ' uðu nýtt gjald í hvert skipti sem maður kæmi, sagði hann. Hann sagði mér líka. að hann hefði verið atvinnulaus 1 tvö ár og á þessum árum hafði hann misst tvö börn. Þau hefðu lík- lega lifað, hefði ekki verið svo þröngt í búi. Og nú var konan hans orðin veik. Allir vissu, hvernig sjúkratryggingarnar voru. Hann sagði þetta með þreytu- legri, hljómlausri rödd. Von- lítill var hann en ekki vottaði fyrir uppreisnaranda hjá hon- um. Hann hafði fyrir löngu beygt sig þolinmóður undir ok- ið. Andlit hans var mjótt, ennið hátt og hvelft en augun devfðar leg. Hann var lærðuí hús- , gagnateiknari. Það kom upp úr kafin, að maðurinn var ekki gamall. Hann var fjörutíu og tveggja ára, en svo gjörsamlega útslitinn, að hann hefði tæpast þolað nokkra vinnu, þó að hann hefði fengið hana. „Okkur er bezt að halda á- fram“, sagði hann að síðustu, „þér hafið auðvitað nógu að sinna“. Hann sagði þetta eins og ég hefði fengið hæsta vinn- ing í happdrætti. „Eg er í atvinnuleit eins og þér“, sagði ég. „En ég ráðlegg yður að láta hætta að senda yður í allar áttir eftir engu“ Hann yppti öxlum: „Það er betra en að sitja heima auð- um höndum. Eg slít auðvitað skósólunum á göngulaginu, en nú hef ég járnað þá, og þá ættu þeir að endast vel“. Hann var þegar kominn tvö þrjú skref frá mér. Þá sneri hann við. , Fyrirgefið þér“, sagði hann feimnislega. , Eg gleymdi að kynna mig. Eg heiti Schöller“. „Lohkamp11, sagði ég. Þetta var hlægilegt, en þó var einhver karlmennska í því. Eg horfði á eftir honum. Hann gekk þvert yfir götuna. Það glumdi í járnuðum skón- um. Ef hann dytti á götuna og meiddi sig. á höfðinu, mundi fólk koma í hópum og hjálpa honum. En enginn tók eftir honum, þar sem hann fór, og þó gekk hann með blæðandi svöðusár — í hjarta sínu. Ævi hans var gjörsamlega eyðilögð, börnin dáin, konan veik. En enginn sinnti því. Þjáning hans var miklu meiri en sviði í blæð- andi sári. En það vissi enginn. Klukkan tólf mætti ég í verk- smiðjunni, sem kunningi Val- entins hafði vísað mér á. Eg lét vita, að ég væri kominn og litlu seinna stóð ég frammi fyrir umsjóparmanni starfsfólksins. Þrjú hundruð og fimmtíu mörk, hugsaði ég. Þrjú hundruð og fimmtíu mörk er það minnsta, sem ég get látið mér nægja, því að nú fer Pat bráð- um á heilsuhælið. Það verða ekki nema hundrað og níutíu mörk að frádregnum skyldu- gjöldum. En ef ég flakka úti með bílinn fram eftir nóttum og næ í ríka fólkið, sem kemuf seint heim af næturklúbbunum, þá ætti þetta að ganga sæmilega Eg skal sjá um, að Pat vanti ekkert. Um þetta var ég að hugsa meðan ég beið. Umsjónarmaðurinn var gam- all, hæverskur maður. „Þér vit- ið hvað um er að ræða?“ sagði hann. „Okkur vantar mann, sem getur séð hjálparlaust um er- lend bréfaviðskipti. Hafið þér unnið við það áður? Ágætt! Það þykir okkur einmitt varða mestu, að einhver æfing sé fyr- ir hendi. Þá er hægt að gera viðskiptavinunum til hæfis og taka allar óskir þeirra til greina með kunnáttu og skilningi. Þér akið sjálfur bíl?“ Eg sýndi honum ökuskírteini mitt og meðmæli Kösters. Hann virtist mjög ánægður með með- mælin enda var ekki af þeim dregið! „Hvaða tungumál kunnið þér fyrir utan ensku og frönsku?" Mér varð svolítið bilt við en lét þó ekki á neinu bera. „Holl- enzku — og dálítið í ítölsku1', svaraði ég og nefndi þau mál, sem ég áleit, að ég þyrfti sízt kunna. Enda vissi ég að bréfaviðskipti • innan bifreiða- framleiðslunnar fara næstum eingöngu fram á ensku og frönsku og spænsku. Hann lagði enn fyrir mig nokkrar spurningar. Eg játaði öllu. Það var bókstaflega ekki til, sem ég kunni ekki! Eg varð að fá vinnuna. Auk þess vissi ég vel að aldrei er þörf á helm- ingnum af því, sem sett er upp að umsækjandinn kunni. En ég áleit, að því fleira sem ég kynni, því hærra yrði kaupið. Loksins hafði hann fengið að vita allt, sem hann langaði til og spurði, hvenær ég gæti byrjað að vinna. „Undir eins“. „Þér byrjið þá þann fyrsta. Svo verður auðvitað þriggja mán. reynslutími eins og vant er Þá verðið þér fastráðinn og eftir það er mönnum ekki sagt upp nema með löngum fyrirvara. Tólf daga sumarleyfi. Tvöhundr uð og tíu mörk á mánuði“. Hann stóð á fætur. „Hvað eru launin há?“ Hann endurtók það sem hann hafði sagt áður og það var undr- un í röddinni, eins og hann skildi ekki, hvers vegna ég væri að tala nánar um kaupið. „Er það að frádregnum skött- um?“ Nú vissi maðurinn hvorki upp né niður. „Nei, auðvitað ekki“ „Þá verða ekki eftir nema hundrað og sjötíu mörk. Þegar skyldugjöldin eru dregin frá. En svo hækkar kaupið auðvitað eftir reynslumánuðina“. „Hækkar! Eg var einmitt að segja yður, að þér getið skoðað þetta sem framtíðaratvinnu. Önnur fyrirtæki hafa ekki nema mánaðar uppsagnarfrest. En við viljum, að starfsmenn okkar finni, að þeir eigi hér heima“. Eg hugleiddi allt, sem ég hafði séð og heyrt undanfarinn hálf- an mánuð. Og ég sá í anda mann þröngina utan við styrkþega- skrifstofuna á matstofum Hjálp- ræðishersins og gistiskálum hús- næðisleysingjanna. Eg hugsaði um húsgagnasmiðinn, sem ég hafði talað við og allar þær milljónir manna, sem stóðu í sömu sporum og hann og voru jafnvel enn aumari. Það var von, að ég hugsaði með alvöru um atvinnuna, sem mér stóð til boða og líklegt var, að ég gæti haft nokkur ár, ef ég færi skynsamlega að ráði mínu. Eg komst að þeirri niðurstöðu, að launin væru of lág. Við Pat gátum ekki lifað á þeim bæði. Umsjónarmaðurinn varð að gleyma þolinmæðinni. „Heyrið þér mig“, sagði hann. „Það eru fjórir dagar síðan við auglýst- um þessa stöðu — aðeins einu sinni. Hérna sjáið þér umsókn- irnar. Þær eru eithvað á sjötta hundrað. Sumar eru frá mönn- um, sem eru alvanir svona störf- um. Nokkrir þeirra hafa meira að segja verið yfirmenn og deild- arstjórar. Eg veit ekki til hvers þér komið. Þér haldið víst, að .þér getið gert hærri kröfur en aðrir. Hvers vegna eruð þér að keppa við menn, sem mundu guðsfegnir hlaupa af sér tærnar til að fá þessa atvinnu?" „Jæja, þá er ekkert við því að segja“, sagði ég. Maðurinn trúði ekki sínum eigin eyrum. ,,Eg get ekki að þessu gert“, sagði ég. „Og ég þakka yður fyr- ir góðar viðtökur. Eg veit vel, hverju ég sleppi. En ástæður mínar eru þannig, að það er eig- inlega sama, hvort ég fæ hundr- að og sjötíu mörk á mánuði eða eitthvað minna. Það dugar í raun og veru jafn skammt. Eg get ekki sagt yður ástæðurnar, en þær eru þannig, að ég verð með einhverjum ráðum að hafa hér um bil helmingi meiri tekj- ur. Þess vegna er ég að leita að framtíðarstarfi. Eg er ekki at- vinnulaus með öllu“. Eg kvaddi hann. Hann horfði á eftir mér og hristi höfuðið. Þegar ég var seztur inn í bíl- ' inn, fannst mér hann eiginlega vera eini griðarstaður minn í heiminum. Eg reif sundur bréf- in, sem ég átti eftir. Eg vissi, að gagnslaust var að elta þessar vonir lengur. Nú hafði ég afsal- að mér framtíðaratvinnu og brotið síðasta skip mitt. Þá var að grípa sundtökin! Eg ók bílnum hvíldarlaust til klukkan níu um kvöldið, án þess

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.