Þjóðviljinn - 20.02.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.02.1945, Blaðsíða 8
þJÓÐVILJINN Framhald af 1. síðu. borgarstjóra og bæjarráði að beita sér fyrir að hafin verði á þessu ári bygging eigi færri en 370 íbúða, auk þess sem ein- staklingar og félög byggja án beinnar hlutdeildar bæjarfélags ins. Telur bæjarstjórnin æskilegt að stofnað verði byggingafélag á sama eða svipuðu grundvelli og lagður er í tillögum bæjar- fulltrúa Sósíalistaflokksins frá 9. nóv. 1944 og felur borgar- stjóra og bæjarráði að undirbúa slíka félagsstofnun, en þar sem búast má við að nokkurn tíma taki að undirbúa stofnun og starf félagsins og því reynist ókleift að það undirbúi og hefji byggingar allra þeirra íbúða sem nauðsynlegt er talið að reistar verði, ákveður bæjar- stjóm að láta hef ja byggingu eigi færri en 150 íbúða á þessu ári. Byggihgarsjóður Reykjavíkur bæjar veitir til þeirra íbúða, er félag það er að framan getur lætur reisa, 20% af byggingar- kostnaði sem óafturkræfa inn- stæðu gegn vægum vöxtum, svo og til þeirra húsa, er bærinn lætur reísa. Borgarstjóra heimilast að taka nauðsynleg lán fyrir hönd bæjarsjóðs vegna byggingafram kvæmdá er um getur í þessari tillögu, enda samþykki bæjar- stjóm kjör og lánsupphæð." Framanrituð tillaga er byggð á. tillögum þeim er Sigfús Sig- urhjartarson bæjarfulltrúi sósí- alista bar fram á s. 1. hausti. — Tillögur þær eru það ítarleg- asta, sem fram hefur komið um þetta mál; voru þær birtar í Þjóðviljanum 19., %í. og 22. nóv. s. 1. Var þar gert 'ráð fyrir, að til þess að leysa húsnæðisvandræð- in á næstu 5 árum þurfi að byggja 620 íbúðir árlega í Rvík. Undanfarandi ár hafa einstak- lingar og félög byggt 250 íbúðir á ári og má vænta þess að svo verði einnig þetta ár. Þyrfti þá bærinn, ásamt Byggingafélagi Reykjavíkur, er hann gengist fyrir að stofna, að byggja 370 íbúðir á þessu ári. RÁÐSTAFANIR GEGN LÓÐABRASKINU „Bæjarstjóm skorar á þing- menn Reykjavíkur að beita sér fyrir að sett verði löggjöf á næsta Alþingi, er heimili bæjar- félögum að taka eignarnámi lóð ir og lendur, hverju innan síns lögsagnammdæmis, og sé verð- ið ákveðið í hlutfalli við fast- eignamatið, ennfremur að leggja sérstakan skatt á eigend- ur eða leigutaka lóða, sem ekki em fullbyggðar samkvæmt því, sem ákveðið er í skipulagssam- þykkt bæjarins.“ Tillaga þessi er fram komin til að hindra lóðabrask það, er nú á sér stað og á sinn þátt í því að gera bvggingar óhæfilega dýrar. — í því sambandi má t. d. geta þess, að lóðin þar sem Hó tel ísland stóð hefir verið boð- in til kaups á 800 þús. kr. og yrði þá jermetirinn um 1200 kr. Ákvæðið um skattlagningu þeirra eigenda er ekki byggja samkvæmt skipulagsákvæðum er sett vegna þess hve óhag- kvæmt hefur reynzt, hve illa er byggt á mörgum lóðum. TOGARAFLOTINN VERÐI TVÖFALDAÐUR Á NÆSTU TVEIM ÁRUM. — VÉLBÁTAFLOTINN STÓR- AUKINN „Þar sem sýnilegt er, að at- vinnuþörf bæjarbúa verður ekki fullnægt, þegar setuliðsvinnan er úr sögunni, nema með stór- lega auknum framleiðslutækj- um í bænum, ákveður bæjar- stjórnin að beita sér fyrir því, að til bæjarins verði útveguð veiðiskip, í samráði við nýbygg ingarráð, bæði til einkarekst- urs og bæjarreksturs. Telur bæj arstjómin fulla nauðsyn á, að núverandi togarafloti bæjarbúa verði a. m. k. tvöfaldaður á næstu tveimur árum, og auk þess verði vélbátaflotinn stór- lega aukinn. Borgarstjóra heimilað að taka nauðsynleg lán til þessara fram kvæmda, enda samþykki bæjar- stjóm lánskjör og lánsupphæð.“ Það er ljóst, að þegar setuliðs- vinnan hverfur muni sækja hér í sama horfið og áður með at- vinnuleysi, nema atvinnutæki bæjarbúa verði stóraukin og þá fyrst og fremst með .aukningu togaraflotans, enda ekki nema eðlilegt, þar sem hann er nú meir en helmingi minni en þeg- ar hann var mestur áður. — Jafnframt yrði svo að auka vél- bátaflotann. BÆTT VERÐI ÚTGERÐAR- SKILYRÐI VIÐ HÖFNINA „Vegna væntanlegrar aukn- ingar á fiskiskipaflota bæjar- búa, leggur bæjarstjórnin á- herzlu á, að hraðað verði þeim framkvæmdum við höfnina, sem fyrirhugaðar em til bættr- ar aðstöðu fiskiflotans. Enn- fremur að séð verði fyrir að- stöðu til aukins fiskiðnaðar og fullkomnari hagnýtingar þeirra sjávarafurða, sem hingað ber- ast.“ Útgerð Reykvíkinga verður ekki aukin að verulegu leyti nema með því að útveginum verði sköpuð stórum bætt skil- yrði við höfnina frá því sem nú er, einkanlega vélbátunum, og jafnframt sköpuð aðstaða til annarar og betri hagnýtingu fiskjar en nú er. FRAMKVÆMDASJÓÐUR BÆJARINS „Framlag til Framkvæmda- sjóðs samkv. gjaldalið XV.4 í fjárhagsáætlunarfrv., skal verða það fé, sem í hlut bæjarins kem- ur af dýrtíðargróðaskatti álögð- um 1945 umfram eina milljón" „Bæjarstjórn samþykkir að leggja í framkvæmdasjóð auk stríðsgróðaskatts það sem ónotað kann að verða af fé því. sem á- ætlað er til framleiðslubóta og atvinnuaukningar“. Tillögur þessar eru endurtekn- ing á till. frá fyrra ári, er voru þá samþykktar. Ætlunin er að sjóðnum verði varið til atvinnu- aukningar er á þarf að halda. FRAMLAG TIL BÆJAR- BÓKASAFNSINS HÆKKI UM 100 ÞÚS. KR. — LESSTOFA VIÐ SKÓLANA Þá er eftirfarandi till. um Bæjarbókasafnið: „Bæjarstjórn. samþykkir að koma upp útlánsdeild frá Bæjar- bókasafninu í Laugarneshverfi og hafa lesstofu í sambandi við deildina. Jafnframt telur bæjarstjórn- in sjálfsagt að í sambandi við nýjar skólabyggingar í bænum verði gert ráð fyrirlesstofum fyr ir almenning, ásamt útlánsdeild- um frá Bæjarbókasáfninu11. í sambandi við þessa tilllögu flytja sósíalistar aðra tillögu um að framlag til Bæjarbókasafns- ins hækki um 100 þús. kr. NÝR GAGNFRÆÐASKÓLI 1 VESTURBÆNUM Þegar hefur verið ákveðið að hefja byggingu nýs gagnfræða- skóla í Austurbænum. Sósíalist- ar flytja eftirfarandi tillögu um byggingu nýs gagnfræðaskóla í Vesturbænum: „Auk þeirra skólabygginga, sem þegar eru hafnar, eða eru í undirbúningi, ákveður bæjar- stjórn að hefja þegar á þessu ári byggingu gagnfræðaskóla- húss í Vesturbænum.“ BÆJARBÚUM VERÐI SÉÐ FYRIR NÆGU VATNI Það þarf ekki að lýsa fyrir bæjarbúum erfiðleikum þeim, sem vatnsskorturinn hefur vald- ið. Sósíalistar leggja ríka á- herzlu á að úr því verði þegar bætt og flytja eftirfarandi til- lögu í því máli: „Bæjarstjóm ákveður að láta tafarlaust hefja framkvæmdir til að tryggja að nægilegt vatn verði í öllum hverfum bæjar- ins.“ BÆRINN EIGNIST NÝTÍZKU STÓRVIRKAR VINNUVÉLAR Það hefur mikið verið um það rætt. og ekki að ástæðu- lausu, að bæinn vantaði nýtízku vinnuvélar, einkum við höfnina. Hefur bæjarverkfræðingur sýnt áhuga í því máli. Er full nauð- syn þess að bærinn noti á hverj um tíma hina fullkomnustu vinnutækni. Varðandi þetta mál bera sósíalistar fram eftirfar- andi tillögu: „Bæjarstjórnin leggur ríka á- herzlu á, að verkfræðingar bæj- arins og bæjarfyrirtæki, svo sem hafnarinnar, Sogsvirkjun- arinnar og rafveitu, vatns- og hitaveitu, hafi jafnan vakandi auga á að þessi fyrirtæki vinni, jafnan með nýtízku stórvirkum vinnuvélum, eftir því sem við verður komið, og gæti þess jafn fram að hafa fullkomna sam- vinnu um innkaup og notkun þessara tækja.“ Um 6000 manns liafa skoðað málverkasýningu Jóhannesar S. Kjarval í Listamánnaskálanum. í fyrradag (sunnudag) komu um 3000 gestir á sýninguna. Málverkasýningin mun standa yfir fram á fpstudag og er opin frá kl. 10—10. — Myndin: Vor (Við Ingólfsfjail), er eitt af málverkum Kjarvals á sýningunni. Tuttugu og fimm ára afmælis verkalýðshreyfingarinnar á Siglu- firði minnst (Fréttaritari Þjóðviljans á Siglufirði símar:) Verkamannafélagið Þróttur minntist 25 ára afmælis verk- lýðshreyfingarinnar á Siglufirði, s.l. laugardagskvöld, með afar fjölmennu Þorrablóti í kvikmyndahúsi bæjarins. Ræður og ávörp fluttu: Gunn- ar Jóhannsson, Jón Jóhannsson, Gísli Sigurðsson, Otto Jörgen- sen, Jóhann Möller, Einar Al- bertsson og Maron Bjömsson. Ríkey Eiríksdóttir flutti félag inu kveðju verkakvennafélags- ins Brynju. — Gunnlaugur Hjálmarsson flutti félaginu kvæði. — Blandaður kór undir stjórn Páls Erlendssonar söng og tvöfaldur kvartett undir stjórn Sigurðar Gunnlaugsson- ar. Aage Schiöth söng einsöng, og tvísöng sungu hann og Svein björn Tómasson. Undirleik ann- aðist frú Elsa Blöndal. Þórður Kristinsson söng gamanvísur. Samkoman hyllti sérstaklega Gunnar Jóhannsson íormann fé- lagsins, fyrir ágæta forystu í verklýðsmálum Siglufjarðar á undanförnum árum. Heillaóskir bárust félaginu frá Alþýðusambandi íslands, Dagsbrún, formanni Fulltrúa- ráðs verklýðsfélaganna í Reykja vík, Áka Jakobssyni' atvinnu- málaráðherra, Óla Hertervig bæjarstjóra, Þóroddi Guðmunds syni alþingismanni, Gunnlaugi Sigurðssyni fyrrverandi for- manni félagsins, Sæmundi Guð mundssyni, Jóni Sigurðssyni, Braga Magnússyni og verka- mannafélaginu Hlíf í Hafnar- firði. Að lokum var dansað til kl. 6.30. Skemmtunin fór hið bezta fram og var hin ánægjulegasta. Hófinu stjórnaði Indrið’ Frið- björnsson., Blöðin Mjölnir og Neisti minntust ^fmælisins með ítarlegum greinum. Sænskt blað vítir hlutleysisgæzluna Sænska blaðið „Expressen“ birti eftirfarandi ummæli um hlutleysisgæzlu Svía í fyrradag: „Fyrir skömmu flugu nokkr- ar enskar flugvélar, sem höfðu verið að ráðast á stöðvar Þjóð- verja í Noregi, yfir sænskt land. Loftvarnasveitir okkar hófu þegar skothríð á þær að vanda og skutu víst eina þeirra niður í þágu hins heilaga hlutleysis. Með þessu gerum við það litla sem við getum, til þess að lengja stríðið og fresta frelsun Noregs. Þessi framkoma brýtur í bága við sóma og réttlætistilfinningu allra heiðarlegra Svía“. Rússneskir fangar komast til Sví- þjóðar Sjö rússneskir stríðsfangar, sem voru í nauðungarvinnu í Sauda, skammt frá Stavanger, struku nýlega og tókst að kom- ast til Svíþjóðar. — Höfðu þeir þá gengið mörg hundruð kíló- metra. (Frá norska blaðafulltrú- anum).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.