Þjóðviljinn - 25.02.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.02.1945, Blaðsíða 2
Mennirnir með „sérþekk- inguna“ „Gamall Framsóknarmaður“ skrif ar mér bréf um áburðarverksmiðju málið, og afskipti Framsóknar af því. Hann skrifar: „Það hefur lengi verið háttur þeirra sem teljast leiðandi menn innan Framsóknarflokksins að mæla fagurt í eyru bænda og þykj- ast vera þeirra einu sönnu vinir og vemdarar. Þeir hafa verið ó- sparir á að auglýsa „sérþekkingu“ sína á landbúnaði, og algengustu svör þeirra við gagnrýni andstöðu- flokkanna á axarsköftum Fram- sóknarmanna í málefnum bænda- stéttarinnar eru þau, að aðrir en Framsóknarmenn hafi svo sára litla þekkingu á þessum málum að þeir séu varla svara verðir. Eini sérfræðingurinn! „Sérþekking" þeirra Framsókn- armanna verður ekki tekin til með- ferðar hér, en benda mætti á það svona til fróðleiks fyrir trúaða Framsóknarmenn, að ekki er kunn- ugt að til sé í þingmannahópi Framsóknar nema einn sérfræðing- ur í búnaðarmálum, en það er Páll nokkur Z„ sem stundum er nefnd- ur í sömu andránni og „karakúl". Verður ekki rætt um sérþekkingu i hans frekar. Annars verður það að segjast um Framsóknarforkólfana, að þeir hafa fremur kosið að hreiðra um sig í vellaunuðum stöð- um í höfuðstað landsins en að taka þátt í lífsbaráttu bændastétt- arinnar. Loddaraleikir „bændavin- anna“ / Eins og títt er um menn sem þurfa að vekja á sér athygli og sýnast aðrir en þeir eru í raun og veru, hafa Framsóknarmenn leikið hinar fáránlegustu hundakúnstir framan í háttvirta kjósendur úr bændastétt. Aldrei hafa þeir þó gert sig iafn bera að fláttskap eins og síðan þeir ultu frá áhrifum á stjórn landsins, ,við iilan orðstír. Áburðarverksmiðj u- málið Eitt dæmið um starfsaðferðir Frai»sóknarmanna á þessum síð- ustu tímum, er moldviðrið sem þeir hafa þeytt upp út af áburðarverk- smiðjumálinu. Sú er saga þess máls, að fyrir tæpum 10 árum, fóru Framsókn- armenn að fitla við það mál, en voru í hálfgerðum vandræðum með það frá upphafi, því eiginlega var það nú ekfci Framsóknarmað- ur heldur Sjálfstæðismaður sem fyrst hreyfði þessu máli, en það mátti auðvitað ekki heyrasj nefnt. Eftir að mál þetta hafði notið 10 ára undirbúnings þeirra Fram- sóknarmanna, ea mestan hluta þess tíma skipuðu sæti landbúnaðar- ráðherra, er sjálfsagt hafa hugsað stinnt um þetta mikla velferðar- mál bændanna, lagði þáverandi at- vinnumálaráðherra, Vilhjálmur Þór, fram á Alþingi „frumvarp' til laga um áburðarverksmiðju“. Margt hafði gleymzt við samningu þessa, frumvarps. Það var t. d. hvergi tekið fram hvar á landinu henni skyldi valinn staður,'og þar afleiðandi ekki upplýst hvaðan henni yrði séð fyrir raforku. Það, sem hlaut að verða aðalatriði við rannsókn og undirbúning málsins, auk þess að vera sérlega hugþekkt fyrir mennina með „sérþekking- una“, hafði alveg gleymzt, en það voru tilraunir með notagildi þeirr- ar áburðartegundar er áformað var að verksmiðjan framleiddi!! En það var þó eitt atriði í frum- varpinu, sem tryggilega var frá gengið, en það var hverjir skildu fara með stjórn verksmiðjunnar. Þar voru tekin af öll tvímæli. Framsóknarmönnum voru tryggð þar forráð. Afgreitt með dagskrá Þegar þetta síðasta atriði er haft í huga, verður það skiljanlegt, að Framsóknarmenn skyldu taka munninn fullan, þegar málinu var vísað frá á Alþingi með „rök- studdri dagskrá“, á þeim forsend- um, að þar sem málið væri ekki nægilega undirbúið og ýmsir van- kantar væru á því, yrði því vísað til nýbyggingarráðs til frekari at- hugunar, og yrði sú afgreiðsla af þingsins hálfu ekki til að seinka framkvæmdum, eins og i pottinn væri búið, frá hendi fyrrverandi rikisstjórnar. Þegar Framsóknarmönnum varð þetta kunnu^t, ráku þeir upp ösk- ur mikið og börðu sér á brjóst méð kátlegum tilburðum. Töldu þeir að nú þyrfti ekki framar vitn- anna við um fjandskap núverandi stjórnarflokka i garð bænda og væri svo sem auðvitað að þeir ætl- uðu að koma málinu fyrir kattar- nef. Undirbúningi málsins var hælt á hvert reipi. Einn orðhvatasti þing maður þeirra, Sveinbjörn Högna- son, lét svo um mælt við fram- haldsumræðu um fjárlögin 5. des- ember síðastliðinn: „Fyrsta mál nýsköpunarinnar, áburðarverksmiðj-an, var nýlega til umræðu á þingi. Og stjórnarliðið sameinaðist um að slá því máli á frest, og er það þó vissulega lang bezt undirbúna málið sem í ný- sköpuninni er áformað“. Loddararnir fá ofanígjöf Nú vill svo illa til, fyrir land- búnaðarsérf ræðinga (!) Framsóknar flokksins, að kvatt hefur sér hljóðs um þetta mál, maður sem með allri virðingu fyrir „sérþekkingu" Fram- sóknarþingmanna, verður tekinn alvarlegar í umræðum um þetta en Sveinbjörn Högnason. Árni G. Eylands birtir í nýlega útkomnu hefti af búnaðarblaðinu Frey, grein er hann ritaði 9. jan. s. 1. og nefnir: Áburðarverksmiðj- an. — Nýr áburður. Eftir að hafa rakið forsÖgu málsins að nokkru, birt frumvarp Vilhj. Þórs orðrétt og skrá yfir fylgiskjöl frumvarps- ins, farast honum orð á þessa leið: „Ef frumvarpið og fyigiskjöl þess eru athuguð frá sjónarmiði hagnýtrar búfræði, verður ekki hjá því komizt að sjá, að mikið skort- jr á að þetta áburðarverksmiðju- mál hafi hlotið þann undirbúning er skyldi. En því er hér að þessu vikið, að það ér sérstaklega áber- andi hve gengið hefur verið fram hjá hinni búfræðilegu hlið máls- ins, og öllu, er þar að lýtur. Verð- ur því ekki neitað, að um það er hin búfræðilegu atriði varðar, er undirbúningur mikið lakari, held- ur en hann var 1935, og var þó ‘ ýmislegt þá er betur hefði mátt fara, eins og vænta mátti, er um slíkt nýmæli var að ræða. Þetta atriði, hve innlend búfræði- þekking og tilraunastarfsemi er oft sniðgengin við undirbúning mála, er varða landbúnaðinn, er blátt áfram að verða mjög alvar- leg meinsemd. Það er væn grein af beim stofni, er dafnar svo vel í þjóðmálum vorum: vanmat og jafn vel fyrirlitning á faglegri þekkingu. Landsföðurlegi'r lýðskrumarar láta ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. febrúar 1945, &.#' OFðin riiitl. i nliK.Hr. Nortæna fél. hefur 2 útverpshvBld í næsta mðnuði Noregssöfnun nemur nú mmlega einni milljón króna og er þá náð því lágmarki er sett var í upphafi söfnunarinnar. Auk þess hefur verið safnað af fafnaði sem mun vera um 300 þús. kr. virði og er hann nú tilbúmn til sendingar. Lýsi er Norræná félagið hefur keypt mun nú vera komið til Norður-Noregs. Snemma í næsta mánuði liefur Norræna félagið tvö útvarps- kvöld. Guðlaugur Rósenkranz skýrði blaðamönnum frá þessu nýlega. Gert hafði verið ráð fyrir að Noregssöfnuninni lyki s.l. haust, nam hún þá kr. 842,466,80, en fatasöfnuninni skyldi halda á- fram. Jólagjafakort voru seld fyrir 110 þús. kr. og verður ágóðinn rúml/ 100 þús. kr. að frádregn- um prentunar- og útsendingar- kostnaði. Auk þess bárkist þá einnig gjafir frá fólki, sem ekki gat náð í jólakort og söfnuðust 50 þús. kr. og nemur Noregssöfn unin nú kr. 1 003 351,88. Þegar hafa verið send 10 þús. pund til norska Rauða krossins í London. Þá hefur Norræna fél. keypt 542 föt af meðalalýsi og annað slagið dátt að bændum og landbúnaði og segjast vilja veg þeirrar stéttar og þéssa atvinnu- vegar, sem mestan, en virðast svo þess á milli skammast sín þegar öndvert horfir og á reynir, fyrir að hafa verið svona „sveitó", og kappkosta þá að ganga fram hjá því, sem landbúnaðinum viðvíkur, jafnvel því álitlegasta, sem hann hefur að sýna og fram að færa. Góð mynd af þessu viðhorfi er það, þegar hérna um árið var far- ið með allháttsettan starfsmann í landbúnaðarráðuneyti Bandaríkj- anna í kynningarferð til Norður- lands og honum sýnt allt hið mark- verðasta, er var að siá á Akureyri nema tilraunastöð Rækíunavfél. Norðurlands, elztu tilraunástöð landsins! Sá var gerður hlutur land búnaðarins. — Það gefast mörg til- efni til þess að búnaðarmálamenn spyrji: Hvenær verður horfið að því ráði, að fara með málefni land- búnaðarins á æðri stöðum, eins og þau séu búnaðarmál?" Þá ræðir Árni um áburðarteg- undina sem gert var ráð fyrir að verksmiðjan framleiddi og nefnist Ammoniumnitrat. Gefur hann þær upplýsingar, að í Bandaríkjunum, þar sem áburðartegund þessi sé framleidd, að „allt fram til áranna 1943—1944 var 35% Ammonium- nitrat hvergi notað óblandað til á— burðar, svo nokkru næmi.“ En að- allega hafi það verið notað sem sprengiefni. Hinsvegar sé þar i landi verið að gera tilraunir til að koma þessari áburðartegund í það form, að hægt sé að nota hana til áburðar. Fer nú að verða lítið úr fujlyrð- ingum séra Sveinbjarnar við út- varpsumræðurnar 5. des. ,,um lang- bézt undirbúna málið“! Árni endar grein sína með því að brýna það fyrir _„forráðamönn- um lands og þjóðar", að notagildi þessarar áburðartegundar verði rannsakað ýtarlega á tilraunastöðv- um okkar, og að undangenginni þeirri rannsókn og fyrr ekki, verði fengin vissa um notagildi þessa nýja áburðar. Hvað vakað hefur fyrir þeim Tímamönnum, með brölti sínu í þessu máli, verður sennilega bezt skýrt með þessum orðum, teknum úr leiðara Tímans, 28. nóvember s. L: „Og hverjum þeim þingmanni sem þannig ætlar að hjálpa til að eyða málinu, þarf að gera ljóst, að honum tiái ekki að sýna sig framar í framboðserindum í sveit- um landsins“. mun það nú vera komið til íbúa Norður-Noregs. Fatnaðurinnhef ur nú vérið flokkaður og pakk- aður, er hann 13104 stykki og pör og er nú tilbúinn til fluto ings til Norður-Noregs og mun verðá fluttur þangað á næst- unni. Guðlaugur Rósenkranz bað þess sérstaklega getíð að þeir sem hafa í hyggju að gefa fatnað þurfi að hafa komið hon um fyrir 1. marz. ÚTVARPSKVÖLD NORRÆNA FÉLAGSINS Þess er nú að vænta að stríð- inu ljúki bráðlega og verður þá hægt að taka upp norræna sam- vinnu að nýju. Norræna fél. hef ur skrifað skólastjórum allra æðri skóla um að verja 1 klst. 28. febr. n.k. til þess að ræða um Norðurlönd, og hefur feng- ið góðar undirtektir. Fyrri hlut'a næsta mánaðar hefur Norræna félagið 2 sam- felld útvarpskvöld. Fyrra kvöld ið hefst með ávarpi forsætis- ráðherra, Ólafs Thors, en ræður flytja Guðlaugur Rósenkranz, ritari Norræna fél. sr. Bjarni Jónsson og Kristmann Guð- mundsson skáld. Seinna kvöld- ið flytja ræður: Bjarni Ásgeirs- son. alþm., Tóm'as Guðmunds- son skáld og sr. Sigurþjörn Ein- arsson. Pálmi Hannesson rektor og Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla stjóri lesa upp og verður Vil- hjálmur jafnframt kynnir kvöldanna. Þá verða einnig leik in klassisk norræn tónverk. NORRÆNA HÖLLIN Áður hefur verið skýrt frá íyrirhugaðri byggingu norrænn ar hallar á Þingvöllum. Félagið hefur fengið 8—10 ha land fremst í Kárastaðanesi og fjár- veitingu til vegarlagningar þangað, að honum lögðum verð ur hafizt handa um byggingu. í húsinu verð'a samkomusalir og norrænt bókasafn. 100 þús. kr. hlutafé hefur' þegar verið safnað. Félagið efnir til happdrættis til ágóða fyrir bygginguna. Vinningarnir erju: ókeypis árs- dvöl við háskóla á Norðurlönd- um og ferð ivrii" 2 til Norður- landanna með 4 daga dvöl í höf uðborg hvers lands. Árshátíð Nonæna fél. verður 1, marz n.k. Ilí^gidagslæknir: Bjarni Jónsson, Reynimel 58, sími 2472. Næturakstur í nótt: Litla bíl- stöðin, sími 1308. Aðra nótt: B.S.Í. sími 1540. Næturvörður er í Laugavegs apó- teki. íþróttakvikmyndasýning verður í Hafnarfjarðarbíó í dág kl. 1.30 e.h. — Sýndar verða úrvals íþróttakvik- myndir, erlendar og íslenzkar. Þar á meðal sérstaklega góð kennslu- Fjallamenn byggja skála við Tinda- fjallajökul Fjallamenn byggöu s. I. sumar nýjan skála við Tindafjallajökul. Skálinn stendur í 850 m. hæö á mjöp fögrum stað. Skíðafæri er allt árið. 25 manns geta gist í skálanum í einu. Á fundi fjallamanna nýlega voru sýndar kvikmyndir frá þessum sérkgnnilega stað, er þeir höfðu tekið Vigfús Sigur- geirsson og Guðmundur Einars- son frá Miðdal. Fjallamenn hafa undanfar- andi ár unnið að undirbúningi skálabyggingarinnar og var efni fengið víða að, m. a. allmikið af rekatimbri af söndunum eystra, en hann var að mestu leyti smíðaður hér í Reykjavík og var Þórður Þorsteinsson yfirsmiður en teikninguna gerði Jón Víðis. Meðan skálabyggingin stóð yfir bjuggu menn þarna í tjöldum. Framh. á 5. síðu. # __________" "T' j ] |Tj—j ... vi! i lý ctölrlnim » f Uí* hot*q)nnl Næturræknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum. sími 5030. ^ Útvarpið* í dag: 10.30 Útvarpsþáttur (Helgi Hjörv- ar). 11.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson vígslubiskup) 14.00—16.30 Miðdegistónleikar (plöt ur): a) „Óður jarðar“, tónverk eftir Mahler. b) Eroica-tilbrigðin eftir Beethoven. c) 15.25 Söngvar eftir Hugo Wolf. d) 16.05 Hljómsveitarverk eftir Bliss, o. fl. 18.30 Barnatírþi (Pétur Pétursson o. fl. 19.25 Hljómplötur: Dauðraeyjan eft. ir Rachmanioff. 20.20 Einleikur á píanó (Fritz Weisshappel): „Lorelei" eftir Franz Liszt. 20.35 Myndir úr sögu þjóðarinnar: Um uppruna íslendinga; síð- ara erindi (Jón Steffensen prófessor). 21.00 Upplestur og tónleikar: a) Úr ljóðum Guðfinnu Jóns- dóttur frá Hömrum (frú Guðbjörg Vigfúsdóttir les). b) Sögukafli eftir Sigurð Róbertsson (Höfundur les) c) Ýms lög, leikin og sungin (plötur). 22.05 Danslög. Útvarpið á morgun: 18.30 íslenzkukennsla, 1. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 20.30 Samtíð og framtíð: Verk- fræði og heimilishald (Björn Sigurðsson læknir). 20.55 Hljómplötur: Lög leikin á bíó- orgel. 21.00 Um daginn og veginn (Sig- urður Bjarnason alþingis- maður). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Dönsk þjóðlög. Einsöngur (Ungfrú Guðrún Þorsteinsdóttir): a) „Fjólan“ eftir Mozart. b) Þjóðlag eftir Schumann. c „Kennst du das Land“, eft- ir Thomas. d) „Ein sit ég úti á steini“ eftir Sigfús Einarsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.