Þjóðviljinn - 13.03.1945, Síða 8

Þjóðviljinn - 13.03.1945, Síða 8
Flesf af fólkinu vard að kasfa sér I sjóínti — Var bjargað effir klukkusfundardvðl á báf og fleka Frásogn jónasar Bðdvarssonar skipsfjóra Þjóðviljinn hafði í gær tal af Jónasi Böðvarssyni, skip- stjóra á Dettifossi, um það hvemig Dettifossslysið atvikaðist. Sprengingin varð framarlega í skipinu bakhorðsmegin neðan sjávarborðs og er ekki vitað hvort um dufl eða tundur- sprengju hefur verið að ræða. Skipið hallaðist þegar mjög á hakborða og var sokkið eftir 5 mínútur, og munaði litlu að það tæki með sér bátinn sem tókst að setja niður. Mimu flestir hafa orðið að henda sér í sjóinn áður en þeir komust í bátinn eða flekana. Veður var gott þegar sprengingin varð, en fór versnandi Brezk hersnekkja bjargaði mönnunum, eftir að þeir höfðu verið um klukkustund í hátnum og á flekunum. Frásögn Jónasar Böðvarssonar skipstjóra var á þessa leið: Skipið var á siglingu þegar sprengingin var. Varð hún framar- lega á skipinu bakborðsmegin neð- an við sjávarborð, og tók skipið þegar mikið að hallast. Sprengingin varð kl. 8,29 og stóð á máltíð hjá skipverjum, en far- þegar munu flestir ha'fa verið í kojum sínum. Af skipverjum voru 6 hásetar fram á, en einn þeirra bjargaðist þó og einnig tveir kyndarar, sem þar voru. Allir, bæði fanþegar og , skipverjar, einnig vélamenn og kyndarar, sem voru miðskips eða áftur á komust uþp úr skipinu, en það mun sennilega hafa verið sokk- ið eftir 5 mínútur. Einum bát, öðrum bakborðsbátn um, várð komið út og komust í hann 11 manns, en mjóu munaði að skipið tæki hann niður með sér um leið og það sökk. Einn flekinn losnaði við spreng- inguna og annar var settur út. Á stærri flekann komust 17 manns og á hinn 2, voru þeir síðar teknir upp í bátinn. — Skipið hallaðist þegar svo mikið að ógerningur var að koma bátum út stjórnborðs- megin. Enginn slasaðist af þeim sem björguðust, en flestir urðu að henda sér í sjóinn eins og þeir stóðu og voru margir fáklæddir. Þegar sprengingin varð, var veð- ur gott, en hvessti nokkru síðar, svo hvorki flekum né bátum varð róið, en éftir um það bil klukku- stund bjargaði brezk hersnekkja bæði þeim sem voru í bátnum og á flekanum, en nokkurt bil var orð ið á milli þeirra. Viðtökurnar í brezka skipinu 100 ára afmælis endurreisnar Alþingis minnzt Eins og kunnugt er, eru 100 ár liðin í ár síðan hið endurreista Alþingi kom saman í sal Latínuskólans. Tilskipunin um samkomu þingsins var gefin út 8. marz 1843. Alþingi minntist endurreisnarinnar 8. marz 1943 og var þá ákveðið að Alþingi gengizt fyrir nokkrum hátíðahöldum í ár. Forseti sameinaðs þings hefur sent blaðinu eftirfarandi skýrslu um þetta: 'WEXf'Q í sem líkast horf því, sem hann var „Hinn 8. marz 1943 var í sam- einuðu Alþingi minnzt „endur- reisnar“ Alþingis íslendinga, en þá vora liðin eitt hundrað ár frá því, að út var gefin konungleg tilskip- un um þetta (sem sé 8. marz 1843), og skyldi þá Aliþingi koma saman sem ráðgjafarþing 1. júlí 1845. Kom þá og þingið saman, eins og kunnugt er, í saÉ Latínuskólans nýja, sem nú er hátíðasalur Menntaskólans í Reykjavík. I minningu þessa var í fyrsta lagi ákvarðað. 1943, að nefnd skyldi ákipuð til þess að láta fullgera „sfigu AIþingis“, og er þessi nefnd nú st.arfandi og mun slík saga verða skráð út árið 1944; í öðru lagi var gert ráð fyrir, að Alþingi gengist fyrir nokkurum hátíða- hölduip einmitt hinn 1. júlí í ár, :m. a. mcð þinghaldi í sjálfum Menntaskólasalnum. í þessu skyni var ákveðið af hálfu Alþingis og ríkisstjórnarinnar, að láta fara fram viðeigandi aðgerð á hátíða- salnum, enda skyldi honum komið í öndverðu, og franwegis eigi not- aður nema við hin hátíðlegustu tækifæri. Ilúsameistari ríkisins vinnur nú að þessu í samráði við néktor Menntaskólans og forseta sameinaðs Alþingis. Þess er að geta, að áminnztur salur var um hríð eftir 1845 samkomustaður AI- þingis og hlaut ódauðlega frægð af hinum nafnkunna þjóðfundi 1851. Af því fundarhaldi er nú einn af kunnustu listamönnum landsins að fullgera stói*t málverk, er mun gera þessa atburði enn minnisstæðari en áður. *En að því er snertir hið tilætl- aða þinghald 1. júlí n.k., þá er nú svo komið, að eklcert getur af því orðið. Að öðru leyti verður haldið áfram með hinar aðrar fram- kvæmdir, sem getið var, að Alþingi hefði áformað. Má og vera, að þessa viðburðar í sögu Alþingis verði frekar minnzt, er þingið kem- ur saman væntanlega síðla sumars á þessu ári“. voru ágætar, eins og vant er að vera undir slíkum kringumstæðum. Fengu skipbrotsmenn þar þurr föt, en þeir voru bæði fáklæddir og votir. Skipbrotsmenn voru síðan flutt- ir í land í Jitlum hafnarbæ. þar tók á móti þeim fulltrúi frá Eimskipa- félaginu og Rauða krossinum brezka. Hljómleikar Samkórs Reykja- víkur í kvöld Samkór Reykjavíkur heldur hljómleika í kvöld í Gamla Bió fyrir styrktarfélaga og gesti. Stjórnandi kórsins er Jóhann Tryggvason. Þetta er 1 annað sinn, sem þessi kór lætur til sín heyra hér í höfuðstaðnum, enda er hann aðeins tveggja ára gamall. Meðlimir eru um 60. Viðfangsefnin eru að þessu sinni margvísleg, og skiptist söngskráin í 3 liði. Fyrst eru 4 lög eftir íslenzka höfunda, nýtt lag eftir Ólaf Þorgrímsson, er heitir „Reykjavík“, lagið „Vind arnir þjóta“ eftir Árna Beintein Gíslason, að vísu ekki nýtt, en hefur víst aldrei verið sungið áður af kór hér í bæ. Þá er nýtt lag eftir Karl O. Runólfs- son, „Syng þú gleðinnar óð“ og það síðasta eftir söngstjór- ann sjálfan. Heitir það „Heilir á verði“, og hefur vakið óskipta athygli allra þeirra, er heyrt hafa Jiað á æfingum kórsins. í næsta lið söngskrárinnar eru 4 andleg lög, og hið veiga- mesta þeirra er „Lokakórinn“ úr Mattheusar-Passíunni eftir J. S. Bach, gullfallegt tónverk. Síðasti liðurinn er 4 kórverk úr óperum, eitt þeirra fyrir kvennakór. Mætti þar nefna lagið „Horfið, brumsins hnapp- ar bresta“ úr óperunni „Selda brúðurin“ eftir F. Smetana, af- ar tilbreytingaríkt og fullt af lífsgleði og glaðværð. Mun það aldrei hafa verið flutt hér áður. Næst mun kórinn syngja á fimmtudagskvöldið á sama stað, og þá fyrir almenning. Fréttir frá Færeyjum Bæjarstjórnin í Þórshöfn í Fær- eyjúm hefur ákveðið að taka í sín- ar hendur rekstur kvikmyndahúsa í Þórshöfn. Höfðu bæjarstjórninni borizt umsóknir um leyfi til reksturs kvikmyndahúss frá nokkruin ein- istaklingum. Synjaði bæjarstjórnin þeim um leyfið og tók réksturinn í sínar hendur. Á næstu Ólafsvöku í Færeyjum fer fram landskeppni í nýfri grein íþrótta, en það er færeysk glíma. Sámal. 1ÓÐVIÍIINN Alþýða heimsins gegn Franco- stjórninni ^JM allan hinn frjálsa heim fer vaxandi hreyfing til stuðnings lýðræðisöflum Spánar, í baráttu þeirra gegn fasistiskri kúgunarstjóm Francos og flokksmanna hans. 'Þó einstakir ábyrgir stjómmálamenn lýðræðisríkjanna (t. d. Churchill) hafi látið í ljós þá skoðun, að fasista- st^órnarhorfur á Spáni sé einkamál Spánverja, þá er öll- um almenningi ljóst, að spánska lýðveldið var sigrað með þýzkum og ítölskum nazistaherjum, og vegna andvara- leysis lýðræðisríkja, sem skildu ekki að þarna var háður inngangskafli stríðsins sem átti að færa nazismanum heimsyfirráð. • ^LÞJ ÓÐ ARÁÐSTEFNA verkalýðsfélaganna í London tók eindregna afstöðu með frelsisbaráttu spönsku al- þýðunnar. Ráðstefnuna sátu fulltrú'ar frá spánska verka- lýðssambandinu (U. G. I.), lögðu þeir álitsskjal fyrir ráð- stefnuna, og segir þar meðal annars: „Frá 1936, árinu þegar barátta Spánverja gegn fas- ismanum hófst, hefur spánski verkalýðurinn stöðugt orðið aðnjótandi samhjálpar erlendrar alþýðu. Þessi samhjálp hefur sízt farið minnkandi, því alþýðusamtök allra landa hafa litið á baráttu spönsku alþýðunnar sem þátt í bar- áttu sinni. Nú kemur þessi samhjálp fram í stuðningi við leynihreyfinguna á Spáni sem berst gegn fasistakúgun- inni, nú krefst alþýða allra landa þess að lýðræðisríkis- stjórnir sliti öllu sambandi við glæpastjórn Francos. Fjórar milljónir verkamanna er mynda Verkalýðssam- band rómönsku Amerfkuþjóðanna (C. J. 'A. L.) hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við sþönsku þjóðina í barátt- unni gegn Franco. Á þingi sambandsins, sem nýiega var háð í Caliz (Kolumbíu) tók verkalýður þessara landa þá ákvörðun að, hjálpa spönsku þjóðinni, krefjast þess að ríki sín slíti stjómmálasambandi við Franco og hefja baráttu fyrir því að Franco berist engin hjálp frá öðrum löndum. Sex milljónir bandarískra verkamanna, skipu- lagðir í C. I. O. hafa einnig ákveðið að styðja málstað spönsku alþýðunnar gegn Franco. Verkalýður Sovétríkj- anna, sem' gegnum samtök sín hjálpaði spönsku alþýð- unni þá þrjátíu og tvo mánuði sem hún barðist vopnaðri baráttu gegn innlendum og erlendum fasistum, heldur áfram samskonar stuðningi við málstað okkar. Franska verkalýðssambandið (C. G. T.) sem alltaf hef- ur veitt spænska verkalýðnum bróðurlega samhjálp, hefur á ný veitt okkur stuðning eftir að Frakkland varð aftur frjálst. Frönsku verkamennirnir, sem sjálfir hafa orðið að berjast við fasistakúgun og fyrir sjálfstæði lands síns, skilja baráttu spönsku alþýðunnar. • yERKALÝÐFÉLÖG Spánar eru með elztu verkalýðs- samtökum í Evrópu. Spánski verkalýðurinn hefur ver- ið tengdur skipulagsböndum verkalýð annarra landa allt frá dögum Fyrsta alþjóðasambandsins. Spánskir verka- menn hafa jafnan verið stéttvísir, trúir landi sínu, fram- faraöflunum og hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu. Lægnustu „sérfræðingum11 fasista hefur mistekizt að fleka spánska verkamenn til þess að stofna fasistiskan verklýðs- félagsskap. Tvær milljónir manna voru í verkalýðsfélög ■ unum spænsku áður en fasistar tóku völd. Tugir þúsunda ^af leiðtogum þeirra hafa verið myrtir. En þrátt fyrir grimmdarkúgun hefur spánska alþýðan háð harðvítuga leynibaráttu öll stríðsárin og stutt með henni málstað sameinuðu þjóðanna“. 0 y^VARPI spönsku vérkalýðsleiðtoganna lýkur'með hvöt til verkalýðs allra landa um stuðning í baráttunni gegn Franco, og þá fyrst og fremst með því að koma til leiðar stjórnmálaslitum við fasistastjórn Spánar. Sú hvöt vekur áreiðanlega aðgerðir yíða um heim. Hetjubarátta spönsku alþýðunnar nýtur samúðar allra frjálshuga manna. )

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.