Þjóðviljinn - 14.03.1945, Page 2
2
Þ J Ó Ð VIL J IN N
Miðvikudagur 14. marz 19í5..
Þegar stormsveit AlþýOublaOsins sigraOi
í verkamannatélaginu á SauOárkróki
Hún var býsna hraustlega
orðuð, dagskipanin, sem A1 .
þýðublaðið gaf út til lesenda
sinna þann 1. þ. m. um uppgjör
Alþýðuflokksins við svikarann
á Sauðárkróki. Eg get hugsað
mér að fregnin um aðalfund
verkamannafélagsins hérna hafi
orðið þessu háttvirta málgagni
íslenzkrar alþýðu svo munntöm
af því að það er nú í seinni tíð
orðið frekar fátítt, að það geti
birt fréttir um sigra sína í verk
lýðsfélögum.
Það skyldi heldur enginn lá
þeim þó að þeir opni munnim>,
— gamalt máltæki segir, að
þorstinn sé ekki vatnsvandur,
og þó að fréttin sé sönn bara
að nokkru leyti, þá er hún jafn
góð fyrir því, — handa þeim
sem ekki vita um allar aðstæð-
ur.
Eg held að það særi engar,
þó að ég geri þessum góðu
mönnum þann greiða, að segja
nokkru nánar frá aðdraganda
þessa stórsigurs blaðsins.
Svikarinn, sem blaðið er að
gera upp við, er eins og klaus
an ber með sér, fyrrverandi for-
maður félagsins og stjórn þess.
í henni áttu sæti tveir sósíal-
istar, einn Alþýðuflokksmaðrr
og tveir óflokksbundnir mer.i.
Formaður var Skafti Magnús-
son, „svikarinn“ sem Alþýðu-
blaðið og fréttaritari þess er
fyrst og fremst að „gera upp
við“ á svo eftirminnilegan hátt.
og skulum við athuga það ögn
nánar.
UPPSTILLNGARNEFND
Undanfarin tvö ár hefur mál
um verið svo skipað hjá okkur,
að fyrir aðalfund hefur verið
kosin þriggja manna nefnd. til
þess að stilla upp í stjórn og
trúnaðarmannaráð. í fyrra var
nefndin á einu máli um að hafa
Skafta fyrir formann og stjórn
ina eins og hún var skipuð síð-
astliðið ár. Engin önnur tillaga
kom fram og „svikaramir" voru
sjálfkjömir. Þessi uppstillinga
nefnd var endurkosin í vetur,
en þá fór brátt að koma 1 ljós >
að Alþýðuflokksmaðurinn í j
nefndinni myndi ekki vera að /
öllu leyti ánægður og lagði á- j
herzlu á að koma Skafta úr
stjóminni, en vildi gjaman hafa
okkur hina kyrra. Sakir á
Skafta, vildi hann engar láta
uppi, en hann var bara óhæf-
ur formaður.
STJÓRN SKAFTA
MAGNÚSSONAR
Skafti var varaformaður fé-
lagsins 1943 og formaður 1944,
eins og að framan getur. Hann
þótti góður varaformaður, enda
hefur verkamannafélagið héma
ekki átt, þessi 15 ár, sem ég
hef verið í því, ötulli starfs-
manni á að skipa heldur en
hann hefur verið. Þegar Skafti I
var varafomaður, var Sigurð- ;
Pétur Laxdal.
ur Pétursson, verkstjóri, formað
ur. Snemma á árinu fór hann
út á land til ,atvinnu sinnar jg
stjórnarforustan hvíldi á Skafta
mestan hluta ársins.
Haustið 1942 gerði verka-
mannafélagið nýja kjarasamn-
inga við vinnuveitendur. Meðal
fríðinda, sem verkamenn áttu
blaðsmennina, að það var hann,
sem átti frumkvæðið að þeirn
kjarasamningi, sem var gerð
ur og það má óhætt fullyrða,
að hann vann mest að því að
fá vinnuveitendur til að gang-
ast inn á hann. Nú eru kaup-
samningar okkar með þeim
hætti að í sumum vinnuflokk
um höfum við einna bezt kaup
allra íslenzkra verkamanna og
grunnkaup í almennri vinnu er
kr. 2,20 á kl.st.
VEGAVINNUDEILAN
Svo var það í yor að vega-
vinnudeila hófst á milli Ai
þýðusambandsins og ríkisstjóm
arinnar. Meðal tíðinda í þeirri
deilu var það að verkamanna
félagið héma varð að beita
valdi til þess að stöðva vega-
vinnuhópa á Vatnsskarði og
Öxnadalsheiði, sem unnu þar
undir stjóm Rögnvalds Jónsson
ar.
Rögnvaldur þessi hefur sér
að hafa samkvæmt þeim samn-
ingi var að orlofsfé skyldi greitt
samkvæmt frumvarpi til orlofs-
laga, sem þá lá fyrir Alþingi
hvort sem það frumvarp yrði að
lögum eða ekki. Nokkru efbr
að Sigurður fór að heiman um
vorið og Skafti var tekinn við
formennskunni, fór hann að at-
huga hvort kjarasamningnum
hefði að öllu leyti verið full-
nægt af vinnuveitenda hálfu.
Kom þá í ljós að orlofsfé var
ógreitt. Skafti leit svo á að hér
væri ófullnægt samningsatriði
og fór á stúfana til að fá þetta
lagfært. Gekk það í miklu þófi.
Vinnuveitendur voru að sjálf-
sögðu til með að greiða orlofs-
fé frá þeim tíma að lögin tækju
gildi, en vildu hinsvegar ekki
taka mark á samningnum.
Skafti leit svo á að kjarasamn-
ingar verkamannafélagsins
væru ekkert sérstakt grín, og
leikar fóru svo, að honum tókst
að innheimta hvern eyri eins og
til stóð. Mér er vel kunnugt um
að þar lá mikið starf að baki
og sýndi hann þar hve ötull og
lipur hann er og mér er ekki
grunlaust að þessir aurar til
verkamannanna hefðu vel get-
að glatast ef hans hefði ekki
notið við.
Þetta sama ár höfðu tvelr
verkamenn hérna ráðið sig hjá
einu atvinnufyrirtæki, fyrir
lægra kaup en taxti og sama-
ingar félagsins ákváðu. Það
kom einnig í hans hlut að leið-
rétta það.
Árið eftir er Skafti formaður.
Það er undarleg tilviljun og
ekki alveg laus við að vera dá-
lítið kaldhæðin fyrir Alþýðu-
það ti'l ágætis umfram aðrar
einkunnir, að hann mun einn
allra íslenzkra verkstjóra í
þeirri deilu hafa eggjað verka
menn sína lögeggjan til þess að
vera verkfallsbrjótar. Hann hét
því við höfuð sitt að taka eng-
an þann í vinnu, sem þátt hefði
átt í vinnustöðvuninni. Hann
rak menn, sem að vinnustöðvun
inni stóðu, úr vinnu eftir að
samningar tókust, og sýndi slík
an fjandskap að það er blettur
á Vegagerð ríkisins að hafa slík
an mann í þjónustu sinni.
Skafti hafði að sjálfsögðu á
hendi forustu þessarar vinnu-
stöðvunar, og það er verkamönn
um hér sómi, að færri komust
í farartækin, sem við höfðum
til umráða, en þeir, sem fara
vildu. Þeir voru ákveðnir í því
að láta ekki sitt eftir liggja, og
gerðu það ekki heldur, en hins-
vegar bar ekki hátt á stórskota-
liði Alþýðuflokksins við þessar
hernaðaraðgerðir, og virtist sem
þeir væru alveg óvenjulega upp
gefnir dagana þá, og auk þess
var málatilbúnaður þannig, að
vel mátti búast við að ekki
kæmu allir heilskinnaðir heirn.
En það kom ekki til átaka, og
er það haft eftir Rögnvaldi verk
stjóra, að yið höfum verið svo
fjölmennir að það myndi ekk-
ert hafa þýtt fyrir hann að
kveðja lið sitt til vopna.
ALÞÝÐUSAMBANDS-
ÞINGIÐ
Það sem eftir er ársins verð-
ur fátt stórra tíðinda, en í haust
voru kosnir fulltrúar á Alþýð ;-
sambandsþing, og Skafti var
kosinn. En hann var barg ekki
, kosinn af Alþýðuflokknum ein-
um. Hann var líka kosinn af
Sjálfstæðismönnum og Fram--
sóknarmönnum, og hann var
kosinn af sósíalistum. Hann
fékk nefnilega atkvæði allra
fundarmanna.
„Á það þing var hann kosinn
sem andstæðingur'kommúnista,1'
segir Alþbl. Það er nú svo.
Allir félagsmenn, sem mættir
voru, þegar kosningin fór fram,
geta vottað það að Skafti spurði
að kosningu lokinni hvort eng
inn vildi gefa þeim fulltrúun
1 um veganesti til ferðarinnar, en
það var steinhljóð. Skafti fór
á þingið, og má hver lá honum
sem vill, að hann tók þar af-
stöðu til mála samkvæmt eigin
sannfæringu, en spurðist ekki
fyrir um það á ritstjórn Alþýðu
blaðsins hvernig hann ætti að
greiða atkvæði hverju sinni.
Magnús Bjarnason, sporgöngu-
maður Alþýðublaðsins fullyrðir
að Skafti hafi svikið blaðið en
hann sýnt því trúnað. Eg geri
ráð fyrir því að Magnús viti
ógerla hvernig Skafti eða aðrir
^hafa kosið, þar sem kosning var
leynileg. En hafi opinber at-
kvæðagreiðsla hans orðið Magn
úsi á móti skapi, þá er það af
| því að Skafti tók afstöðu með
| lögum Alþýðusambandsins (;.
. d. um kjörbréf). En ef svo hef
I ur nú farið að Skafti hafi brugð
ist Alþýðublaðinu og Magnúsi
eins blygðunar- og kinnroða
laust eins og þessir aðilar vilja
vera láta, má ég þá spyrja hvað
það er hjá Magnúsi Bjarnasyni.
þegar hann greiddi atkvæði á
móti Alþýðublaðinu og Sigu>
jóni Ólafssyni? Vafalaust eru
það ekki svik. Það mun heita að
taka afstöðu til máls eftir eig-
in skynsemi og sannfæringu.
Hversvegna þá að álasa öðrur.r
fyrir það?
Næturl'eknir er í læknavarðstof-
unni í Austurbæjarskólanum,
sími 5030.
Næturvörður er i Lyf jabúðinni
Iðunn.
Næturakstur annast B.S.I., sími
1540.
Ljósatími ökutækja er frá kl.
18.50 til kl. 6.25.
Útvarpið í dag:
13.00 Bænda- og húsmæðravika
Búnaðarfélags íslands. — Ex-
indi:
(Jóhann Fr. Kristjánsson,
húsameistari. Ingólfur Davíðs-
son magister, Páll Zophonías
son ráðunautur).
18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur.
19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur.
19.25 Hljómplötur: Söngvar úr óper
um.
20.20 Föstumessa í Dómkirkjunní
(séra Bjarni Jónsson, vígslu-
biskup).
21.15 Kvöldvaka:
a) Kvæði kvöldvökunnar.
b) Dr. Sigurður Þórarinssor.
jarðfræðingur: Heima og
erlendis. — Erindi.
c Tónleikar.
Hjóuaefni: Síðastliðin laugardag
opinberuðu trúlofun sína ungfrú
Kristín Eggertsdóttir,- Hverfisgötu
104'C og Jóhannes Guðmundsson,
prentari, Hrísakoti við Kaplaskjóls-
veg.
VERKSTJÓRAFÉLAGIÐ
Eitt atvik kom fyrir í vetpr,.
sem 'gott er að minnast í þessu
sambandi. Það er til félag sem
kallar sig Verkstjórafélag
Skagafjarðar og Austur-Húna
vatnssýslu. Það hélt aðalfund
sinn skömmu eftir áramótin.
Átta meðlimir þess félags eru
einnig félagar í verkamannafé-
laginu Fram. Á fundi þessum er
náttúrlega kosin stjórn fyrir fé-
lagið. Forsæti hennar skipar
Rögnvaldur Jónsson, sem að
framan getur. Ekki er annað
vitað en að þessir átta félagar
okkar hafi einnig kosið hann
fyrir oddvita sinn, og þar með
vottað honum fullkomið traust
sitt og virðingu.
Framhald á 5. síðu.
P • fv/‘) flf ’v
Ósæmileg blaðamennska
Undanfarið héfur talsvert verið
rætt um manna’hvörf í Reykjavík,
og í gær birti Víkverji Morgun-
blaðsins greih um málið, sem væg-
ast -sagt fer langt út yfir það sem
hægt er að telja sæmilega blaða-
mennsku.
Víkverji viðurkennir, að „þessi
mál eru viðkvæm og yfirleitt ekki
rætt um þau opinlberlega, vegna
aðstandenda þeirra er horfið 'hafa“.
Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hikar
blaðamaðurinn ekki við að segja
nokkru síðar: „Frá hinu er ekki
skýrt að hver og einn einasti mað-
ur, sem horfið hefur hafði ástæðu
til að fyrirfara sér, eða að mirnsta
kosti benda allar Irkur til þess að
þeir ha'fi gripið til þess örþrifa-
ráðs“ .... „Maður sem hefur
dregið sér fé, hefur misst atvinnu
sína og veit ekki hvað hann á til
bragðs að taka í lífinu, getur líka
leiðst út í það að stytía sér aldur,
er honum finnast öll sund Iokuð“.
Eg' minnist þess ékki að hafa
séð slíkar dylgjur og aðdróttanir
um menn, senr ástæða er til að
halda að séu ekki lengur í lifenda
tölu. Hvaðan fær Víkverji þessar
upplýsingar? Areiðanlega ekki frá
rannsóknarlögreglunni. Blaðamað-
urhrn virðist í þessu máli hafa tek-
ið sér leynilögregluvald og dóms-
vald, og niðurstöðum hans er
dembt í dylgjuformi yfir lesendur
Morgunblaðsins. Það mega vera
undarlega innrættir nrenn, senr
ekki telja greinar eins og þessa
Víkverjagrein ásœmilega blaða-
mennsku.