Þjóðviljinn - 17.03.1945, Síða 7

Þjóðviljinn - 17.03.1945, Síða 7
Laugardagur 17. marz 1945. ÞJÓÐVILJINN 7 Mikkjel Fönhus: Hrakningar bjóraf jölskyldunnar Hvellirnir héldu áfram uppi í skóginum. Einhver stór skepna var á hlaupum í áttina niður að 'tjörninni. Jörðin dunaði undir fótataki hennar og það brakaði og brast í skóginum, þar sem hún fór. Þetta var elgur. Hann kom á harða spretti, leit hvorki til hægri né vinstri, stefndi beint á tjörnina og steypti sér í vatnið. Hann greip sundtökin, synti hratt yfir tjörnina, náði landi hinum megin og hélt áfram á fleygiferð. Elgurinn hafði komið af stað miklum öldugangi í tjörninni. Hann lægði smám saman. Seinast var vatnið orðið kyrrt og slétt, eins og áður. Bjórarnir voru allir komnir á sund. Bjóramamma gægðist upp úr vatninu, þegar elgurinn kom hlaupandi en stakk sér aftur í skyndi. Eftir litla stund voru þau öll komin inn í bjórabæl- ið. Þar var dimmt og hljótt. Þeim var óhætt. Þau voru þó hrædd. Ekkert þeirra þorði út, það sem eftir var næturinnar. Elgurinn hljóp og hljóp yfir holt og hæðir, hratt og hvíldarlaust. Hann rétti fram höfuðið á hlaupunum Hann kom að annarri tjörn, fleygði sér út í hana, synti yfir og tók sprettinn aftur. Enginn veitti honum eftirför. En hann hafði orðið manna var og þá varð hann svo hræddur að hann flýði yfir hvað sem var. Þetta var óvenjuleg nótt. Það kom sjaldan fyrir, að kyrrðin væri rofin og þeir ónáðaðir, sem voru við vinnu sína kringum tjörnina. Enginn átti erindi að Svörtutjörn. Þar var engin veiði og tjörnin liggur langt frá byggð. Snemma morguns, áður en farið var að birta, kom bjórapabbi og dró á eftir sér trjábút niður stiginn, sem þau voru vön að fara. Wtynevjx VINIR ERICH MARIA REMARQUE: Sagan segir, að þegar hung- ursneyð geisaði í Persíu fyrir 1400 árum, á stjórnarárum Kavads konungs, hafi trúar- b’ragðahöfundurinn Mazdak komið að máli við konunginn og spurt: „Hvernig dæmir bú þann mann, sem veit lækningu við eiturslöngubiti, en læknar ekki mann sem slanga hefur bitið?“ „Hann hefur verðskuldað dauða,“ svaraði konungur. Mazdak fór þá til mannfjöld- ans, sem hafði safnazt sam-m og hét því áð bæta úr neyðinni. Síðan gekk hann aftur á fund konungs og spurði: „Hvernig dæmir þú mann, sem lokar sak- lausan mann inni og neitar hon- um um mat, þar til hann deyr úr hungri?“ „Hann hefur verðskuldað dauða,“ svaraði konungur. Mazdak fór þá aftur til mar.n fjöldans og sagði: „Eg hef feng- ið leyfi konungsins til að koma á jöfnuði milli fátækra og ríkra. Farið og takið kornhlöður ríkis- ins.“ Og það gerði lýðurinn. Konungurinn spurði Mazdak hvort það væri satt, að hann hefði gefið þessa skipun. „Nei, það hefur þú gert sjálfur,“ svar aði Mazdak. „Eg spurði þig,- hvernig ætti að hegna þeim manni, sem neitaði dauðvona manni um lækningu1 við slöngu- biti. Ekkert slöngubit er sár- ara en sulturinn og engin lækn- ing öruggari en brauðið. Síðan spurði ég þig, hvað sá hefði verðskuldað, sem neitar saklaus um manni um næringu. Þegar fæða er til í landinu, en menn deyja úr hungri, er það því líf- látssök samkvæmt konungsúr- skurði þínum, að gefa þeim ekki brauð.“ Konung setti hljóðan, en síð- an mælti hann: „Þú notar orð mín sem vopn gegn mér sjálf- um.“ Sagan bætir því við, að eftir þetta hafi konungur gert breytingar á stjórn sinni fátæk- um í hag. Köster gaf mér olnbogaskot og sagði, að Lenz yæri ekki hér. Við læddumst út úr salnum. Dyravörðurinn gaf okkur grun- samlegt hornauga. Við héldum áfram þangað sem næsti f jöldafundur var. Þar voru aðrir fánar og aðrir ein- kennisbúningar. Annars var allt hvað öðru líkt. Áheyrendumir voru samskonar fólk. Hér var langt borð innst í salnum. Bak við það sátu flokksfulltrúamir. Tveir þeirra voru aldraðar kor.- ur, sem að öllum líkindum voru starfsmenn ríkisins. Ræðumað- urinn var líka svipaður því að hann gengdi opinberu starfi. Hann talaði bókmál og vitnaði í tölur. Það var eflaust allt rétt með farið, en það var ekki sann færandi. Sízt hafði ræða hans á'hrif á flokksforingjana, sem hálf sváfu fram á borðið. Þeir höfðu áreiðanlega setið svona fundi í hundraða tali. „Komdu,“ hvíslaði Köster. „Hann er ekki hér. Eg bjóst ekki við því, vildi bara vita vissu mína.“ Við ókum lengra. Veðrið var kalt og kyrrt. Það var hressandi eftir hitann í salnum. Við ók um meðfram skipaskurðinum. þar sem ljósin spegluðu sig í kyrrum vatnsfletinum. Dökkleit ir flutningabátar skriðu hljóð- lega framhjá. Dráttarbátarnir höfðu græn og rauð ljós. Hund ur gelti einhvers staðar. Hinum megin við skurðinn var auð- mannahverfi, þar voru hlerar fyrir gluggum. Við komum að bogabrú. Þar var óslitin umferð af bílum, strætisvögnum og sporvögnum. Brúin var í myrkr inu að sjá, líkust risavöxnum ljósormi, sem væri að skríða í bugðu þvert yfir dökkan vatns- flötinn. „Við verðum að skilja bílinn eftir og ganga síðasta spölinn. Annars eigum við á hættu að tekið verði eftir okkur,“ sagði Köster. Við skildum ,,Karl“ eftir hjá ljósastaur utan við ölkrá. Hvít- ur köttur trítlaði yfir götuna. Tvær ellilegar portkonur stóðu í húsasundi og töluðu saman. Þær / þögnuðu, þegar við geng- um framhjá. Gamall lírukassa- maður var á þrepi yið húshoi’n. Hann var með tréfót og hafði stungið honum inn undir kass- ann. Gömul kona var að leita í úrgangsrusli, sem hafði verið fleygt út úr grænmetisverzlun. Við komum að mikilli sam byggingu. Það voru leiguhús með mörgum bakhýsum og út- byggingum, portum og húsa- görðum — völundarhús, sem enginn botnaði í. Á neðstu hæð voru búðir, brauðgerð, járnvöru verzlun,. sem líka seldi fata- ræfla. Úti á götunni stóð vöru- bíll með vopnuðum lögreglu- mönnum. Tvö fölleit börn léku sér á gangstéttinni. Annað var stúlka, sem hafði útbrot um allt andlitið en óvenjulega skær blá augu. Við komum inn í húsagarð þar sem timburskúr var í einu horninu. Þar hékk stjörnukort og tvær stjörnufræðilegar teiku ingar. Lítill maður með túrban á höfði stóð bak við fjalaborð Hann var stjörnuspámaður. Það stóð letrað á spjald, að har.n gæti sagt mönnum örlög þeirra fyrir 50 pfenning. Hópur manna beið fyrir framan hann. Sjálfur stóð hann í skærri, hvítri ljós- birtu, sem féll beint niður á höfuð hans — gult og hrukkótt andlit. Þessi maður kunni list sína og beitti henni af sama kappi og fyrri ræðumaðurinn, sem við höfðum séð. Og áheyrendurnm tóku því mjög svipað. Leiðslu- ástand og draumaró skein úr hverju andliti. „Heyrðu, Otto,“ sagði ég „Þetta fólk. sem við sáum áðan. fer ekki á fundi af pólitískum ástæðum, heldur trúarlegum.“ Hann brosti: „Já, það er ein- mitt það. Frjálslyndu stjóm málaflokkarnir gerðu mikið ax- arskaft, þegar þeir steyptu guði almáttugum af stóli. Nú vantar menn einmitt eitthvað til að trúa á. Þeim er alveg sama hvað það er.“ Við héldum áfram og komurrt þangað sem fundarsalurinn vá>'. Þetta var lágt bakhýsi með ljós í hverjum glugga. Allt í einu varð mikil háreysti þar inni og í sama bili kom hópur ungm slána í stormtreyjum og leður- legghlífum upp úr kjallara í næsta húsi. Það var auðséð, að þeir höfðu fengið merki. Þeir hlupu í röð meðfram húshlið- inni og beygðu sig. þegar þeir fóru framhjá gluggunum og réð ust að dyrunum. „Þetta eru sjálfáagt Storm sveitarmenn, sem hafa beðið niðri í kjallaranum,“ sagði Otto. „Við skulum standa hérna við vegginn bak við öltunnurnar Þá getum við séð alla sem út koma úr salnum.“ Org og hljóð heyrðust innan úr salnum. Gluggi var brotinn og manni fleygt út, innan um glerbrotin. í sama bili var hurð in brotin innan að og mannfjöld inn streymdi út æpandi og bei’j andi í þéttri kös. Þeir fremstu ultu út úr dyrunum, og þeir sem á eftir komu, tróðu þá und- ir. Einhver kona hrópaði á hjálp og þaut út úr garðinum Nj? kös valt út úr salnum. Menn börðust með stólum og ölglösum og grenjuðu eins og óargadýr. Stórvaxinn maður tók sér stöðu í miðjum garðinum Hann var klæddur eins og Hamborg- arsmiður, í dökkbrúnum „mol- skinns“fötum með nikkelhnöpp um, með barðastóran hatt og í feikna víðum buxum. í hvert skipti sem hann kom auga á einhvern strákanna í stormtreyjunum ýtti hann hon- um léttilega inn í hópinn aft- ur, þar sem ryskingarnar voru. Þar tóku félagar hans við hon- um. Þetta gekk svo liðlega, að það var engu líkara en trésmið- urinn hefði ekki gert annað alla sína ævi. Enn kom flóðbylgja af æp- andi og berjandi mönnum út úr salnum. Og allt í einu kom- um við auga á ljósan hárlubba Gottfrieds. Hann var kominn í hendurnar á einkennisbúnum manni með yfirskegg. Maðurinn greip í hár Gottfrieds. Köster var á augabragði kom inn inn í hópinn. Náunginn með yfirskeggið fórnaðj upp hönd- um og féll aftur á bak. Aldrei hef ég séð mannsandlit verða furðulegra en svipur haris varð. þegar hann sleppti hári Gott- frieds. Otto dró Gottfried út úr mannþyrpingunni og benti mér að koma. Gottfried stritaði á móti, eins og ótaminn hestur. „Bara augnablik, Otto. Heyr- irðu það? Eg ætla bara------“ „Ertu vitlaus!" hrópaði Köst- er. „Bráðum kemur lögreglan með vopn og gúmmíkylfur. Við verðum að fela okkur einhvers staðar bakdyramegin.“ Við hlupum af stað og fund- um inngang 1 dimmasta horni garðsins og forðuðum okkur upp stiga. Ekki vorum við fyrr komnir inn, en lögreglubílarnir voru komnir á vettvang. Við heyrðum blásið í lúðra og sá- um glampa á hjálma lögreglu- mannanna í ljósbirtunni. Áreið- anlega yrði öllum dyrum lokað. Við læddumst hægt upp stjg- ann. Okkur langaði ekki til að láta fara með okkur á lögreglu- stöðina. Við áræddum að nema stað- ar við glugga hærra uppi í stig- anum. Það var hugsanlgt að lögreglunni tækist að stilla til friðar. Hún skipaði sér í röð frá salardyrunum og eftir endi • löngu portinu, sló hring um mannfjöldann og rak hann sam an 1 hnapp. Þar næst var hóp- urinn fluttur burt á bílum smám saman. Sá fyrsti, sem tekinn var, var Hamborgarsmið- urinn. Hann reyndi árangurs laust að gefa einhverjar skýring ar. Skyndilega opnuðust dyr að baki okkar og kona í náttkjól kom út með ljós í hendi. Hún var berfætt. Handleggirnir voru mjóir og berir. „Ert það þú?“ spurði hún. „Nei,“ svaraði Lenz. Hann var

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.