Þjóðviljinn - 17.03.1945, Side 8

Þjóðviljinn - 17.03.1945, Side 8
MailÉslan m ai iFgston Mllkna, si- arlljsl, siiir- ai ilshijmi si tll Eiglais Sdlisverd hfd sama og gilfi i fyrra árs samningi I>ann 8. marz 1945 voru af brezka matvælaráðuneytinu og * \ samninganefnd utanríkisviðskipta, undirritaðir samningar um sölu á frystum fiskflökum og löndun á ísvörðum fiski í Bret- LIINN Ungverjaland á leið til lýðræðis J^ÚSSNESKUR blaðamaður hefur nýlega átt tal við for- sætisráðherra Ungverjalands, Bela Miklos hershöfð- ingja, um ástand og horfur í Ungverjalandi, og var ráð- herrann bjartsýnn á framtíð landsins. „Eg er sannfærður um að vopnahléssamningarnir sem gerðir hafa verið við Bandamenn muni tryggja framtíð Ungverjalands sem sjálfstæðs lýðræðisríkis. Samkomulagið sem sendimenn vorir komu með frá Moskva, verður grundvöllur að róttækri endurskipulagn- ingu, þar sem allir kraftar þjóðarinnar verða virkjaðir til uppbyggingar landsins. Ætlun vor er að stofna lýðræðisríki, og vér höfum ,gengið í fylkingar hinna frelsisunnandi þjóða til að taka þátt í lokabaráttunni gegn hinu illræmda Hitlersveldi. Það sem fyrst liggur fyrir er að hreinsa landið af leif- um fasismans og hinna vopnuðu óaldarflokka fasista. Að þessu er nú unnið af kappi. MEÐ afhendingu jarðnæðis til bændanna rætist alda- gamall draumur ungversku bændanna. Afleiðing þeirra framkvæmda verður áreiðanlega betra líf fyrir þær stéttir sem til þessa hafa verið undirokaðar. En nýbyggingin verður ekki auðveld, því landið er í rústum eftir fjögra ára hemám nazismans. Því lengra sem kemur til vesturs því verra er ástandið. Ráðherrarnir eru á stöðugu ferðalagi um landið og skipuleggja matvælaöfl- un fyrir höfuðborgina og fyrir fólkið í iðnaðar- og kola- héruðunum. Hitlerssinnar og hinir ungversku þjónar þeirra rændu landið, eyðilögðu framleiðslutæki og járnbrautir á undanhaldinu og fluttu burt íbúana. Allt þetta var gert vitandi yits í þeim tilgangi að hindra endurreisn ung- versku þjóðarinnar. En þeim skjátlaðist. Nýtt líf er að rísa úr rústunum, frjáls og sjálfstæð þjóð. Og það er rauða hernum að þakka. Ef hann hefði ekki hrifið land vort úr klóm Hitlers, hefði ungverska þjóðin ekki átt sér viðreisnar von. Rikisstjómin mun gera allt sem í hennar valdi stend- ur til að standa við það vopnahléssamkomulag sem hún hefur gert við Bandamenn, hversu erfitt sem það kann að reynast11. Frá Yinnustöövum og verkiýdsfélögum landi. Séld hefur verið öll þessa árs framleiðsla af frystum fisk'flökum, að undanskildu litlu magni, sem Iieimilt er að ráðstafa til annarra landa ef henta bykir. Ufsa og keilu- flök voru ekki seld með samningi þessum og takmarkað magn af nokkrum öðrum tegundum af flök- um og hrognum, en það sem um- fram kann að verða er heimilt að selja á frjálsum markaði. Söluverð á öllum fisktegundum er óbreytt frá því sem gilti í fyrra árs samningi, en bolfisk skal flaka þannig, að þunnildin séu að mestu skorin af. Verð á frystum hrogn- um er nokkru lægra en síðastliðið ár. Greiðsluskilmálar eru þeir, að ■fiskurinn greiðist við afskipun, en sú breyting hefur verið gerð út- flytjendum til hagnaðar, að ef fiÆinum er ekki afskipað innan 3ja mánaða, greiðir kaupandi 85% af andvirðinu og afganginn 15% við afskipun, en allur fiskurinn sé að fullu greiddur 31. janúar 1946. Kaupandi greiði geymslugjald kr. 30.00 per tonn á mánuði fyrir Bifreiðaslys á Hafn- arfjarðarvegi Bifreiðaárekstur varð á Hafn- arf jarðarveginum kl. rúmlega 9 í gærmorgun. Var það í Foss- vogi, simnan vogsins í brekk- nnni. Sigurbergur Guðmunds- son bifreiðarstjóri fótbrotnaði og farþegi meiddist eitthvað. Slysið yarð með þeim hætti, að þrír bílar voru á leið til Reykjavíkur. Var G 302 fremst- ur, þá G. 71 og G. 180 síðastur. Hálka var á veginum og rann fremsti bíllinn til þegar hann kom í brekkuna. Keyrði bíl- stjórinn þá út á vegbrúnina, en bifreiðin valt á vinstri hlið og síðan á þá hægri er farmurinn var oltinn af henni. Bifreiðina G. 71 bar að í þessu og gat stöðvað sig áður en til áreksturs kæmi. Þá kom síðasti bíllinn, G. 180, og lenti aftan á honum, rakst stýrishús hans vinsta meg in á pallhom bifreiðarinnar og lagist saman niður að stýri. Meiddist þá bifreiðarstjórinn, Sigurbergur Guðmundsson, svo alvarlega að flytja varð hann í Landsspítalann. Kom í ljós að hann hafði fótbrótnað og meiðzt eitthvað að öðru leyti. Farþegi er var í bifreiðinni G. 302, meiddist nokkuð- Árshátíð H. I. P. Ársháííð Hins íslenzka prent- I arafélags er í kvöld í Tjamar- j café. Hefst með borðhaldi kl. ! 7.30. þann fisk sem verið hefur 3 mán- uði í geymslu, þó ekki fyrr en 1. október 1945. Ráðgert er að nokkuð af þess- um fiskflökum fari til Frakklands og Hollands. Umboðsmönnum frystihúsa og skipaeigenda verða send afrit af samningum þessum. Ennfremur hefur verið samið um sölu á allri þessa árs framleiðslu af síldarlýsi og því síldarmjöli og fisk- mjöli, sem flutt kann að verða út, við sama verði og skifmálum og í ! fyrra, að því viðbættu, að allt fisk- mjölið er selt við sama verði og síldarmjölið. (Fréttatilkynning jrá samninga- nefnd utanrílásviðslcipta). „Skemmtisigling“ á ............... Ijormnm Mikill mannfjöldi safnaðist sam- an við Tjörnina í gær um sexleytið. | Drenghnokki einn hafði verið að leika sér á jáka við Tjarnarbakk- ann, en hafði rekið út á miðja Tjörn. Var kallað á lögregluna og sendi hún annan drenghnokka, lít- ið eitt stærri, á jaka eftir hinum. Tókstbjörgunin vel og voru dreng- hnokkarnir hreyknir og kampa- kátir eftir þessa „skemmtisiglingu“. Síðustu Kljómleikar Samkórs Reykjavíkur verða á morgun Sam'kór Reykjavíkur hélt annan samsöng sinn í fyrrakvöld í Gamla Bíó við fádæma góðar undirtektir, og ætlaði fagnaðarlátum áheyr- enda aldrei að linna. Síðasta sam- söng sinn mun kórinn halda á morgun kl. 1.15 í Gamla Bíó og eru aðgöngumiðar seldir í Bóká- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og Iíljóðfærahúsinu. Erling Ellirigsen verkfræðingur ráð- inn flugmálastjóri Erling EUingsen verlcfrœðingur hefur verið slcipaður flugmálastjóri frá og með 15. þ. m. að telja. Embætti þetta var ákveðið með lögum frá síðasta Alþingi um stjórn flugmála, flugvelli og lend- ingarstaði. Fellur þá jafnframt nið- ur emlbætti flugmálaráðunautar ríkisins. Erling Ellingsen lauk prófi við verkfræðiháskólann í Þrándheimi 1928 og héfur gegnt ýmsum verk- fræðistörfum hér á landi. Undan- farið hefur hann verið fram- kvæmdastjóri Na'fta, en hefur nú látið af því star'fi til þess að taka við f 1 ugmálas tj órastarfi nu. Japanska Keimsveldið í veði Japanski forsætisráðherrann lét svo um mælt í gær, að stríðshorfurnar væru hinar í- skyggilegustu. Sagði hann, að allt japanska heimsveldið væri nú í veði. Japanska herstjórnin segir leifar setuliðs síns á eynni Iwo lokabaráttu sína. Aðalfundur Verka- mannafél. Reyðarfjarð- arhrepps Verkamannafélag Reyðar- fjarðarhrepps hélt aðalfund sinn fyrir nokkru. í stjóm voru kosnir: Formaður: Jónas P. Bóasson, Ritari: Ágúst Guðjónsson. Gjaldkeri: Guðlaugur Sigfús- son. Skothúsvegur fram- lengdur Bæjarráð hefur samþykkt tillögu Skipulagsnefndar og skipulags- manna bæjarins um að gera ráð fyrir því, að Skothúsvegur verði framlengdur upp að gatnamótuin i Óðinsgötu, Nönnugötu og Bald- ursgötu. Samlþykkti bæjarráð fyrir sitt leyti, að leýfðar yrðu byggingar á. þessu svæði í samræmi við það skipulag. Aðalfundur Verklýðs- félags Austur-Eyja- fjallahrepps Verklýðsfélag Austur-Eyja- fjallahrepps hélt aðalfund sinn fyrir nokkru. Þessir voru kosnir í stjóm: Formaður: Sigurjón Sigur- geirsson. Ritari: Sigurþór Skæringsson. Gjaldkeri: Högni Magnússon. Aðalfundur Verka- mannafél. Hvöt Aðalfundur verkamannafé- lagsins Hvöt á Hvammstanga var haldinn fyrir nokkru- Þessir voru kosnir í stjórn- Formaður: Björn Guðmunds- son. Ritari: Þorsteinn Díómetus- son. Gjaldkeri: Skúli Magnússon. Franshir verhamenn eru að brjóta niður „AUanzliafsvegg- inn“, sem Ilitler og Göbbels létu svo milcið af áður en inn- rásin í Normandí hófst. — Veggurinn eða virkin eru þama í þorpi á st.röndinni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.