Þjóðviljinn - 15.04.1945, Síða 3
Sunnudagur 15. apríl 1945.
ÞJÖÐVILJINN
3
| ÚR LÍFI ALÞÝÐUNNAR |
Slarfsemi loitskeyftamanns
Það heyrist flaut. Eg rýk upp
með andfælum, gæti á úrið
mitt og kveiki ljósið. Klukkan
er hálf átta, að morgni, eða
0730, eins og við loftskeytamenn
imir erum vanir að segja. Það
er flautað aftur, og nú kem ég
loks að fullu til sjálfs mín.
Hljóðið kemur úr smáflautu í
enda talrörs, sem liggur úr
brúnni og aftur í klefa minn,
flautan er í raun og veru vekj
araklukkan mín. Eini munurinn
á henni og venjulegri vekjara-
klukku er margfallt andstyggi-
legra hljóð, svo að það beinlínis
borgar sig að vakna, og það sem
fyrst. En það verð ég að segja,
öllum vekjaraklukkum tilhróss,
að þær hafa aldrei vakið hjá
mér slíkar tilfinningar.
★
Eg tek nú flautuna úr rörinu,
til að forðast frekari ónæði af
henni, og svara. Gegnum rörið
heyri ég rödd ,.karlsins“, sem
stendur í brúnni og ,,togar“.
„Góðan daginn, í nótt alls ellefu
pokar“. Eftir að hafa endurtek-
ið: „í nótt alls ellefu pokar,“
til frekara öryggis, fer ég að
snúa mér að starfinu. Eg opna
annað útvarpstækið, og stilli
það á 188 metra. Síðan stilli ég
talsendinn og tek upp ritvélina.
Nú er ég tilbúinn, enda timinn
kominn. Skipin, þ. e. togararnir,
kalla nú hver annan eftir sett
um reglum. Sá sem lengst er
búinn að vera á fiskiríi kallar
þann sem næstlengst er búinn
að vera, segir honum hvað hann
hafi fengið frá síðasta sam
bandstíma, og annað merkilegt,
sem komið hefur fyrir í sam
bandi við veiðarnar. Um annað
en það sem veiðunum viðkemui
má ekkert segja, því það er
stríð. Sá næsti svarar ekki þeim
fyrsta, heldur kallar sitt skeyti
ti'l þess þriðja í röðinni, og þann
ig koll af kolli. Þegar kallað er
í mig, starta ég rafmagnsmótor,
sem framleiðir háspennu fyrir
talsendinn. Tek síðan heyrnar-
tólið, sem er eins og venjulegí
símatól, og þrýsti á fjöður, sem
á því er. Nú er stöðin komin
í gang, og ég kalla út mitt
skeyti: „í nótt alls 11 pokar“
eins og ég sé að tala í síma.
A ljósmerkjum í sandinum get
ég séð hve mikill straumur fer
út í loftnetið, og hvernig hljóð-
öldurnar móta hátíðnisveiflurn-
ar, sem sendirinn framleiðir.
og eftir því stilli ég sendinn,
þar til bezta árangri er náð.
Þegar ég hef sent skeytið og
drepið á sendinum, sný ég mér
aftur að ritvélinni og vélrita
skeyti þeirra sem á eftir koma,
eins og ég áður hafði gert við
þau sem á undan voru. Eftir
sambandstímann og ýmsar fyr-
irspumir og svör, sem oftast
fylgja á eftir, t. d. spurnir um
dýpi og fiskitegund, til þeirra
sem mest hafa fengið skipti ég
um blað í vélinni, og vélrita
annað eintak af skeytunum.
Það eintak er fyrir „karlinn“.
frumritinu held ég sjálfur, og
safna þeim 1 þar til gerða
blokk. Þannig get ég alltaf
fylgzt með hyernig fiskiríið
gengur, og hve langt hver og
einn er kominn að fiska.
Nú færi ég mig í jakka, set
á mig húfu og,vettlinga, og fer
með skeyti fram í brú til ,.karls
ins“.
★
Þá er þessu fyrsta morgun
verki mínu lokið, og nú fer ég
að heimsækja kokkinn. Hann
heitir nú reyndar matsveinn á
íslenzku, en það gæti verið vafa
samur titill um borð í- togara,
og auðveldlega valdið misskiln
ingi. En þetta var nú útúrdúr
Eg ætlaði sem sé að fá mér
eitthvað í gogginn. Það er að
vísu enginn matmálstími, þvi
morgunmaturinn er kl. 6, og
kaffið ekki fyrr en kl. 9, en
samkvæmt sérstökum vináttu-
samningi við kokkinn get ég
fengið ka'kó og brauð, til að
slökkva mesta hungrið. Þegar
ég hef etið, fer ég aftur upp í
klefa minn. Klefinn er heimili
mitt og vinnustaður um borð,
og því held ég að réttast sé að
lýsa nokkuð þessum merkilega
stað.
Loftskeytaklefinn, eða klefinn,
eisn og hann venjulega er kall-
aður, er aftan til á skipinu, uppi
á bátapalli, beint yfir eldhús-
inu. Að utan lætur hann heldut
lítið yfir sér, og er einna líkast-
ur járnkassa á hvolfi. Aðeins
hurðin, að aftan, „kúaugun“,
þrjú, eitt á hverri hinna hlið-
anna, gefa til kynna, að þarna
muni vera mannabústaður. En
glöggir menn geta þó séð, einn-
ig að utan frá, hve virðulegu
hlutverki kassi þessi hefur að
gegna. Niðurtökin úr loftnetun-
um, sem ganga niður úr þakirn ,
gegnum mikla postulínseinang.
ara, og stærðar sívalningur, með
hreyfanlegum ramma ofan á.
sem gengur úr einu hominu,
tala sínu máli: „Hin þráðlausa
miðstöð skipsins og einkaíbúð
starfsliðsins.“ Dularfullur stað-
ur, finnst mörgum, og til lítils
nýtur.
★
En nú er tími kominn til að
fara inn og sjá hvernig „kass-
inn“ lítur út frá þeirri hlið
Eg opna hurðina, sem er úr
ei'k, með smekklás fyrir og á
koparlömum. Gjörið svo vel!
En í guðanna bænum, farið var
lega. Umfram allt verjið vel
á ýkkur skallanna. Það stendur
nefnilega þannig á, að lítill
loftskeytamaður var á skipinu,
þegar klefinn v.ar byggður, og
þið gætuð rekið ykkur all-
óþyrmilega uppundir. Hvað mig
sjálfan snertir, er alveg sama
hvernig ég sný mér og hagræði,
og hvort sem ég er 1 láréttu eða
lóðréttu ástandi, get ég aldrei
rétt úr mér. Höfðinu er hér al-
veg ofaukið, annars er klefinn
góður að mörgu leyti, og við-
kunnanlegur. Hanner allur fóðr
aður að innan með „masonite“,
og loftið er hvítt, en veggirnir
ei'karmálaðir. Bekkur er eftir
endilöngu með framhliðinni,
með stoppuðum dýnum, bæði
undir og upp með veggjunum
’í kring. Á bekknum sef ég, sit
og ligg. Hann er mitt bezta og
þarfasta húsgagn. Borð er þar
á móti, með afturveggnum, og
á því og veggjunum fyrir ofan
það er flest tækin.'
Þar er t. d. stór morssendir,
ásamt morshylki. Talsendir og
tvö viðtæki. Klukka og ýmis-
legt annað smávegis. Undir
Efiir GIC
borðinu eru svo rafmagnsmótor
arnir, sem framleiða' háspenn-
una fyrir sendana. Þar eru einn
ig startarar fyrir þá, hleðslu-
töflur o. fl. í loftinu eru ein-
angrarar, þar sem loftnetin
koma inn í klefann, og frá þein'
og að sendunum liggja kopar-
teinar, sem betra er að koma
ekki við, þegar verið er að
sendi, því að eftir þeim fer þá
nok'kur þúsund volta rafstraum
ur út í Joftnetin, og þaðan út
í loftið. Yfir bekknum, gengt
hurðinni, kemur svo þessi dul
arfulli sívalningur, sem við sá-
um merktum á. Þegar hjólinu
Neðan á honum er hjöl, eins
og bílstýri, og skífa með gráð-
um merktum Á. Þegar hjólinu
og um leið skífunni er snúið.
snýst ramminn uppi á þakinu,
en í honum er nokkurs konar
loftnet, fyrir miðunarstöðina
Ramminn er tengdur við tæki,
sem er í hinu horninu, yfir
békknum, og er í rauninni að-
eins venjulegt viðtæki. Þegar
rammanum er snúið, og hlustað
á tæki í gegnum heyrnartól,
heyrist stöðin eða radiovitinn
sem hlustað er á, mismunandi
vel, eftir afstöðunni til ramm-
ans, og í einum punkti heyrist
ekkert. Þar er stefnan, og mað-
ur getur lesið hana af gráðuskíf
unni og séð í hvaða átt vitinn
eða stöðin er, miðað við stefnu
skipsins. Klefinn er hitaður
með miðstöðvarofni, sem fær
gufu frá eimkatlinum, svo alltaf
á tæki í gegnum heymarfól.
Nú hef ég í stórum dráttum
lýst þessari sérkennilegu íbúð.
svo tímabært er orðið að halda
áfram að segja frá lifnaðarhátt
unum, og held ég því áfram
þar sem fyrr var frá horfið.
'k
Morgunverkum var lokið, ég
var búinn að fá mér í gogginn.
og var aftur kominn upp í
i klefann. Nú legg ég mig á bekk
i inn og fæ mér dálítinn morgun-
blund. — Kl. 0930 er ég vak-
inn. Það er kokkurinn, sem er
kominn í kurteisisheimsókn, og
hefur haft með sér morgunkaffi
handa mér. Nú fyrst finnst mér
dagurinn vera að byrja. Allt
hitt er í rauninni forleikur, eða
virðist að minsta kosti vera það
þegar maður sofnar aftur, eins
og ég gerði núna. Nú sptra ég
í mig kaffið, afar hægt að
vanda, og maður getur alltaf
verið viss um að sykurlaust
mjólkurkaffi, dálítið sterkt,
með einni til tveim sígarettum
svíkur engan. Þegar ég hef lok-
ið við kaffið, kokkurinn er far-
inn og ég hef jafnað mig, fer
ég að búa mig undir starfið á
ný, en nú er það fólgið í bví
að hlusta. Eg opna viðtækin
bæði, stilli annað á 188 metra,
til að heyra allt sem togararnir
hafa að segja og einhver gróði
gæti verið að vita, en hitt stilli
ég á 181.8 metra, sem er neyð-
aikylgjan fyrir talstöðvar, og
jafnframt kallbylgja landstöðv
anna.
★
Síðan tek ég mér í hönd „Hið
ljósa man,“ Kiljans, leggst aft-
ur á bekkinn og fer að lesa. Á
181.8 metrunum heyrist ekkert
fyrr en kl. 1050, að Reykjavík
radio kallar út „traffiklistann“.
Það er aðeins eitt skeyti, til
Forseta, sem hann tekur þegar
á móti, annars er ekkert að
heyra á þeirri bylgju. Á 188
metrunuum, sem er samtals-
bylgja fyrir skip og báta, er f jör
ið aftur á móti heldur meira
Togararnir ta'la að vísu ekkert
saman núna, en bátarnir bæta
það bá upp, eins og vant er.
Þeir hafa sjaldnast neina fasta
sambandstíma og aldrei skipu-
lagða, enda kjafta þeir nær ó
slitið allan sólarhringinn, og
iðulega senda beir hver ofan
í annan, svo að ekkert heyrist
annað en ýlfur og vein. Okkur
sem eitthvað þykjumst siðaðri
í þessum sökum, finnst þessi
söngur ekki vera nein verð-
launamúsík, enda líkist hann
einna mest kliði í fuglabjargi
eða kerlingafundi. En nauðugur
viljugir verðum við samt að
hlusta á hann, eina ráðið verður
því að taka hann sem hverjar
aðrar truflanir, og hleypa hon-
um inn um annað eyrað og út
um hitt. Þannig ligg ég og les
við þetta fagra undirspil, þar
til kl. 1120. Þá næ ég aftur sam
bandi við „karlinn" gegnum
talrörið, og fæ bað sem ég á að
segja því að annar sambandstirr.
. inn er kl. 1130. Hann gengur fyr
ir sig, eins og sá fyrri, og að hon
um loknum færi ég „karlinum ‘
skeytin eins og' þá.
Nú er kominn matur. Áður
en ég fer niður að éta, stilli ég
tækin á 1111 metra. þ. e. Út-
varp Reykjavík, og set þau í
samband við hátalara, sem eru
frammi í brú og niðri í káetu.
svo sem flestum gefist kostur
á að hlusta á hádegisútvarpið.
Síðan fer ég niður og borða af
beztu lyst. Eg borða í káetunni
ásamt yfirmönnum skipsins og
kyndurum, en hásetarnir borða
í „borðsalnum“. Að aflokinni
máltíð byrja ég svo starfið enn
á ný. Nú fer ég að athuga kassa,
sem stendur fyrir aftan klef-
ann, á bátapallinum. Hann hef-
ur inni að halda alla geymana
fyrir tækin, og nú er bezt að
sjá hvers þeir þurfa við. Eg tek
lokin af geymunum og bæti
vatni á þá sem þess þurfa, og
mæli sýruþyngd þeirra með þar
til gerðri loftvog til að sjá hve
mikið er á þeim og hverja þurfi
að hlaða. Eftir þessa rannsókn
set ég þær hleðslur í gang, sem
með þarf, stilli tækin, til að
hlusta, eins og um morguninn,
og byrja aftur að lesa „Hið
ljósa man“. Þannig líður tíminn
og tilbreytingin er lítil, því eng-
an getur maður fengið til að
rabba við. Allir eru önnum kafn
ir. Skipstjórinn stendur í
brúnni og „togar“, hásetar eru
á dekki við aðgerð, eða að taka
og kasta trollinu, „meistarar" í
vélarrúminu, kyndarar á „fvr-
plássinu“, kokkurinn í eldhús-
inu og ég í klefanum.
Eg tek lífinu með hinni mestu
ró, og reyni eftir beztu getu að
notfæra mér tímann, til and-
legrar uppbyggingar. Aðeins þeg
ar híft er, verð ég í svip meira
veraldlega sinnaður, og kíki þá
út um kúaugun til að sjá hve
mikið er í. — Kl. 15.00 er kaffi
og því fylgir alltaf dálítil til
breyting. Milli 10 og 20 háset-
ar, sem eru á dekki, heimta all-
ir kaffið í einu og hugsa lítið
um að vanda orðbragðið. Kokk-
urinn verður einn að fást við
„illþýðið“, eins og hann stund-
um kallar þá, svo að ekki þarf
að búast við að skapið sé gott.
Enda er það sánnast að segja.
að það væri aumur togarakokk-
ur sem ekki væri geðvondur a.
m. k. á matmálstímum. — Kl.
15,20 er þriðji sambandstíminn,
og svipar honum í öllum grein-
um til hinna tveggja. Að hon-
um loknum stilli ég annað tæk-
ið á Reykjavík og gef samband
í brúna, svo að karlinn fái mið-
degisútvarpið sem nú er .ð
byrja. Fer síðan fram í brú með
skeytin.
(Framhald s'íðar).
Samtíðin, 3. hefti 12. árg. er ný
komin út. Þessar greinar eru í heft-
inu: Hér þarf jötuneflt átak, eftir
ritsjórann; Nokkur orð um amerísk-
ar kvikmyndir, eftir ritstjórann; Sig
urður Þórðarson tónskáld fimmtug-
ur, eftir Svein G. Björnsson; „Gjald
ið keisaranum það, sem keisarans
er“ (úr ísl. menningarsögu VI.), eft
ir Björn Sigfússon, og kurteisasta
fallbyssa í heimi. Sagan í þessu
hefti heitir Hræðsla og er eftir
Þórir þögla. Eitt kvæði er í heft
inu: Bæn syndarans, eftir Gísla H
Erlendsson. Ennfremur eru skopsög
ur, bókarfregn, krossgáta.