Þjóðviljinn - 17.04.1945, Side 7
Þriðjudagur 17. apríl 1945.
ÞJOÐVTL JINIÍ
V
Mikkjel Fönhus:
Hrakningar bj órafjöl sky Idunnar%
Skammt frá sá hann unga ösp liggja í snjónum. Hún
hafði verið felld um haustið en börkurinn var ekki
nagaður. Það hlaut að vera góður börkur á henni
Þetta var svo freistandi og bjórapabbi var orðinn svo
svangur, að hann rölti þangað, lagðist á öspina og fór
að naga.
Þetta var meira sælgætið. Hann hafði ekki bragðað
annað allan veturinn en börk, sem hafði legið í vatni
En þetta var nýmeti. Hann tugði ákaft og gleymdi litla
bjórnum á meðan hann var að seðja hungur sitt.
Eftir litla stund rann dagur. Orri vaknaði á stein í
skóginum og gaf frá sér dimm og undarleg hljóð, líkust
búktali.
Sólin skein beint framan í bjórapabba og hann fór
að verða hræddur um sig í birtunni. Enn einu sinni
leit hann á litla bjórinn, sem var fastur við tréð. Svo
labbaði hann niður að ósnum og stakk sér undir ísinn. —
Þrír dagar liðu. Það var komið kvöld.
Lágir skrækir og tíst heyrðist í skóginum. Það voru
nokkrir skjórar, sem sátu á greinum, hölluðu undir flatt,
litu til jarðar, hoppuðu á aðra grein, hölluðu undir flatt.
góndu og skræktu af forvitni. Þetta eru ákaflega for-
vitnir fuglar.
Seinna gat einn þeirra ekki stillt sig lengur. Hann
snaraði sér niður úr trénu og settist á stein. Þá sá hann
loksins greinilega það, sem þeir höfðu verið að gá að
og þótt undarlegt. Ferfætt dýr stóð á afturfótunum
upp við fallið tré og sneri höfðinu ofur hægt í áttina
til skjórsins, sem sat skrækjandi á steininum.
Skjórinn þekkti þennan ferfætling. Það var þessi
náungi, sem hafði vakið hann hvað eftir annað og gert
hann dauðhræddan á nóttunni í sumar sem leið. Hann
felldi tré, svo að brakaði og brast og skjórinn þaut upp
í ofboði.
Skjórarnir héldu áfram að hoppa í trjánum góða
stund. Svo flugu þeir burt hver af öðrum. Sá síðasti
lyfti sér til flugs um leið og sólin gekk til viðar, og
roða sló á brjóst hans, þar sem hann fór yfir trjákrón-
urnar.
En litli bjórinn lét aftur augun.
Hann var orðinn máttvana og sljór. Nú mundi hann
ekki lengur eftir foreldrum sínum og húsinu heima.
Hann langaði ekki í mat og honum leiddist ekki að vera
einn. Foreldrar hans höfðu komið tvisvar, sitt í hvort
skipti, en hann vissi varla af því. Nú fann hann ekki
lengur til í fætinum, sem var fastur. Tíminn leið, en
hann vissi það ekki heldur.
Ehn liðu .þrír dagar.
Norðanstormur þaut í trjákrónunum og beygði þær.
En* milli byljanna réttu þær úr sér aftur.
Refur kom töltandi og sneri trýninu upp í vindinn.
Hann hélt beinni stefnu. Öðru hvoru varð hann að
krækja fyrir stein eða trjárunna. En það glapti hann
'ekki. Hann var óðar kominn í sömu áttina, rétt eins og
hann væri dreginn í bandi.
Refurinn hafði veður af æti og rann beint á þefinn.
Allt í éinu nam hann staðar — stóð grafkyrr um
stund. Mjóu, skásettu augun urðu hvöss og gáðu vel að
því, sem framundan var — því, sem þefurinn var af.
Og refurinn sá það vel, að hér var auðfengin bráð
Bjórinn þarna var dauður.
Johannes Buchholtz:
___
þar að auki fékk hann ævilanga
óbeit á regni og sól,. hvað þá
stormi!
Eftir ferminguna fór Mar-
teinn í menntaskóla. Greifinn
styrkti hann ofurlítið. Hann
féll tvisvar við próf, en að lok-
um náði hann stúdentsprófi
með þriðju einkunn. Þá fór
hann samstundis til Kaup-
mannahafnar.
Síðan hafði Marteinn verið 1
Kaupmannahöfn. Nú var hann
orðinn þrítugur. Á nafnspjald-
inu hans stóð, að hann væri
blaðamaður. Og satt var það, að
hann skrifaði stundum í blöð.
en ágóðinn var. lítill. Marteinn
lifði eiginlega á sparseminni
einni saman, og með því hann
var vel kynntur, hikaði enginn
við að lána honum tvær-þrjár
krónur. Hann kunni bezt við að
vera úti á kvöldin og aðallega
skrifaði hann fregnir frá minni
háttar leikhúsum og skemmti-
stöðum.
„Leikhúsið ,,Skeifan“ mun
frá 15. desember auka hina
hingað til ágætu skemmtiskrá
sína, þar eð söngkonan miss
Ásta Mollison, sem er mjög
fræg erlendis, ætlar að syngja
þar vísur og söngva“.
Þannig var ritháttur Mar-
teins Askeruds, enda hafði
hann ekki beinl'ínis blaðamanna
hæfileika. En hann var sjálfur
innilega feginn og glaður, þeg-
ar hann hafði soðið þessa fregn
saman. Þetta lét vel í eyrum,
fannst honum.
Eigandi „Skeifunnar" var
líka ánægður. Hann bauð Mar
teini til miðdegisverðar ásamt
miss Ástu Mollison, og hún las
handritið af fregninni; hrifin
með hálf lukt augu. Þetta var
yndisleg máltíð. Ásta strauk
hönd Marteins, leit á hann þýð-
ingarmiklu augnaráði og sagði:
„En hvað það er vel orðað
hjá yður: „mjög ftæg erlendis“.
Hún hét upphaflega Ásta
Möller. En Mollisonsnafnið
hafði hún tekið eftir frægri
flugkonu. Það hljómaði betur
en Möller.
Ásta varð þó aldrei háflevg
í sönglist sinni. Aftur á mótv
skapaði hún tímamót í ævi
Marteins.
Marteinn hnippti í Nielsen
stundarkennara, sem borðaði á
sömu matsölu og hann, og
spurði, hvort hann ætti annríkt
— bara augnablik — það var
svolítið sem Martein langaði til
að biðja hann að gera.
Nielsen fór með Marteini
heim til hans. Hann bjó í litlu
lijvistherbergi. Marteinn gekk
fram og aftur um gólfið og var
órólegur í bragði, en Nielsen
sat á brotnum stól og beið.
„Hefur eitthvað leiðinlegt
komið fyrir yður?“ spurði
stundakennarinn. að lokum.
5,Leiðinlegt og ekki leiðinlegt,
eftir hvernig á það er litið. En
það er flókið vandamál — al-
veg sérstaklega flókið. Pabbi er
dáinn og ...“
„Eg samhryggist“.
„Ha, hvað? Það er ekki vfir
neinu áð samhryggjast. Hann
var reyndar faðir minn, svona
að nafninu til. Eg hef ekki séð
hann í fjórtán ár og sakna
hans ekkert. Hann hefur sjálf-
sagt verið orðinn eins og úti-
legumaður. Ef þér haldið að ég
hafi áhyggjur út af dauða
hans,þá skjátlast yður. Hann
lét eftir sig eitthvert drasl, sem
seldist á uppboði fyrir 332 krón
ur. — Og ég er eini erfinginn“.
„Eg samgleðst yður“.
,5Þakk yður fyrir. Eg hef
aldrei á ævi minni átt svona
mikla peninga,' og ef það væri
satt, sem sagt er, að hamingjan
fari eftir auðæfunum, þá væri
ég gæfumaður. En sorg og gleði
haldast í hendur. Arfurinn kom
mér í klípu: Ásta vill að við
giftum okkur“.
„Ásta?“
„Já. Ásta Mollison á „Skeif-
unni“. Hef ég ekki oft sýnt vð-
ur smágreinar^ sem ég hef skrit
að undir alls konar dulnefnum’
Það er ég sem hef komið henni
á framfæri. Það segir hún sjálf
Og ég verð að játa að það er
satt. — Já, í'eyndar var frægðin
ekki langvinn. Henni samdl
ekki við húsbóndann, svo að
hún fór, og síðan hefur hún
hvergi verið beðin að syngja.
En það er einhvern veginn
svona, að hún er mér þakklát
og nú vill hún að við giftum
okkur. Eg var svo vitlaus að
segja henni frá arfinum. En
hún segist elska mig — og það
getur svo sem verið, að hún
segi það satt“.
„En hvaða tilfinningar berið
þér til hennar?“
Marteinn hugsaði sig um:
„Já, — hvað skal segja. —
Ekki hefur hún gert mér neitt“.
. Ætlið þér þá að láta hana
ráða?“
Marteinn kreppti hnefann og
svaraði gramur: „Hún hefui
fengið mig til að lofa því. Mál-
ið er klappað og klárt. Eg stend
við orð mín og það gerir hún
líka. Eg ætlaði ekki að spyrja
yður að því, kæri Nielsen,
hvort yður fyndist, að ég ætti
að giftast Ástu Mollison, heldur
hvemig- ætti að gifta sig. Fólk
heldur, að maður viti allt, af
því maður er blaðamaður. Er.
það er lygi. Eg veit hvert hæfi-
leikar mínir ná — eins^ og
Goethe. Eg er til dæmis sauður
í öllu verklegu. Ekki hef ég
hugmynd um á hverju útvarp
ið byggist — og ég veit heldur
ekki, hvernig hjónabandi er
komið í kring. Eg gæti auðvitað
farið til málafærslumanns. En
hann væri vís til að okra á
mér, af því ég fékk þennan
arf. Þess vegna kem ég til yð
ar. Þér eruð heiðarlegur mað-
ur5 eftir því sem ég hef heyrt.
Og nú spyr ég yður í stuttu
máli: Hvemig á að fara að því
að gifta sig. Eg hef til dæmis
heyrt að ménn verði að ganga
undir eitthvert sálfræðilegt
próf. Er það satt? Eg mundi
ekki standast það. Eg er lit
blindur. En gerir það nokkuð9
Og þessi próf eru líklega bara
fyrir þá, sem giffast í ráðhús-
inu. Ásta vill, að við gifturn
okkur í Frúarkirkjunni. Það á
að vérða þann 18. í næsta mán
uði. En hvers vegna hún velur
þann dag, hef ég ekki hugmvnd
um“.
Marteinn settist á rúmstokk-
inn sinn. Hárið stóð í allar átt-
ir, eins og einhver skelfing
væri á ferðum.
Nielsen stundakennari klór
aði sér bak við eyrað og lofaði
að vera honum hjálþlegur.
3.
Brúðkaupið fór fram 18. júní,
og brúðhjón og svaramenn
gengu inn í lítið kaffihús við
Kongens Nytorv.
Nielsen kynnti hinn svara-
manninn: „Ole Ring, vátrygg-
ingamaður“.
,.En ég kem ekki hingað i
embættisnafni“, sagði Ring og
brosti dauflega.
5,Það vátryggir sig enginn
gegn því sem bíður mín“, sagði
Marteinn. „Gjörið þið svo vel
og fáið ykkur sæti. Eigum við
ekki að fá okkur sódavatn? Það
er hálftími þangað til þetta
byrjar“.
,,Sódavatn!“ sagði Ásta. „Nei.
takk, góði. Portvín!“
Marteinn maldaði í móinn
Hann sagði að portvín væri
ekki hollt, svona að morgunlagi
En Ásta tók fram í fyrir hon-
um:
. Eg verð að fá eitthvað sem
hleypir í mig kjarki. Eg get
sagt ykkur þð, að mér finns'.
ég vera við jarðarför — mína
eigin jarðarför, eða réttara sagt
kviksetningu“.
..Huggaðu þig við, að við
verðum jarðsungin saman",
sagði Marteinn og leit á Niel-
sen í von um samúðarorð.
En brúðurin sagði: ..Það ei
nú hálfu verra“.
„Við skulum ekki velja okk
ur raunalegt umtalsefni. Hjóna-
vígsla á að vera gleðiathöfn“r
sagði Nielsen stundakennári.
„Já, svo ætti það að vera“r
sagði brúðurin.
Marteinn varð hinn versti'
„Má ég spyrja, hver er pottur
inn og pannan að þessu öllu?
Er það ég? Eða ert það þú?“