Þjóðviljinn - 06.05.1945, Side 3

Þjóðviljinn - 06.05.1945, Side 3
Sunnudagur 6. maí 1945 Þ TÓÐVJ LJ 1N N Styrmir: ÚR LÍFI ALÞYÐUNNAR 1 E. H.: Rétiardagur Gangnamennimir höfðu á- kveðið að koma saman í Brekkukoti um tru leytið að morgni, það átti að smala fjöll- in og rétta féð þá um daginn Alls voru fimm menn sem gengu upp á afréttina. Fjallakóngur var Jón bóndi í Brekkukoti, en fjallkóngor er æðstur titill meðal gangna- manra, sama og fararstjóri í ferðalögum. Veðriðvarhið ákjós anlegasta, þurrablástur Allir voru mættir fyrir tíu, þarna voru menn á öllum aldursskeið um, allt frá 16 til 73 ára aldurs. Sá sem var 73 ára hét Dagui . Eg var ekki svo hátt settur að teljast til gangnamannanna, heldur var ég bara snúings- drengur í Brekkukoti. Eg sótti hest húsbónda míns þennan morgunn, eins og endranær, hann var rétt fyrir utan túnið. Hann var dökkrauður með gljóbjart fax, enda hét hann Glói, var góður til reiðar, ekki mjög viljugur en þýður og þæg ur. Hann var mjög styggur, en ég náði honum oftast, enda not aði ég mína aðferð við það. Hún var þessi: Eg læddist aft- an að honum, greip í stertinn og hélck bar þangað til han,i stoppaði. Ekki sló hann, svo þetta var alveg óhætt, enda notaði ég oftast þessa aðferð. Síðan reið ég heim á hlað í einum spretti og lagði á hann. Hundarnir voru í bezta skapi, þeir sperrtu eyrun við minnsta þrusk og fylgdust með öllu sem fram fór. Loks voru allir tilbúnir, og þá var lagt af stað. Allir fóru ríðandi til fjalls, sem var bó nokkur spotti. Hundarnir stukku á undan, langár leiði’’, skimandi og geltandi. Eg fói með upp að fjallinu, því þar átti ég að gæta hestanna. Eg reið fyrir afta’n húsbónda minn. Hann sagði mér sein.ia frá göngunni um fjallið bví ekki fór ég upp. Sú saga var svona: Við .r- um upp Langahrygg og upp fyrir Bungur, en svo skipturr. við okkur í tvo hópá hjá Smala steini. Eg og Dagur gamli fór- um inn í Skál og upp Löngu- brú, einstigi, sem gengið er eft ir upp fjallskollinn). Dagui beið mín niðri, því þar þurfti hans við, til þess að kindurnar færu ekki niður í girðinga, en það voru klettar, sem ekki var hægt að ganga í. Eg fór inn fyrir Þúfu en sá þar enga kind, svo hélt ég yfir að Bláhamri og þar voru sjö kindúr, þrjáv dilkær og einn hrútur. Eg sendi Fróða eftir þeim, (Fróði /a: smalahundur bónda). Þær runnu niður Löngubrú og fram eftir Sauðaggnjgi, því Dagn sat fyrir girðingunum. Síðau fórum við niður á snasir, en þar var margt fé og var nú hópurinn orðinn heldur falleg- ur. Við héldum áleiðis til Smalasteins, en þar áttu hóp- amir að hittast. Allir voru komnir á undan okkur að ste.in inurn og biðu okkar þar. Svo var farið af stað með rekstur- inn niður af f jallinu. Hundarn- ir hlupu í kringum féð þegj- andi, en smalamir hóuðu og hóuðu enda veitti ekki af, þvi féð var svo latt og óvant hreyf- ingunni. Þetta var frásögn hús bóndans. * Nú sá ég hópinn koma niður Langahrygg. Þetta var fallegur hópur, féð stanzaði neðst í Langahrygg, því áin renn .ir beggja megin við hann. Smal- amir hóuðu og hundarnir geltu í ákefð. Hópurinn óð út í ána, sem var mjög djúp, en ekki mjög straumhörð. Lömbin urða hrædd og hlupu upp eftir hryggnum en hundarnir sóttu þau og hröktu út í ána. Nú var hópurinn kominn til min, hver maður tók sinn hest og teymdi á eftir sér nema Dagur serr. reið sínum. Við réttina var margt fólk, allir hjálpuðu til að reka féð inn. Allt gekk vel í fyrstu, en svo hlupu lömbin á fólkið og hópur með þeim, en réttinm var lokað svo féð færi ekki út aftur. Var nú hópurinn, sem slapp sóttur og rekinn á vegg- inn og tókst það vel. Fóru nú allir að kanna féð, hver að gá að sínu og ég líka. Eg var í gúmmístígvélum og heldur en ekki upp með mér af því að geta vaðið í réttinni. Eg var að leita að ánni minni, jú, þama var hún, feit og bústin, en svo fór ég að leita að honum Dorra. en Dorri var hrútur, sem hafði verið í fjósinu um veturinn og verið alinn á mjólk. Eg gaf honum hana alloftast og vor- um við góðir vinir, ég og Dorri, en það kallaði ég hann. Lengi leitað ég um réttina, en fann hann ekki. Eg fór til Jóns bónda og spurði hann eftir Dorra. „Sérðu h'ann ekki, drengur?“ sagði Jón. „Nei“, sagði ég. „Nú, hann er þama fram við hliðið“. „Nei, þetta er ekki Dorri, hann er ekki svona stór“. „Gáðu að götunum á horn- unum á honum“. Eg fór og gerði það. Jú, æjú, þetta var hann, og orðinr, svona stór. Eg hélt hann mundi þekkja mig, stökk niður til hans, tók um hálsinn á hon um og ætlaði að kyssa hann. En fiann var þá alveg búinn að gleyma mér og tók snöggt viðbragð, svo ég datt kylliflat- ur í forina við réttarhliðið. — Eg var eins og skitadi'umbu’' þegar Jón bóndi var búinn að draga mig upp úr forinni. Allir skellihlógu en ég passaði mig Það er sunnudagsmorgunn. Eg vakna er klukkan slær 8 og sólin, sem er komin all hátt á loft, skín beint á andlitið á mér svo að mér ætlar að ganga erfiðlega að opna augun til fulls. Eg minnist þess nú í einni svipan að kvöldið áður var ég búinn að ákveða að far? á fætur; á undan öllum öðrum og niður í á að synda. Ástæðan fyrir því að ég þarf að fara svona snemma er sú, að nú hafa verið sífelldar rigningar und anfama viku og þess vegna mikið hey óþurrkað, og þegar svo stendur á veit bóndinn of- urvel hvað á að gera við gott veður á sunnudögum; honum er alveg sama þótt hann sé að brjóta 3. boðorðið. Og nú er um að gera fvrir mig að vera kominn nógu snemma niður í á, áður en ég verð gripinn til að breiða eða þess háttar. Eftir augnablik ei ég svo kominn út á hlað með handklæði og sundskýlu. Eg teyga að mér hreina loftið í nokkrar sekúndur en hleyp sið- an suður fyrir bæinn og ætla nú ekki að stoppa fyrr en við ána — en nú skeður ólukkan, — ég hef þá ekki verið fyrstm á fætur þennan morgun frem- ur en vant er — þama kemu. húsbóndi minn á móti mér, — og má nú, samkvæmt gamalli að líta ek'ki eftir hrútnum og hljóp beina leið niður að á og skolaði af mér mestu moldi:;... Eg, sem var vanur að sulla í ánni við að veiða og sigl?. bátum, stökk óhræddur út í hyl. En hljóðið sem ég rak upp, þar rétt eins og verið væri að drepa mig, svo fannst mér vatr ið kalt, en það skánaði fljót.t og fann ég minna til kuldans eftir því sem ég var lengur niðri í. Eg þvoði mér rækilega og fötin líka í ánni. en hljóp svo heim í spretti. Þegar heim kom var ég færður í þurr föt og borðaði síðan kvöldmat,. mat urinnn var hafður til snemma svo smalarnir fengju strax að borða begar heim kom. Þetta kvöld sofnaði ég hryeg- ur yfir óförum mínum. — Eg skildi ekki hvemig Dorri gat hafa gleymt vináttu okkar á svo skömmum tíma. viðkynningu, búast við hihu versta. En allt fer þó á betr: veg. Að líkindum hugsar hann eitthvað sem svo, að ég eigi nú að vísu þennan dag sjálfur og það er að öllu leyti betra að fá mig til að vinna með góð i en illu. Hann spyr mig aðeins hvað ég sé að fara, og lítur um leið all ófrýnilega til hand- klæðisins og skýlunnar. , Fara“, endurtek ég eins og mér komi þetta alveg á óvart. „Ekki neitt nema hérna niður í ána“, bæti ég svo við. Seinustu orðin segi ég slitrótt og hálf feimnislega „Ætlarðu þá ekki að hjálpa okkur við heyið í dag?“, segir hann með róm sem hvori tveggja felur í sér í senn á- sökun og beiðni. En ekki vil ég láta undan að svo stöddu, held- ur reyni að afsaka mig með því að enn sé allt of snemmt að breiða vegna þess hve blautt er á. En allar slíkar tilraunir frá minni hálfu hrekur luL bóndi minn með svo mikilli rök vísi að ég sé að öil frekari and- staða er tilgangslaus og höHa því inn í bæ með miður fögur orð á vörunum svo að allt gott fólk flýr frá mér, sumir eftir árangurslausar tilraunir til ..ð stilla mig. Eg sé nú að ekki þýðir annað en að sætta sig við orðinn hlut og borða ég nú hafragrautinn minn með beztu lyst, en gengur samt illa að koma skapinu í fullt jafnvægj. Og sérstaklega gengur mér illa að hætta að hugsa um hvernig ég eigi að hefna þessa ósigurs Og heyið breiði ég án þess ..ð mæla orð frá vörum þótt jafn- vel húsbóndinn reyni með góðu að toga út úr mér orð. t. d um hvort ég naldi ekki að þurrkurinn haldist í allan dag. Þegar búið er að breiða heyið. verður tafarlaust að fara að snúa því. Og nú segi ég mí" fyrstu orð í heyvinnunni þenr. an dag, — það var þegar ég sá að hrífuhausinn minn hafði verið brotinn. Þau voru vist ekki úr guðspalli dagsins og ég ætla ekki að tilfæra þau hér að sinm — í fyrsta lagi af því að ég man þau ekki öll, svo og, að ég veit vart hvort prer.t- svertan er nógu svört til að hún geti táknað þau. Kl. 12 er okkur svo sagt að koma að borða. En í stað að setjast að borðinu eins og kristinn maður, þríf ég nú sund fötin og þýt af stað án þess að svara nokkurum fyrirspumum sem fyrír mig eru lagðar, hvort ég sé nú orðinn'alvitlaus. * Að ö icum iT.íi';.tum liðnurn stend ég á árbakkanum og er að klæða mig úr. Eg þyki:-t viss um að vatnið sé volgt vegna þess hve heitt er nú í veðri. Eg þeyti fötunum utan af mér í allar áttir, stekk að svo búnu fram á fremstu snös- ina, kalla upp: einn, tveir, þrír, svo að bergmálar í klettunum í kring. En nú fyrst bregður mér. Vatnið sem ég hélt að væri svo volgt, reynist ískalt, svo að ég hef aldrei fyiT á ævi minni fundið neitt þvílíkt. Eg tek þrjú eða fjögur sund- tök áður en ég' kemst að bakk ■ anum og skreiðist upp úr. En ég sé að ekki kemur til nokk- urra mála að fara strax heim. Eg mundi verða nóg hláturo- efni í heila viku fyrir allt heim ilisfólkið ef það kæmist upp að ég hefði ekkért synt eftir allt saman. Eg ligg því svolitla stund í brekkunni og læt sól- ina þurrka mig. Að svo búnu klaéði ég mig í og legg af stað heim. Þegar ég kem heim er farið að snúa. Eg er nú kominn í allgott skap og ætla strax ..ð fara að hjálpa fólkinu. En hús- bóndi minn spyr mig nú hvort ekki hafi verið kalt í ánni. „Kalt“, endurtek ég með undr- un, „O, nei, ekki alveg það. Eg hef aldrei synt í ánni svona heitri“, bæti ég svo við. „Ertu þá ekki svangur?“ spyr hús- bóndinn. Hann sér víst á mér að svo er og bætir því við: „Eg held að þú ættir að fara inn og fá þér ofurlítinn matar bita“. „Takk, kannski ég geri það“, svara ég hrærður yfi: hugulsemi húsbónda míns. Eg þýt nú inn í bæ og háma þar í mig steiktan silung og fleira góðgæti. Að svo búnu skálma ég út á tún í bezta skapi, ég fer jafnvel að tala um hvílík blessun það hafi verið af for- sjóninni að senda okkur þurrk- inn í dag. Og nú var stíflan alveg bi'ostin 'úr munninum á mér og enginn setti hana þar $ aftur. * Þegar líða tekur á daginn er farið að hirða. Eg er settur í embætti sem kallað er að vera „hlöðudraugur". Starf hlöðu- draugsins er í því fólgið að ryðja heyinu inn í hlöðuna. Það er oft all erfitt en ég var nú í svo góðu skapi að mér datt ekki í hug að kvarta um erfiði. Fyrst framan af hef ég vel við- og svo mikill er ákafinn að stundum steypist ég inn í hlöð Framhald á 5. síðu. Tveir ungir piltar,' annar 16, hinn lí ára, skipta með sér verðlaununum í dag, fyrir greinarnar ,.Sunnudagu-r um■ hey- vinnutímann“ og „Réttardagur“. Þetta eru yngstu ]>átttakend- urnir sem greinar hafa sent í verðlaunasamkeppnina. Þeir skrifa báðir um sveitavinnu, en gaman vœri að fá líka greinar i verð- launasamJceppnina með lýsingum á lífi ungra verkamanna, sjó- mamia og iðnuðarmanna í bœ og borg. Þar er af nógu að taka. Sendið verðlaunagreinar til ritstjórnar Þjóðviljans, Austur- strœti 12, Reykjavík, og látið fylgja helztu upplýsingar um yklcur sjálf.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.