Þjóðviljinn - 13.05.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.05.1945, Blaðsíða 3
Sunnudagur 13. maí 1945. ÞJÖÐVILJINN 3 var æst og hræðsla í andlitinu. Svo tó’k hún sprettinn og hljóp að húsa'baki heim til sín. ★ -----StúJkan í búðinni hérna við hliðina kom í kalffi til okkar. Það er að segja, hún drakk kakó úr hitaibrúsanu'm sínum, við drukk- um kaffi. Hún er sextán ára, þykir mest gaman af öllu að dansa og er skotin í þremur strákum. Hún er h'láturmild og vill ekki heyra ’ annað en slagara, sæta, dreymandi .slagara og af því að hún er svo góð s'fcúlka, syng ég fyrir hana slagara. Einn af strákunum henn ar er á trollbát og hún spurði hvort ekki sé voðalega vont að vera á trolii í svona v-eðri eins og í morgun. Og svo sagði hún al- m'áttugur ég má ekki vera að þessu hángsi, dokaði samt og bað mig að taka eitt iag. Eg gerði það og svo kvaddi hún með blessi. -----Klukkan var að ganga 6. Eg kom lit úr kaupfélaginu með olíubrúsa. Gamall maður, stuttur | og digur' kom á moti mér. Hann var með ýsu í hendi. Skál, sagði hann og spýtti um leið. Það var mikill Skaði fyrir þá að mi’ssa þennan hershafðingja í Póllandi. Hann hlýtur að ha'fa verið af- bragðsmaður og svona ungur. Já, víist er það slæmt, en maður kem ur i manns stað, sagði ég. Já, þeir deyja ekki úr ráðaleysi héðan af Eússarnir. Það er nú annars meiri dugnaðurinn í því fólki, sagði þessi garnli sjóari, stoltur a'f því hvað hið fjarlæga alþýðu- riki er voldugt. Og svo ræddum við um óstjórn bæjarmálanna og líkurnar fyrir því að fella íhaldið við nœstu kosningar. Við erum báðir bjartsýnismenn í þeim efn- um. Eg skilaði brúsanum heim og gekk siðan á bryggjuna. Bátarnir höfðu flestir farið frá línunni um morguninn og nú voru þeir sem óða'st að koma, bæði þeir sem náð hdföu landi áður ei veðrinú slot aði og hinir sem snúið höfðu við á miðri leið. Allir höfðu náð megninu a’f linunni Eg gekk um þröng húsasiind, fram’hjá daunill um sloíhrúgum og beituhaugum. í einum sungu beitumennirnir há sböfum: Eg elska hafið æst.. Lít- ið hús, niðurgrafinn kjallari — hér er skrifstofa flokksins. Þegar mikið rígnir má synda um her- bergið. Og nú var kolalaust og kalt. Hér sat ágætur vinur minn og las í bók. Síðan tókust viðræð ur. Talið barst að svikaranum, þessum mönnum ðem voru sósíal- istar og kommúnistar, sviku hug- sjón sína og gerðust hreinræktaðir glæpam'enn. Aumkunarverður lýð ur. Tveir félagar komu inn og sleg ið var í léttara hjal, síðan farið .að vinna að skýrslugerð, en það er flokksleyndarmál. Við unnum þangað 'til kona vinar míns kom inn. Henni fanst kalt og ávítaði manninn sinn fyrir að sitja hér frakkálaus. Við fórum út. Nú það var þá svona. Hann var rokinn á útsunnan. Við skildum og ég lof- aði hjónuhum að koma til þeirra mieð gítarinn í kvöld.. Ilann var .orðinn mjög hvass. Þetta er meiri djöfuls hamagangurinn í veðrinu, sagði vinkona systur minnar, ný- gíft kona, barnshafandi. Það er kornið snarvitla'ust veður, sagði ég. Hvernig gekk hjá þínurn manni? háfði hann aila línuna? Já — hann er bara ekki kominn, sagði konan. Jæja, sagði ég og sá nú eftir að hafa talað svona ó- varlega um veðr'ð. Maðurinn hennar er formaður í fyrsta sinn á þessari vertíð. Hún var kvíðin en reyndi að bera sig vel. Hún var hérna hjá okkur a: því að systir mín er vinkona hennar og héðan er stutt niður á bryggju. Eg spurði hvort ég ætti að fara að leita frétta Hún roðnaði ögn, þakkaði mér fyrir og ég fór út. — Söluturninn er fréttamiðstöð und- ir svona kringumstæðum. Þangað er hringt úr öllum bænum og spurt: hvað vantar marga b'áta? hverja? Það vantaði fjóra báta. Þeir sögðu að báturinn sem ég ieitaði að heífði 'haft samband við togara. Eg hélt austur Strandveg inn. Það var komíð myrkur, en ljóstýrurnar köstuðu bjarma á blautan veginn. Það hvein í kof- unum. Á einum stað skrölti járn- plata, sem var í þann veginn að rífa sig lausa. Þegar ég kom að bryggjuhúsinu, rann bátur inn höfnina. Hún rauk eins og lausa- mjöll og ég þekkti ekki bátinn. Sveipirnir æddu hjá, köstuðu til bátunum á höfninni svo það brakaði í festunum og vindgnýr- inn féll og steig og drundi við hús og siglur. Það voru tveir bátar við bryggjuna og þeir næstum hurfu þegar hríðarnar gengu hjá. Eg stóð í skjóli við húsið og var kal't. Maður kom hlaupandi upp bryggjuna. Hann hafði þekkt bátinn, en það var ekki sá sem ég leitaði að. Eg gekk á Skan's- inn. Vindurinn feykti mér til en stafurinn hjiálpaði. Hvað manni finnst maður verða lítill í svona veðri. Af Skansinum var ekkert að sjá nema ljós frá tveim skip- um, sem lágu hér í vari, og ég gekk til baka. Skammt vestan við bryggjuna mætti ég ungri konu. Hefurðu séð stelpulia mína? Nei. Hún fór að gá að honum pabba sínum og ég er orðin dauðhrædd um liana. Og konan hélt áfram og hljóp við fót. Maðurinn henn ar er á einum bátnum sem ókom inn var. Þegár ég kom heim, sá konan strax að hennar bátur var ekki kominn. Þeir hljóta að fara að koma, sagði systir mín Ivon- an var að skoða myndablað. Já, þeir koma bráðum sagði hún. Nokkru síðar kvadli hún og fór. Eftir matinn opnuðum við fyrir útvarpið. Trulflanir. Ómurinn a'f Helga í þingfréttum. Dagskipan Stalíns, en heyrðum ekki á livað hún hljóðaði. Svo biluðu ljósin. Vírarnir slitna oft í svona veðr- um. Kertaljós og stórir skuggar. Eg lét gítarinn í kassan og fór út. Góðar fréttir í Turninum: allir bátar í höfn. Allir gátu brosað að vinum sínum í kvöld.^— Hjón in sem ég minntist á áðan eiga gott heimili. Allt er snyntilegt fágað og fast. Og kvöldið leið við ralbb, söng og kaffidrykkju. Kluklkan hálf tól’f kvaddi ég. Á leiðinni heim flæktist ég hvað eft ir annað í niðurföllnum rafmagns- vírum og ykkur að segja var ég ekkert hrrfinn a'f ]>ví — ég er hræddur við ra'fmagn. Og þegar ég kom heim settist ég við rit- vélina og nú er klukkan að ganga fimm. Kertin sem standa í flösk- um sitthvoru megin við vélina eru að verða útbrunnin og ég orð- inn syfjaður, enda búinn að semja eitt mesta listaverk stríðáranna — Ve. síðast í febrúar. Davíð Stefánssyni veitt sumargjöf Birtingarholts Sumargjöf Birtingaholts hefur verið veitt Davíð Stefánssyni s'káldi. Eins og kunnugt er, stofnaði séra Magnús Helgason sjóð, að upphæð 20.000.00 kr. og mælti svo fyrir, að vextir sjóðsins annað hvert ár skyldu veittir að verð- Iaunum því skáldi, sem frumort hetfði á íslenzku fegurst ljóð á næstliðnum 10 árum. að dómi þriggja manna: forseta Hins ís- lenzka bókmenntafélags, höfuð- kennara í íslenzíkum bókmenntum við Háskóla íslands og kennaran- uim í íslenzku við Kennaraskól- ann í lieykjavík. — Síðast, þegar veitt var úr sjóðnum, hlaut Guð- mundur Friðjónsson skáld á Sandi sumargjöfina. Þeir Guðmundur Ágústsson og Magnús G. Jónsson hafa nú teflt 1. skákina (annar þarf að vinna þrjár) í einvíginu um Reykjavíkur meistaratitiliim. Guðmundur vann. Hvítt: Guðmundur Ágústsson. Svart Magnús G. Jónsson. SHtlLEYJARVÖRN. 1. e4—c5 2. Rc3 Venjulega er leikið Rf3 .........—Rc6 3. d3—g6 4. g3—Bg7 5. Bg2—e6 6. Rf3—Rge7 Þetta er óvenjuleg staða í Sikileyj- artafli. 7. Be3—Rd4 8. Dd2—Rec6 Það hefði orðið hættulegt að hrók færa á undan hvítum, því þá hefði hann getað hafið sókn með h2—h4. 9. o—o —, o—o 10. Rel—Re7 (undirbýr d7—d5) 11. Rdl Hótar c3 og peðsvinning á c5 .....—b6 12. c3—Rdc6 13. Bh6—d5 14. BxB—KxB Biskupsskiptin eru hvítum í hag. 15. exd—Rxd5 Svartur vill opna d-línuna. 16. Re3—Rde7 Ef RxR þá 17. fxR og hvítur fær sterka stöðu á miðborðinu og opna f-línu. 17. Rec2—Ba6 18. Hfdl—Dc7 19. d4—Had8 Svartur virðist nú hafa jafnað stöðuna nokkurn veginn. 20. Hacl!—cxd 21. cxd—Dd6 22. d5—cxd 23. Rxd—De5 24. Rce3—RxR 25. RxR—Re7 Síðustu leikir svarts hafa allir verið hvítum í hag, og eru nú ýmsar hættur á ferðum. 26. f4 Hrekur drottninguna af skálín- unni al—h8 og opnar hana fyrir drottningu hvíts. 27. Dc3f—f3 Betra var að fara með K til h6, þótt það sé ekki fallegt, en þó er sú staða sennilega töpuð líka. 28. Del!! Fallegasti vinningsleikurinn sem völ var á, en um fleiri var að ræða 1 d. Dc7 .....—Rf5 RxR var skárra 29. Rc7 og svartur gaf. Litla krossgátan LÁRÉTT: 1. Þjóðarleiðtogi. — 7. Ró. — 8. Tveir sérhljóðar. — 10. Á fæti. — 11. Fiskur. — 12. .Nútíð (fornt). — 14. Brugg. — 16. Atviksorð. — 18. Verzlunar- mál. — 19. Dvali. — 20. Frum- efni. — 22. Tveir eins. — 23. Krydd. — 25. Vitleysur. LÓÐRÉTT: 2. Einkennismerki. — 3 Fugl. — 4. Gælunafn. —5. Grein- ir. — 6. Hnöttinn. — 8. Matreiða. — 9. Krefjast. —11. Forsetning. - 13. Stúlka. — 15. Ekki sá sami. — 17. Tveir samhljóðar. — 21. Verk- færi (fomt). — 23. Frumefni. — 24. Verklýðsfélag (Ensk skammst.'). í lok fundarins fóru fram kosn ingar. Formáður var endurkos- inn í einu hljóði Gunnar Þor- steinsson. í héraðsdóm var end- urkosinn Pétur Sigurðsson, há- skólaritari, og til vara Þórarinn Magnússon. Endurskoðendur voru kosnir Kristján Ó. Skagfjörð og Har- aldur Ágústsson. í fundarlok tók forseti í. S. í. til máls og óskaði bandalaginu allra heilla og tóku fulltrúarnir undir með ferföldu húrrahrópi. Síðan sleit þing- | forseti þinginu með stuttri ræðu. Handfðaskúlinit gefur ðt .Þrymskviðu' með myndum Á sýningu Handíðaskólans, sem ' nú verður framlengd þangað til í kvöld, eru meðal margs annars sýnd 6 stór vatnslitamálverk af tólf, er nemendur myndlistadeild- arinnar hafa gert af viðskiptum Þórs við jötna og annað illþýði, en fi'á þessum at'burðum segir í hinu forna skop- og ádeilukvæði Þrymsbviðu,- eða Hamarsheimt. Myndir þessar eru með ágætum, sterkar i línum og litum og vitna um mikla hugkvæmni og listfengi. Er í ráði að gefa Þrymskviðu út með öllum tólf mynduuum. V'erður mjög vandað til útgáfu þessarar. Kurt Zier Jistmálari, sem er aðalteiknikennari skólans, he'f- ur skrifað a'llan texta kviðunnar með fögru, fornlegu letri og verða gerð myndamót af letrinu. Á efri myndinni sézt einn vegg- ur sýningarsalarins með þremur áf Þrymskviðumvndunum. Á neðri myndinni er sýnishorn af texta kviðunnar. ÐK Ijonn Jjot ofSó' olisfyrsTDfkDQffT lijkyr niUoki/ jjDotnii mtElifc/ tQ mgi Dtít Öcir íijdkqí —Yimins: Ársþing í. B. R. Ársþing í. B. R. var haldið dagana 21. apríl og 6. maí, í Félagsheimili V. R. Forseti þingsins var kosinn Erlendur Pétursson. Ritarar: Finnbogi Guðmundsson og Jóhann Bern- harð, varaforseti var kosinn Baldur Möller. Formaður banda lagsins, Gunnar Þorsteinsson, bæjarfulltrúi, gaf ýtarlega skýrslu um störf bandalagsins frá stofndegi. Aðalmál bandalags ins voru kaupin á Andrew-höll- inni og var stjórn bandalagsins þakkað eindregið fyrir dugnað sinn í því máli. Á þinginu voru rædd ýmis mál, sem varða íþróttahreyfing- una í Reykjavík, verður bráð- lega gefin skýrsla um helztu samþykktir þingsins. Á lokafundi þingsins á sunnu daginn, kvaddi formaður banda- lagsins sér hljóðs, áður en geng- ið var til dagskrár. Flutti hann snjalla ræðu í tilefni af frelsun Danmerkur og kom með eftirfar- andi tillögu, sem samþykkt var í einu'hljóði og ákveðið að senda sendiherra Dana hér: „Ársþing íþr ó t Ui. ban (lal ag s Reykjavíkur sendir yður og dönsku þjóðinni hugheilar kveðj- ur og árnaðaróskir og samgleðst innilega yfir endurheimtu frelsi dö nsku þjóðarinnar '.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.