Þjóðviljinn - 13.05.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.05.1945, Blaðsíða 8
í tilefni af frelsun Danmerkur og Noregs hefur ríkisstjórnin ákveðið að hefja fjársöfnun til styrktar bágstöddu fólki í þessum löndum. Fjársöfnun þessi, sem kölluð er Landssöfnun, á aðeins að standa yfir í tvær vikur, hefjast á morgun og verða loki^ laug'ardaginn 26. maí. Ríkisstjórnin hefur skipáð 5 manna nefnd, sem skipuð er starfsmönnum stjórnarráðsins til að annast um framkvæmd söfnunarinnar og hefur nefndin fengið Eyjólf Jóhannsson framkvæmda- stjóra til að veita skrifstofu nefndarinnar for- stöðu. Hér fer á eftir ávarp ríkisstjómarinnar við- víkjandi söfnuninni ásamt tilkynningu frá fjár- söfnunarnefndinni: Ávarp ríkisstjórnariimar „Undanfarna daga hafa íslendingar fagnaS því, að bræðra- þjóðirnar í Danmörku og Noregi hafa enduxheimt frelsi sitt. Ríkisstjómin hefur ákveðið að minnast þessara gleðitíð- inda með því að beita sér fyrir skyndifjársöfnun í því skyni að styrkja bágstatt fólk í þessum löndum. Er ætlunin að senda matvörur og klæðnað til Noregs og Danmerkur. Hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til að útvega skip til þessara flutninga. Söfnunin stendur aðeins yfir i tvær vikur, eða til laugar- dagsins 26. maí. Ríkisstjórnin hefur skipað fimm manna nefnd til að annast framkvæmd málsins. í nefndinni eiga þessir menn sæti: Guxm- laugur E. Briam, formaður, Birgir Thorlacius, Bjarni Guðmunds- son, Henrik 3v. iíjömsson og Torfi Jóhannsson. Mun nefndin tilkynna almenningi allt, er varðar tilhögun söfnunarinnar. Ríkisstjómin skorar á alla íslendinga að verða fljótt og vel við tilmælum hennar um fjárframlög". Tilkynning Landssöfnunarnefndar „Með skírskotun til ávarps ríkisstjórnarinnar um söfnun til styrktar bágstöddu fólki í Danmörku og Noregi, tilkynnist eftir- farandi: 1. Söfnunin hefst mánudaginn 14. þ. m. Safnað verður pen- ingum, fatnaði/ og mfcttvörum. 2. í Reykjavík hefur Landssöfnunin opnað skrifstofu í Vonar- stræti 4 og veitir hr. framkvæmdastjóri Eyjólfur Jóhanns- son henni íorstöðu. Skrifstofan er opin frá kl. 10 f. h. til kl. 10 e. h. Símar nr. 1130, 1155, 4203 og 4204. Gefendur eru vinsamlega beðnir að afhenda skrifstof- unni gjafir sínar eða tUkynna henni um þær og verða gjaf- irnar þá sóttar. Einnig veita afgreiðslur blaðanna í Reykja- vík fégjöfum viðtöku. 3. Utan Reykjavíkur munu póstafgreiðslur landsins annast móttöku peningagjafa og fatnaðargjafa. Gefendur utan Reykjavíkur eru vinsamlegast beðnir að afhenda gjafir sínar til næstu póstafgreiðslu eða beint til Landssöfnunar- innar í Reykjavík. Lögreglustjórunum hefur verið falið að gangast fyirr söfn- uninni utan Reykjavíkur". þlÓÐVIUINN Róttæk þjóðfylldngarstjórn í Búlgaríu JJIKLAR breytingar hafa orðið í Búlgaríu síðustu mán- uðina, en þar situr nú róttæk þjóðfylkingarstjórn að völdum. Þjóðfylkingamefndir hafa verið stofnaðar um land allt, og komu fulltrúar þeirra nýlega saman á þing í höfuðborg Búlgaríu, Sofia, og samþykktu ályktun. um starfsemi ríkisstjórnarinnar og þjóðfylkingarinnar. Þingið lýsti fylgi við stefnu stjómarinnar í innan- lands- og utanríkismálum og samþykkti traustsyfirlýsingu til hennar. ® J ÁLYKTUN þingsins segir m. a.: „Frá því að þjóðfylkingarstjómin kom til valda hafa Þjóðverjar verið hraktir úr landinu, gerður vináttusamn- ingur við Júgoslavíu, sem gerði mögulega samvinnu júgo- slavnesku og búlgörsku herjanna í baráttunni gegn Þjóð- verjum, undir forystu rauða hersins, vopnahléssamningar við Bandamenn undirritaðir í Moskva, með beztu hugs- anlegum skilyrðum, en sá samningum batt endi á einangr- un landsins og opnaði leið til heilbrigðrar sambúðar Búlgáríu og lýðræðisríkjanna og þá fyrst og fremst við Sovétríkin. Stjómin gerði viðskiptasamning við Rúmemu og Sovétríkin, og hefur gert ráðstafanir til samskipta við lýðræðisríki, stór og smá: Sovétrlkin, Júgoslavíu, Rúm- enáu, Bandaríkin, Bretland o. fl., hefur lagt áherzlu á að styrkja vináttuböndin við Sovétríkin og nána samvinnu við Júgoslavíu og önnur grannríki. í innanlandspólitíkinni hefur þjóðfylkingarstjómin tryggt búlgörsku þjóðinni fyllstu lýðræðisréttindi, leyst upp fasistaþingið og numið úr gildi kúgunarlög þess, pólitískir fangar hafa verið leystir úr haldi og stríðs- glæpamenn dregnir fyrir lög og dóm. Verið er að hreinsa fasistisk öfl úr starfsmannakerfi ríkisins og komið upp vopnaðri alþýðulögreglu sem tryggir viðhald lýðréttinda Búlgaríu. JjINGIÐ kaus miðstjóm þjóðfylkingarinnar og er hún þannig skipuð: Georgi Dimitroff, Vassili Kolaroff, Traico Kostoff og Tsola Dragoitseff (Frá Verkamannaflokknum); Nikola Petkoff, Alexander Oboff, Kristo Strateff og Stefan Tonkeff (frá Bændasambandinu); Kímon Georgi- eff, ívan Karisanoff, Vassili Júrúkoff og Adam Trinka (frá þjóðflokknum Sveno); Kosta Lúlkoff, Dimitri Búdúi- off, Dimitri Bratanoff og Sdravko Mitovskí (frá Sósíal- demókrataflokknum). • J^EORGI Dimitroff, búlgarski kommúnistaleiðtoginn, sem hlaut heimsfrægð í málaferlunum út af þinghús- \ brunanum og varð forseti Alþjóðasambands kommúnista, er talinn með áhrifamestu stjórnmálamönnum hinnar nýju þjóðfylkingarstjórnar í Búlgaríu. Stjórnin hefur endur- skipulagt herinn sem yer landið og berst fyrir því að hrekja Þjóðverja af Balkanskaga og fyrir úrslitasigri Bandamanna. Kynþáttalög nazista hafa verið numin úr giidi og þjóðemisminnihlutanum tryggð full þegnrétt- indi, viðurkennt hefur verið jafnrétti kvenna og karla á öllum sviðum þjóðlífsins. Lög hafa verið sett um bar- áttu gegn fasismanum, fjármálum ríkisins komið á heil- brigðan grundvöll og verið er að undirbúa almennar kosn- ingar til lýðræðisþings“. Ályktuninni lýkur með því að vottað er þakklæti búlgörsku þjóðarinnar til sovétþjóð- anna og rauða hersins, sem átt hafi úrslitaþátt í lausn Búlgaríu undan oki nazismans. Frá sýningu Handíðaskólans Brynjólfur Bjarnason mennta- málaráðherra og frú hans heim- sótitu sýninguna á föstudag og dvöldu þar nokkra stund. Lauk ráðherrann lofsorði á sýnisgripina og þann árangur, sem skólinn hef- ur sýnt með starfi íinu í vetur. í lok heimsóknarinnar bað skóla- stjóri þau hjónin að velja sér eina mynd til minningar um heimsókn- ina og völdu þau hússteikningu tíftir Pétur Sigurðsson nemanda í myndlistadeilld. Hvítasunnuför Sósí- alistafél. qg Æ.F.R. Undanfarin ár hefur Sósíal- istafélagið í Reykjavík og Æskulýðsfylkingin gengizt fyrir skertrmtiferðum og hafa þær orðið mjög vinsælar. í sumar verður fyrsta ferðin farin um hvítasunnuna, til Vík- ur í Mýrdal og undir Eyja- fjöllin. Lagt verður af stað frá Skóla- vörðustíg 19 laugardaginn fyrir hvítasunnu kl. 4 e. h. og verður. ekið til Víkur um kvöldið, með viðkomu einhversstaðar á leið- inni til kaffidrykkju. Gist verð- ur í skólahúsinu í Vík. Þeir sem vilja geta fengið fæði á hótelinu þar. Á hvítasunnudag verða skoð aðir helztu staðir í nágrenni Vík- ur og skemmt sér á annan hátt. Hljóðfæraleikarar verða með í förinni. Á hvítasunnudagskvöld verð- ur ekið að Skógarfossi og slegið þar tjöldum. Annan dag hvíta- sunnu verða skoðaðir ýmsir fagr- ir staðir undir Eyjafjöllum. Með í förinni verður þaulkunnugur maður, sem landkynnir. Síðdegis á annan í hvítasunnu verður ekið af stað til Reykja- víkur. Þeir, sem hafa í hyggju, að taka þátt í förinni, ættu ekki að láta dragast að kaupa farmiða. Þeir fást á Skólavörðustíg 19 í skrifstofu Æskulýðsfylkingar- innar og kosta 80 krónur. í dag verður skrifstofan opin frá kl. 2 til 7 e. h. Ferðanefndin. Aukaskammtur af amerísku sm jöri Viðskip tamál-aráchmey tið hefur gefið út rcglugerð um viðbótar- skammt af amerísku smjöri, tíl viðbótar við það sem áður var á- kveðið að úthluta af þeirri vöru. Samfcvæmt þessari ákvörðun í'áðuneytisins verður afhent eitt enskt pund (453 gr.), auk þeirra 2 ensikra punda sem útMutað er samkvæmt fyrri ákvörðun. Gildir þessi innkaupaheimild til 1. sept. þ. á. Skömmtunarskrifstofa ríkisins setur nánari reglur um úbhlutun- ina. • Landssöfnuninni haf a þegar borizt 385 þúsund krónur Framlcvœmdanefnd Landssöfn- unarinnar til hjálvar Dönum og Norðmönnum hefur tjáð Þjóðvilj- anum, að þegar séu famar að ber- ast gjafir til söfnunarimvar. Ilafa tilkynningar um gjafir að upphœð 385 þúsund krónur, borizt nefnd- inni, frá Reylcjavíkurbœ og noklcr- um útgerðarfélögum. Borgarstjóri Reykjavíkur hefur tj*áð nefndinni að bæjarsjóður Reykjavíkur muni leggja fram 100 þúsund krónur til söfnunar- innar, en eins og kunnugt er hefur bæjarsjóðúr áður ,agt fram 100 þúsund krónur tíl Noregssöfnun- arinnar. Þá höfðu nefndinni borizt í gær- kvöld tilkynningar um gjafir frá elftirtöldum ú tgerðarfélögum: Kvtíldúl'fur h.f. 100 þús., Bæjar- útgerð Hafnarfjarðaí’ 50 þús., Ein- ar Þorgilsson & Co. h.f. 20 þús., Askur hi. 15 þús., Fylkir h.f. 15 þús., Htílga'fell h.f. 15 þús., Hrafna- Flóki h.f. 15 þús., Vífill hf 15 þús., Engey li.f. 10 þús.. Max Pember- ton h.f. 10 þú's., Viðey h.f. 10 þús., Hrönn h.f. 10 þúsund. Samtals 285 þnsund krónur. Auk þess hafa fleiri útgerðarfé- lög tjáð nefndinni að vænta megi gjafa frá þeim. En í gæi-kvöld ha'fði ekki tekizt að ná saman öll- um stjórnarmeðlimum til að talca lokáákvarðanir þar um. Það er auðsætt af þessum fyrstu gjöfum til söfnunai innar, að hún muni bera góðan árangur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.