Þjóðviljinn - 13.05.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.05.1945, Blaðsíða 1
10. árgangur. Sunnudagur 13. maí 1945 105. tölublað. Wamaia ue Efii íil flusHlu Síglíngar á heíffnahöfum Japana lamaðar effír árásír bandarísbra hafbáfa í gær hófust herflutningar, sem ekki eiga sinn líka í sögunni, er fyrstu Bandaríkjahersveitirnar lögðu af stað frá stöðvum sínum í Evrópu áleiðis til vígstöðva Austur-Asíu. Tilkynnt var \ gær, að af þeim SVz milljón Banda- ríkjahermanna, sem nú dvelja í Evrópu, fari 3.100.000 til Asíu, en um 400 þúsund verði eftir til að gæta þess hluta Þýzkalands, sem Bandaríkjamenn hernema. Meginhluti Bandaríkjahersins fer til Austur-Asíu- vígstöðvanna yfir Ameríku, en ýmsar sérfræðingasveit- ir fara með skipum stytztu leið. Fara þær sveitir um Marseille, en herinn, sem fer yfir Ameríku, stígur á skipsf jöl í Lettavre, Cherbourg og Antwerpen. Þýzku hafnirnar verða eink- um notaðar á næstunni sem inn- flutningshafnir, bæði til að flytja Bandamannaherjunum í Þýzkalandi birgðir og matvæla- f lutninga til meginlands Evrópu. Komið verður upp miklum æf- ingarstöðvum í Evrópu, þar sem hermennirnir fá þjálfun í ýmsu er lýtur að Asíuhernaði. ÞRENGIR AÐ JAPAN Undanfarnar vikur hefur Bandaríkjaflugherinn unnið að því að lama siglingar Japana á höfunum kringum Japan, og orð- ið mikið ágengt. Risaflugvirki hafa lagt sprengi duflabelti fyrir helztu hafnar- borgir Japans, svo kerfisbundið, að siglingar Japana eru allar að komast á ringulreið. • Á Mindanao (Filippseyjum) og Okinava (Ríú-kíú-eyjum) / Júgoslavar telja Horthy óg Bardossi stríðsglæpa- menn og heimta þá framselda Júgóslavneska stjórnín hefur krafizt þess að Horthy, fyrrver- andí einvaldsherra Ungverja- lands, og Bardossi, fyrrverandi forsœtisráðherra, verði fram- seldir sem stríðsglœpamenn. Saka Júgóslavar þá um ábyrgð á fjöldamorðum er ungverskt herlið framdi í þeim héruðum Júgóslavíu, sem Ungverjar her- . námu, en þar voru myrtir um 20 þúsund manns. Krafan um framsal þeirra Horthys og Bardossis var gerð eftir að nefnd sú, er rannsaka á stríðsglæpi í Júgóslavíu, hafði skilað áliti. vinnur Bandaríkjaher á í bar- dögum við japanska herinn. ERU JAPANAR AÐ ÞREIFA FYRIR SÉR UM FRIÐ? í Washington hefur komið á kreik orðrómur um friðartilboð frá Japönum, að pví er fréttarit- arar skýra frá. Sagt er að tilboð þetta bygg- ist á því, að Japanar bjóðast til að kalla her sinn heim úr öllum þeim löndum sem þeir hafa her- n'umið, ef Bandamenn samþykki að hernema ekki heimaland Jap- ana. Það fylgir fregninni, að ekki verði rætt við Japana á öðrum grundvelli en skilyrðislausri uppgjöf. JAPANSKA STJÓNIN NEIT- AÐI HITLER UM LANDSVIST, SEGIR BREZKT BLAÐ Enskt blað skýrir frá, að jap- anska stjórnin hafi neitað Hitler og nokkrum öðrum æðstu naz- istum um landsvist, af ótta við að það kynni að ýta undir þátt- töku Sovétríkjanna í Asíustríð- inu. Segir blaðið, að á neðanjarðar- flugvelli við Berlín hafi síðustu mánuðina beðið flugvél af nýrri gerð, sem hinn frægi, flugvéla- smiður prófessor Willy Messer- schmitt hafi látið byggja í Fokke Wulf verksmiðjunum. I slíkri flugvél hefði reyndur þýzkur flugmaður, Paul Boltze, flogið án viðkomustaðar hálofta flug til Tokíó, og átti hann að fljúga með Hitler til Japan. Að- eins fimm slíkar flugvélar voru smíðaðar, og voru allar í eign æðstu manna nazistaflokksins. Hugmynd nazistaforingjanna var að mynda þýzka „útlaga- stjórn" í Japan. En japönsku stjórninni leizt ekki á þessar fyr- irætlanir og harðneitaði að taka við nazistaleiðtogunum. JAPANAR SYRGJA ROOSEVELT Það þykir einnig benda á ótta Japana við framtíðina, að jap- anski forsætisráðherrann, Su- zuki flotaforingi, lýsti yfir „djúpri samúð" með Bandaríkja- mönnum í tilefni af dauða Roosevelts forseta. SENDIHERRA JAPANA í BERLÍN HANDTEKINN Osima hershöfðingi, sendi- herra Japans í Berlín, hefur Ver- ið handtekinn af Bandamönnum. Ásamt sendiherranum voru 130 starfsmenn japanska sendi- ráðsins handteknir. Ægilegar fangabúð- ir f innast Herlið úr 7. Bandaríkjahern- um hefur náð á vald sitt einum fangabúðum enn, í Ebensee, skammt frá Sálzburg. Liðsforingi sá, er stjórnaði töku fangabúðanna, segir að meðferð fanganna í þeim hafi verið svo hryllileg,* að hvorki Dachau né Buchenwald jafnist á við það. í fangabúðum þessum voru pólitískir fangar frá ýrhsum Evrópulöndum. 700 þús. fangar á f jórum dögum Enn barizt í Tékkoslovakíu Sovétherstjómin birti enn hernaðartilkynningu í gær. Seg- ir þar að síðustu fjóra daga hafi 700 þúsund þýzkir hermenn gefizt upp fyrir sovéthernum og verið teknir til fanga. Meðal þeirra eru 63 hershöfðingjar. Enn berjast þýzkar liðssveitir í Tékkoslovakíu, en sovéther- inn vinnur skipulagsbundið að útrýmingu þeirra, og verður vel ágengt. Tékkneska ríkisstjórnin hélt í gær fyrsta fund sinn heima í höfuðborginni Prag. Sjöundi Bandaríkjaherinn hefur enn tekið margá hátt- setta nazistaleiðtoga höndum, þar á meðal Walter Funk og Dietrich hershöfðingja. Ólafur krónprins að koma til Noregs Ólafur krónprins, yfirhers- höfðingi Norðmanna, er að koma. heim til Noregs, og var í gær uppi fótur og fit í Osló við að undirbúa komu hans. Nefnd þýzkra foringja úr hern- um í Noregi komu i gær flugleiðis til Skotlands .til að skýra frá hvemig 'her Þjóðverja væri dreift um Noreg og hvar tundurdufla- svæðin séu meðfram ströndinni. Formaður nefndarinnar er Kriiger höfuðsmaður. Er búizt við að viðtöl Bandamannaforingja við þessa þýzku nefnd muni standa nokkra daga, og upplýsingarnar sem með því fáist, muni verða til að auðvelda og flýta fyrir afvopn- un þýzka hersins í Noregi. í Oslóarfregn segir, að þýzki herinn haldi yfirleitt uppgjafar- skilyrðin. Á nokkrum stöðum, þar á meðal í Kristiansand. reyndu liðlssveitir nazista að eyðileggja mannvirki, en sveitir úr norska heimahernum hindruðu þ'að. SEIP í OSLÓ. Prófessor Seip, rektor háskó'l- ans í Osló, kom þangað í gær, og fögnuðu stúdentar og háskóla- kennarar honum með móttöku í háskólanuih Danir fagna sovét- liernum Rússneskt herlið er komið til Borgundarhólms, og hefur af- vopnað þýzka herinn, sem þar var. Sovéthershöfðinginn, sem er fyrir þessu liði, fór í gær eft- irlitsför um eyna, og fögnuðu í- búarnir honum alstaðar þar sem hann kom. Tjarnarboðhlaup K.R. Tjarnarboðhlaup K. 11. fer fram í dag og hefst k'l. 3.15 e. h. 5 sveit- ir taka þátt í hlaupinu: tvær i'rá K. R., tvær frá í. R. og 1 frá Ár- manni. Alls 50 manns. Hofst hlaup- ið við Bindindisíhöllina os, verður hlaupið umhverfis Tjörnina, sam- tals 13?0 metra, og staðnæmst við Barnaskó'lann. Montgomery fagnað í Kaupmannahöf n Montgomery marskálkur kom til Kaupmannáhafnar í gær, og ræddi við Kristján konung og Buhl forsœtisráðherra. Þrettán þúsund danskir heima hermenn höfðu raðað sér upp meðfram götunum sem Mont- gomery fór um á leið frá flug- vellinum að hótelinu, og fagn- aði mannfjöldSinn honum með húrrahrópum. Buhl forsætisráðherra, Ole Björn Kraft og Christmas Möll- er tóku á móti Montgomery og bauð forsætisráðherrann hann velkominn til Kaupmannáhafn- ar en Montgomery þakkaði með nokkrum orðum. Borgin var öll fánum skrýdd í tilefni af komu hershöfðingj- ans. Liggur við hungurs- neyðíHollandi / Hollandi blandast fögnudurinn yfir fengnu frelsi áliyggjwnum vegna miatarskorts sem er svo al- varlegur, að víða liggur við hung- ursneyð. Rauði krossinn. bæði hollenzka deildin óg erlent starfslið reynir að bæta úr mestu neyðinni. Fjöldi fólks hefur dáið úr hungri, en það er helzt fólk sem búið hefur eitt sér, og ekki haft samband við aðra eftir að það var orðið svo lasburða að það gat ekki borið sig eftir þeirri 'litlu fæðu sem fáan'leg var. Brauðskammtur hvers manns í Hollandi er nú 400 gr. á viku, en álíka mikið lætur Rauði krossinn í té. Kjötskammturinn er 25 gr. á viku. Ðánartaila barna og gamals fó'lks hefur stórhækkað í Hollandi síðustu mánuðina. Kafbátarnir tínast fram Þrettán þýzkir kafbátar hafa komið til brezkra hal'na, einn til hafnar í Kanada, annar er væntanlegur til Nýja-Sjálands, og einn hefur leitað hafnar í Gibraltar. Frakkar hafa tilkynnt, að í höfum á Atlanzhafsströnd, sem franski herinn er nýbúinn að taka, hafi náðst þrír kafbát- ar og 20 lítil herskip þýzk. I brezkri fregn er talið lík- legt, að einhverjir af þýzku kaf- bátunum reyni að komast und- an til Japan. Lík Jóns Sigurðs- sonar f undið Líic Jóns Sigurðssonar kaupfé- lagsstjára frá Djúpavogi, sem hvarf héðan úr bœnvm 5. marz s.l., fannst í fyrradag við hafnargarð- inn er liggur austur frá Örfirisey. Tveir drengir fundu. líkið, þar sem það var skorðað í urðinni við' garðinn. Enginn áverki var á lík- inu og fötin óákemmd. Skjöl voru í vösunum, þ. á. m. sparisjóðsá- vísunarbók, tékkhefti o. fl. smá- vegis. Peningar fundust engir, enda var talið ful'lvíst að Jón heitinn heffði enga peninga haft á sér er hann hvarf. fs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.