Þjóðviljinn - 13.05.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.05.1945, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 13. maí 1945 Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, Ritstjórí og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218b. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Útí á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Vílángsprent h.f., Garðastrœti 17. MORÐFÉliA&I EYTT Hvað verður með bankavaldið? Hugmyndir þær, sem Nýbyggingarráð liefur komið fram með um byggingu allmikils útgerðai'bæjar á Skagaströnd, hafa mæl.st jmjög vel fyrir. Það er engum eia bundið, að margt færi miklu betur úr hendi en ella, ef ráðist væri í það samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun að byggja slíkan bæ frá grunni: rbúðarhús, atvinnufyrirtæki og lífsþæg- indi þau, sem fást fyrir opinberar íramkvæmdir, — en ef bær er látinn byggjast af handaJhúfi og vanefnum. En það, sem þarf til þess að hægt sé að framkvæma svona stórvirki og önnur, er m. a. fjármagn. Það fjármagn, sem þarf, er til í landinu. Það er undir stjórn ríkisvaldsins. Það er nóg af því, svo mikið, að bankarnir vita ekki nvað þeir eiga við það að gera. En aðalbankavaldið í landinu: Landsbankastjórn og Landsbankaráð, halda að sér höndum og gera ekkert, — eða jafnvel bölvun. Útgerðarmenn vilja byggja sér vélbáta. En bankavaldið, sem fær allt sitt fé frá útgerðinni, þegar öllu er á botninn hvolft, neitar að lána til bátabygginga. Bankava'ldið stuðlar beint og óbeint að dýrtíðinni í landinu, m. a. með sínum háu vöxtum og röngu lánapólitík. Það er t. d. vart hægt að hugsa sér vitlau'sara en þegar menn geta ekki fengið almennileg lán út á hús hjá bönkunum, sem hafa þó yfrið aóg fé, — en verða að fara til okrara, til að fá lánað fé, meðan meiri hluti af innlögum í bönkunum f'æst ekki ávaxtaður. Og við hverju betra er að búast en slíkum aðförum, þegar rneiri- hluti bankaráðs Landsbanka -Islands er samsettur af mönnum eins og Jóni Árnasyni, Jónasi frá Hriflu og Jónasi Guðmundssyni, — og Vil- hjálmur Þór einn bankastjórinn!! Hvað á þetta ástand lengi að viðgangast? Hvað á coca-cola-klíkan lengi að fá að þvæiast fyrir framfaraviðleitni íslenzka sjávarútvegsins? Bankastjórnin í hverju því landi, sem ætlar sér að vinna mikia hluti, er næstum því eins þýðingarmikil og rfkisstjórnin sjálf. íslenzka þjóðin á bankana. Hún ábyrgist sparisjóðsinneignir þeirra og velferð hennar er undir því komin, að bankapólitíkin sé rekin mcð hagsmuni hennar sem heildar fyrir augum. íslenzku bankarnir eru upphaflega skapaðir einmitt með það fyrir augum að koma af stað mikilli útgerð á íslandi. Brautryðjendum á sviði okkar bankamála, eins og Tryggva Gunnarssyni, var það Ijóst, að þjóðinni reið á því að þar væri vel og djartflega unnið. Og bankarnir voru einmitt stoð íslenzkri útgerð í byrjun aldarinnar. Aldrei hefur það verið Ijósara én nú íslenzku þjóðinni, hve mikið hún á undir aukningu útgerðarinnar. Aldrei hefur hún verið samhent- ari uin þá aukningu en nú. Og aldrei héfur hún haft betri aðstöðu út á yið, — með 560 milljón króna inneign edendis. Hvað myndu þeir brautryðjendur, sem um aldamótin byrjuðu með tvær hendur tómar, hafa sagt við svona mögúleikúm? En mennirnir, sem nú sitja í sæti Tryggva Gunnarssonar, virðast hafa tekið scr eina smágrein Vísis til leiðbeiningar í fjármálum lands- ins, — greinina, sem segir: að það sé glæpur, launráð og svikráð við þjóðina að fara nú að kaupa atvinnutæki til landsins. En hve Iengi eiga þeir menn að ráða bankapólitík landsins, sem virðast, eftir aðgerðáleysi þeirra að dæma, álíta, að það sé glæpur að framkvæma stefnu þings og þjóðar, stefnu ríkisstjórnarinnar í fjár- máium landsins. Ægilegasta plága sem gengið héfur yfir mannkyr.ið frá því sög- ur héfjast hofur verið stöðvuð. Og svo brá við, að þegar upp kom plága 'sem smækkaði öll fyrri slys mannkynsins, þá var það ekki náttúruskaði eins og jarðskjálftar og flóð, eða landfarsótt orsökuð a'f sýklum, heldur úrættun mann- legra siðferðishugmynda og vísvit- andi afneitun þeirra. Þessi plága var fásisminn. Við sáum þessa stefnu eflast. Hún var í fyrstu hugsuð og boð- uð sem rökrétt vörn auðvaldsins gegn verkalýðnum í löndunum þar sem hún átti upptök sín, en fyrr en varir var hún orðin bamtta gegn öllu mannkyninu. í Þýzka- landi verður hún jafnsnemma bar- átta gegn þýzkum verkalýð og þýzkri menningu. Um leið og hún sigraði í Þýzkaland! var hún orð- in heimsafl sem miðaði að því að útþurrka sjálfstæði allra landa, kúga almenning a'Ilra þjóða. Hvar sem þessi stefna náir að brjótast fram er hugsjón hennar morð og eyðing. Þeir sem aðihyllast hana eru kallaðir útvalinn kynstofn og herrafólk, en allir aðrir menn skulu ýrnist verða mvrtir eða gerðir að þrælum. Fasistar voru reiðubúnir að leggja á sig hverskonar erfiði, æða þúsundir mílna ef þeir höfðu von um að hitta þar fyrir barn sem hugsaði öðruvísi en Jieir, svo þeir gætu myrt það. Já, þeir voru reiðubúnir að þramma syngjandi á veraldarenda í þeirri hamingju- von að finna enn eitt hús sak- lauss fólks til að brenna. 1 Júgó- slavíu myrtu þeir þrjár—-fjórar milljónir manna. Þeir myrtu tíu milljónir Pólverja. Þeir eru valdir að dauða upp undir tuttugu millj. manna í KJáðstjórnarríkjunum. Einn fasistalæknir hálærður þýzk- gáfumaður, m.yrti með eigin þeim líkar betur eða ver. Því að- eins er morðið hugsjón fasismans, að fasisminn er svar við þeirri kenningu, sem táknar líf þjóð- anna: sósíálisminn táknar líf þjóð- anna. Fasisminn á Ítalíu, og síðan í enn ríkara mæli fasisminn í Þýzkalandi, var svar auðvaldsins í löndum þessum við hinum sigr- andi sósialisma þessara þjóða; bar- átta fasista í Mðum þessum lönd- um beindist gegn sósíalismanum frá upphafi, og þá vitaskuld fyrst og fremst gegn þeim öflum hinnar sósíalistisku hreyfingar, sem sterk- uSt voru og virkust, verklýðsfélög- unum og hinum róttæku stjórn- málalflokkum, kommúnistum og sósíalistum. Óðar en fasistaflokk- arnir gátu komið sér við í milli- ríkja'stjórnmálum víkkuðu þeir grundvöll þessarar starfsemi, hófu þá stjórnmálastefnu á alþjóða- mælikvarða, sem þeir höfðu áður tíðkað innan lands. Eins og í inn- anríkispólitíkinni áður beindu þeir utanríkispó'litískum aðgcrðum sín- um nú gegn þeim öflum verklýðs- nærri að vestan, að þeir gætu gef- izt upp fyrir þeim; síðustu daga stríðsins flúðu þýzkar fasistasveit- ir hundrað þúsundum saman, og ýmsir illræmduí l.u fasistaforingjar, á vafd engilsaxnesku herjanna og grátbáðu þá að forða sér undan rauða hernum, rétt eins og þeir álitu að herir vesturveldanna væru cinhverskonar elsku mamma. Þetta morðfélag, þýz'ku fasist- arnir, vöruðu sig ekki á, að í bar- ábtu sinni við sósíalismann hafði annar aði'li komið til skjalanna, sem var enn sterkari en sósíalism- inn, og það var sjálf samvizka heimsins. Leiðtogar engilsaxnesku stórveldanna, menn eins og C'hur- chill og Roosevelt, og þau öfl sem stóðu á bak við þá í þessum tveim höfuðríkjum, hafa verið fulltrúar fyrir samvizku heimsins, ímynd þeirrar réttlætiskenndar sem er mannikyninu samgróin, og er ofar öllum stéfnum, hverju nafni sem þær nefnast: sérhvert siðað ríki hlaut að bregðast eins og engil- saxnesku ríkin við þeirri uppreist .v.w.w.v.w.-.-.-.-.-.v-.-. Ræða- HALLDÓRS KILJANS LAXNESS á fundí sósialísfa, frídardagínn u r hendi 21 þúsund manna í einni morðverksmiðju fasis'ta í Póllandi, — að sjáffs hans sögn, af því þetta fólk hafði ekki nægnn stjórnmála- Jiroska til að skilja fasismann. Og Jiegar Jiar kom, að farið var að torvelda fasistum að myrða fólk cða lineppa J>að í þrældóm, þá var hinn kostur þeirra sá að drepa Ifa sig. Þegar siðferðisvitund heimsins hafði kailað allar Jijóðir til varnar gcgn Jæssu ailsherjar morðfélagi, J>á fyrirskipuðu for- ingjarnir meðlimunum sjálfsmorð. Mikið af vörn fasista síðustu miss- erin héfur í rauninni ekki verið annað en sjálfsmorð. Þegar komið var í óvænt efni í einhverju vígi eða borg urðu æ tíðari skipanir foringja þeirra, að þeir skyldu halda áfram að veriast unz enginn maður stæðí lengur uppi. Þessir vanskapningar nátiúrunnar end- uðu feri'l sinn með því að mvrða börri sín, eins og Göbbels. Fasisminn er frá upþhafi hugs- aður, skipulagður og framkvæmd- ur sem svar við sósíalismanum.. Hann er rök auðvald'sins gegn sósíalismanum í löndum, þar sem ónnur rök eru þrotin. Svar við sósíalismanúm }>ýðir á vorum dög- um svar við verkalýð heimsins/ barátta gegn sósíalismanum bar- átta gegn verkalýðnum, því sósíaL isminn er orðinn málstaður verka- lýðsins ■ um allan heim; og þetta verða menn að sætta sig við hvort hreyfingarinnar, sem sterkust voru og virkust á alþjóðlegum vett- vangi, en það var auðvitað fyrst og fremst hið sósíalistiska verk- Iýðsríki, Ráðstjórnarlýðveldin. Þau voru hötfuðóvinurinn. Þau voru óvinur númer eitt. Þau voru slí'kur óvinur, að fasistum datt ekki í hug að telja nein önnur ríki raunverulega óvini. Þeir litu á bar- áttu Vesturveldanna við sig í upp- ha'fi styrjaldarinnar sem nokkurs- konar smekklaust gaman frá þeirra hálfu og annað ekki. Þegar þeir báðu með flíruskap um griðasátt- rná'la við Ráðstjórnarríkin, og fengu hann„ 1939, \ar það gert til að geta í betra tómi undirbúið hergönguna til austurs, um leið og þeir lykju við að koma á kyrrð vestanmegin. Svo sannfærðir voru þeir um að vesturveldin væru að- eins annars eða þriðja flokks óvin- ur, að áður en þeir gerðu árásina á höfuðóvininn, Ráðstjórnarríkin, héldu þeir enn að sættir væru auð fengnar í vestri, og sendu í þeirri bjargföstu Irú einn hötfuðpaurinn úr innsta hring morðfélagsins Rudolf Iless, til Englands, til að koma vitinu fyrir enska stjórn- málamenn, sem Jieir enn töldu nokkurskonar vini sína, og fá þá til að láta brezka herinn halda að sér höndum meðan þeir réðust á Ráðstjórnarríkin. Og enn, síðustu dagana, í dauðateygjum þýzka fas- istaríkisins, álíta fasistaforingjarn- ir Ráðstjórnarríkin s'Mkan hö'fuð- óvin, og Vesturveldin slíkan ann- irs eða Jiriðja fIo>kks óvin, að þeir skipa herjum sínum að flýja til vesturs, en verjast til austurs, með ’þeim árangri að enn, daginn eftir uppgjöfina, héldu þeir áfram að berjast við rauða herinn í Tékkóslóvakíu, samkvæmt Jieirri skipun foringja sinna að verjast Riússum að austan þangað til Bandaríkjamcnn væru.komnir svo að startfa í morðverksmiðju. gegn náttúrulögmálum mannlegs siðferðis, éf svo mætti segja, sem tasisminn táknaði. En, sem. sagt, þessum hernaði fasista gegn samvizku heimsins, gegn ö'llum mannlegurii siðferðis- hugmyndum, er lokið. Þessu morð- félagi hefur verið eytt. Það hefur tekizt að stöðva þessa ægilegustu plágu, sem gengið hefur yfir mann- kynið. Fasistar Þýzkalands hafa lokið ferli sínum með Jiví að myrða sig s.jálfa og sín eigin börn. En }>ótt fasrsminn hatfi verið brotinn niður sem heimsvald eig- um við vafalaust eftir að sjá hann gera tilraunir til að koma undir sig fótum á ný í mörgum löndum. Hann mun birtast í ýmsum mynd- um, allskonar nýu gervi, undir loklkandi nöfnum og ein'kunnar- orðum. Dulbúnir fasistar munu reisa flokka og hefj? baráttu gegn verkalýðnum eins og áður, ef til vill undir einkunnarorðinu: allt fyrir verkalýðinn; eða: allt fyrir bændur. Þeir munu hefja baráttu gegn sósíalismanum — ef til vill undir merki sósíalismans, það hafa Jieir reyndar einnig gert áður. Ef til vill munu }>essir féndur mann kynsins skjóta upp kollinum gervi einíhverrar nýrrar trúar- hrcýfingar eða nýrrar dulspeki, ef ti'l vill í gervi einhverra gamalla I rúarbragða eða gama'llar dul- speki. Fasistafélög munu verða stofnuð undir einkunnarorðinu: aldrei framar fasismi. Fasistar munu enn sem fyrr lei'ta fulltingis menntamanna og hefðarkvenna, em iðka tónlist og fagurfræði, og stofna allskonar virðuleg félög og gefa út listræn tímarit, og finna upp allskonar glæsileg stjórnskipu- lög, sem eiga að veita öllum a'llt. Gáfaðir, menntaðir og mjúkmálir Iæknar munu slást í hópinn og bíða cftir tækifæri til Jæss að fá En hversu fagurt sem þeir mæla, og }>ó þeir kenni sig við sósíalisma, alþýðu, bændur, Jijóðerni og fram- farir, jafnvel mannúð og réttlæti, jajfnvel tónlist, þá munu verka- menn og menntamenn heimsins geta þekkt þá á einu, á því. j,vert }>eir beina skeytum sínum fyrst og fremst. Við munum þékkja þá hér eftir sem hingað til á því, að stefna J>cirra er svar við sósíal- ismanum. Þeir munu hér eftir sem hingað til fyrst og fremst beina skeytum sínum að J>eim öflum sósía'lismans, sem sterkust eru og virkust bæði í landi þeirra sjálfra og á a'lþjóðlegum vettvangi. Inn- an lands munu þeir koma upp um sig á því, að baráttu þeirra mun fyrst og fremst veiða beint gegn verk'lýðsflokkunum. kommúnist- um og sósíalistum, i utanríkismál- um inunu þeir koma upp um sig \ með hatri sínu gegn því ríki J>ar sem sósíalisminn enn er sterkast- ur og virkastur, Ráðstjórnarlýð- veldunum. Það mun ekki snerta nokkra taug í þeim. J>ó tíu milljón saklausir Pólverjar séu myrtir af fasistum, en }>eir munu emja ógur- lega yfir því að fjórtán Pólverjar skuli vera teknir fastir af ráð- stjórninni, sakaðir um svik. Hatr- ið á sósíalismanum, á verklýðs- stefnunni heima fyrir, á Ráð- stjórnárríkjunum, er hið eina sam einkenni allra fasista, hann er stimpillinn á þeim, hversu ólíkir sem }>eir eru að öðru lcyti, og hvort ’heldur }>cir upptroða sem vísinda- menn, dulspekingar. trúarhétjur, lýðræðissinnar, bændaleiðtogar eða tónhneigðar hefðarkonur. Um J>essa manntegund vitum við af atburðum síðustu daga, að hversu blekkilega sem hún lætur, og þó hún halfi hina sléttu tungu sjálfs Göbbels, er hugurinn svo botn- frosinn af ofstæki, hatrið ti'l mann- kynsins svo öfgáfullt, að sé barizt til úrslita, eru þessir menn og kon- ur reiðubúin að fórna því öllum mannlegum verðmæt.um og myrða að lokum sín eigin börn — eins og GöJbbcls. Þess vegna ber okkur, sósíalis't- ar, að vera á verði gegn fasistum, Or borginni IlaUdór Kiljan Laxness. eins fyrir því þótt þeir hafi verið sigraðir sem heimsvald; kunna að Dagsbrún, og hefur* vcrið þ Péiur Hraunfjörð sextugur Þeir sem þekkja Jóhann Pótur Hraunfjörð, fyrrverandi skip- stjóra og verkamann, undrast að hann skuli vera orðinn sextugur, en það er hann 14. þ. m. Pétur fæddist að Valabjörgum í Helgafellssveit 14. maí 1885, son- ur Guðlaugar og Jóns bónda þar. En Hraunfjörðsnafnið mun dreg- ið af bænum Hraunsfirði, þar sem hann óllst að mest.u upp. Pétur byrjaði sjósókn 12 ára, var Iengi séður og sóknharður sjómaður, fik- aði sig upp sjómannastigann og tók fiskimannapróf 1912. Stund- aði síðan skipstjóm á ýmsum fiski- skipum, þar til hann fluttist til Reykjavfkur 1924 ásamt konu sinni, Ágústu Kristjánsdóttur, ættaðri úr Eyrarsveit; eftir það tók hann að stunda hér ýms önn- stöitf. Pétur var í Sjómanna- félaginu, en 1930 gekk hann þekkja }>á, hvar sem þeir stinga upp höfðinu; læra að berjast gegn ar o- trauður og skeleggur félagi síðan. Þótt Pétur Hraunfjörð hafi lítt Pétur Hraunjjörð. þeim, svo þessari stefnu, sem tákn- getið á skólabekk) er hann jífs_ ar úrættun allra mannlegra sið- ferðÍ9hugmynda, takist ekki að ieiða aiftur jatfn ægilega plágu yfir mannkynið eins og }>á, sem nú hef- ur verið stöðvuð. Frakklandssöfnunin. Peningagjafir: H. Benediktsson & Co. og starfsfólk- ið 800 kr. Karl og kerling í Skerja- firði 100 kr. Safnað af Kristjönu Guðmundsdóttur, Vestmannaeyjum 475 kr. Kvenfélagið Líkn, Vestmanna eyjhm 500 kr. Afhent og safnað af Leifi Sigfússyni ræðismanni í Vest- mannaeyjum 620 kr. Páll Pálsson, Efri Vík 200 kr. Frá gamalli konu 50 kr. O. B. afhent verzl. París 1000 kr. Ýmsir 80 kr. Frú M. Ólafsson 300 kr. I. S. 250 kr. Auk þessara pen ingagjafa og fjölda fatagjafa hafa framkvæmdanefndinni borizt 5 lýsis- föt að gjöf frá Lifrarsamlagi Vest- mannaeyja. Kærar þakkir. Kvenfélag Sósíalistaflokksins held- ur fund á Skólavörðustíg 19 annað kvöld (mánudagskvöld) kl. 8,30. — Áríðandi mál á dagskrá. reyndari og fjölfróðari mörgum mönnum fremur. Hann er harð- greindur að eðlisfari, fræðafús og minnugur. Ég hef þekkt Pétur í mörg ár, og rætt við hann um hin sundurlausustu efni, og segi það hiklaust, að ekkert kemur honum á óvart, hvort heldur það er heim- speki, stjórnm'ál eða andleg mál. Ég hygg að liann hugsi mikið, og sé gæddur ríkri réttlætiskennd, sem knýr hann til skilnings á mönnum og málefnum. Hann er maður jafnaðar, friðar og }>roska. Hann trúir á batnandi heim, af Barnablaðið Æskan, 5. tbl., er ný- komið út. Efni: „Kúskar“, saga eftir Óskar Þórðarson frá Haga; Höllin á fjallinu, saga; Sumar, kvæði eftir Hallgrím Jónsson; framhaldssagan Spæjarar o. fl. Hjúskapur. í gær voru gefin sam- an í hjónaband, Ingibjörg Skarp- héðinsdóttir og Óli Þór Ólafsson prentari í Víkingsprenti. Heimili þeirra er á Laugaveg 18 A. því að hann viU að hann batni. Hann vfll í eðli sínu treysta mönn- unum, og þykir illt að standa þá að svikum við góðan málstað, því hann myndi ekki sjálfur haga sér arnir Jiannig. Inni í fýlgsnum sálarinnar hygg ég að vaki trúarhneigð, sem leitar að sönnunum í raunhæfum til- raunum á þroska vitundarinnar. Ilonum eru því sálarrannsóknirn- ar jafn mikið hugðareffni og vöxt- ur og viðgangur alþýðunnar í heild. Andlega og líkamlega þráir Pétur, að mannkyn beri að fullkomleika. Pétur Hraunfjörð hefur unnið og hugsað, en það hvort tveggja er eufiðast hér á jörð. Sem vinnandi fjölskyldufaðir hefur Pétur átt all- erfitt, sérstaklega á tímum krepp- unnar, og staðið þáð af sér, og sem hugsandi maður hefur hann o'ft verið á annarri skoðun en# hugsunarlit'lir móðinsmenn; hann mun J>ví dftirieiðis sem hingað til hafa vekjandi og fræðandi áhrif á samverkamenn sína; sakir greind- og mannkosta. Við þökkum honum sextíu ar Pétri liðin ár og óskum heflla og heil'brigði nú i ára aifmælinu. 13. maí 1945. IIar. S. Nordahl. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum. Sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Helgidagslæknir: Kristján Hannes- son, Auðarstræti 5, sími 3836. Næturakstur í nótt og aðra nótt: Hreyfill, sími 1633. Ljósatími ökutækja er frá kl 21.45 til kl. 3.05. Útvarpið í dag: 10.30 Útvarpsþáttur (Ragnar Jó- hannesson). 11,00 Morguntónleikar (plötur): Sónötur eftir Beethoven: a) Sónata í e-moll, Op. 90, í B-dúr. b) Sónata í B-dúr, Op. 106. 14,00 Messa í Fríkirkjunni (séra Ámi Sigurðsson). 15,15—16,30 Miðdegistónleikar (plöt- ur): a) Don-Kósakka-kórinn syngur b) 15,50 Leikið á ýmis hljóð- færi. c) 16,00 „Hátíð vorsins" eftir Stravinsky. 18.30 Bamatími (Pétur Pétursson o. fl.). , 20.20 Samleikur á fiðlu og píanó (I>orvaldur Steingrímsson og Fritz Weisshappel): Sónata eftir Mozart. 20.35 Erindi: Þættir ur Svíþjóðarför (Stefán Jóhann Stefánsson al- þingismaður). 21,00 Hljómplötur: Norðurlanda- söngvarar. 21,15 Upplestur: „í skugga Glæsibæj ar“, bókarkafli (frú Ragnheið- ur Jónsdóttir). 21.35 Hljómplötur: Klassiskir dansar Útvarpið á morgun: 19,25 Hljómplötur: a) Bolero eftir Ravel. b) Sjöslæðudansinn eftir, R. Strauss. 20.30 Þýtt og endursagt: Keisarinn sem gaf hálft ríki gitt (Hersteinn Pálsson ritstjóri). 21,00 Um diaginn og veginn (Vilhj. S. Vilhjálmsson ritstjóri). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Alþýðu- lög. — Tvísöngur (frú Þóra Þorsteinsdóttir og frú Svava Þorbjamardóttir): a) Sunnudagsmorgunn (Mend- elsohn). ' b) Tárin (Dvorsjak). c) Haustljóð (Mendelsohn). d) Grænkandi dalur (H.Palm) e) Barcarolle (Offenbach). Mandólmhljómsveit Reykjavikur heldur þrjá hljómleika í dag og næstu daga. Verða fyrstu hljómleik- Tjarnarbíó í dag kl. 1,15. Er þegar uppselt á þá hljómleika. Á þriðjudag og fimmtudag verða hljómleikarnir endurteknir á sama stað, kl. 11,30 báða dagana. Aðgöngumiðar að hljómleikunum Bókaverzlun Sigfúsar Ey- °S Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur. Sunnudagur 13. maí 1945 — ÞJÓÐVILJINN ‘ **“*~~**~^ * * ■ ■ r, i—iyiirii>ri^i u» j\u » Æ. F. K. Sósíalistafélag Reykjavíkur. Hvítasunnuferð verður farin itil Víkur í Mýrdal og undir Eyjaf jöll. Farmiðar verða seldir á Skólavörðustíg 19, í skrifstofu Æskulýðsfylkingarinnar, í dag kl. 2—7. Miðasalan stendur yfir til sunnudagskvölds. Nánari upplýsingar á Skólavörðustíg 19. ' K, R. R. Túliníusarmótið hefst í dag, 13. maí, kl. 4 með kappleik milli K. R. og Yíkings og strax á eftir Fram og Vals Komið á fyrsta knattspyrnumót ársins! ÚTSLÁTTARKEPPNI! ALLIR ÚT Á VÖLL! HVER SIGRAR! Stjóm K. R. SlíTBNÖR __ , VERBSMIÐJflN * Spyrjið eftir þessu merki þegar Jjér kaupið [SVEFNPOKA Sútunarverksmiðjan h. f. Veghúsastíg 9. Sími 4753. FpS latnagHSSBlli letHinr Tilkynnið flutninga í skrifstofu Rafmagns- veitunnar, Tjarnargötu 12, sími 1222, vegna álestr- ar á rafmagns- og hitaveitumælum. fást í mundssonar Rafmagnsveita Reykjavíkur. Daglega NY EGG, soðin og hrá. Kaffisalan l HAFNARSTRÆTI 16. Kaupuin tuskur allar tegundir hæsta verði. HÚSGAGNA- VINNU STOFAN Baldursgötu 30. ' Sími 2292. HRINGURINN heldur barnaskemmtun í dag (sunnudag) kl. 1.30 e. h. í Nýja Bíó, til ágóða fyrir barnaspítalasjóð Hringsins. Fjölbreytt skemmtiatriði. Meðal annare: Telpur frá Austurbæjarbarnaskól- anum sýna söngleikrit undir stjórn fröken Önnu Konráðsdóttur leikfimikennara. Hinn vinsæli leik- ari, Friðfinnur Guðjónsson, skemmtir. Tvísöngur méð gítarundirleik: Lára Guðmundsdóttir, Svava Jónsdóttir. Fjörugir harmonikuleikarar. Aðgöngumiðar seldir í Nýja Bíó frá kl. 10 f. h. og við innganginn ef eitthvað verður eftir. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.