Þjóðviljinn - 05.06.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.06.1945, Blaðsíða 1
I 10. árgangnr. Þriðjudagur 5. júní 1945. 122. tölublað. ---- Den danske Minister og Fru de Fontenay vil som sædvan- lig tage mod Besög paa Grund- lovsdagen den 5. Juni, fra Klokken 4 til 6. Engina skipverja slasaðist, en JsKipiiHlaskaöist töluvert Síilr lilli ililb Izlíinar sea eia eru illalin uið Islnð Síðastliðinn laugardag vildi það til að togarinu Þorfinnur fékk tundurdufl í vörpuna. Þegar farið var að taka inn vörpuna sprakk tundur- duflið rétt hjá skipinu. Við sprenginguna beyglaðist stjórnborðshlið skipsins allmjög, vindan brotnaði, ljósa- vélin stöðvaðist, dýptarmælir og loftskeytatæki urðu ónothæf. Enginn skipverja slasaðist og má telja það dæma- fáa heppni. Auk þeira skemmda sem þeg- ar er getið munu allmörg bönd hafa brotnað eða laskazt í skip inu en enginn leki kom að því. Þorfinnur var á leið til Hala- miða og kastaði vörpunni á 115 faðma dýpi út af ísafjarðat- •djúpi, þegar hann fékk tundur- duflið í vörpuna. Lagði togar- inn þegar af $tað hingað til ’Reykjavíkur. Þjóðviljinn hafði í gær tal af Magnúsi Andréssyni útgerðar- manni og kvað hann þess myndi verða langt að bíða að togarinn gæti farið aftur á veiðar. Sýnir þessi atburður glöggt þær hættur sem enn eru á sjónum umhverfis landið. 'Erfiðleilzamiif med Htmnuöflun eifit mesfia vandamál vetfiíðarranar Stjóm Síldarverksmiðja ríkisins hafa borizt umsóknir frá um 100 skipum um löndun við verksmiðjumar í sumar. Þar af era 4 línuveiðarar og 72 vélbátar með herpinót, 22 bátar tveir um nót, og 13 vélbátar með hringnót. Mikill undirbúningur undir síldarvertíðina er hafinn í ver- stöðvunum norðanlands. Eitt mesta vandamálið í sambandi við yertíðina verður. án efa erf- iðleikamir á að fá nægilega mikið af tunnum. Gert hefur verið ráð fyrir mikilli söltun, og má telja víst að'markaður fáist fyrir alía þá síld sem hægt er að salta. Rík isstjómin hafði keypt 185 þús- und tunnur frá Svíþjóð. Þegar íslenzka viðskiptanejlndin var send til Svíþjóðar í vetur, var það vitanlega eitt allra þýðing- armesta verkefni hennar að fá þessar tunnur lausar. En hún fékk ekki betri samninga en svo, að Svíar lofuðu að afhenda tunnur til að salta í það magn, sem þeir sjálfir keyptu. um 125 þúsund tunnur. Meira gætu þeir ekki látið, því þeir þyrftu að selja Bretum tunnur. Nú hefur heyrzt fleygt ,að tveir íslendingar, Óskar Hall- dórsson og Björgvin Bjamason hafi fengið útflutningsleyfi fyr- ir nokkrum þúsund síldartunn- um frá Svíþjóð, gegnum kaup- sýslumenn, án þess að leyfið væri bundið því skilyrði, að þeir seldu til Svíþjóðar. Má það furðulegt heita, eftir fyrri afstöðu Svía, ef rétt reynist. Hinsvegar er það lítið vin áttubragð af Svíum, ef þeir í reynd ætla að takmarka svo mjög sölu á tunnum til ís- lands. Fyrirbáran um sölu til Breta er ekki sterk röksemd, því sjálfsagt selja þeir þangað tunnur svo hundruðum þús- unda skiptir. Tunnuframleiðslan innan ■ lands á Akureyri og Siglufirði, gæti aðeins gefið nokkra tugi þúsurida af tunnum. Undanfar- ið hefur ekki fengizt efni í tunnur, en reynt mun að fá það frá Finnlandi ef Svíþjóð bregzt. Bretar bjóðast til að byggja riíml. 1 millj. smál. skipastól fyrir Norðmeim Arne Bunde, siglingamálaráð- herra Noregs, hefur sagt í við- tali við „Dagbladet“, að það muni taka 8 til 10 ár að endur- byggja norska verzlunarflotann, ef aðeins sé reiknað með fram- leiðslugetu evrópskra skipa- smíðastöðva. Hann bætti við, að það mundi að sjálfsögðu hafa úrslitaþýð- ingu hvað Bandaríkin muni gera, en um það er enn engin vissa fyrir hendi. Bunde sagði, að til- boð hefði komið fram frá Eng- lendingum um byggingu skipa- stóls að stærð 225 þús. smál. (dw.) á ári í fimm ár. Rætt hef- ur verið um 'tilboðið, en engin ákvörðun hefur enn verið tekin Um það. (Norsk Telegrambyrá) Hernámsstjórniii á fundi í dag í fréttastofufregn var sagt í gœr að fundur herforingjaráðs Bandamánna, sem á að hafa yf- irstjórn hernámsins í Þýzka- landi á hendi, mundi verða í dag í Berlín eða nágrenni henn ar. í ráðinu eru, eins og áður hef ■ ur verið skýrt frá, Eisenhower. Montgomery, Súkoff og Tassi- gny. William Strang, sem verið hefur fulltrúi Breta í ráðgjafar- nefnd Bandamanna 1 Evrópu- málum, hefur verið skipaður pólitískur ráðgjáfi Montgo- rrierys. Síldarútvegsnefnd menn til Svíþjóðar a- Síldarútvegsnefnd hefur kveðið að senda þriggja manna nefnd til Svíþjóðar til að ganga endanlega frá kaupsamningun- um um Sviasíldina, og athuga ýmislegt í sambandi við síldar- útveginn. Þeir sem fara eru formaður nefndarinnar, Sigurður Kristj- ánsson, Siglufirði, Erlendur Þor steinsson og Ársæll SigurðsSon. Sigurvegarinn í björgunarsundinu. (Ljósm. Vignir). Frakkar vilja viðræður um ástandið í öllum löndenum við botn Miðjarðarhafs Lítið nýtt hefur gerzt í Sýrlandsdeilunni og allt er nú með kyrram kjöram í Sýrlandi og Libanon. Fulltrúar Arabasam- bandsins voru á fundi í gær í Kairó, til að ræða um Sýrlands deiluna, en engar fréttir höfðu borizt af fundinum í gærkvöld. Churchill mun gefa yfirlýsingu um deiluna í neðri málstofu brezka þingsins í dag. Brottflutningur frönsku her- sveitanna úr borgum Sýrlands og Libanons hefur farið fram án þess til árekstra hafi komið. de Gaulle sagði á blaðamanna fundi um helgina, að Frakkar væru fúsir til þess að taka þátc í viðræðum um ástandið í öilum löndunum við bot.r» Miðjarðar- hafs, hinsvegar mundu þeir ekki taka þátt í viðræðum sem eingöngu fjölluðu um Sýrland og Libanan. Jinna, foringi indverskra Mú- hameðstrúarmanna, hefur kraf- izt þess fyrir hönd þeirra, að bæði Bretar og Frakkar flytji hersveitir sínar úr Sýrlandi og Libanon. Fréttaritari brezka útvárpsins, sem er í Aleppo, skýrir frá því, að skemmdir séu mjög miklar víða í borginni. Annars er fúll- komin ró komin á núna. Byrjað er að flytja frönsku hermenn- ina úr borginni til búða þeirra, sem eru skammt fýrir utan hana. Júgoslavar heimta í útvarpsræðu, sem Titó mar- skálkur hélt í gær, gerði hann kröfu til K'árntenhéraðs í Aust- urríki. Tito sagðist telja það leitt, að júgoslavnesku hersveitunum, er frelsað hefðu Karntenhérað und- an oki nazismans, ^skyldi hafa verið bröngvað til að hörfa und- ' an úr héraðinu. En Júgoslavar munu ekki láta af kröfum sín- um til Karntens, þótt þeir hafi um stundarsakir orðið að hörfa þaðan, sagði Tito.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.