Þjóðviljinn - 05.06.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.06.1945, Blaðsíða 8
8 Þ JÓÐVILJINN ;——-—-————--? Þriðjudagur 5. júní 1945. 3 hektarar iands eyðileggjast í eSdi á Þingvöllum s.l. laugardag OjrsðkíBfi égæfilfeg medfefd Pfngvaliagesfa á eldl Síðastliðið laugardagskvöld varð allmikill bruní á Þing- völlum — brunnu þar urn 3 hektarar lands. Thor Brandt Þingvallavörður og nokkrir aðrir unnu að því í nærri 6 klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins og hafði tekizt að hefta útbreiðslu hans þegar slökkvilið úr Keykjavík kóm á vettvang. Svo ótrúlegt sem það er fékkst enginn af Þingvallagestum þetta kvöld til að hjálpa til við slökkvistarfið, þótt margt manna Dauðaslys í Ingólfsstræti . Ingileif Þórðardóttir, Sóleyj- argötu 23, varð fyrir brezkri herbifreið í gær og béið bana samstundis. Ingileif var fulltrúi hjá ríkis- væri í Valhöll. Orsök þessa bruna er vitan- lega ógætileg meðferð á eldi. Síðari hluta laugardags tok Snæbjörn bóndi í Gjábakka eftir þvi, að bíll stóð alllengi við Klifhóla, rétt vestanvert við Vellankötlu. Milli kl. 6 og 7 'komu 3 menn sem höfðu verið að veiða á báti úti á vatninu þarna að landi. Sáu þeir 2 stúlkur og 2 pilta fara inn í bíl er stóð á veginum og aka af af stað. ítétt á eftir sáu þeir reyk og flýttu sér þá til Thor Brandts, umsjónarmannsins á Þingvöll- um og létu hann vita að kvikn- að væri í mosa í hrauninu. Brá hann þegar við með annan mann og var kominn á bruna- staðinn um kl. 7.30. Var eldur- inn þá orðinn allútbreiddur og breiddist ört út, því vind- ur var allsnarpur. ÞINGVALLAGESTIR NEITA AÐ SLÖKKVA ELD í „ÞJÓÐ- GAKÐINUM“ Þegar Guðmundur Ásbjörns- son sá úr sumarbústað sínum að farið var að rjúka í hrauninu, sendi hann þangað 3 menn, _n eldurmn var þá svo magnaður að ekki varð við neitt ráðið. Var þá sent í liðsbón til Val- hallar, en þrátt fyrir það þótt þar væri margt manna fékkst enginn þeirra gesta sem þá voru staddir þar til þess að slökkva eldinn á þessum stað, sem mönnum er svo tamt að nefna „helgasta stað þjóðarinn- ar“. Sendimaður varð því að láta sér nægja að fá lánuð verkfæri. Rétt fyrir kl. 9 kom Símon bóndi í Vatnskoti á vettvang, í för með honum var dóttir hans og drengur. Unnu þá samtals 8 að slökkvistarfinu, en gátu vart haldizt yið fyrir reyk. Var þá náð símleiðis í slökkvi liðið í Reykjavík um kl. 10 og kom það austur um kl, 11. Voru það 8 manns með stóra vél- dælu. —r Hákon Bjamason skógræktarstjóri fór með þeim austur. Vindinn hafði lægt um id. hálftíu og varð þá auðveldar'i að vinna vegna reyksins og hafði þeim er að slökkvistarf • inu unnu, tekizt fram til kl. 11 að grafa hring um eidsvæðið, en það er um 3 hektarar. Víða logaði þó eldur þegar slökkviliðið kom. Var þegar farið að dæla yatni úr lindun- um við vatnið og var slökkvi- starfinu lokið um kl. 1. Hákon Bjarnason, skógrækt- arstjóri, sem skýrði blaðamönn- um frá þessu í gær, taldi, að hefði vindinn ekki lægt áður en slökkviliðið kom á vettvang, myndi eldurinn hafa breiðzt út niður að vatni og þaðan rð Vatnskoti og hefðu þá tugir hektara sennilega brunnið. Engin slökkvitæki eru á Þing völlum nema eitt handslökkvi- tæki í Valhöll og mun Þing- vallanefnd hafa í hyggju að fá þangað vélslökkvitæki EKKI FYKSTI BRUNINN í VOR Þetta er ekki fyrsta bruninn á Þingvöllum í vor. 27 maí kviknaði í ofarlega við Nikulás- argjá, og tók nálægt 6 stundir að slökkva. Og s. 1. sunnudag kviknaði í. rétt ofan við furu- lundinn á Þingvöllum. FARIÐ VARLEGA MEÐ ELDINN Þegar mosinn í hrauninu ér mjög þurr, þarf ekki annað ti'. að slíkir eldar kvikni en að menn íieygi frá sér lógandi eld spýtu eða vindlingsbút. Slík ó- gætni getur valdið ófyrirsjáan- legu tjóni, því sé stormur breið- ist eldurinn óðfluga út. Allir þeir, sem til Þingvalla fara, ættu því að hafa það hug- fast að fara varlega með eld, einKum þegar langvarandí þurrkar hafa gengið. í öðru lagi, ef menn verða elds varir, að tilkynna það nógu snemma og gera aðra skyldu sína við að ráða niðurlögum hans. ELDUR í KRINGLUMÝRI Á föstudaginn kviknaði eld- ur í kálgörðum í Kringlumýri og hlauzt af allmikið tjón. Var slökkviliðið kallað til að ráða niðurlögum eldsins. Þá kviknaði og í á svipaðan 'hátt í Fossvogi um helgina, en tjón varð nokkru minna. ELDUR í HAFNARFJARÐAR- HRAUNI Þá kviknaði einnig í mosa í hrauninu meðfram Krýsuvíkur vegi nú um helgina, en náði þó ekki mikilli útbreiðslu. Beðið om upplýs- iugar Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um Einar Guð- mundsson, sem fæddur er 9. febrúar 1926 í Hollandi, eða að- standendur hans eru vinsamlega beðnir að láta það utanríkisráðu neytinu í té. féhirði og 69 ára að aldri. Þjóðviljinn sneri sér til Rann- sóknarlögreglunnar í Reykja- vík og spurðist fyrir um til- drög slyssins, og sagðist henni svo frá: Klukkan um 13J.0 í gær var • brezk herbifreið á leið suður Ingólfsstræti, hafði numið stað- ar rétt vestan við Arnarhól af einhverjum ástæðam og ekið síðan aftur á bak.. Um sama leyti sá maður, er staddur yar þarna nærri, Ingi- leif heitina ganga annað hvort eftir gangstéttinni eða rétt við gangstéttina austan Ingölfs- strætis, og var hún á leið norð- ur götuna. - Honum varð litið af konunni, en er hann leit til hennar á ný, lá hún á götunni við vinstra afturhjól bifreiðarinnar og fór vinstra afturhjólið yfir konuna aftan frá mjöðm, fram eftir bolnum og fram að höfði. Beið hún þegar bana. Rannsókn í málinu er ekki lokið, og óskar rannsóknarlög- reglan að hafa tal af þeim, sera kynnu að hafa séð, er slysið bar að höndum. Breng bjargað úr sjó á Isafirði í gær vildi það til á ísa- firði að drengur að nafni Geir Hinriksson féll af bryggju í sjóinn. Menn á vélbát, sem var að leggja að bryggju skammt frá, heyrðu kallað á hjálp og hljóp þá einn þeira, Viggó Bergsteins- son að bryggjunni sem hljóðið kom frá, sá drenginn í sjónum stakk sér eftir honum og synti með hann upp i fjöru. Drengurinn hafði misst með- vitund en raknaði fljótt við eft- ir að hafnar voru lífgunartll- raunir. Sjómannadags- hátíðahödín Pramhald af 5. síðu. lásu upp og síðan var stiginn dans fram á nótt. Sjómennirnir sáu sjálfir um hátíðahöldin og fóru bau hið bezta fram. Þátttaka var mjög almenn, fánar blöktu á hverri stöng, og var bærinn allur með hátíðablæ. Merki dagsins og Sjómannadagsblaðið voru seld á götunum. (Þjóðviljinn mun á morgun segja frá hátíðahöldun- um víðar á landinu). Fánar sjómanna á Arnarhóli. (Ljósm. Vignir) Flugferðir bafnar um ísland milli Svíþjóðar og Ameríku Amerískt flugfélag hefur nú hafið flugferðir milli Sví- þjóðar og Ameríku með viðkomu á íslandi, og var fyrsta ferðin farin í gær. Lagði flugvélin af stað frá Brommaflugvellinum við Stokkhólm kl. 8 og var komin hingað kl. 3. Fyrst um sinn verður 1 flugferð í viku hvora leið. Svíar hafa í hyggju að taka upp flugferðir á þessari leið og mun tilraunaflug verða bráðlega. Með flugvélinni kom hingað sænskur maður, Sven Erick Komelius og er erindi hans hingað að athuga með aukin viðskipti milli Svía og íslendinga. Mun hann dvelja hér nokkrar vikur. 15°|0 veröhækkunin felld niður vegna breyttra aðstæðna Samninganejnd utanríkisviö- skipta hefur að tilhlutun ríkis- stjórnarinnar ákveðiö, að jrá 1. júní falli niður 15% verðhœkk- unin á nýjum fiski, sem ákveðin var í vetur í sambandi við skipu lagningu fiskútflutningsins. Þetta er gert vegna breyttra viðhorfa. Sumarverð á fiski er fyrir nokkru gengið í gildi í Eng- landi, og auk þess er mestur hluti þess fisks, sem nú er flutt- ur út, fluttur á vegum samlaga útvegsmanna, sem ætlazt er til að skili hagnaðinum af flutning- unum eftir á til útvegsmanna og sjómanna, og borguðu því ekki verðjöfnunargjald. Frá sama tíma eru afnumin ákvæðin frá 10. febr. s.l. um verðjöfnunar svæði. Fyrstu skólarnir opuaðir 10 skólar voru opnaðir i Aacli- en í gær. Eru það fyrstu skól- arnir, sem opnaðir hafa verið í Þýzkalandi eftir hernámið. Skólarnir munu starfa undir nánu eftirliti, en reglugerðir þeirra eru þær sömu og þær voru á tímum Weimar-lýðveldis- ins. Tíu ára sérleyfi til hvalveiðareksturs Stefáni Stephensen kaup- manni, Reykjavík, ' hefur verið veitt sérleyfi til hvalaveiða um tíu ára skeið Mun í ráði að stofna. hlutafélag til að stunda þessar veiðar, og er sérleyfis- hafa heimilt að framsélja því leyfið. Leyfið er bundið því skilyrði að hafizt verði handa um hval- veiðarekstur þegar í stað, og haldið áfram með sæmilegum hraða. Til er ætlazt, að ekki færri en þrjú skip stundi þessar veiðar. Sérleyfistíminn hófst 1. þ. m. Nörskir sjómenn leystir af Formaður norska sjómanna- sambandsins hefur skýrt frá því, að vel gangi með öflun sjómanna til að leysa af þá, sem siglt hafa erlendis stríðsárin. Búizt er við að fyrsta sending sjómanna til bess að leysa af þá, sem erlendis eru, muni fara með skipinu „Andres“, sem flutti rík- isstjórnina heim til Noregs. Auk þess er verið að semja við hern aðaryfirvöldin um flutning á sjómönnum frá Noregi. Ætlunin er að allir þeir, sem verið hafa erlendis á styrjaldar- árunum verði leystir af, ef þeir óska þess. (Norsli Telegrambyra)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.