Þjóðviljinn - 05.06.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.06.1945, Blaðsíða 7
5. júní 1945. ÞJÓÐVILJINN VALD: r I N T Ý RI SlLDARINNAR ;r bezt að vera sem dýpzt“, sagði litla síldin. því var henni hrynt til hliðar af miklu afli. kominn stærðar þorskur inn í torfuna. Hann ígnum hana með opinn kjaftinn og reif í sig dina eftir aðra. er enginn barnaleikur“, sagði gamla síldin. ;ar kannski til að snúa við?“ 2g verð að halda fram. Það er eins og ég sé im“, svaraði litla síldin. rúi ég vel“, sagði sú gamla. „Þú gætir heldur ð við. Líttu snöggvast’ upp úr sjónum, ef þú íldin gerði það, en flýtti sér í kaf aftur. Loftið vítum, skrækjandi máfum, eins langt og hún igar og 'túnfiskar stukku fram og aftur og hval- u gufustrókum hátt í loft'. rum innikróaðar“, sagði litla síldin hrædd. tð erum við“, svaraði sú gamla. „Líttu |til lands. mennirnir eftir okkur með báta, net og við- : tunnur, sem á að salta okkur í, ef við slepp- ‘rð samt að halda áfram“, sagði litla síldin. „Ég hvernig á því stendur, en ég get ekki annað“. r boð nátturunnar“, sagði sú gamla. „Því verða lýða, bæði stórir og smáir. Ekkert dýr jarðar- rr veitt því viðnám. Áfram með ykkur, síldir“. ’ram héldu þær. irnir á'tu torfuna að neðan, máfarnir að ofan, appaði sér saman aftur, og það virtist ekki sjá atni. Engin leit til hliðar. Allar héldu beint lar komu á móti torfunni úr landi. Netin voru regin inn full af síld. síldin kafaði róleg til botns, hugsaði ekkert ma, en fór að hrygna — tíu — ít’uttugu — þrjá- idum hrogna. jrnin mín góð“, sagði hún“, það er yndislegt synda um hafið. Hákarlinn, þorskurinn, hval- ifiskurinn, maðurinn og mörg önnur óargadýr )kkur — en þó er ekkert til jafn dásamlegt á ig að vera síld. Þið vitið ekki, hve gott það er innan um svifdýrin og éta nó’tt og dag. Þið ., hve kyrrt og notalegt er niðri á hafsbotni og andi er að koma upp á yfirborðið að næturlagi, i igar eru þekktir að því maifastir menn. Fyrir uð árum rændu frönsk Winhcelsea í Sussex á lands. Eftir það var nn til þess að horfa hafs á hverjum morgni cvöldi, ef vera mætti, ileg skip væru á næstu >si maður var skipað- na á þriðja dag páska, )g nefndur „útvörður ka fIotanum“. Hélzt ið árið 1938, hvað sem ★ En máttur vanans gerir víðar vart við sig: Nálægt Dijon í Frakklandi er vínakur, 5em kallaður er CIos- Vougeot. Þegar franskar herfylk- ingar eða einstakir hermenn fara fram hjá þessum akri, gefa þeir kveðjumerki. Þessi siður hefur haldizt við síðan 1810. Hafði of- ursti nokkur svo miklar mætur á víni frá Dijon, að hann lét her- menn sína lyfta höndum til kveðju í virðingarskyni, þegar þeir gengu fram hjá akrinum. 7 PEARL S. BUCK: ÆTT JARÐ ARVINUR ar I-wan kom frá vmnu smm. Nu var hún alltaf heima og hann mætti henni oft að óvörum. Hann sá hana oft úti í garðin- um að tína blóm. Stundum sá hann hana hagræða blómum í einhverjum glugga. Ef þau mætt- ust, brosti hún við honum. En hún brosti raunalega. Tama var líka breytt. Hún var orðin svo undarlega hæglát, síðan hún kom úr skólanum. Hvernig stóð á því. Enginn minntist á hana í hans eyru. Honum kom það auðvitað ekkert við, hvort Tama var i skóla eða efcki. En einu sirmi þegar hann varð Bunji samferða að heiman í rign- ingu, gat hann ekki stillt sig um að spyrja: „Hvernig stendur á því, að Tama he'fur breytzt svona síðan hún kom úr skólanum?“ Bunji þrammaði blauta götuna við lilið hans án þess að nema staðar og svaraði: „Tama er heima vegna þess að nú er hún að búa sig undir hjónabandið". „IIjónabandið!“ endurtók I-wan. „Á hún að giftast?“ Honum hafði aldrei hugkvæmzt þetta. En auðvitað átti Tama að giftast. Hún var hér um bil jafn gömul og liann, þó að hún virtist yngri en hún var. „Það er ekki afráðið enn“, hélt Bunji áfram. Stormurinn kippti í svörtu, útlendu regnhlífina, sem hann bar, og hann átti fullt í fangi með að hemla hana. „Það* er sið- ur hjá okkur, þegar stúlkurnar hafa lokið námi, að þær eru heima um tíma til að búa sig undir hjónabandið — læra að matreiða, sauma, raða blómum, búa til te, leika á hljóðfæri. 1 stuttu máli sagt allt, sem þarf til þess að verða húsmóðir“. Hann dró regnhlífina saman og lofaði illviðrinu að lemja sig í framan. „En sú regnhlíf! Þá eru gömlu pappírsregnhlífarnar okkar sbárri, þegar öllu er á botninn hvolft“. „Á Tama að giftast?“ spurði I-wan og varð þurr í kverkunum. „Auðvitað. En ekki strax. Hiin á eftir að læra margt enn. Sérstak-- lega um karlmenn. Nýtízkustúlk- ur þekkja ekki karlmenn. Það er öðruvísi með Sumie. Hún gerir Aiko hamingjusaman í sarnbúð- inni. Og það er allt, sem hún þrá- ir. En Tama hefur höfuðið fullt af allskonar nýtízku hugmyndum, sem hún þarf að gleyma, áður en hún giftir sig — segir faðir minn. Líklega verður einhver góð og gömul geisha fengin til að gefa henni leiðbeiningar. Það er einn þátturinn í námi hennar. I-wan hlustaði óttasleginn, en skyldi þó ekki til fulls, hvers vegna hann tók þetta svo nærri sér. En það var honum minnsta kosti óþolandi tilhugsun, að Tama ætti að giftast einhverjum manni aðeins til að þjóna honum og láta að vilja hans. Hvaða manni? Bara einhverjum manni. Hann fann það nú, að jafnvel, meðan hann sá hana örsjaldan, þá haífði hún verið þáttur í heimilis lffinu og tilveru hans sjálfs. Hann hugsaði um fallega kringluleita andlitið hennar og viðfeldna fram komu — og varð þess var fyrst nú, að hann hafði tekið eftir öllu, sem henni kom við. „Er það víst að hún sé ekki þeg ar — lofuð?“ spurði I-wan. Hann vissi reyndar, að hann átti ekki með að spyrja svona og jafnvel Bunji mundi finnast það óviðejg- andi. „Það kemur mér ekki við“, svar aði Bunji. En svo sneri hann sér við á miðri götunni og leit á I-wan. Regnið strevmdi niður andlitið. „En ég skal segja þér það, I-wan, því að þú ert, eins og bróðir okkar. Faðir minn vill að hún giftist Seki herforingja“. I-wan hafði verið svo lengi í bænum, að hann kannaðist vel við Seki herforingja. Hann var fædd- ur í Kyushu. Allir þekktu hann og voru stærilátir af honum. Hann var roskinn maður og hafði misst konu sína fyrir tveimur árum. I-wan hafði séð líkfylgd hennar eftir að hann kom til bæjarins. Allir bæjnrbúar höfðu horft á, því að þar hafði ekki í manna minn- um farið fram eins vegleg jarðar- för. Seki herforingi hafði ekið á undan líkfylgdinni í bifreið, alþak inni rósum — úr baðmullarefni. Hann var feitur og þunglamaleg- ur, eins og uxi. Höfuð hans var hnöttótt og snöggklippt og háls inn stuttur. Hann var skreyttur borðum og heiðursmerkjum Á eftir hor.um kom minni bif- reið. Þar sat gömul þerna sem bar litla kruikku á handleggnum. í krukkunni var hnefafylli af ösku. Það'voru jarðneskar leifar frú Seki. „Mér finnst það ekki rétt, að ungar stúlkur giftist. gömlum, feit um mönnum“, sagði I-wan. Honum varð órótt við þá tilhugsun, að Tama skyldi vera heima til að læra, hvernig hún ætti að þjóna þessurn gamla ístrubelg og vera honum til geðs. „Seki herforingi er gamall vinur föður míns“, sagði Bunji. Svo hló liann: „Vertu ekki að hugsa um þetta, I-wan. Það er óþarfi, að taka ástina hátíðlega. Líttu bara á Aiko“. „Eg er ekki að hugsa um ást- ina“, sagði I-wan seinlega. „Það er Tama, sem ég er að hugsa um“. En við sjálfan sig sagði hann, að þetta tvennt væri það sama. Hann hafði ekki vitað það fyrr, að hann elskaði hana. En þó spurði hann sjálfan sig að því aftur og aftur, hvort ást hans væri ekki hugarburður einn. Þau höfðu átt heima í sama húsi í tvö ár. Hvers vegna hafði hann ekki gert sér grein fyrir því fyrr en nú? Hann stalst til að líta á hana og taldi sér trú um, að hún I væri ekki falleg. Var hún ekki of lítil, of herðabreið og o varaþykk. Hún var jafr.vel ekki eins falleg og Peonv. En hann hafði aldrei langað til að snerta Peony. Það var Tama, sem hann þráði. Og þegar hann leit á hana, gleymdi hann því. sem hann hafði reynt að finna að henni. Hann dreymdi aðeins um að fá að koma nær henni. Augu henn- ar voru hrein og skær og varirn- ar rjóðar. Vinna hans og bækur urðu hon- um nú lítilsvirði. Nú hugsaði hann ekki uni annað en ást sína. Hún færði honum líka viðfangs- efni. Átti hann að biðja hennar? Ilvers vegna ættu þau ekki að geta gi'ft sig? Hann ætlaði aldrei 'heim til sín aftur. Hér, í þessu fagra landi, gat hann eignast heim ili og Tama orðið konan hans. Þá tóku draumarnir við. Það hefði verið undarleg tilhUgsun, ef það hefði verið hans vegna, sem Tama kom heim úr skólan- um, fór að læra að matreiða, sauma, leika á gítar og vera manni sínum góð kona. Þetta hefði allt átti réft á sér, hefði það verið hans veg.ua! Og hann sá í anda lítið hús, þar sem þau.tvö áttu heima. Föður hennar, mundi ekki geðj-7 ast. að þessu í fvrstu, en líklega átt aði hann sig með tímanum, vegna vináttu sinnar við föður hans. „Afbragðs maður — trausTur maður“, var Muraki gamli vanur að tauta. þegar faðir hans barst í • tal. „Kínverjar þurfa að eiga slíka menn. Þess þyrftu allar þjóð- ir. Og hann er vinur Japana“. Skyldi þá Aíuraki ekki gjarnan vilja mægjast við slíkan mann? Og Tama sjálf! I’að hnevkslaði hann stórlega, að Tama skyldi geta hugsað sér að eiga .Seki her- ’foringja. En ef til vill vissi hún ekki sjálf um ráðagerð föður síns. Eða áleit ‘hún það skyldu sína, að hlýða föður sínum. Hún var ein- mitt merkileg samsetning af upp- reisnáranda og lvlýðni. Sumarið le:ð og I-wan rann- sakaði tilfinningar sínar. Stund- um var hann viss um, að hann elskaði hana og ákvað að tala við föður hennar. En hann hvarf allt af frá því. Þessi litli, gamli mað- ur vakti óttalblandna virðingu. Þar að auki vissi hann ekki hvaða tilfinningar Táma bar til hans. Ef til vill leizt henni ekki vel á hann. Hann skoðaði sig i spegli og sá að hann var fölur og töginleitur. Hann nennti ekki að ganga eins rnikið úti og Bunji gerði. Ef það var svo, að Tama elskaði hann ekki, þá vildi hann ekki eiga hana — og þá gat honum heldur ekki þótt vænt um hana, sagði hann við sjálfan sig. En 'hvað sem því leið, þohli hann ekki þá til'hugsun, að hún giftist Seki herforingja. Ilann varð að koma í veg fyj’ir það. Og hann sat um tækifæri til að tala við hana. En það var ekki auðvelt að ná tali af henni. Að vísu sá hann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.