Þjóðviljinn - 05.06.1945, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 05.06.1945, Qupperneq 2
2 ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 5. júní 1945. Eyjapósfur Ihaldið í Vestmannaeyjum missir einn fingur Fyrirhugaðar lending- arbæiur á Siokkseyri Nýbyggingarráð hefur orðið við þeim tilmælum Stokkseyr- inga að athuga möguleika á frekari lendingarbótum á Stokkseyri Tók Nýbyggingarráð sér nýlega ferð á hendur til að kynna sér að- stæður þar. Hefur Þjóðviljanum borizt eftirfarandi greinargerð Þjóðviljinn birti nýlega fregn þess efnis, að bæjarstjórn Vest- mannaeyja hefði á fundi sínum 29. maí s. 1. samþykkt að Vest- mannaeyjabær léti reisa hrað- frystihús á Básaskersbryggjn og ennfremur að leita heimildar til þess, að hafnarsjóður Vest- mannaeyja fengi að annast alla skipaafgreiðslu í Eyjum. Þykir rétt að láta lesendum Þjóðvilj- ans í té fyllri vitneskju um þessi mál, 'en gert var í hinni fá- orðu frétt — svo og eitt og ann- að í sambandi við þau. Fyrst er þess að geta, að full- trúar sósíalista og annarra flokka í minnihlutanum í bæj- arstjórn Vestmannaeyja hafa þrásinnis flutt tillögur um það, , að bærinn tæki í sínar hendur ýmiskonar rekstur, er gefið gæti bæjarfélaginu arð, svo sem fisk- útflutning, útgerð, skipaaf- greiðslu o. m. fl. — en ekkert af þessu hefur fundið hljómgrunn hjá meirihlutanum. Að vísu fengu sósíalistar bví áorkað á síðasta hausti, að bæjarstjórn hafðist til að samþykkja að leita fyrir sér um útvegun fiskflutn- ingaskipa, en slælega virðist hafa verið unnið að þeim málum af meirihlutanum. Fyrir bæjarstjórnarfundi 29. maí lá umsókn frá hlutafélaginu „Sæfell“ — en það er stórgróða- fyrirtæki stærri útgerðarmanna í Eyjum um fiskútflutning, — þess efnis, að það fengi að byggja stórhýsi á Básaskers- bryggju. Hús þetta átti að nota til hraðfrystingar fiskjar og ís- framleiðslu. Fjórir af fimm full- trúum sjálfstæðismanna í bæj- arstjórninni eru hluthafar í „Sæfelli“ h. f., þar af forstjóri fýrirtækisins og stjórnarnefndar menn. Af þessum ástæðum vakti mál þetta allmikið umtal í bænum, þegar það kvisaðist, að hafnarnefnd hefði fyrir sitt leyti samþykkt að veita þetta leyfi. Einn af fulltrúum sjálfstæðis- manna (sem ekki er hluthafi í Sæfelli), Einar Sigurðsson, lagði fram á bæjarstjórnarfundinum tillögu um það, að bæjar- eða hafnarsjóður byggði hraðfrysti- hús á téðum stað og var sú til- laga samþykkt með viðauka frá fulltrúum Alþfl. og Frams.fl. Fyrir fundinum lá ennfremur ályktun frá hafnarnefnd þess efnis, að eðlilegt væri að hafn- arsjóður annaðist lóðsflutninga og flutning sóttgæzlumanna um höfnina á eigin báti og hefði hafnarsjóður allar tekjur af þeirri starfsemi. í sambandi við það mál fluttu sósíalistar í bæj- arstjórn tillögu um að hafnar- sjóður fengi heimild til að taka í sínar hendur afgreiðslu skipa í Eyjum — en það er umfangs- mikil starfsemi, sem tvímæla- laust er mjög arðbær. Var til- laga þessi samþykkt með atkv. sósíalista, Albfl., Frams.fl. og Einars Sigurðssonar. i tpuiQi; SaTng.inj njTO<j Vestmannaeyjum og bera vott um, að nú tæki alvarlega að halla undan fæti fyrir Sjálf- stæðisflökknum í bæjarmálun- um. Enda örlar nú fyrst veru- lega á ótta í röðum þeirra sjálf- stæðismanna, ótta um það, að þeir verði nú á næsta vetri svipt- ir því meirihlutavaldi, sem þeir hafa haft í Vestmannaeyjum síðasta aldarfjórðung. Að óreyndu skal ekki efast um einlægni Einars Sigurðsson- ar í þessu mikla framfaramáli, en þess er ekki að dyljast, að hann hefði á undanförnum ár- um getað notað betur aðstöðu sína í bæjarstjórn til þess að knýja það fram, að ýmsar tillög- ur hans, er hann hefur fengið samþykktar með aðstoð minni- hlutans væru framkvœmdar. En Einar á nú sæti í byggingar- stjórn hraðfrýstihússins, og er vonandi að hann sýni þar ein- lægan framfaravilja og taki á málinu með festu. Rök Sjálf- stæðismanna gegn byggingu hraðfrystihússins voru fyrst og fremst þau, að slíkar fram- Fyrirspumum svarað Frá afgreiðslumanni Þjóðviljans hefur Bæjarpóstinum borizt eftir- farandi bréf: S. 1. sunnudag var ekki hægt að bera, Þjóðviljann til ca- 800 kaup- enda í Reykjavík. Það er því sízt að undra, þótt þeir verði nokkuð marg- ir, sem spyrja afgreiðsluna eitthvað á þessa leið: Hvers vegna kemur ekki Þjóðviljinn til mín? eða: Verð- ur blaðið ekki borið til mín í dag? Og við slíkum spurningum er ekki til, undir þessum kringumstæðum, nema aðeins eitt svar: Nei, það er því miður ekki hægt. Og svo vilja kaupendurnir vitanlega fá skýring í á því, hversvegna að ekki er hægt að bera Þjóðviljann til þeirra. — Vantar ykkur kannski krakka? spyrja sumir. Það hefur oft verið líkleg tilgáta. Nei, núna höfum við nóga krakka. — Kannski bilun í prentsmiðjunni? Það er heldur ekki ósennileg tilgáta. Nei, engin bilun. Og hver er þá eiginlega ástæðan? Jú, hún er sú, að hjá prentsmiðjunni sem prentar blaðið, vantaði um 800 eintök upp á þá lágmarkstölu, sem þarf til að hægt sé að bera Þjóð- viljann til allra kaupenda í Reykja- vík einni. Það er von að þér séuð undrandi, kaupendur Þjóðviljans. Fyrir nokkrum dögum varð að fella burt einn dag (laugard. 26. maí) úr póstsendingu til fjölmargra kaupenda úti á landi, svo var einn- ig með miðvikudaginn 23. mai. Og hið sama hefur átt sér stað alltaf öðru hverju á undanförnum mánuð- um. Astæðan fyrir því, að til kaup- enda úti á landi vantar oft einstök eintök af blaðinu, byggist að mjög miklu leyti á þessu, og úr því er því miður ekki hægt að bæta, ax kvæmdir mundu verða til þess að setja fótinn fyrir aðrar að- kallandi framkvæmdir, svo sem gagnfræðaskóla, elliheimili, gatnagerð o. s. frv. — Eins og þeir hefðu ekki getað verið bún- ir að byggja gagnfræðaskóla fyr ir löngu? Eða elliheimilið, sem þeir hafa verið að lofa fyrir hverjar kosningar jafnvel á ann- an tug ára? Nei, menn eru að leyfa sér að hugsa sem svo, að það gæti jafnvel flýtt fyrir bygg ingu skóla, elliheimilis o. s. frv. ef bæjarfélagið hefði með hönd- um einhvern þann rekstur, er gæti skapað því arð, og mætti segja, að þeir menn, sem ekki geta fengið svo augljósan sann- leika inn í höfuðið, geri bezt í því að aura sér saman í póli- tískt elliheimili fyrir sig og sína flokksbræður, og setjast þar í helgan stein. Ef til vill gefst tilefni til að senda blaðinu línu síðar um þessi mál, eða önnur, sem hér eru ofarlega á baugi. þeirri einföldu ástæðu, að blöðin eru ekki til. Með kaupendur blaðs- ins í Reykjavík gegnir nokkuð öðru máli, þar eð þeir fá blaðið fyrr, en þó hefur það oft komið fyrir, að ekki hefur verið hægt að afgreiða venjuleg vanskil innan- bæjar vegna þess að upplag blaðs- ins var þrotið af framangreindum ástæðum, sem prentsmiðjan ein á sök á. „Mistök“ eins og þau, eí1 komu fyrir s. 1. spnnudag, koma vitan- lega harðast niður á starfsfólki afgreiðslu blaðsins. Þangað beina þeir kaupendur þess, sem sviknir hafa verið um blaðið, kvörtunum sínum og fyrirspurnum. Ég hef nú reynt að skýra nokk- uð þetta vandamál, eins og það liggur raunverulega fyrir, bæði vegna hinna 800 kaupenda Þjóð- viljans í Reykjavík, sem ekki fengu blaðið sent heim til sín á sunnu- daginn var, og eins vegna hinna fjölmörgu kaupenda úti á landi, sem vegna sömu orsaka, fá blaðið verr en skyldi. Vinsamlegast. Ó. Þ. Fulltrúar á stofnþing Bandalags ísl. sveitafél. Vestmannaeyjabær hefur kos ið fulltrúa sína á stofnþing Bandalags íslenzkra sveitafé- laga og voru þessir kosnir: Árni Guðmundsson kennari, Hinrik Jónsson bæjarstjóri og Guðlaugur Gíslason fram- kvæmdastjóri. frá ráðinu um för þessa: Stokkseyringar hafa á síðari ár- um verið all-áhugasamir um lend ingarbótamál sitt. Svo sem kunn ugt er, er þar svo mikil brimveiði stöð, að heilar vertíðir bregðast vegna þess, hve sjaldan gefur á sjóinn. Jón Sturlaugsson hafn- sögumaður, sem nú er látinn, hafði forgöngu fyrir því þar heima fyrir og gagnvart Alþingi, að fá hér nokkra bót ráðna á með dvpkun á svo kallaðri „Snepilrás" spreng ingu úr brimgarðinum þar sem bezt horfði við. En þótt þetta yrði til nokkurra úrbóta, þarf miklu meira til þess að útræði og lend- ing á Stokkseyri geti talist við- unandi. Er hinum tápmiklu sjó- Embættispróf við Háskóla Islands LÖGFRÆÐI Björn Sveinbjörnsson 1. eink. 211 stig. Gunnlaugur Þórðarson I. eink. 184 stig. Halldór Þorbjörnsson I eink. 211 % stig Kristinn Gunnarsson I. eink. 184% stig. Óli Hermannsson I. eink, 196 stig. Páll S. Pálsson I. eink. 181% stig. Ragnar Þórðarson I. eink. 208 stig. Sigurgeir Jónsson I. eink 211 stig. Viggó Tryggvason II.,1. eink. 155 stig. LÆKNISFRÆÐI Björn Guðbrandsson I. eink. 170% stig. Einar Th. Guðmundsson II.,1. 129 stig. Ragnlheiður Guðmundsdóttir I. 164 stig Þorgeir Gestsson I. eink. 153% stig. GUÐFRÆÐI , Geirþrúður H. Bernhöft I eink. 129% stig. Guðmundur Sveinsson I. eink. 160 stig. Lárus Halldórsson I. eink. 128 stig. Leó Júlíusson I. eink. 145 stig. VIÐSKIPT AFRÆÐI Gunnar Hjörvar I. eink 252 stig. Gunnar Vagnsson I. eink. 312 stig. Iljörtur Pétursson I. eink. 270% stig. Kristinn Gunnarsson I. eink. 291% stig. Magnús Þorleifsson II.,1. eink. 202% stig. Stefán NikuláSson II., 1. eink. 228 stig. sóknarmönnum á Stokkseyri því enn sem fyrr mikið áhugamál, að meir verði aðgert en orðið er. Að tilmælnm Stokksejrringa tókst Nýbyggingarráð ferð á hend ur þangað austur nú fyrir skömmu, og var annar þingmaður Ames- inga Eiríkur Einarsson í för með því. Var aðstaðan athuguð með hliðsjón til þeirra umbóta, er mest kölluðu að. Var álitið, að mikil nauðsyn væri á, að enn yrði sprengt úr brimgarðinum, all veru lega, innsiglingunni til öryggis, og iafnframt talin nauðsyn til að gera dráttaifbraut fyrir báta þar í kauptúninu og þótti áðstaðan góð til þeirra aðgerða. Mun-u verða athugaðir möguleikar á því að koma þessum umbótaverkum tií | frajnkvæmda svo fljótt sem kost- ur er, hinu fallega Stokkseyrar- kauptúni, er býr ýfir svo miklum möguleikum til lands og sjávar, til aukins a'fkomuöryggis. Nýtt hraðfrystiltós tekið til starfa í Grímsey Nýtt hraðfrystihús tólc í gter til starfa í Grímsey og tólcst fryst ing ágœtlega. Hraðfrystihús þetta er útbúið fidlkomnustu tveggja þrepa VILT ER liraðfrystivélum. Fer hrafffryst ingin frarn meff lofti sem cr 30 tii 40 gráffu kalt og er blásið með mildum hraffa gegnum frystivagna. , þá sem flökin eru í. ; Frystingin tekwr £% klukku- tíma en afköst eru 8-10 tonn af flökum á sókirhring. Aulc þess eru lueldar geymslur fyrir flök og síld. Ilraðfrystihúsið í Grímsey er fjórða hraðfrysti'húsið af þessari gerð, sem sett er upp hér á landi. Framhald á 5. siða. Næturlaeknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum. Sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur: Hreyfill, sími 1633 Útvarpið í dag: 8.30 Morgunfréttir. 19.25 Hljómþlötur: Dönsk tónlist. 20.30 Danskt kvöld: a) Frá Danmörku. b) Þættir úr dönskum bók- menntum (Vilhj. Þ. Gísla- son, Sigurður Einarsson o. fl.). c) Einsöngur (frú Guðrun Sveinsdóttir). d) Dönsk íónlist.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.