Þjóðviljinn - 05.06.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. júní 1945.
ÞJÓÐVILJINN
ö
jKAÐ ERU einstöku dagar og
“■ viðburðir í lífi mínu, sem
hafa mótazt svo fast í vitund
mína, að hvert smá atvik, sem
þá skeði, stendur mér skýrt fyr-
ir hugskotssjónum þótt liðin séu
mörg ár og mjög margt, sem fyr-
ir hefur komið í milli tíðinni sé
máð út úr minni mínu.
Svo er með laugardaginn næst
an fyrir páska 1917 og næstu 7
daga. Þá var ég staddur á Neðri-
Svertingsstöðum í Miðfirði. Ég
ætlaði að halda þar páskana hjá
móður minni og Jóni bróður
mínum. En annars var ég við
bamakennslu þann vetur, á
nokkrum bæjum í Miðfirði.
Þennan dag ivar veðri svo
háttað, að um morguninn var
sunnan blær og þýðviðri og
hafði verið hægur mari báða
bænadagana og snjó því mikið
tekið upp, svo kominn var næg-
ur hagi um allan Hrútafjarðar-
háls. En er á daginn leið blá-
lygndi og jafnframt þykknaði í
lofti og gerði hálf skuggalegt út-
lit. Þó held ég fáa hafi grunað
að snögg veðrabrygði væru ná-
læg.
Vegna þess hvað veður var
milt og gott, bjóst Jón bróðir
minn við því, að féð mundi ekki
koma sjálft, enda var þar dag-
leg fénaðarferð geysilega víð-
áttumikil. Þegar gott var færi,
eins og þá, þá sóttu ærnar fram
um allan Hrútafjarðarháls.
Að áliðnum miðjum degi fór
bróðir minn að smala, en bað
mig að taka til hey á meðan
handa fénu. Við fjárhúsin var
engin hlaða, en heyið var í tóft
eða kumbli og al.lt njörfað niður
með torfi, og hélzt torfið venju-
lega uppi, þótt gefið væri und-
an því á meðan frost var í því,
en vegna undangengins þýðviðr-
is, hafði fallið niður stórt stykki
að sunnanverðu við heyið, og
þar leysti ég úr opnu sári, og
man ég hvað ég dáðist að veð-
urblíðunni þegar ég var að
þessu verki.
En allt í einu heyri ég þungan
og dimman veðurdyn. Þá'þýt ég
upp úr geilinni og lýt til veðurs,
sé ég þá kolsvartan hríðar-
klakka teygja sig hátt upp á
norðurloftið, eins og risavaxinn
rándýrshramm, og jafnframt er
kominn norðan kuldastormur
með kafaldshreytingi. Mér verð-
ur ekki sama, að vita af Jóni
með féð einhversstaðar fram á
hálsi.
Fyrst verður mér það fyrir,
.•að ná í spítur og torf og byrgja
geilina í mesta flaustri. Að því
búnu þaut ég af stað, eins og ég
stóð illa búinn, að leita að Jóni.
'Sem betur fór þurfti ég ekki
lengi að leita hans, því ég mætti
honum fljótlega með fjárhópinn
og var hann þá búinn að finna
allt féð nema 7 kindur. Þegar ég
'hitti hann, bað hann mig að fara
heim með féð, en sjálfur ætl-
aði hann að fara að svipast eftir
kindurium, sem vöntuðu. En á
meðan við erum að bollaleggja
þetta, þá brestur á svo sótsvört
moldhríð, með þeim ógurlega
veðurofsa, að við sáum að okkur
mundi veitast fullerfitt báðum
að hafa féð á móti, þótt stutt
væri, enda reyndist það svo. —
Það mátti ekki tæpara standa að
Páskabylurinn 1917
Eftir Björn Eiríksson bónda Arnarfelli
MWVVVVWVVVVWI/WWVWVrWWUVVVSMMVVVVWUVWWSJWV
við næðum heim að húsunum
með féð; en þegar þangað kom,
var veðurofsinn svo mikill, að
við urðum að draga inn næstum
því hverja kind. Því sópaði öllu
af húshlaðinu í eina dyngju suð-
ur fyrir húsin.
Þegar við vorum búnir að
gefa fénu og byrgja húsin, urð-
um við næstum því að skríða
heim til bæjarins, því það var
alls ekki stætt á bersvæði. Þeg-
ar við vorum búnir að sjá okkar
skepnum borgið, eins og tök
voru á, þá varð okkur hugsað
til næstu nágranna okkar, því
þar voru heimilisástæður bágar,
ekkert annað fólk en tvö far-
lama gamalmenni og einn veiga-
lítill unglingsmaður. Við bjugg-
um okkur því út og lögðum aft-
ur út í hríðina, til að vita hvern-
ig þessu fólki liði, og gekk okk-
ur sæmilega að komast þang-
að, þótt veðrið væri slæmt, því
á milli bæjanna voru hlaðnar
torfvörður með fárra metra
millibili, sem við gátum farið
eftir. Þegar þangað kom hittum
við karlinn og sagði hann okk-
ur („No sko“) að strákinn vant-
aði og alla sauðina. Honum þótti
ekki mikið þótt strákinn vant-
aði, en það var heldur verra með
„aumingjana“, en svo kallaði
hann sauðina sína, en þeir voru
það, sem hann elskaði og lifði
fyrir.
Nú var úr vöndu að ráða. Það
var bágt að geta ekkert gert til
bjargar skepnunum og vesalings
manninum. En það var líka
hreinasta sjálfsmorð að hætta
sér út á Hrútafjarðarháls í slíku
foraðsveðri og urðum við því að
halda heim við svo búið, þegar
við vorum búnir að næra skepn
urnar, sem í húsum voru.
Alla næstu nótt hélzt sama
afspyrnu veðrið, en daginn eftir
páskadaginn •— var veðurhæð
in ívið minni, en þó grimmdar-
hríð, með smárofum, ,svo það
var hugsanlegt að brjótast á
milli bæja í lífsnauðsyn. Um há-
degið vorum við bræður að ráð-
gera að brölta til næsta bæjar
að fá hjálp til að leita að týnda
sauðamanninum, þegar fært
yrði. Þá vitum við ekki
fyrri til en Ólafur bróðir okk-
ar er kominn frá Sveðjustöðum,
5—6 km. vegalengd yfir veg-
lausa hálsflatneskjuna og fannst
okkur það harðsótt og karlmann
legt ferðalag. Hann sagði þær
fréttir, að allt féð á Sveðjustöð-
um vantaði. Þar náði engin
skepna húsum, kvöldinu áður í
hríðinni, nema sauðamaðurinn,
sem við ætluðum að fara að leita
að, svo þar með var því af okk-
ur létt. — Hann skreið þar í
húsin, nær dauða en lífi, og varð
honum það til hjálpar, að hann
hitti símann og hélt sig með
honum, en einn símastaurinn
var fast við fjárhúshomið á
Sveðjustöðum, en þau voru í tún
jaðrinum, en frá þeim drógst
hann með herkjubrögðum í bæ-
inn, mjög þjakaður og illa á sig
kominn.
Orsökin til þess að Ólafur náði
ekki fénu sínu í hús um kvöldið
var sú, að þegar hríðin skall á
var hann að leita að einni kind,
sem vantaði kvöldið áður, en
heimilisfólkið hjá honum var
ekki annað en Elísabet systir
okkar og einn lítilfjörlegur
drengsnáði úr kaupstað, sem
sagði honum skakkt til hvert féð
hefði farið, því hann var alltaf
áttaviltur. Hefði það verið rek-
ið í norðurátt, eins og ætlast
var til, þá hefði það að lík-
indum komið sjálft undan hríð-
inni, en 1 þess stað lét hann
það fara til suðurs fram á háls-
inn, en í þá átt er ekkert nema
endalaust heiðarflæmið alla leið
fram til jökla. Vegna þessa leit
aði hann að fénu í öfuga átt og
við margendurteknar tilraunir
við að reyna að hafa upp á fénu
mátti víst litlu muna að hann
yrði ekki úti. í það minnsta
hefur Elísabet víst aldrei óttast
um líf nokkurs manns eins og
Ólafs þá.
Nú brauzt hann þetta áfram
í hálfófæru veðri til að fá lið-
veizlu okkar við fjárleitina, þeg
ar eitthvað rofaði til, en þá var
ekkert viðlit að reyna að leita
að fé vegna hríðarsorta. Það
var því ekki um annað að gera
en bíða og reyna að vera ró-
legur, en það er hægara sagt
en gert, þegar maður veit af
ca. 150 fjár á hrakningi um
endalausa fannbreiðu í öðru
eins foráttuveðri.
Þessi dapri og dimmi páska-
dagur tók loks enda og
og næsti dagur rann upp og
enn hélzt hríðin, ofsinn og frost
harkan sú sama, en fannkóm-
an var lítið eitt minni, svo það
mátti heita ratljóst fyrir kunn-
uga. í því trausti að veðrið
færi batnandi þegár á daginn
liði, lögðum við bræður upp og
gekk okkur vel fram að Sveðju
stöðum, því við höfðum undan-
hald og færðin var sæmileg.
Þegar þangað kom var Gunn-
laugur bróðir okkar þar kom-
ipn, og eftir að hafa fengið góða
hressingu lögðum við fjórir
bræður á hálsinn, með fyrir-
bænir systur okkar 1 veganesti.
Við héldum saman 2 og 2 og
þrömmuðum undan veðrinu, er
sízt fór batnandi, heldur smá
syrti að þegar á daginn leið,
og sáum við bráðlega að það
mundi vera mjög vonlítið að
við hefðum nokkra kind á móti
því, þótt við rækjumst á ein-
hverja. Samt héldum við sleitu-
laust áfram í 2—3 tíma og vor-
um við þá komnir á nýlegan
harðspora, svo við gátum búizt
við að við værum farnir að
nálgast stöðvar fjárins, en þá
var hríðin orðin svo biksvört,
að við sáum ekki nema nokkur
skref frá okkur, og þar eftir
var frostharkan og veðurofsinn.
Álitum við því algerlega von-
laust að við gætum bjargað
nokkurri kind, þótt við findum
eitthvað. Við tókum því þann
kostinn eftir nokkrar bollalegg-
ingar, að snúa við, þótt okkur
þætti það súrt í brotið. En þeg-
ar alls var gætt gátum við eins
vel búizt við, að við hefðum
okkur ekki til bæjar, þó við
værum lausir og liðugir, og
hefi ég sjaldan komist í meiri
þrekraun, en hafa mig á móti
því veðri.
Við settum okkur þvert í
veðrið í þeirri von að rekast á
símalínuna, og varð það okkur
til bjargar í það sinn, því þeg-
ar við hittum símann, vorum
við tklsvert komnir afleiðis, en
röktum okkur með honum heim
og það gerðu hinir bræðurnir
sömuleiðis. Þeir komu heim um
líkt leyti og við, og höfðu einsk-
is orðið varir, svo þennan dag
var þreytan okkar eini ávinn-
ingur, og var það líka mikils
virði að fá að takast fang-
brögðum við hríðina og fá
þreytu og hvíld í kaup, í stað
þess að verða að sitja inni og
heyra veðrið lemja utan húsin
og geta ekkert aðhafst; en það
urðum við að hafa næsta dag,
því þá var allan daginn glóru-
laust moldviðri, og er það ein-
hver sá lengsti og daprasti dag-
ur, sem mig rekur minni til að
hafa lifað. Samt tók hann loks
enda þessi langi dagur, — eins
og allir aðrir dagar, — og hin
langa og grimma páskahríð var
líka loksins á enda.
Þegar nýr dagur roðaði aust-
urloftið, var komið sæmilega
'l stillt og bjart veður, og lögð-
um við bræður þá af stað í
annað sinn, strax og sauðljóst
var orðið. Þurftum við þá að
hafa hlífðargleraugu vegha snjó
birtu, í stað þess við höfðum
ísgrímu fyrir andlitinu þegar
við bröltum áfram í hríðinni.
Nú segir ekki af ferðum okk-
ar fyrr en við vorum komnir
nokkuð framar og hærra á háls
inn en um kvöldið í hríðinni.
Þá blasir við okkur á hæð
einni, ein hin ömurlegasta sjón,
sem fyrir augu mín hefur borið
um dagana.
Fyrst sáum við hvar tvær
eða þrjár mórauðar tófur hlupu
yfir mjallhvíta hjarnbreiðuna,
og er við komum nær, sáum við
hvað þær höfðu aðhafst. Þar
voru í einum skafli á mjög
litlum bletti, nálægt 40 ær,
fastar, og að miklu leyti á kafi
í fönn, nema höfuðin, en þau
voru öll sundur tætt eftir tóf-
urnar, og hin drifhvíta fönn
var öll rauðrósótt af blóði, sem
dýrin höfðu slefað út úr sér.
Allar voru blessaðar kindurn-
ar bráðlifandi, þótt snoppan
væri mulin upp að augum. —-
Þarna var því ekki um neitt
annað að gera en taka til byss-
unnar, sem við höfðum með
okkur, og stytta eymdarstundir
þessara vesalings skepna. Þann-
ig urðu þessar blessaðar kind-
ur að enda líf sitt, eftir hetju-
lega baráttu í sjö löng dæg-
ur uppi á regin heiði í öskr-
andi stórhríð. Og hefðu þær
borið glæsilegan sigur úr být-
um, ef andstyggðar tófan hefði
ekki ráðist á þær varnarlaus-
ar. Síðan hefi ég alltaf borið
kala í brjósti til lágfótu, og
ekki getað vorkennt henni þótt
hún sé pyntuð æfilangt í fang-
elsi.
★
Næstu klukkutímarnir verða
mér lengi eftirminnilegir, því
það eru þau ógeðslegustu slát-
urstörf, sem ég hef nokkurn
tíma unnið að. Við urðum að
slátra og bera saman í hauga
um 50 rolluskrokka, og flestar
voru þær helsærðar eftir tófu.
Það voru aðeins 3—4 kindur
dauðar af þeim sökum að þeim
hafði slegið flötum af veðrinu.
Næstum því helmingurinn af
fénu gat gengið alla leið heim,
en tæplega tuttugu kindur voru
lausar við fönn, og þökkuðum
við það mórauðri forustu á. Það
var sýnilegt, að hún hafði pass-
að að þær færu ekki út í fann-
irnar með því að vera alltaf
að rölta í kringum hópinn. Það
sýndi fast troðin braut í kring-
um þær.
★
'Um kvöldið vorum við bún-
ir að koma öllu fénu heim,
sem fannst, bæði dauðu og lif-
andi, enda drifu að okkur menn
með sleða úr ýmsum áttum,
því flesta í sveitinni vantaði
eitthvað, þó hvergi vantaði það
allt, nema á Sveðjustöðum.
Nokkrar kindur fundust ekki
fyrr en seint og síðar meir, og
var það undravert, hvað sumar
þeirra höfðu komizt langt, og
í þetta sinn fékk ég marga að-
dáunarverða reynslu fyrir því,
hvað þol og harka íslenzku
sauðkindanna er mikil.
Þess verð ég að geta, að
flestar þær kindur sem tófan
helsærði voru kollóttar, og eft-
ir þetta var engin kollótt kind
til á Sveðjustöðum.
Eftir þetta voru fjárhúsin á
Sveðjustöðum eins og stór spít-
ali, því margt' af fénu, sem
dregið var úr fönninni, var svo
þjakað og kalið, að það þurfti
ákaflega mikillar hjúkrunar við
til að geta lifað, svo áhrifa
þessa minnisstæða páskabyls
gætti nokkuð lengi á okkar
heimili. En allt var þetta samt
lítilfjörlegt mótlæti, þegar við
bárum kjör okkar saman við
þeirra, sem höfðu orðið fyrir
ástvinamissi, sem því miður
voru nokkuð margir í þetta
sinn.