Þjóðviljinn - 06.06.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.06.1945, Blaðsíða 2
2 ÞJ0ÐVIL3INN Miðvikudagur 6. júní 194;» Jftmdalag fslenzkra skáta 20 ára Sjómannadagurinri Þjóðviljinn birti í gær frásagnir af hátíðahöldum á sjómannadaginn, í Reykjavík og nokkrum átærri kaup- stöðum úti á landi. — Hér eru fréttir frá nokkrum s'töð- um í viðbót. Seyðisfjörður Hátíðahöld sjómanna á Seyð- isfirði hófust kl. 11 með sam- siglingu Seyðisfjarðarbátanna frá Vestdalseyri og inn að bæjar bryggju. — Kl. 11 hófst messa, sóknarpresturinn, Erlendur Sig- mundsson, prédikaði. Samkoma hófst í Rauða kross húsinu kl. 4 og setti formaður Slysavarnadeildarinnar sam- komuna, en /Slysavarnadeildin og Verkakvennafélagið Brynja stóðu fyrir hátíðahöldunum. Óskar Hólm las upp kvæði og sögu og Björn Jónsson kennari flutti ræðu. Þá fór einnig fram reiptog á íþróttavellinum milli skips- hafna af seyðfirzkum bátum. Skipverjar af Helga Hávarðs- syni og Vingþór unnu. Einnig fór fram hjólreiða- keppni á Austurvegi, þátttak- endur voru 9. Sigurður Jónsson Austurvegi 47 vann (vegalengd og tími var ekki mælt)). Um kvöldið hófst dansleikur í samkomuhúsinu, mjög fjöl- mennur og stóð fram á nótt. Húsavík. í Húsavík var keppt í kapp- róðri, boðhlaupi, knattspyrnu og reiptogi á sjómannadaginn. í kappróðrinum var blandað lið á bátunum, og unnu skipverj- ar á Kóp. í boðhlaupinu kepptu heima- menn á Húsavík og þeir Húsvík ingar, sem farið höfðu til ver- stöðva á Suðurlandi í vetur, og sigruðu heimamenn. Sömu aðilar kepptu í reiptogi og urðu þeir þá jafnir. Knattspyrnukeppnin var einn ig háð milli sömu aðila og sigr- uðu heimamenn. Á samkomu sjómannadagsins flutti Júlíus Havsteen sýslumað ur ræðu og Valdimar Hólm Hall stað las kvæði. Afli hefur verið ágætur í Húsavík undanfarið, en ekki að sama skapi góðar gæftir. Akranes. Sjómannadagurinn á Akra- nesi hófst kl. 8 f. h. með bví að flögg voru dregin að hún. Kl. 10 f. h. söfnuðust sjómenn saman við höfnina og fóru i hópgöngu til kirkjunnar. Síra Magnús Runólfsson prédikaði. 4 sjómenn stóðu heiðursvörð með íslenzkan fána. Kl. 1,30 hófst útiskemmtun með sundi í Bjarnalaug; var keppt í stakkasundi, boðsundi og kappsundi, frjáls aðferð; einnlg sýnt björgunarsund og lífgun drukknaðra. Kl. 3 hófust íþrótt- ir á íþróttavellinum. Var keppt í eftirtöldum íþróttum: Beitn- ing, pokahlaupi, knattspymu og reiptogi. Kl. 5 var keppt í róðri við Langasand. Kl. 8,15 hófst inniskemmtun í Bíóhöllinni. Njáll Þórðarson skipstjóri setti samkomuna, síðan söng karla- kór undir stjórn Helga Þorláks- sonar sjómannalög; síðan flutti ræðu fulltrúi útgerðarmanna Ólafur B. Björnsson; síðan söng karlakórinn aftur sjómannalög. Þá flutti ræðu fulltrúi sjómanna Hallfreður Guðmundsson, og kórinn söng nokkur lög. Þá var sýnd kvikmynd. Að því loknu afhenti Hallfreður Guðmúnds- son verðlaun fyrir afrek dags- ins. Kl. 11,30 eftir hádegi hófst dansleikur í íþróttahúsinu, sem stóð fram á nótt. Veður var óhagstætt allan daginn, norðan stormur og kalt. Hátíðahöldin fóru vel fram. — Um einstakar greinar íþrótta er það að segja að vegna aðstæðr.a við þær var ekki hægt að ná sambærilegum árangri við aðra staði, svo ekki er ástæða til að fjölyrða um þær nema beitn- ingu. Beittir voru 160 krókar. Síð- an var línan lögð á venjulegan hátt. Sú regla e.r viðhöfð við keppni þessa að tekinn er tími sá, sem keppendur eru að beita, síðan, þegar línan er lögð, þá gefur 1 krókur í flækju 1 sek. í frádrátt og þrjár beitur, sem fara af 1 sek í frádrátt. Fyrstur var Guðni Eyjólfsson á 7 mín. 20 sek., annar Sigurður Gunn- arsson 7 mín 25 sek., þriðji Há- kon Benediktsson 7 mín. 27 sek. Fréttaritari Siglufjörður. Skipstjórafél. Ægir, kvenna- deild slysavamafélagsins Vörn og vélstjóradeild Þróttar geng ust fyrir hátíðahöldum á sjó- mannadaginn. Hófust þau kl. 10 með skrúðgöngu frá hafnar- bryggju í kirkju. Samkoma hófst kl. 1,30 á hafnarbryggj - unni og setti hana Magnús Vagnsson. Þar fór fram kapp- róður og tóku 8 bátar þátt í keppninni. Mb. Kristjana sigr- aði og vann þar með til eignar verðlaunagrip, sem Verzlunin Sveinn Hjartarson hafði gefið. Mb. Gestur var annar. Þá fór fram reiptog og sigr- aði mb. Dagný og vann verð-' launagrip, sem Óli Hertervig 'hafði gefið. — Aukakeppni var milli Rauðku og ríkisverksmiði- anna. Rauðka sigraði. Kl. 5 hófst samkoma á íþróttavellinum. Ræður fluttu Eiríksína Ásgrímsdóttir og Jón Jóhannsson verkstjóri. Þá fór fram knattspyrna og poka- hlaup, yar hvor tveggja góð skemmtun. — Um kvöldið voru dansleikir í Sjómannaheimilinu og Hótel Siglunesi. / Veður var sæmilegt, en nokk- uð katt.. Fréttantari. Ólafsfjörður. Hátíðahöld sjómannadagsins í Ólafsfirði hófust með því, að kl. 13 var safnazt saman niður við höfnina og síðan farið í skrúð- göngu undir blaktandi fánum frá bryggju til kirkju, en þar söng sóknarpresturinn, Ingólfur Þorvaldsson, sjómannamessu. KJ. 17 hófst innisamkoma í samkomuhúsinu. Þorsteinn Jóns son verkamaður setti samkom- una. Þorsteinn Símonarson, bæj arfógeti flutti ræðu. Tvöfaldur kvartett söng und- 6. jún.í 1925 var B.Í.S. stofnað, er það tengiliður milli hinna ýmsu skátafélaga á landinu. Aðalhvata maður að stofnun B.ÍB. var Ársæll heitinn Gunnarsson. sem var einn aðalforingi Skátafélags- íns Væringja, hafði hann þegar 1924 sótt um viðurkenningu ís- lenzkra skáta til alþjóðabandalags skáta í London. í lið með sér við stofnun B.Í.S. fékk hann þáver- andi forseta Í.S.Í. Axel V. Tuliníus sem þá var einnig formaður Væringja. Skátafélagið Ernir til- ne'fndu Hinrik Thorarensen, þann- ig skipuð statfaði stjórn B.Í.S. til næsta árs. A.V.T. var formaður stjórnarinnar og var það allt til dauðadags 1937. Ársæll fór úr stjórninni vegria veikinda 1926 en í hans stað kom Sig. Ágústsson, og enn síðar á árinu Jón Oddgeir Jónsson. Á aðalfundi B.Í.S. sem haldinn var 17. júní 1927 voru sarnþykkt ný lög og kosin fimm manna stjórn, en nokkrum árum seinna var stjórninni brevtt í sjö manna stjórn og er hún nú skipuð þeirri tölu. ir stjórn Jóhanns Kristjánsson- ar læknis. Magnús Magnússon, verka- maður og Sigurður Baldvinsson lásu upp. Að lokum kvað Axel Péturs- son Rímur af Oddi sterka, eftir Örn Arnarson skáld. Húsið var þéttskipað og undir- tektir ágætar. Að lokinni inniskemmtuninni þreyttu sjómenn pokahlaup og reiptog við barnaskólann. Um kvöldið hófst dansleik- ur í samkomuhúsinu, og var dansinn troðinn fram á nótt. Fánar blöktu á öllum stöng- um, og var bærinn allur með 'hátíðabrag. Keflavík Hátíðahöld sjómannadagsins í Keflavík hófust með messu kl. 11. Kl. 1,30 flutti Ragnar Guðleifs son, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur ræðu við ungmennafélagshúsið, en þaðan var gengin hópganga nið- ur að hafskipabryggju. Keflvíkingar og Sandgerðing- ar kepptu í knattspyrnu og unnu Keflvíkingar með 2:1. — Um kvöldið voru skemmtanir í sam- komuhúsunum. Hafnarfjörður Sjómannafélag Hafnarfjarðar og Skipstjóra- og stýrimannafél. Kári tóku þátt í hópgöngu sjó- manna í Reykjavík og öðrum há- tíðahöldum dagsins þar. Um kvöldið var hóf á Hótel Birninum. Ræður fluttu Her- mann Guðmundsson, forseti Al- þýðusambandsins og Ólafur Þórðarson fyrrv. skipstjóri. Enn- fremur var kvikmyndasýning. Þá var og kvöldskemmtun í Skála verklýðsfélaganna, Dr. med. Helgi Tómusson skátah'ófðingi. A.V.T., sem var fyrsti skáta- höfðingi íslands vann mikið og gæfuríkt starf í þágu skátamál- anna, var hann elskaður og virt- ur af öllum skátum og var sæmd- ur heiðursmerki skáta, silfurúlf- inum 1925. Núverandi skátalhöfðingi dr. med. ITelgi Tómasson hefur unnið mikil og þörf störf í þágu skáta- málanna, Var hann sæmdur silfur- úlfinum 1940 Hefur það orðið skátunum hér á landi til mikils gagns hve dugandi menn hafa val- ist til forustu mála þeirra. Innan vóbanda B.Í.S. er æfifélagasjóðuiy sem stofnaður var að tilhlutun A. V.T., getur hver sem þess ósk- ar orðið félagi gegn 50 króna gjaldi í eitt skipti fyrir öll. Fyrir atbeina H.l'. er að Úlf- ljótsvatni starfræktur skátaskóli, er hann mikið sóttur af hinum yngri skátum, sem dvelja þar við skátaíþróttir á sumrjn. í fyrstu var B.Í.S. aðeins sam- band drengjaskáta, en á aðal’fundi B. Í.S. s.l. sumar var samiþykkt að bjóða kvenskátum einnig þátt- töku. Eru nú starfandi innan vé- banda B.Í.S. 31 félög og sveitir drengjaskáta og 9 frá kvenskátum. Stjórn B.Í.S. skipa nú Helgi Tómasson skábahöfðingi, Hinrik Thorarensen varaskátahöfðingi, Axel L. Sveins, Hannes I>orsteins- son, Jón Sigurðsson, Páll H. Páls- 1 son og Þorsteinn Einarsson. H. Næturlæknlr er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum. Sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur: Hreyfill, sími 1633 Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Óperulög. 20.25 Útvarpssagan: „Herragarðs- saga“ eftír Selmu Lagerlöf; þýð. Bjöms Jónssonar (H. Hjv.). 21.00 Hljómplötur: Sænsk lög. 21.15 Þýtt og endursagt (Hersteinn Pálsson ritstjóri). 21.35 Hljómplötur: Þjóðkórinn syng ur (Páll ísólfsson stjómar).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.