Þjóðviljinn - 06.06.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.06.1945, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. júní 1945 ÞJÓÐVILJINN 7 PEARL S. BUCK: ÆTTJARÐARVINUR CARL EWALD: ÆVINTÝRI SÍLDARINNAR þegar glampa slær á hreistrið í tunglsljósinu. En bezt af öllu var að koma hingað og fæða ykkur öll, elsku börn“. Síldin var orðin svo þreytt, að hún vissi varla, hvað hún átti af sér að gera. Hún leit í kringum sig og sá, að itorfan var komin á víð og dreif. Sumt var étið, sumt var yeitt, sumt var farið leiðar sinnar út fjörðinn aftur. En sjávarbotninn moraði af hrognum. „Hér verður nóg af síldinni næsta vor“, sagði litla síld- in við sjálfa sig. „En nú verð ég að fara og fá eitthvað að éta“. Hún synti af stað . Enginn gerði henni mein. Fiski- mennirnir voru rónir í land. Hákarlar og þorskar voru farnir leiðar sinnar. Máfarnir sátu á klöppum við fjörð- inn, saddir og sælir. „Það er einkennilegt, hvað ég er þreytt“, sagði litla síldin við sjálfa sig. „Það er ekki erfiðislaust að eiga þrjá- ifcíu þúsund börn“. ÆVINTÝRIÐ, SEM ALDREI TÓK ENDA (Sænskt) Einu sinni var konungur, sem hafði ákaflega gaman af ævintýrum. Þegar hann reis úr rekkju á morgnana, Vvarð alltaf einhver að vera viðbúinn að segja honum sög- ur. Og svo tók hver við af öðrum allan daginn. En hann vildi aldrei heyra sama ævintýrið nema einu sinni. Og því var ákaflega erfitt að finna stöðugt menn, sem kunnu nýjar sögur. Loks höfðu konunginum verið sagðar allar þær sög- ur, sem heyrzt höfðu í ríki hans. Þá lét hann boð ganga um allt landið, og það hljóðaði þannig: „Sá, sem getur sagt mér ævintýri, sem aldrei tekur enda, fær dóttur mína fyrir konu og hálft ríkið“. Margir urðu til að reyna þetta, sem eðlilegt var. En enginn kunni svona sögu. Seinast var kóngur orðinn svo reiður, að hann sendi ný boð um allt landið. Og þau voru svona: „Sá, sem reynir að segja mér ævintýri, sem aldrei tekur enda, en getur það ekki, verður Itekinn fastur og honum fleygt í jarðhýsi“. í borg einni í Uruguay þykjast íbúarnir ekki meira en svo öruggir hver fyrir öðrum, og er þeim annt um, að lögreglan söfi ekki á verð- inum, heldur gæti skyldu sinnar. En lögreglan vildi hins vegar ekki liggja undir því ámæli, að hún svikist um, og tók upp þann sið að btása i lúðra á hverjum klukkutíma, alla nóttina, ti). þess að borgararnir vöknuðu við og vissu, að þeim var óhætt að sofa róglegir. , ir I Englandi eru fjölda margar gandar hallir, sem hafa illt orð á sér fyrir reimleika. Fyrr á tímum voru þær auðkenndar á sérstak- an hátt á Landauppdráttum. Enn í dag eru 150 hallir og sveita- setur í eyði, vegna þess, að menn þykjast heyra vofurnar ganga þar um og' grrísta iönnum dag og nótt. ★ Fáum klukkustundum áður en franski rithöfundurinn Marcel Pfoust dó, bað hann að fá sér eitt handrita sinna, í hverju hann hafði lýst hræðslunni við dauð- ann. „Nú veit ég nefnilega betur“, sagði hann. „Eg er að læra af reynslunni". Hann hélt áfram að breyta handritinu, þar til hann gaf upp andann. hana sem snöggvast oft á dag, en þegar hann ætlaði að yrða á hana, kom alltáf ein'hver, annað- hvort einhver þernan eða frú Muraki sjálf. Fiúin nam alltaf staðar og sagði fáein blíðleg orð. Þegar hún fór bað hún dóttir sína að hjálpa sér við einhver verk og þær urðu samferða út. Væri fjölskyldan öll samankom- in, varð Tama alltaf fyrst til þess að fara. Þetta virtist allt koma af hend- ingu. En þegar hann hafði setið um að ná tali af henni í margar vikur, uppgötvaði hann, að þetta var allt með ráði gert. Þau vildu ekki að Tama talaði við hann í einrúmi. Hann varð reiður. Treystu þau honum ekki? Framkoma þeirra gagnvart honum var annars ó- breytt. Einu sinni kom hann heim seinni hluta dags og gekk fram- hjá henni, þar sem hún var hálf- bogin að lagfæra stein við tjöm- ina. Nú var komið 'haust og þunn ur ís á tjörninni. Hann gekk hratt til hennar. Loksins hitti hann hana eina. Ekkert augna- blik mátti fara til ónýtis. „Mig langar til að segja yður“ — stamaði hann. Nú var hann þó farinn að tala ágæta japönsku. „Eg hef alltaf ætlað að segia yð- ur —“ Hún leit á hann dökkum. undr- andi augum en tók ekki hendurn- ar af steinunum. Henni verður kalt á höndunum, hugsaði hann ruglaður. En hún leit ekki undan augnaráði hans og þá fékk hann kjark til að halda áfram: „Þér megið ekki giftast gömlum manni“, hvíslaði hann. „Eg bið yður að gera ]>að ekki“. Hann fékk ekki ráðrúm til að segja fleira, því að frú Muraki var á leiðinni til þeirra með sjal yfir herðunum. Hann hafði aldrei séð hana flýta sér svo mikið. Hann ætlaði að fara leiðar sinn ar en hætti við það. Hvers vegna átti hann að flýja? Hann hafði ekki gert neitt. illt. Þegar Tama sá móður sína, gekk hún á móti henni. En um leið og hún rétti sig upp frá steininum sagði hún: „Eg giftist engum öðrum en þeim, sem ég vil sjálf*. Mjúka röddin hennar var á- kveðin og I-wan var glaður, eins og sólargeisli hefði snert hjarta hans. Hann liorfði á hana, þegar hún gekk til móður sinnar og sá að þær stóðu kyrrar um stund og töluðu saman. Tama hristi höfuð- ið hvað eftir annað, en hann heyrði ekki tal þeirra. I-wan gekk inn í herbergi sitt. Hann var glaður. Nú vissi hann, að Tama var viljasterk. Líklega var uppeldi japönsku k eunanna gott og gerði þær stöðuglyndar. Hann settist niður, án þess að n una eftir að taka ofan hattinn og sá í andlit henn- ar í huganum þegar hún beygði sig niður að steininum. Hún var ekki fögur. Nú hafði hann séð það. Hún var að minnsta kosti ekki gædd lýtalausri íegurð, eins og Peony. Hann hafði oft tekið eftir því, meðan Tama var í skólabúningn um, að hann fór henni ekki vel. Litirnir voru of daufir og kjóllinn of aðskorinn. Hún var miklu fall- egri í rósótta, japanska silkikjóln, um sem féll um líkama hennar í mörgum fellingum og var tekinn saman með belti um mittið. Fegurðin var heldur ekki aðal atriðið. Hann hafði stundum heyrt móður sína tala um tengda- dætur. „Konur eiga að vera fagr- ar“, var hún vön að segja. „en ekki of fagrar Allt er bezt í hófi. Kona, sem er alltof fögur, er sjálfri sér og öðrum bölvun“. Hún var vön að segja þetta, þeg ar I-ko var viðstaddur. I-wan vissi ekki þá hvers vegna hún gerði það. En nú skyldi hann, að hún hafði átt við það, að eigin- maðurinn ætti að geta treyst konu sinni. Og það var þetta, sem hann fann svo glöggt núna, að Tama var sfcúlka, sem aldrei mundi bregðast — ef hún elskaði hann. En var hann ástfanginn sjálf- ur? Ilann þráði nærveru hennar. En var það ást? „Bara að ég mætti tala við hana eina, þó að ekki væri nema einn klukkutíma, þá væri ég ekki í neinum vafa“, hugsaði hann. En það var sannarlega ekkert útlit fyrir að hann hitti hana í einrúmi. Hún var alltaf eins og fugl á kvisti, aldrei kyrr stund- mni lengur. Nú vissi hann, að það var ekki tilviljun. Hún var bund- in ósýnilegum böndum. I-wan reis skyndilega á fætur og fór nú loksins úr frakkanum og tók áf sér hattinn. Hann kveikti í japanskri pípu. Það var .skammt síðan hann fór að reykja. Hann hafði heyrt Muraki gamla segja, að það hefði sefandi áh; Svo gekk hann út í garðshornið utan við herbergið og horfði nið- ur í vatnið. Þar var allt í röð og reglu eins og vant var. Og þó tók hann eft- ir breytingu. Steinarnir höfðu ver ið þvegnir. Þeir höfðu verið tekn- ir upp og lagðir á sama stað aftur. Hann tók einn beirra og skoðaði hann. Jafnvel það, sem sneri að jörðinni. hafði verið þvegið. I-wan lagði steininn nákvæm- lega á sinn stað aftur. Á þessu heimili mundi óðar verða tekið eftir því, ef smásteinn í garðin- um væri hreyfður örlítið. Hann ásetti sér að bíða og verða viss um tilfinningar þeirra beggja. „Eigum við ekki að ganga upp á fjöll“, sagði Bunji allt í einu og ieit upp frá skrifborðinu. Það var komið vor. ,.Við höfum ckkert farið síðán um nýjár. Eg ér orð- inn stirður í fótunum". I-wan var orðinn vanur skap- ferli hans. Stundum vann Bunji af ofurkappi vikum og mánuðum saman, eins og ekkert annað væri honum neins virði. En einn góðan veðurdag var hann vís til að leggja frá sér pennann og lémja hnefunum í borðið. „Nú förum við upp á fjöIP', var hann vanur að segja. I-wan leit upp og brosti. Ilann hafði verið lengi að venjast þess- um fjallgöngum, þó að hann hefði allan vilja til þess. Bunji gat klifr að upp brattar brekkur, eins og ekkert væri. Það var hlægileg sjón að sjá hann klifia á fleygiferð í ótal krókum, lágfættan, og í leð- lurstígvélum. Eftir hvérn sprett staðnæmdist hann á kletti ein- hversstaðar hátt uppi og beið eft ir I-wan. „A morgun", sagði Bunji ákveð inn. „Við förum til Unzen“. Hann leit brosandi á I-wan og bætti við, eins og það væri aukaatriði: „Og Tama verður með okkur. Finnst þér' það ekki réttast? Hún var alltaf vön að fara með mér. áður en þú komst“. I-wan fálmaði eftir pípuTmi sinni. Hann rnátti ekki láta sjá nein merki ])ess. að hann væri órólegur. En héfði hann pípuna milli taunanna og træði í liana með báðum höndum, hlaut það að vera greinilegt, að hann væri ekki að hugsa um neitt annað en píp- una. „Ætli hún vilji það?“ spurði hann kæruleysislega og kveikti í. Hann hafði beðið svo marga mán uði í vonlausri eftirvæntingu, að hann hafði náð valdi yfir rödd sinni. ,.Eg veit ekki", sagði Bunji og !eit glettnislega á I-wan. „Það er eftir því, hvort henni þykir ó- maksins vprt, að taka afleiðing- unum“. I-wan svaraði engu. en Bunji hélt áfranr. „Það fer eftir Litla krossgátan 1. skógurinn (fornt), 7. anga, S. guð, 10. þyngdarnvál 11. tvennt, 12. guð', 14. á fjalli, 16. ljær, 18. tónn 19. knæpa, 20. há- vaði, 22. orusta, 23, spjót (fornt), 25. aumara. Lóðrétt. 2. pat, 3. óþétt, 4. tilbiðja. 5. greinir, 6. brakar, 8. söngl. 9. hryggir, 11. skammstöfun. 13. viðkvaunt. 15 votar, 17. lík, 21. púka, 23. vegsama, 24. tveir cins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.