Þjóðviljinn - 06.06.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.06.1945, Blaðsíða 1
Churchill mótmælir ásökunum de Gaulle Chruchill gaf yfMýsingu um Sýrlandsdeiluna í neðri mál- stofu brezka þingsins í gær, og mótmælti ásökunum de Gaulle í garð Breta, að þeir hefðu átt sök á óeirðunum. KI. 6 e. h. í gær undirritaði hernámsstjóm Bandamanna í Þýzkalandi, þeir Eisenhower, Sú- koff, Montgomery og Tassigny í Berlín, sameigin- lega yfirlýsingu í 15 liðum um hernámið. Með undirritun yfirlýsingarinnar taka Banda- menn formlega í sínar hendur yfirstjórn Þýzka- lands. Yfirlýsingin var gerð kunn samtímis í Moskvu, Washington, London og París. Auk þess var skýrt frá því, hvernig Banda- menn hyggðust að framkvæma ákvæði yfirlýs- ingarinnar. Landamæri Þýzkalands verða fyrst um sinn þau sömu og þau voru áður en Þjóðverjar réðust á Austurríki og Tékkoslovakíu. Þýzkalandi verður skipt nið- ur í 4 hernámssvæði: Bretar her nema Norðv.-Þýzkaland, Frakk- ar Vestur-Þýzkaland, Banda- ríkjamenn Suðvestur-Þýzkaland og Rússar Austur-Þýzkaland. Auk þess er hverjum þeirra fyrir sig heimilt að láta her- sveitir frá ríkjum, er börðust gegn Þýzkalandi taka þátt í her- náminu. Berlín og útborgir hennar verða undir sameiginlegri stjórn Breta, Rússa, Frakka og Banda- ríkjmanna og skipar hver þeirra herstjóra og hafa herstjórarnir stjórn borgarinnar sameiginlega á hendi. Hver hernámsstjóri um sig hefur ráðunauta í ýmsum sér- málum, en þeir hafa svo aftur nána samvinnu sín á milli. Þessi tilhögun á stjórnarfyr- irkomulagi Þýzkalands mun standa á meðan Þýzkaland er að uppfylla grundvallarskilyrði uppgjafarsamningsins um af- vopnun þýzka hersins. Þegar á- standið hefur breytzt munu Bandamenn gera með sér annan samning. Einnig mun síðar verða á- kveðið um framtíðarlandamæri Þýzkalands og réttarstöðu. FYRIRSKIPANIR TIL ÞÝZKU ÞJÓÐARINNAR í yfirlýsingunni segir á þessa leið: Þar sem, á annan bóginn, hið þýzka herveldi er algerlega brotið á bak aftur og þýzka þjóðin getur á engan hátt leng- ur veftt hinum sigursælu ríkj- um mótspyrnu og á hinn bóg- inn engin stjórn er lengur til í landinu, sem getur haldið röð og reglu, fela stjórnir Sovétríkj anna, Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands fulltrúum sín- um æðstu stjórn Þýzkalands þar til öðruvísi verður ákveðið. Meginmál yfirlýsingarinnar eru fyrirskipanir til þýzku þjó-5 arinnar um það hvernig henm beri að haga sér. Aðalinnihald þeirra er sem hér segir: Allar hemaðaraðgerðir gegn Bandamönnum innan og utan landamæra Þýzkalands hætti þegar í stað. Þýzki landherinn, flugherinn og sjóliðið, svo og stormsveit- irnar, gestapólögreglan og allar aðrar vopnaðar þýzkar sveitir verði afvopnaðar. Hin borgaralega þýzka lög- regla og aðrar vopnaðar sveit- ir til að halda uppi röð og reglu hverfi undir stjóm Banda- manna. Eisenhower og Mont- gomery fá Sigurorðuna Skömmu eftir að hemáms- stjóm Bandamanna gaf út hina sameiginlegu yfMýsingu sína um hemám Þýzkalands, var til kynnt í Moskvu, að Eisenhower og Montgomery hefðu verið sæmdir æðsta hemaðarheiðurs- merki Sovétríkjanna, Sigurorð- unnL Tássigny hershöfðingi, her™ námsstjóri Frakka, var sæmdur öðru hæsta hemaðarheiðurs- merki Sovétríkjanna, Súvoroff- orðunni, 1. flokks. IsMaMsliM Á föstudaginn fer fram keppni milli úrvalsliðs íslenzkra knatt- spymumanna og úrválsliðs úr brezka flug- og sjóliðinu hér. Valið var í úrvalslið íslending- anna í gœr og voru pessir valdir: Markmaður: Anton Sigurðs- son (Víking), hægri bakvörður: Björn Ólafsson (Val), vinstri bakvörður: Guðbjörn Jónsson (K. R.), miðframvörður: Birgir Guðjónsson (K. R.), hægri hlið- arframvörður: Sæmundur Gísla- son (Fram), vinstri hliðarfram- vörður: Sveinn Helgason (Val), miðframherji: Albert Guð- mundsson (Val), hægri fram- herji: Óli B. Jónsson (K. R.), vinstri framherji: Jón Jónasson (K. R.), hægri útframherji: Ell- ert Sölvason (Val) og vinstri út- framherji Hafliði Guðmundsson (K. R.). Allar flugvélar í Þýzkalandi eða utan þess verði fengnar í hendur Bandamönnum í því á- standi sem þær eru nú í, svo og öll skip og kafbátar, hvort sern þau eru á sjó eða í viðgerð. Á- hafnir skipanna séu um kyrrt Framhald á 5. síðu. Loítárás á Kóbe 500 bandarísk risaflugvirki gerðu i gær loftárás á japönsku borgina Kóbe. Vörpuðu þær niður 3000 smál. af eldsprengjum á haínarmann- virki, iðnaðarhverfi og sam- göngumiðstöðvar í borginni. 8 flugvirki týndust í árásarferð- inni. Skipið mun flytja farþega tii Danmerkur og ennfremur vör- ur frá Landssöfnuninni. Til baka mun það flytja far- þega heim til íslands og enn- fremur vörur, einkum þó véla- hluta og símatæki, og er því ráð gert að það komi til Gauta- borgar í Svíþjóð á heimleið- inni. Gert er ráð fyrir að viðgerð- ir verði framkvæmdar á skip- inu í Kaupmannahöfn, en að þær muni þó ekki taka mjög langan tíma. Hann sagði að Bretar hefðu tekið fullt tillit til sérstöðu Frakka í Sýrlandi og Libanon. Afstaða Breta til Sýrlandsdeil- unnar hefði mótazt eingöngu af því, hve Bandamönnum væri nauðsynlegt vegna styrjaldar- innar við Japani, að fullkomið öryggi ríkti yið botn Miðjarðar- hafsins. Þeir hefðu því gert allt, sem í þeirra valdi stóð, til að koma í veg fyrir óeirðir, en eft- ir að þær hófust, hefðu þeir notað aðstöðu sína til að fá ‘báða aðila til að útkljá deiluna við samningaborð, en ekki með vopnum. Franska srjórnin ákvað í gan að bjóða til ráðstefnu með stór- veldunum fimm, Bretlandi, Bandaríkjunum, Sovétríkjun- um, Kína og Frakklandi, til að ræða mál Arabaþjóðanna. Tal- ið er að Arabaþjóðimar eigi einnig að fá sæti á ráðstefn- unni, ef til hennar kemur. Fulltrúar Arabasambandsins héldu lokaðan fund í gær í Kaíró og hefur ekkert verið látið uppi um hvað þar gerðist. Norski Kommúnistaflokkur- inn hefur gefið út ýfirlýsingu þess efnis, að hann sé reiðubúinn að taka þátt í hinni nýju ríkis- stjórn. í yfirlýsingunni segir: „Til þess að tryggja það, að stefna hinnar nýju ríkisstjórn- ar svari til efnahagslegra og menningarlegra krafna yfirgnæf andi meirihluta þjóðarinnar munum við Jeítast við að ná sambandi við verklýðsstéttina, verklýðsfélögin og þá stjórnmála flokka, sem áhuga hafa á þessu“. Sovétríkin fengu herskip hjá Bretum Churchill skýrði frá því í gœr að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu látið Sovétríkjunum í té alImikinn flota á stríðsárunum. Þegar Ítalía gafst upp fyrir Bandamönnum, fóru Sovétríkin fram á að fá nokkurn hluta af ítalska flotanum, en Bretum þótti hentugra að láta hann vinna allan sem heild, en buðust í, þess stað til að láta Sovétríkj- unum í té skip úr sínum eigin flota. Var gengið að því. Flugpóstur milli íslands og Svíþjóðar Fastar flugferðir milli íslands og Svíþjóðar eru nú um það bil að hefjast og verða þá teknir upp flugpóst- flutningar milli íslands og Norðurlanda. Póstafgreiðslumar munu næstu daga taka á móti bréfapósti til Norðurlanda, sem fluttur verður flugleiðis til Svíþjóðar. Burðargjald verður 80 aurar fyrir hver 20 grömm um- fram venjulegt burðargjald. Fyrst um sinn mun hér aðeins verða um bréfapóst að ræða. ÞJQÐVILJASÖFNUNIN [ , Næsti skiladagur á föstudaginn Þjóðviljasöfnuninni verður lokið í þessum mánuði. Mun söfnuninni lokið á Jónsmessumótinu á Þingvöllum. Allir þeir sósíalistar og vinir Þjóðviljans sem hafa I söfnunargögn með höndum, eru hér með minntir á það að á föstudaginn kemur er næsti skiladagur, og eru þeir beðn- ir að koma í skrifstofu Sósíalistaflokksins þann dag. Sósíalistar og vinir Þjóðviljans! Nú er aðeins lokaátakið eftir! Notið vel þessa daga. Allir eitt, til starfa! Norska Stórþingið kemur saman um 14. júní Norsku blöðin „Morgenposten“ og „Friheten“ skýra svo frá, að gamla Stórþingið muni verða kvatt saman um 14. júní. Viðræður fóru fram í gær milli stjómariniíar, forseta Stórþings- ins og leiðtoga norsku heiniavígstöðvanna um þetta í Osló. „Esja66 fer til Banmerkur Ákveðið hefur verið að Esjan fari til Kaupmannahafnar, og mun hún sennilega fara um miðjan ]»enna mánuð, ef nauðsyn- leg leyfi hjá viðkomandi herstjómum verða þá fengin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.