Þjóðviljinn - 06.06.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.06.1945, Blaðsíða 5
t»JÓÐVILJINN — Miðvikudagur 6. júní 1945. þJÓÐVILJINN Útgefan4i: SameiningarflokkuT alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Bitstjóri og ábyrgðarmaður: SigurðuT Ouðmuniisson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús SigurhjartaTson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2181f. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Útí á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Viksngsprent h.f., Garðastræti 17. Orsökin er ennþá til Hinn þýzki nazismi og hinn ítalski fasismi hafa beðið ósigur. Sumir segja, að óvætt þessi hafi verið lögð að velli og lík henn- ar á bál borið. Það er nú svo. Stefnur, hvort heldur er í stjórnmálum eða á öðrum sviðum, koma ekki og fara skyndilega, þannig, að með sanni verði sagt að enginn viti hvaðan þær koma eða hvert þær fara. Stefnur eiga sér orsakir. Þær eru yaxnar úr jarðvegi þjóðfélaganna, og meðan jarðvegurinn er óbreyttur er hætt við að gróðurinn breyt-. ist ekkl tif muna, jafnvel þó nokkrum plöntum sé svipt upp með rótum. Fasisminn í öllum hans myndum er vaxinn úr jarðvegi auðvaldsskipulagsins. Arðránsherferðir yfirstéttarinnar á hendur laimastéttunum og kúgunarherferðir stórveldanna á hendur ný- lenduþjóðunum, er sá jarðvegur sem fóstrað hefur fasismann, og þessi jarðvegur getur enn og mun enn fóstra slíkan gróður. í sem fæstum orðum sagt, fasisminn er þrautavörn auðvalds- ins, hann er ráð sem það grípur til þegar hið borgaralega lýð- ræði getur ekki lengur léð forréttindum þess skjól. Enginn þarf að efast um að mjög muni sverfa að auðvaldi flestra landa í náinni framtíð. Krafan um stéttlaus þjóðfélög ásamt kröfum um jafnrétti allra þjóða, stórra og smárra ■' n tillits til litarháttar og þjóðerna, verður borin fram á ákveðnari hátt en nokkru sinni fyrr, næstu mánuðina og næstu árin. Yfirráð auðmannastéttarinnar munu víða í mörgum þjóðlöndum þróast yfir til hreins fasisma og freista að verjast falli með ó- hjúpuðu ofbeldi, því að krafan um afnám kúgunarkerfa ný- . ' i lenduríkjanna verður naumast mótstæðileg ef unnið verður á gnmdvelli hins borgaralega lýðræðis. Það getur verið að til séu menn sem hugsa svo barnalega að auðvaldsþjóðirnar hafi lært svo mikið af þessu stríði að þær muni ekki láta sér til hugar koma annað en að láta hið borg- aralega lýðræði njóta sín til fulls, og ef það leiði til stéttlausra þjóðfélaga og nýlendulauss heims, þá muni heimur sósíalism- ans koma svo að segja án þess að nokkur þurfi fyrir því að hafa, annað en að greiða atkvæði. En þetta er hættulegur hugsunarháttur. Það er 'augljóst að búast verður við að yfir- stéttin láti ekki forréttindi sín án þess að verja þau til hins ýtrasta, og enn augljósara að búast verður við að nýlenduríkin láti ekki nýlendur sínar án þess að spyma við broddum. Þetta þýðir að búast má við að hið borgaralega lýðræði verði að meiru eða minna leyti „tekið úr umferð“ þegar þróunin er komin á það stig að meirihluti þjóðanna krefst sósíalisma. Fasismahættan er ekki úr sögunni. Hún mun koma fram í nýjum og nýjum myndum hvar sem auðvalds- og heimsvalda- stefna á í vök að verjast. Að sjálfsögðu verður reynt að gefa hinum nýja fasisma annan svip en þeim gamla, en tilgangurinn' verður sá sami, að hindra sigur sósíalismans. Alþýðublaðið verður ekki spurt Dagblað Framsóknar, Alþýðublaðið, heldur áfram að rífast í gær. Það þarf ekki að eyða miklu púðri á þá fugla í embættis- veitingamálinu, forsmán þeirra þar 1 er alþjóð svo kunn. En að tveim atriðum skal vikið: Alþýðublaðið óskapast enn um það að ófært hafi verið að veita hæfum verkfræðingi starf flugmálastjóra, af því hann sc sósíalisti. Vér skiljum vel reiði Framsóknar út af því máli. Sam- kvæmt vilja Framsóknar og Alþýðublaðsins átti núverandi lög- reglustjóri að verða flugmálastjóri, svo hægt væri að veita Hermanni Jónassyni lögregiustjóraembættið. — Alþýðublaðið er reitt yfjr þeim vonbrigðum, að svo skyldi ekki verða, en þetta blað verður að venja sig við það, að þótt vilji Framsóknar sé alráður í Alþýðublaðinu, þá er hann það ekki í ríkisstjórninni. Vfsindarannsóknlr og tllrannir f þágn sjávardlvegslns verða samelnaðar i AtvlnnndeUd Há- skðlans við mjðg bætt skUyrðl Ný deild, fiskiðnaðardeild, stofnuð til að samræma og annast þessar rannsóknir Nefnd frá Félagi íslenzkra efnafræðinga hefur nm nokkurra mánaða skeið athugað núverandi fyrirkomulag á vísindarann- sóknum í þágu atvinnuveganna, og gert tillögur um fyrirkomu- lagsbreytingar. í sambandi við þessar tillögur er ríkisstjómin að athuga möguleika á að stofna nýja deild við Atvinnudeild Háskólans, fiskiðnaðardeild, og hefur verið gert ráð fyrir að dr. Þórður Þorbjamarson yrði forstöðumaður hennar. Með þessu móti. er ætlazt til að stórauknar verði& rannsóknir í þágu sjávarútvegs- ins, og þá m. a. haldið áfram því merkilega rannsóknarstarfi, sem Fiskifélag íslands hefur haft með höndum, sem ekki hefur verið veitt nægilegur stuðningur af hálfu hins opinbera. Til þess að þetta megi verða þarf að byggja sérstakt hús yfir deildina, og verður það væntanlega byggt á háskólalóð- inni. Tillögur þær, sem Fél.ag ís- lenzkra efnafræðinga samþykkti um „framtíðarfyrirkomulag rannsókna- og tilraunastarfsemi hérlendis á sviði efnafræði og skyldra greina“, eru svohljóð- andi: 1. Öll rannsókna- og tilrauna- starfsemi á sviði efnafræði og skyldra greina, sem starfrækt er á vegum þess opinbera, skal sam einuð í eina aðalstofnun, At- vinnudeild Háskólans. 2. í stofnuninni verði fyrst um sinn 4 deildir, þær 3 deildir, sem nú eru starfandi: búnaðardeild, fiskideild og iðnaðardeild, en að auki ný deild fiskiðnaðardeild. 3. Fiskiðnaðardeild taki að sér þær rannsóknir og tilraunir á sviði sjávarútvegs og fiskiðnað- ar, sem nú eru framkvæmdar í rannsóknarstofu Fiskifélags ís- lands, Rannsóknarstofu Háskól- ans, Iðnaðardeild Atvinnu- deildar Háskólans og á vegum Fiskimálangfndar. 4. Við iðnaðardeildina komi eins fljótt og unnt verður al- menn efnisprófunarstöð. Verði nú þegar gerðar ráðstafanir til þe^s að útvega henni hæfa starfs krafta. 5. Sett verði á stofn tilrauna- ráð, sem geri tillögur um aðal- verkefni fiskiðnaðar og fiski- deildar í samræmi við þarfir sjávarútvegsins á hverjum tíma. í því eigi sæti forstöðumenn nefndra deilda, ásamt fulltrúum útvegsmanna og eftir því, sem við þykir eiga, fulltrúar frá W,/ stofnunum og fyrirtækjum, sem starfa að sjávarútvegsmálum. 6. Stjóm Atvinnudeildar Há- skólans sé í höndum forstöðu- manna deilda þeirra, er undir iana heyra, undir yfirstjórr hlutaðeigandi ráðherra, og kjósi þeir sér árlega formann. 7. Reist verði viðbótarhúsnæði fyrir Atvinnudeildina eins fljótt og unnt er, og verði stærð þess húsnæðis staðsetning og fyrir- komulag ákveðið í samráði við hlutaðeigandi starf^menn og aðra aðila (háskólaráð, húsa- meistara). Gerðar verði ráðstaf- anir til þess að útvega eðlis- og efnafræðikennslu við háskólann viðunandi húsnæði“. I nefndinni, sem þessar tillög- ur gerði áttu sæti: Trausti Ólafs- son (formaður), Helgi H. Eiríks- son, Óskar B. Bjarnason, Sigurð- ur H. Pétursson og Þórður Þor- bjarnarson. Um starf nefndarinnar segir m. a. í nefndaráliti: „Málið var rætt ýtarlega á fundum, en milli funda unnu nefndarmenn hver fyrir sig að úrlausn málsins. Ræddi nefndin við þá Árna Friðriksson for- stjóra Fiskideildar og Halldór Pálsson forstjóra Búnaðardeild- ar í Atvinnudeild Háskólans, Ennfremur var rætt við Ásgeir Þorsteinsson formann Rann- sóknarráðs ríkisins, sem lét nefndinni í té ýmsar mikilsverð- ar upplýsingar í sambandi við athuganir sínar þessu viðvíkj- andi“. Síðan segir, að nefndin hafi orðið sammála um það sem starfsgrundvöll, að öll tilrauna- og rannsóknarstarfsemi hérlend is á sviði efnafræði og skyldra greina, yrði sameinuð í eina að- alstofnun, sem ríkið beint eða ó- beint stæði straum af. „Með til- liti til allra aðstæðna þótti nefndinni eðlilegast og vænleg- ast til skjóts árangurs að gert yrði ráð fyrir því, að umrædd starfsemi færi fram í Atvinnu- deild Háskólans, enda er henni lögum samkvæmt ætlað að ann- ast það, sem hér er um að ræða. En til þess að svo megi verða þarf hún að eflast að miklum mun, bæði að starfskröftum, húsnæði og áhöldum“. Nefndin rekur núverandi fyr- irkomulag þessara rannsókna, er fara fram 1 Iðnaðardeild Atvinnu deildar Háskólans, á rannsóknar- stofu Fiskifélags íslands, á rann sóknarstofu Háskólans (vitamín rannsóknir o. fl.) og á vegum Fiskimálanefndar. TILRAUNASTÖÐ OG RANN- SÓKNARSTOFA FYRIR FISKIÐNAÐINN í greinargerð segir svo um til- lögu nefndarinnar um tilrauna- stöö og rannsóknarstofu fyrir fiskiönaöinn: „NefncLin leggur til aö starf- semin veröi aukin og skipulögð sem hér segir: Tilraunastöö og rannsóknar- sto/a fyrir fiskiðnaðinn. Tilraunaráð. Ljóst er af yfirliti því, sem birt er hér að “framan um starfandi rannsóknarstofur og verkefni þeirra, að rannsóknarstarfsemi fyrir fiskiðnað og sjávarútveg er nú innt af hendi af fjórum stofnunum. Engin trygging er heldur fyrir því, að ekki geti komið til greina frekari dreifing á þessari starfsemi, þegar nýir menn með sérmenntun í fiskiðn- aði bætast í hóp þeirra, sem fyr- ir eru. Nefndin lítur þannig á, að sameina beri þessa starfsemi í eina stofnun hið allra fyrsta, og forðast beri í framtíðinni að hið 'opinbera stofni til rannsókna — eða tilraunastarfsemi fyrir fiskiðnaðinn utan vébanda henn ar. Með því að sameina þessa starfsemi ætti að vera fyrir það byggt, að tvíverknaður geti átt sér stað, en á slíku er ávallt nokkur hætta, þegar margir að- ilar vinna að skildum verkefn- um. Auk þess verður að ætla, að starfskraftar þeir, sem fyrir hendi eru, nýtist betur en ella, ef þeir eru sameinaðir í eina stofnun. Nefndin vill leggja sér- staka áherzlu á, að innan hinn- ar nýju stofnunar verði fram- kvæmdar þær fyrirætlanir, sem Fiskifélag íslands og Fiskimála- nefnd hafa á prjónunum um aukna rannsóknar- og tilrauna- starfsemi hjá sér og vill í því sambandi sérstaklega benda á tilraunastöð Fiskifélagsins og rannsóknarstarfsemi þá, sem Fiskimálanefnd hyggst að stofna til í sambandi við mat á freð- fiski og niðursuðu sjávarafurða. (Greinargerð um væntanlega tilraunastöð Fiskifélagsins fylg- ir hér með). Um húsnæði fyrir þessa starf- semi vísast til kafla IV. a) tillögur um fiskiðnaðar- deild. 1. Rannsókna- og tilrauna- starfsemi, sem rekin er á vegum þess opinbera í þágu sjávarút- vegs og fiskiðnaðar verði sam- einuð í einni stofnun. 2. Stofnun þessi verði sérstök deild í Atvinnudeild Háskólans, samanber lög nr. 68, 1940, og nefnist hún fiskiðnaðardeild. 3. Hlutverk fiskiðnaðardeildar verði að annast hagnýtar rann- sóknir og tilraunir á sviði sjáv- arútvegs og fiskiðnaðar, að und- anskildum þeim verkefnum, sem heyra undir fiskideild Atvinnu- deildar Háskólans. Hún aðstoði við setningu matsreglna fyrir út- flutningsvörur sjávarútvegsins og úrskurði ágreining milli fram leiðenda og matsmanna varð- andi skilning á þeim. Fiskiðnað- ardeild annist framleiðslutil- raunir á iðnaðarmælikvarða í öllum aðalgreinum fiskiðnaðar- ins eftir því, sem hentugt þykir, og beiti sér fyrir því, að náms- skeið verði haldin fyrir mats- menn, verkstjóra og iðnaðar- menn í öllum helztu greinum fiskiðnaðarins. Hún aðstoði einn- ig við verkfræðileg störf fyrir fiskiðnaðinn, svo sem skipulagn- ingu fiskiðnaðarvara í sjávar- plássum landsins, teikningu fyr- irmyndarverksmiðja og hvers kyns áhalda, sem notuð eru við vinnslu fisks. Hún tæki einnig að sér áhaldaprófun eftir því, sem húsnæði hennar og aðrar að- stæður leyfa. 4. Fiskiðnaðardeild taki að sér eftirtalda starfsemi, þegar húsa- kostur og aðrar aðstæður leyfa: a) Rannsókna- og tilrauna- starfsemi þá, sem nú er rekin á rannsóknastofu Fiskifélags ís- lands. b) Biologiskar rannsóknir fyr- ir fiskiðnaðinn, þar með taldar D-vítamín-rannsóknir þær, sem nú eru framkvæmdar í Rann- sóknarstofu Háskólans. c) Rannsóknir þær, sem nú eru framkvæmdar í iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólaps og sjávarútvegi og fiskiðnaði við koma. Norskar niðursuðu- vörur f luttar út á þessu ári „Bergens Tidende“ hefur það eftir fiskveiðastjóra Noregs, að Norðmenn muni ábyggilega geta hafið útflutning á niður- suðuvörum þegar á þessu ári. Niðursuðuiðnaður Noregs hef- ur þegar getað útvegað efni í 190 þús. sardínudósir og mun auk þess bráðlega fá efni í aðr- ar 350 þús. dósir. Búizt er við, að kol og salt, sem nauðsynlegt er til niðursuðunnar, muni koma til Noregs bráðlega. (Norsþ Telegrambyrá) d) Rannsókna og tilrauna- starfsemi, sem Fiskimálanefnd hefur þegar stofnað til eða kann að stofna til í náinni framtíð. 5. Væntanlegum forstöðu- manni fiskiðnaðardeildar verði falið að gera tillögur um húsa- skipan í samráði við væntanlega meðstarfsmenn sína. 6. Öllum sérfræðingum og starfsmönnum, er nú vinna að þeim verkefnum, sem lögð verða undir fiskiðnaðardeild, verði gef- inn kostur á að ráðast til henn- ar við þau aðalstörf, sem þeir nú gegna eða hafa lagt sérstaklega fyrir sig. 7. Væntanlegir starfsmenn fiskiðnaðardeildar haldi áfram að gegna þeim störfum, sem þeir nú hafa með höndum, þangað til deildin tekur til starfa. b. Tillögur um tilraunaráð. 1. Sett verði á stofn tilrauna- ráð sjávarútvegs, sem hafi það verkefni að samræma störf fisk- iðnaðardeildar og fiskideildar Atvinnudeildar við þarfir sjávar útvegsins. 2. Ráðið verði skipað sex mönn um, er séu:. Forstöðumaður fiskideildar Atvinnud. Háskólans, forstöðu- maður fiskiðnaðardeildar At- vinnudeildar Háskólans, einn maður tilnefndur af Fiskifélagi íslands, einn af Fiskimálanefnd, einn af Landssambandi útvegs- manna og einn af Síldarverk- smiðjum ríkisins. 3. Tilraunaráð kýs sér for- mann og ritara, og skal það halda fundi eins oft og nauðsyn- legt reynist, en þó ekki sjaldnar en einu sinni á ári. Tilraunaráð sé ólaunáð. Samkvæmt tillögum yfirlýsis- matsmanns, Trausta Ólafssonar, vill nefndin leggja til, að gerð verði breyting á lögum um vinnslu, verkun og mat meðala- lýsis í þá átt, að fiskiðnaðardeild verði falið nokkuð af störfum þeim, sem yfirlýsismatsmaður hefur með höndum. Svipað þessu telur nefndin, að gildi um mat á öðrum sjávarafurðum eftir því, sem hlutaðeigendum kann að virðast henta. Auk þessa fjalla tillögur nefnd arinnar um: Rannsóknarstofu vegna byggingaiðnaðarins, vega- og gatnagerðar og ýmiss konar efnisprófunar, jarðvegsrannsókn ir, efnafræði- og eðlisfræði- kennslu við Háskólann, skipulag og stjórn Atvinnudeildar, hús- næðisþörf Atvinnudeildar að. meðtöldu húsnæði fyrir efna- og eðlisfræðikennslu við Háskól- ann, bókasafn o. fl. Heillaóskir f rá de Gaulle Charles de Gaulle hershöfð- ingi, leiðtogi Frakka, hefur sent forseta íslands heillaóska- skeiti út af endurkjöri hans og bætt við hlýjum óskum til lands og þjóðar. Forseti hefur þakkað skeytið og. tjáð leiðtoga Frakka, að íslendingar hafi fagnað mjög endurheimt Frakk lands úr óvina höndum. V. S.V. treður upp Hann er skýr, hann Vilhjálm ur Vilhjáfmsson á Horninu hjá Alþýðublaðinu. í gær skrifar hann um listamannaþingið: „Og leyfist að spyr-ja: Hvers vegna flutti menntamálaráð- 'herra ekki erindi það í sam- 'bandi við þingið, sem ákveðið hafði verið? Og hvers vegna var hann ekki viðstaddur þing- slitin eins og ætlazt var til?“ Svo fjargviðrast Vilhjálmur í sama tón, og segir loks: „Það er því vægast sagt undarlegt, er menntamálaraðherra lands- ins gerist liðsmaður 1 deilum og treður upp sem merkisberi ein- hverrar sérstakrar klíku“. Fyrst er það stórkostlega á- mælisvert að troða ekki upp, og svo kemur sú ásökun, að með því að troða ekki upp hafi menntamálaráðherra troðið upn sem merkisberi einhverrar sér- stakrar klíku! Margt er skrítið í Alþýðublaðinu. Þjóðviljanum er ekki kunn- ugt um að það hafi verið á dag- skrá listamannaþingsins, að menntairiularáðherra flytti ræðu. — Daginn sem þinginu var slitið, var ráðherrann veik- ur, og sendi afboð sem boðs- gestur. Vilhjálmur getur því alveg verið rólegur út af þessu, og sjálfsagt fundið eitthvað á- hrifameira til að nöldra um. Skemmdir á fiski í Aberdeen vegna friðarfagnaðar í blaðinu „Press and Journ- al“, 11. maí 1945, birtist grein um mistök, er urðu á afgreiðslu fiskiflutningaskipa í Aberdeen dagana 8.—10. maí, vegna fagn- aðarins, er friði yar lýst í Ev- rópu. Segir þar m. a.: „Af frið- arfögnuðinum leiddi leiðinleg mistök á fiskimarkaði Aber- deen. Vegna afturkallaðra pant ana kaupenda suður um land, varð að fleygja um 125 smálest- um af fiski í sjóinn í gær: Má búast við að meiri fiskur fari sömu leið, ef matvælaráðuneyt • ið tekur ekki strax í taumana“. í greininni er þess getið, að í Aberdeen sé aðeins hægt að afgreiða 7—8 skip á dag, en að um þær mundir bíði um 30 skip afgreiðslu. Þess er getið, að meðal þeirra, sem bíða, séu skip frá Aberdeen, Færeyjum og íslandi. Mörg blöð í Englandi geta um þessi tíðindi og krefjast rót tækra aðgerða í því skyni að forða verðmætri nauðsynjavöru frá skemmdum. Hitt atriðið, sem Alþýðublaðið minnist á, er „hve lengi nú- verandi ríkisstjórn standi jafnrétt“, ef deilt sé á embættaveit- ■ ingar eins og hina síðustu. Alþýðublaðsklíkan verður aldrei að því spurð, hve lengi nú- verandi ríkisstjórn stendur og mun engu um það ráða. Alþýðu- blaðsklíkan varð undir í Alþýðuflokknum, er ákveðið var að myndá þessa ríkisstjóm, og hefur síðan gert allt, sem hún hefur getað til að spilla fyrir henni, árangurslaust. Núverandi ríkisstjórn og stefna hennar mun verða langlíf í landinu, einmitt vegna þess að Alþýðublaðsklíkan og „Fram- sóknar“-afturhaldið, sem hún berst fyrir, verða skammlíf með þjóðinni. KM mtlMI HBt Iwlr Framhald af 1. síðu. Miðvikudagur 6. júní 1945. — ÞJÓÐVILJINN vvwwwwwuwvw K. B. ■ húslð Vonarstræti 11 í þeim, nema fuRtrúi Banda- !; manna hafi gefið skipun um ■ annað. Bandamönnum verði fengin í hendur, ef þeim sýnist svo bjóða, öll vopn og hergögn, öll samgöngutæki og útbreiðslu- tæki, allar víggirðingar og virki, allar teikningar, upp- drættir og áætlanir, sem hafa ■hernaðargildi svo og öll iðnað- arfyrirtæki og rannsóknarstof ■ ur sem vinna að framleiðslu hergagna, í því ástandi, sem þau nú eru í. Bandamönnum verði látinn í té, ef þeim þykii þörf krefja. allur sá vmni’kraftur, sem þart til að endurreisa þýzkar borgm, verksmiðjur, framleiðslutæki o. s. frv. Stríðsföngum, sem Þjóðverj- ar hafa á valdi sínu frá hinum sameinuðu þjóðum, verði öllum sleppt úr haldi, en þangað til hægt verður að flytja þá heim. sjái Þjóðverjar þeim fyrir öllu uppihaldi, fæði, klæðum og hús ■næði. Auk þess verði séð fyrir öllu öðru fólki frá löndum Banda- manna, sem eru í Þýzkaland1.. Öllu fólki, sem nazistar hafa fangelsað vegna stjórnmála skoðana þeirra, trúar eða litar- hátts verði þegar í stað sleppl úr haldi. Bandamönnum verði gefnar nákvæmar upplýsingar um hin- ar þýzku hersveitir, fjölda þeirra, aðseturstaði o. s. frv. Ná- kvæmar upplýsingar verði auk þess gefnar um jarðsprengju- svæði og hverskonar hindranir, sem þýzki herinn hefur komið fyrir. Ef upplýsingarnar reynast ekki réttar mun því stranglega hegnt og ef nauðsynlegt verður talið verða þýzkir borgarar látn- ir hreinsa hættusvæðin. Bandamenn munu taka alla þýzku fréttaþjónustuna, útvarps stöðvar, blöð o. s. frv. í sínar hendui;, svo og allar talsíma- og ritsímastöðvar. Allir þeir, sem verið hafa í embættisþjónustu nazista og hafa þannig gert sig seka um stríðsglæpi, hvort sem er beint eða óbeint munu teknir hond- um, svo og allir aðrir, sem á sannast stríðsglæpir í Þýzka- landi eða utan þess. Framkvæmd þessara ákvæða mun verða í höndum fulltrúa Bretlands, Bandaríkjanna, Sov- étríkjanna og Frakklands, og munu þeir tryggja öryggi og frið í Þýzkalandi í framtíðinni, svo og algera afvopnun Þýzka- lands og afmáun hinnar þýzku hernaðarstefnu. Hin þýzka þjóð hefur með ó- sigri þýzka hersins og skilyrð- islausri uppgjöf hans skuldbund ið sig til að hlýða öllum fyrir- skipunum Bandamanna og ríkt mun verða eftir því gengið að svo verði. Ef undanbrögð verða á framkvæmd þessara skilyrða munu Bandamenn gera sínar ráðstafanir til að sjá um að slíkt komi ekki fyrir aftur. Yfirlýs- ingin gengur í gildi þegar við undirskrift hennar. verður sýnt þeim, sem ætla að bjóða í það til nið- urrifs, daglega kl. 5%—7 e. h. Gengið um suður- dyr á útbyggingunni. Söluskilmálar til sýnis þar. Tilboð verða opnuð í skrifstofu minni föstu- daginn 8. þ. m., kl. 12 á hádegi. 1 Borgarstjúrinn. Nýkomid: Köflótt kjólaefni. Siss. Kadettutau. Tilbúin sængurver. Verzlim H. Toft Skólavörðustíg 5 simi 1035 KVENUNDIRFÖT Náttkjólar Nærföt á fullorðna og böm. Verzlun H. Toft 2 þýzkir unglingar drepnir fyrir njósnir Tveir meðlimir Hitlersœsk- unnar annar 16 ára en hinn 17 ára voru teknir af lífi í Aachen í gœr fyrir njósnir. Þeir höfðu byrjað njósnir að baki víglínu Bandaríkjamanna hjá Múnchen Gladbach í febr. s 1. Simpson yfirforingi 9. hers- ins undirritaði aftökuskipunina. I stuttu máli Berchtesgaden, hefur nú ver- ið gert að hressingarhæli fyrir hermenn Bandamanna í Þýzka- landi. Mál Hacha, tékkoslovakiska erkikvislingsins, mun brátt verða tekið fyrir. . Súkoff, Rokossovski og Kon- éff hafa enn verið sæmdir orð- um fyrir frábæra herstjórn. Þeim verða reistar myndastytt ur í fæðingarborgum þeirra. Aðálstöðvar herlögreglu Banda- manna í Bremen voru sprengd- ar í loft upp í gær. Talið er, að tímasprengjum hafi verið komið fyrir í byggingunni. 15 manns fórust en 80 særðust. Bandamenn vinna að því að afmá öll tákri og merki um nazismann í Þýzkalandi Götur eru skírðar að nýju, mynda- styttur og skilti tekin niður o. s. frv. Vörumóttaka til mannaeyja árdegis Esja I ráði er að Esja fari bráðlega til Danmerkur og ef til vill Svíþjóðar. Þeir, sem óska að fá flutn- ing með skipinu frá þess- um löndum, tilkynni það skriflega fyrir 10. þ. m. Samráð mun verða haft um það við Viðskiparáð- ið, hvaða vörur hafi for- gang. Eísi á baugí æseæaas* Framh. af 3. síðu. að vara, sem jafn mikið er notuð og frímerki, skuli að- eins vera seld á einum stað í svona .stórum bæ. Það er und- arlegt tómlæti að þessu skuli ekki hafa verið breytt til betri vegar fyrir löngu. Sjálfsalarnir í anddyri pósc- hússins standa eins og minnis- varðar um tímann fyrir dýr- tíðina, þegar 5 og tíu aura frí- merki máttu sín einhvers. Nu er lægsta gjald fyrir lokað bréí 25 aura, venjulegt bréf til út- landia 2,40 — hvað þýðir að hafa sjálfsala með 5 aura fri- merkjum, — kæmust ekki nógu mörg frímerki fyrir á umslag- inu. Er ekki hægt að breyta sjálf- sölunum þannig, að þeir komi að notum, eða þá fá nýja í stað þeirra, sem gagnsliausir eru1 Hvað kemur til að póststjórn- in liggur á frímerkjunum eins og ormur á gulli? '■W'W'rW' , " ■spjgf/A 'íwc,-, Trúlofun. Síðastliðinn laugardag opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Svein- sína Guðmundsdóttir Bergstaðastr. 43 og stud. oeceon. Vilberg Skarphéð insson Freyjugötu 7. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli í kvöld kl. 9 ef veður leyfir. Stjórnandi Albert Klahn. — Viðfangsefni: 1. Finnskur riddkra- marz, 2. Forleikur að óp. „Leichte Cavallerie“ eftir Fr. v. Suppé. 3. Prelúde í cis moll eftir Rachmani- noff. 4. Syrpa úr óp. „Freischútz“, eftir Weber. 5. Vínarborgari, vals eftir Ziehrer. 6. Invano, serenata, eftir Amadei. 7. Danslög eftir Pái ísólfsson. 8. Tvö hergöngulög. — Breytingar á hljómleikaskránni geta átt sér stað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.