Þjóðviljinn - 06.06.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.06.1945, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. júní 1945 ÞJÓÐ VILJINN rv o RIT8TJÓRI: SIGRÍÐUR ARNLAUGSDÓTTIR Bandalao fslenzhpa sKála 20 ára Bréf frá húsmóður á í reiði minni sný ég mér til kvennasíðu Þjóðviljans út af at- viki, sem fyrir mig kom á dögun- um. Ég keypti tíu egg í búð, fór með þau heim. og ætlaði að nota í kvöldmatinn. Eftir að hafa opn- að fjögur egg, sem allt voru hlandkútar af verstu tegund, svo ódauninn lagði yfir allt húsið, varð ég að grípa til nýrra ráða það kvöld, skilaði eggjunum aftur og fékk þau endurgreidd — mér til mikillar undrunar, en verzlun- in hafði ekki upp á önnur egg að bjóða. Tveim dögum seinna átti ég von á gestum og ætlaði að baka góða köku úr glænýjum eggjum, sem ég keypti annarsstaðar. En hvað skeður, aftur fékk ég hland- kúta, og það sem verra var, ég var svo viss um að fá góð egg, að það fyrsta fór beina leið ofan í dýr- mætan svkurinn og smjörið, sem ég gat með engu móti endurnýj- að, miðalaus manneskjan. í æði brýt ég enn sex egg — öll eins. Þvi tala ég um þetta hér, að Elst i Stríðsárin h!afa fært með sér margar breytingar í þjóðlífi okkar. Ein af þeim er eklan annálaða á hverskyns aðgöngu- miðum. — Við kvikmynda- húsin hefur risið upp ný stétt, sem allir þykjast hafa horn í síðu til, en eru samt fegnir að notfæra sér — bíómiðaokrar- arnir, — leikhús, söngskemmtan ir, hnefaleikamót, sundmót, — alls staðar er sama kapphlaup- ið. Þetta hefur gengið svo langt að fólk er alveg hætt að reikna með því að fá aðgöngumiða á þann eina rétta hátt, þ. e. a. s. kaupa hann á þeim stað og tíma, sem tiltekinn er í aug- lýsingum. Alltaf er verið að auglýsa að ekki þýði að snúa sér til starfsfólks kvikmynda- Ihúsanna, það megi ekki ráð- stafa neinum miðum. En sú skoðun virðist vera búin að festa rætur að allt sé ómark nema farið «sé sem mestar krókaleiðir, miði sem fenginn sé á aðgöngumiðasölu hljóti að vera verri en hinn, sem fæst gegn um hina og þessa bak- leiðina. Á leiksýninguna í Trípóli- leikhúsinu um daginn á lista- mannaþinginu var hægt að fa aðgöngumiða fram undir síð- ustu stundu, en það var eins og enginn áttaði sig á því iyr en um kvöldið rétt áður markadnum mér finnst það skylda hverrar húsmóður að láta til sán heyra, þegar hún verður fyrir vörusvik- um, með því einu skapast vöru- vöndun, sem er stórlegu ábóta- vant hér hjá okkur. Ég he!d það væri ekki úr vegi fyrir eggjaframleiðendur að reyna að endurskipuleggja framleiðslu sína og eggjasölu. Oft og tíðum sjást hér ekki egg vikum saman, og ómögulegt að komast yfir eitt til tvö, þótt maður arki bæinn á enda, en á öðrum tímum flýtur allt út í (eggjum, góðum, vondum og ónýtum, öllu ægir saman, hvort sem þau eru nýorpin eða mánaðargömul. Ég get ekki séð annað en betra væri fyrir fram- leiðendurna að flokka eggiu og selja á mismunandi verði eftir aldri. Ef svona atvik kæmi fyrir í landi þar sem vöruvöndun er í heiðri höfð. væri framleiðandi, sem sendi frá sér fúlegg, útilok- aður frá öllum markaði og strang- lega bannað að selja egg um á- kveðinn tíma. Húsmóðir í Vesturbœnuvi. bangi en sýningin hófst, menn voru orðnir svo vanir að leita langt yfir skammt. 1 Nú á að fara að draga við okkur sykurskammtinn, og er hætt við að einhver beri sig illa. Hvað verður nú um alla'n rabarbarann, rifsberin og tó- matana, sem við ætluðum að sjóða niður — eða berjasaftið? Ég er hrædd um að einhver húsmóðir eigi eftir að tauta í barm sér yfir sykurskorti í sumar. En hvaða reglur gilda um brauðgerðarhúsin? Ennþá þyk- ist ég sjá kökur smurðaj þykkri sykurleðju í bak og fyr- ir á borðum brauðgerðarhús- anna. Þar virðist aldrei hafa verið neinn skortur á sykriv og lítið fer fyrir honum fenn. Það er fávíslegt að skammta sykurinn annars vegar svo naumt, að ekki sé hægt að not- færa sér það grænmeti, sem til er í landinu þess vegna, en bruðla með hann hins vegar eins og gert hefur verið fram að þessu í brauðgerðarhúsu a- um. Ef fyrirsjáanlegur skortur er hér á sykri, ætti að banna að búa til sætari kökur en rúsínu bollur, krem, gert úr marga- ríni og strausykri, er hvort sem er ekki svo lystugt, að nokkur myndi syrgja það lengi. Viðtal við Sofftu Stefánsdóttur deildarfotingja — Bandalag íslenzkra skáta á 20 ára afmæli í dag og átti kvennasíðan viðtal við Soffíu Stefánsdóttur deildarforingja í tilefni þess. — Hvenær var fyrsta skáta- félagið stofnað hér á landi? — Það var árið 1912, en fyrsta kvenskátafélagið var ekki stofn- að fyrr en 10 árum seinna, 1922. Það var dönsk skáta- stúlka úr K. F. U. K. sem hér var á ferð og kom því til leió- ar að þetta félag var stofnað, og það starfaði síðan lengi vel inn'an vébanda K.F.U.K. Nú eru kvenskátafélögin orð in 15 á landinu. Það stærsta er hér í Reykjavík og í því eru um 300 starfandi meðlimir. — Hvert er aðalstarfssvið skátafélaganna? — Starfið skiftist í tvennt, vetrar- og sumarstarf. — Á vetrum er aðallega starfað inni, flokksfundir eru haldnir einu sinni í viku og sveitafundir einu sinni í mánuði. Á flokks- fundunum er kennt undir hin ýmsu skátapróf. Á vetrum förum við líka alltaf öðru hvoru í skíðaferðir. Drengjaskátarnir eiga skíða- skála, Þrymheim, og þar eigum við alltaf vísan samastað. Annars háir okkur mjög hús- næðisleysi yfirleitt. Við höf- um aðeins tvö lítil herbergi til umráða fyrir fundahöld, og sé um1 nokkra \ stærri fundi að ræða verðum við að fá leigt húsnæði úti í bæ. — Hafið þið nokkra von um að úr því vandamáli rætist? — Við eigum nokkuð fé í húsbyggingarsjóði, — ásamt drengjaskátunum, og við reyn- um að efla hann sem bezt við getum, og vonum að þess verði ekki langt að bíða að við eign- umst okkar eigin húsnæði. — Hvernig er svo starfinu háttað á sumrin? — Þá förum við í útilegur um helgar. Við starfrækjum einnig skátaskóla að Úlfljóts- vatni. Hann stendur yfir í þrjá mánuði á sumrin. Skólastýra hans er Borghildur Strange, gjaldkeri félagsins í Reykjavík. — Hverjar sækja þennan skóla og hvað er kennt þar? — Skilyrði fyrir því að telp- urnar fái vist í skólanum er, að þær séu orðnar 11 ára gaml- ar og séu skátar. Við kenn- um þeim ýmsar íþróttir, leik- fimi, göngur, sund o. s. frv. Þar læra þær einnig að fara með fána. Það er stefnt að því, að gera þær sem mest sjálf- bjarga. Þær eiga að hirða um sig að öllu leyti sjálfar; þær búa í tjöldum, þvo fötih sín sjálfar og hugsa um þau og hjálpa til við matreiðsluna; — flestar taka líka próf í mat- reiðslu. — Öll skátahreyfingin miðar að því, að kenna æskunni að lifa heilbrigðu lífi, og gera hana hæfari að taka því, sem að höndum ber. Hver skáti lærir hjálp í viðlögum og lífg- un úr dauðadái. Einkunnai- orð hans eru: vertu viðbúinn. Skátasveitir eru ætíð til taks, ef hjálpar þarf með, t. d. ef einhver slys ber að höndum. Markmið skátahreyfingarinn- ar er að ala upp úrræðagóða æsku, sem óhætt er að treysta. Útsaumur á telpukjóla Bakararnir okkar hefðu gott af því að spreyta sig við að finna upp nýjar gerðir af lítið sæt- um kökum og fleiri brauðteg- undir. Frímerki eru seld eins og brennivín: á einum stað í bæn- um. En frímerki er ekki hægt að fá á leynisölu. Það hefur oft áður verið kvartað yfir þessu fyrirkomu- lagi, en allt situr við það sama. Auðvitað nær ekki neinni átt Framhald á 5. sfða. Einfalda léreptskjóla má gei'a fína með alls konar léttum spor- úm og saumum. sem hvoi'ki þarf mikla kunnáttu eða tíma til að gera. Bjartir og skrautlegir litir eiga hvergi eins vel heima og á barnafötum og þeir gefa einfald- asta útsaum líf og gildi. Myndirnar skýra sig sjálfar. Atliugið aðeins þar sem nálin kemur vfir þráðinn, annars kemur sjrorið ekki rétt út. Blómin eru búin til þannig, að dreginn er iiringur utan um fimmevring, og síðan saumað í með ýmsum spor- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.