Þjóðviljinn - 06.06.1945, Side 8

Þjóðviljinn - 06.06.1945, Side 8
Miðvikudagur 6. júní 1946 8 ÞJÓÐVILJINN *• ........-------- ---~ ------------------- ----' -------- Hlið að Barónsstíg (séð jrá gatnamótum Barónsstígs og Eiríksg.) Vcrður míllí Barónsstigs og Sfeóiavórdutorgs — sfærstí íramhaidsskófií scm byggdur hefur veríd hér á.landi Bygging' hins nýja gagnfræðaskóla við Skólavörðutorg er nú £ þann veginn að hefjast. Er honum ætlað að rúma 400—500 nemendur, einsett í kennslustofumar, og verður hann stærsti framhaldsskóli sem reistur hefur verið hér á landi til þessa, Þörf þessa nýja skólahúss er mjög brýn, sem bezt sést á því að á þessu vori luku 250 nemendur prófi úr I. og n. bekk gagn- fræðaskóla Keykjavíkur og þegar hafa borizt rúml. 300 um- sóknir um inntöku í I. bekk, en undanfarið hefur hátt á fjórða hundrað nemendum verið troðið í 5 kennslustofur. Byggingu þessa skóla þarf að hraða sem unnt er og strax á eftir eða jafnhliða þarf að byggja annan gagnfræðaskóla í Vest- urbænum. Ranghermi um b.v. Þórólf Sá orðrómur barst um bæinn í gær að togarinn Þórólfur hefði fengið tundurdufl í vö.rpuna og skemmzt töluvert. Fregn þessi er með öllu til- hæfulaus. Þórólfur kom í gær til Íteykjavíkur og hafði ekkert slys hent hann. — Mun hafa ver- ið ruglað saman togaranum Þor- finni — sem frá var sagt í gær — og togaranum Þórólfi. Sðsíalistaflokkurinn lang- stærsti flnkkurinn á Siglufirði Ifarðvítugí bandalag tiinna flokkanna þriggja fékk aðcins nokkurra atkvæða meirihluta í kaupf éiagskosn i ngun um Fulltrúakosningar hafa nndanfarið farið fram í Kaupfélagi Siglfirðinga, Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa sameinazt í þessum kosningum gegn Sósíalista- flokknum og hefur kosningabarátta þeirra verið eins og í höró- ustu alþingiskosningum. Hefur þeim með harðsvíruðustu áróðurs- aðferðum tekizt að ná sameiginlega meiri hluta í félaginu. Úrslit þessara kosninga sýna, að Sósíalistaflokkinn á Siglu- firði vantar nú aðeins herzlumuninn til þess að vera jafnsterkur öllum hinum flokkunum þar sameinuðum. í fyrstu deildinni, sem kosið var í voru kosnir 17 fulltrúar. Sambræðsla afturhaldsins fékk 44 atkvæði og 16 fulltrúa, en sósíalistar 37 atkvæði og 1 full- trúa, hæsti maður sósíalista var hærri en lægsti maður aftur- haldsins. í annarri deild voru kosnir 19 fulltrúar og vann sambræðslan með 12 atkvæða mun, 69:57. í þriðju deildinni voru kosnir 17 fulltrúar og unnu sósíalistar með 4 atkvæða mun, 58:54. — í gærkvöld fór fram kosning í síðustu deildinni og átti að kjósa 11 fulltrúa. Engum kemur á óvart sam- bræðsla Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins í þessum kosn- ingum, því á Siglufirði eru flokkar þessir taldir raunveru- lega einn flokkur. Aftur í móti vekur framkoma Sigurðar Krist j ánssonar, frambjóðanda Sjálf- stæðisflokksins á Siglufirði í síðustu kosningum, allmikla furðu norður þar, en hann hef- ur barizt með hnúum og hnefum með Framsókn í þessum kosning um. Auk þess er hann nokkurs- konar gervimeðlimur í kaupfé- laginu, þar sem hann verzlar sáralítið við það. Þessi „sigur“ sem Tíminn hældist svo mjög um í gær er unninn með óvinum kaupfélags- ins. Ingimar Jónsson skólastjóri skýrði hlaðamönnum í gær frá því sem hér fer á eftir, en Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins útskýrði teikningar af skólanum, sem nú hafa verið staðfestar. Gagnfræðaskólinn í Reykja- vík, sem nú er í þann veginn verið að hefja byggingu á, mun verða stærsti framhaldsskóli, sem enn hefur verið byggður hér á landi. í skólanum eiga að vera 11 almennar kennslustofur og auk þess 6 stofur til sérstakra starfa, svo sem kennslu í náttúrufræði, eðlisfræði, efnafræði, teiknun, handavinnu pilta og stúlkna og bóka- og lesstofa. Þá eru og í skólabyggingunni tveir leikfimi- salir, annar allstór en hinn nokkru minni. Húsinu er ætlaður staður í brekkunni við austurhlið Skóla- vörðutorgs. Fær skólinn lóðina frá torginu niður að Barónsstíg sunnan við Egilsgötu og að göngustíg, sem kemur sem fram hald af Leifsgötu frá Barónsstíg upp að torginu. Grunnflötur hússins er 1356 fermetrar. Lengd þeirrar hliðar sem snýr að Skólavörðutorgi er 52,5 m., en hliðin út að Egils- götu 36,5 m. að lengd. Sjálft aðalhúsið er byggt í fer hyrning. Það er 36,5 m á lengd en 24 m á breidd. Langhlið þess móti norðaustri veit út að Egils- götu en stafnar að Barónsstíg og Skólavörðutorgi. Leikfimi- salir eru byggðir hornrétt út frá suðurhlið. En til þess, að eigi spillist rúm fyrir kennslustofur á fyrstu hæð er þak þess salar, j sem nær er, lægra en gluggar á fyrstu hæð aðalhússins. Annar salurinn fær aðallega ljós frá suðaustri en hinn frá suðvestri. Aðalinngangur er í kjallara hússins frá suðurenda. í kjallara eru fatageymslur nemenda og snyrtiherb., smíðastofa, geymsl- ur, íbúð umsjónarmanns, svo og búningsherbergi og böð fyrir stærri leikfimisalinn og er inn- angengt í hann. Úr kjallara er gengið upp í stóran skála í miðju húsinu, hann er 10,5x29,0 m að stærð og nær upp í gegnum báð- ar hæðir hússins. Út frá skálan- um eru kennslustofurnar á þrjár hliðar, en fyrir öðrum gafli eru samfeldir gluggar frá lofti að gólfi. Auk þess fær skálinn ofan- ljós frá gluggum í þaki hússins. Skálinn notast í stað ganga á neðri hæð, en á efri hæð eru svalir á þrjá vegu og opnast skólastofurnar út á þær. Auk þess kemur skálinn að notum sem samkomu- og hátíðasalur og er hægt að tala þar við nem- endur alla í einu. Uppdrætti alla að húsinu hef- ur húsameistari ríkisins, - pró- fessor Guðjón Samúelsson, gert. Hann mun og hafa yfirumsjón með byggingu þess. Byrjað verður á byggingu hússins innan skamms. Bygg- ingarkostnað greiðir ríkissjóður að % hlutum en bæjarsjóður Reykjavíkur að % hlutum. Er það vilji allra, sem hlut eiga að máli, að verkið geti gengið sem allra fljótast. Mosaeldur í Heiðmörk í gærmorgun um kl. 10 tilkynnti lögreglan slökkviliðinu að eldur væri kviknaður í Heiðmörk. Slökkviliðsstjóri og skógTæktarstjóri fóru þangað kl. 1 með 40 manns til að slökkva eldinn og höfðu lokið því um 6 leytið í gær. Brann þarna á annan hektara af mosagróðri í jaðri Heið- merkur. ---------------------------- Það verður heldur ekki svo ýkjamikið úr þessum stóra „sigri“ þegar það er athugað, að þessi kosningaúrslit sýna að nú vantar aðeins herzlumuninn til þess að Sósíalistaflokkurinn sé þar jafnsterkur hinum flokkun- um öllum til samans. Þjóðviljinn hafði í gær tal af Jóni Sigurðssyni slökkviliðs- stjóra. Kvað hann eldinn hafa verið í jaðri Heiðmerkur, um 3 —4 km í austur frá Jaðri og álíka langt í suður frá Silunga- polli. Var eldurinn í mosagróðri um 200 metra fyrir ofan skóginn. Þarna er ekki hægt að koma við vatnsslökkvitækjum og vann þessi 40 manna hópur að því að grafa kringum eldinn og hafði lokið því verki um sexleytið í gærkvöld. Brenndu þeir jaðra brunasvæð isins innan beltisins, sem þeir grófu til þess að eldurinn skyldi stöðvast þar. Fjórir menn vo.ru skildir eft- ir til þess að líta eftir eldinum, var von á þeim um kl. 12 í nótt. — Tvenn nýleg för, misstór, sennilega eftir karlmann og kvenmann, lágu út af brunasvæð inu. ELDUR í SVÍNAHRAUNI Seint í gær fékk slökkviliðið þær fregnir með bílstjóra, sem kom að austan að eldar væru í mosa í Svínahrauni. — Mun þar hafa verið um smávægilegar í- kviknanir að ræða. Breytingar fyrirhug aðar á stjórn At- vinnud. Háskólans Meuntamálaráðherra hefur skipað nefnd til að atliuga og gera tillögur um breytingar á Atvinnudeild Háskólans, þann- ig, að hún verði sett undir stjóm Háskólans, í stað þess að hún heyrir nú beint undir atvinnumálaráðherra. f nefndinni eiga sæti Alex- ander Jóhannesson prófessor (formaður), Ásgeir Þorsteins- son efnafræðingur, Björn Sig- urðsson læknir, dr. Þórður Þor- bjarnarson, Ámi Friðriksson mag. og Níels Dungal prófessor. íkviknun í Hafnar- firði í gær kviknaði eldur í bala með þurrum þvotti á efri hæð hússins Hellubraut 7 í Hafnar- firði. Enginn var heima þegar eldurinn kviknaði, en þegar komið var að logaði 1 þvottabal- anum og húsið var fullt af reyk. Slökkviliðið slökkti eldinn fljót- lega. Þil munu hafa skemmzt eitthvað. Óvíst er um upptök Umræður hafnar um heildarsamninga um síldveiðikjörin Umræður um heildarsamn- inga um kaup og kjör sjó- manna á síldveiðiskipum hefj- ast í dag milli Alþýðusambands íslands og Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna. Þjóðviijmn hafði í gær tal af Jóni ' Rafnssyni framkvæmda- stjóra Alþýðusambands íslands og spurði hann um þessi mai. Skýrði hann svo frá að fyrír noklcru hefði Sverrir Júlíusson, forseti Landssambands ísl. út- vegsmanna vakið máls á því hvort Alþýðusambandið myndi reiðubúið til umræðna um heildarsamninga um síldveiði- kjörin og hefði stjóm Alþýðu- sambandsins tjáð sig fúsa til að athuga möguleika á því. í gær bárust Alþýðusamband inu skrifleg tilmæli frá Lands- sambandi ísl. útvegsmanna um að hefja þessar umræður og munu undirbúningsviðræður milli þessara aðila hefjast í dag. Samningar um síldveiðikjör- in eru nú hvergi í gildi nemi á Vestfjörðum cg Ólafsfirði.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.