Þjóðviljinn - 13.06.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.06.1945, Blaðsíða 1
Eoiiomi segir af sér Bonomi forsætisráðherra ítölsku stjórnarinnar sagði af sér í gær. Umberto prins, sem gegnir ríldsstjórasíöðu á ftalíu, hefur beðið Bonomi að halda áfram stjórnarstörfum, þar til tekizt hefur að mynda * nýja stjóm. Viðræður hafa farið fram milli flokkanna um stjórnav- myndun, en þær hafa ekki bor- ið árangur. Talið er líklegast, að de Gas- pieri, foringja Kristilega verka- mannaflokksins, verði falið að mynda nýja stjóm, en sósíalist- inn Nenni verði varaforsætis- ráðherra hennar. Bodad tíl utnrædufiiRdar Það var tilkynnt samtímis í Moskvu, London og Washingrton seint í gærkvöld, að samkomulag hefði náðst milli stórveldanna þriggja um heppilegustu leið- ina til að leysa Póllandsdeiluna. Eftir langvarandi viðræður Molotoffs, utanríkisráðherra Sovétríkjanna og sendiherra Bretlands og Bandaríkjanna í Moskvu hef- ur það orðið að samkomulagi að 12 pólskum stjórn- málaleiðtogum, bæði í Póllandi og erlendis, verði boð- ið til Moskvu til samningaumleitana , og eiga þær að hefjast n. k. föstudag. Andnazistiskur flokkur myndaður í Berlín Fréttaritari brezka íhalds- blaðsins „Times“ í Berlín skýrir frá því að myndim andnazist- iskra samtaka gangi vél á hem- aðarsvæði rauða hersink í Berlín hefur andnazisti (ekki er skýrt frá hvaða stjórn- mlálaflokki hann fylgir), sem' verið hefur fangi nazista mynd- að stjómmálaflokk, sem alhr andnazistar geta gengið í. Þessi flokkur hefur það að höfuð- stefnuskráratriði að sýna þýzku þjóðinni fram á glæpi nazisti og þau ódæðisverk sem þeii hafa drýgt í hennar nafni. Stjórnmálaleiðtogarnir sem boð- ið hefur verið en, eins og áður segir 12 að tölu, 4 fulltmar pólsku bráðahirgðastjórnarinnar í Var- sjá (Lulblinstjórnarinnar), þ.á.m. I BierUt forseti pólska lýðveldisins og Morawski, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, 5 stjórn malaleiðtogar heima í Póllandi, sem ekki hafa tekið þábt í bráða- birgðastjórninni, þ.á.m. Vitas, for- ingi pólska bændaflokksins, sein verið hefur þrisvar sinnuin for- sætisráðherra Póllands, og 3 full-. trúar pólsku útlaganna í London, þ.á.m. Micolajscyk, fyrrv. forsætis ráðherra pólsku stjórnarinnar í London, sem pólska afturhaldið rak frá stjórn vegna tilrauna hans til að . ná sam'komulagi við sovét- stjórnina, og auk þess Stanis- lawski, núv. ráðherra í pólsku stjórninni i London. Utanríkismálaritarar í Bret- Álagningarstefna afturhaldsins fordæmd Útsvarsskráin var að vomun mest umrædd í Reykja- vík í gær. Það sem mesta athygli og umtal vekur er það hve mikinn og sxvaxandi hluta almexiningur í bænum greiðir af útsvarsupphæðinni, miðað við atvinnurekstur og önnur fyr- \ irtæki. Á undanfömum árum hefur útsvarsbyrðin á herð- ;! um almennings þyngst. Meim spyrja hverju þetta sæti, hvort !; og hve lengi sú stefna eigi' að viðgangast að byrðamar séu 5 þyngdar á þeim mörgu og smáu og léttar á hinum stærri. Sú stefna afturhaldsins, að leggja tiltölulega þung útsvör á tekjur sem aðeins hrökkva til iífsframfæris, á sér !; nú fáa formælendur. Þá er mjög hávær og almenn krafan um það, að koma!; verði á fullkomnu eftirliti með því, að framtölin sém rétt. Menn xma því ekki lengur, að útsvarsálagning sé einskonar „lotterí", þar sem þeim sem reynast slyngastir að fela, tak- ;! ist að koma af sér réttmætum greiðslum yfir á bök þeirra heiðarlegu. ■! Þjóðviljiim mun væntanlega taka þetta mál til með- !; ferðar á næstunni. ;! landi eru þeirra skoðunar að náat niuni samkomulag á fundi þessara manna, scm sé byggt á samþykktum Krímfundarins um framtíð Póllands. Talið er fullvíst, að þessi fnndur sé afleið- ing af þeim viðræðum sem farið haifa fram að undanfömn milli Stalíns og Ilopkins, erindreka Bandaríkjaforseta. Hopkins í Washington Harry .Hopkins, sem að whdan- förnu. hefur átt viðrœður við Stalín og aðra leiðtoga Sovétríkj- amia á vegurn Trumans Banda- ríkjaforseta, kom til Washington i gær í flugvél. Hann fór • rakleiðis til hvfta hússins, bústaðar Bandaríkjafor- seta. Tilkynnt var í gær í Wash- ington, að Truman forseti mnndi í dag ræða á blaðamannafundi ríkjanna og Sovótríkjanna. Bidault ásakar Breta Bidault, franski utanríkisráð- herrann ásakaði í gær blöð i Sýrlandi og Libanon fyrir áróð- ur gegn Frökkum. Blöð þessi eru nú undir eftir- liti Breta og því er ásökuninr.i einkum beint gegn þeim. Bidault ásakaði Breta einnig fyrir það að hafa tekið útvarps- stöðina í ' Palmyre undir sína stjóm, án þess að Frökkum hefði verið gefin nokkur til- kynning um það fyrirfram. I gær kom til nokkurra á- rekstra í Aleppo milli Frakka og sýrlenzkrar lögreglu. 13 Frakkar særðust eða fállu og 30 Sýrlendingar. Londonanitvarpið sagði í gær, nð lýðræðisstjórn háfi verið sett u]>p í Kárnten í Austnmki. skipuð kommúnistum, sósíalistum, og kri s t íiegum sósíalistu m. 129 tölublao A I ' \ í Mosfe^n Deilur í brezka þmginu Til mikilla deilna kom í hrezka þinginu í gcer, er ihaldsstjórnm sem nú situr að völdum, kam 'með tillögur um að liðsforingjum, sem eru í framboði, verði leyft að korna fram á kosningafundum í einkennisbúningum. Ennfremur lagði stjórnin fram tiilögu um það, að óbreyttum her- mönnum yrði leyft að taka þátt í kosningaáróðri, ef þeir væru í borgaralegum klæðnaði. Deilurnar hófust, er fulltrúar Verkamannaflokksins stóðu upp og mótmæltu þeim. á þeirn gfundveili að þetta væri breyting á fyrri afstöðu stjórnarinnar, eh Ihaldsflokknrinn á mikinn hluta þeirra liðsforingja, sem í framböði eru. og talið er, að einkennisibún- ingar þeirra og heiðursmerki muni e.t.v. hafa meiri áhrif á kjósend- urna en þau: rök, sem þeir hafa fram að færa. Umræður munu fara fram um þétta mál í brezka þinginu í dag. Sameining dönsku verkalýðsflokk- anna? Danstki S ósí aldevw kra tnflokk- urinn og Kommúnistaflokkurmn hafa skipað sameiginlega nefnd til viðrœðna tum sanneininffu flokk- anfta, Vitað er, að mikill áhugi er ríkjandi meðal. verkálýðssinna í Danmörku um sannþningu verka lýðsfl'okkanna í einn flokk. og því talið ekki ósennilegt, að úr sam- einingunni' verði. Martin Linge minnzt Flestir íslendingar rwunu kann- ast■ við norska leikarann og höfuðs manninn Martin Linge, af kvœði Nordahls Griegs mm Jiann, sem Magnús Asgeirsson hefur þýtt á íslenzku. í frétit frá norska blaðafulltrii- anum er sagt frá því að Wilson ofursti, sem í mörg ár hefur skipulagt hjálparstarfsemi Banda- manna til norska heiinahérsins. hafi sérstaklega hyllt Linge fvrir það, að hann átti frumkvæðið að því að koma á sambandi milli norsku þjóðfrelsishreyfingarinnar og Bandamanna. Frestið ekki að kaupa farmiða á jónsmessumótið! Sósíalistar og anndð cdþýðu- fólk sem lesið þessar linur, haf- ið þið ákveðið hvemig þið verjið fríi ylclcar, síðari hluta laugardagsins 23. júni og sunnu daginn 24- s.m.? Ef svo er ekki, vœri rétt að þið veittuð því athygli að JÓNSMESSU- M Ó T SÓSÍALIS TAFÉLAG- ANNA i SUÐVESTUR- LANDI OG ÆSKULÝÐS- F YLKIN GARINNAR verðwr haldið þá daga á ÞINGVÖLL- UM. Tilhögun mótsins verðwr þessi: Kvöldvaka liefst kl. 9 á laugardaginn, Þar flytur Einar Bragi Sigurðsson rœðu; 13 ára stúlka les upp; mandólín- lcvartett leilewr og Jóhannes úr Kötlum les upp. A3 lokum verður svo dansað. Þá má geta þess að meðan dansinn dunar, frcmur töframaður als- konar kukl í tjaldi sínu. A sunnudaginn stendur mót- ið yfir frá kl. 10 um morgun- inn til kl. 5.30 e.h. Kl. 10 hefst knattspyrnukappleikur miUi Sósíalistafélags Reykjavikur og Æ.F.R. Útifundur hefst kl, 1 e.h, — ! Þar fly tur atvinnumálaráð- herra, Aki Jakobsson, rœðu, karlakór syngur icndir stjórn Jóhanns Tryggvasonar, og Lúðrasveitin Svanur leikur. íþróttakepþnin byrjar kl. ý. Verður keppt í íslenzkri giímu. EigasJ þar við stórir menn og sterkir. og verður efalaust gaman ' að sjá þeirra aðfarir. Þá fe'r fram keppni í hand- knattleik, þar keppir, ja, hvorlci meira né minna en 7neistara.fi, Vals, á móti úrvals liði Æ.F.R. — Þcí verður hnefaleilcasýning. Þorsteinn Gislason, IlaUdór Bjömsson (,,sá sem rotaði þann brezka“ i vetur, i iþróttahöUinni við Hálogaland) o.fl. Iceppa. Ekki þarf að efa að þessi sýning verður „viiisœl“. Iþróttamótmu lýkur svo með keppni i peysuboðhlaupi (!) (milU Sósíalistafél, Rvíkur ,og Æ.F.R.), reiptogi og poka- hlaupi, Svona okkar á miUi sagt. held ég að keppnin í þess um þremur greinum hljóti ctð koma hér um bil öllum í gott skap, svo ekki sé meira sagt. Töfranuiðurinn mun fremja særmgar sínar þennan dag, af engu minna kappi en kvöldið áður. Eftir að hafa fengið þessar upplýsingar um J ónsmessu- mótið, hftjgg ég að þið hugsið ykkur tvisvar um áðvr en þið sleppið þessari skemmtun. Og þá er að iryggja sér farmiða í tíma, svo þið þurfið ekki að sœta óh entugum ferðum eða missa alveg af þeim. — Far- rmða getið þið pantað í símum: 4757 og 4824, eða nánar til- tekið í skrifstofum Æskulýðs- fylkingarinnar, Sósíalistafélags- ins og flokkstns á Skólavörðu- stig 19, frá-kl. 4—7 daglega. Frestið ekki til morguns því hœgt, er að gera í dag! Kaupið því farmiða á Jóns- messumótið strax i clag! i---------------------:------]

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.