Þjóðviljinn - 13.06.1945, Blaðsíða 8
4
ÞJÓÐ VILJINN
Miðvikudagur 13. júuí 1945.
Byggingaframkvæmdutn I Reykjð-
Sundi verður hðldið ifn
Lantisfundur mlðsfjóraiar S. I. B. S.
Landsfundur miðstjórnar Sambands íslenzkra berklasjúkl-
inga var haldinn á Vinnuheimili sambandsins að Reykjalundi
íaugardag og sunnudag s.l. Mættir voru á fundinum fulltrúar
frá sex sambandsfélögum auk miðstjórnar.
Fimdurinn fjallaði uni vinnuheimilismál sambándsins, éu úm
það er ríkjandi mikill áhugi sambandsfélaga, endá alþjóðar svo
sem verkin bezt sýna, þar sejn nú þegar hafa verið býggð og
tekin í notkun 10 íbúðarhús fyrir um 40 vjstmenn, ásamt til-
heyrandi vinnustofum, sem að vísu enn eru, í bráðabirgðahús-
næði.
Fundurinn gerði meðal ann-
ars eftirgreinda ályktun:
Haldið verði áfram byggingu
íbúðarhúsa af sömu gerð og þeg
ar hafa verið byggð, og enn-
fremur’ hraðað undirbúningi
byggingu að.alhússins, sem mes!
með tilliti til þess, að fram-
kvæmdir geti hafist á þessu. ári
og í því skyni verði ráðstafanir
gerðar til fjáröflunar með öll-
um þeim ráðum, sem tiltækileg
þykja.
Fulltrúar létu í ljós ánægju
sína yfir því, sem nú þegar hef-
ur verið framkvæmt og ,um leið
eindregna ósk um að áfram
verði haldið á sömu braut, unz
vinnu'heimilishugsjónin., hefur
að fullu rætzt og að þjóðin sýni
þessu máli sama skilning og
velvild eftirleiðis sem hingað
til.
Þá samþykkti fundurinn að
lokum ávarp til forseta sam-
bandsins, Andrésar Straum-
lands,. sem því miður gat ekki
Fastar flugferðir
að heíjast milli
Svíþjóðar og
Bandaríkjanna
með viðkomu á
íslandi
Eftir fregnum, sem borizt
hafa frá sendiráði í'slands í
Stokkhólmi, eru fastar flug-
ferðir milli Svíþjóðar og
Bandaríkjanna með viðkomu
á íslandi um það bil að hefj-
ast. Hafa Bandaríkjamenn
þegar farið tvær reynsluferö’
ir, en reynsluferðir Svía hef)-
ast innan skamms. Að þeim
loknum er búizt við því að
fastar flugferðir verði af
hálfu hins ameríska félags
frá Bandaríkjunum á hverj-
um laugardegi og frá Svíþjóð
á hverjum sunnudegi, en ferð
ir sænska félagsins Aerotrans
port munu fara fram um
miðja vikuna, þannig að farn
ar verði alls tvær ferðir d
viku, báðar leiðir^
(Fréttatilkynning frá rík-
isstjórninni).
mætt á fundinum vegna veik-
inda.
Hljómleikar Rögn-
valdar Sigur jónsson
ar fá góðar viðtökur
í Washington
Sunnudagskvöldið 10. maí
hélt Rögnvaldur Sigurjónsson
píanóleikari hljómleika í
National Gallery of Art í Wash-
ington. Húsfyllir var og meir
en 1000 manns viðstaddir.
• Hljómleikarnir voru stórsigur
fyrir hinn únga listamann, þvi
að hverju lagi var tekið með
langvarandi lófataki, og ‘ að
lokum var- hann sjö sinnum
klappaður fram og varð að leika;
tvö aukalög og var annað þeirra
„Máninn hátt á himni skín“,
ef tir Sveinbjöm Sveinbjöms -
son.
Að loknum hljómleikuriuni
höfðu sendiherra íslands ög fni
Thors móttöku til heiðurs lista-
marininum að heimili síriu, og
koiriu þar má'rgir íslendirigar,
hljómlistarvinir og listdómend-
ur blaðanna.
Baldur von Schirach
tekinn
Ribbentrop dauður?
Baldur von Schirách, fyrrv.
landsstjóri nazista í Austwrríki
var Imndtekinn í gœr af banda-
rísloum hermönnum i borgirmi
Wiesbaden.
ÓstaðfeStar fréttir herma að
lík Ribbentrops hafi fundizt í
fangabúðuni á hernámssvæði 3.
bandaríska hersins.
Leikur Vals og K.R.
K.R. tapaði 4:0
leikur Reykjatnkurmótsins
fór fram í gœr.
K.R. og Valur kepptu og fóru
leikar þannig að K.R. tapaði með
4 mörkum gegn engu. Veður var
óhagstætt og leikurinn heldur
leiðinlegur.
Dqmari var Þráinn Sigurðsson,
og dæiridi vel.
í tilefni af afmæli George VI
Bretakonungs taka sendiherra
Breta og frú Stepherd á móci
heimsóknum að Höfða fimmtu-
daginn 14. júní kl. 5—7.
„Amakefli’"
Alþýðublaðsins
Margt ver&ur Alþýðublaðinu til
ama. 1 gœr skrifar það leiðara um
fréttaflutning rílcisútvarpsins, sem
er nú aldeilis ekki á Unu þeirra
Stefánanna & co! — Ríkisútvarp-
inu liefur orðið það á að flytja
fréttir frá Hélsingfors!
Frá. sjónarmiðii allra, óbrjálaðra
hlustenda er það kostur að ríkis-
útvarpið flytji sem fjölbreyttast-
ar fréttir og frá sem flestum. stöð-
um og einkuvi þó frá Evrópu-
löndunum cftir að oki nazistanna
hefur verið ajléti. Það er.því enn
eftirtektarverðara að þetta „lýð-
rœðissinnaða‘‘ blað, Alþýðublaðið,
skuli nú fara að kvarta yfir því
að ekki voru fluttar fréttir frá
Ilelsingfors mcðan þýzki nazism-
inn réði þar lögum og lofum. Al-
þýðublaðinu hefur auðsjáanlega
elc/ci verið nóg að fá á stríðsárun-
um fréttir frá Berlin, það hefur
finnig viljað fá fréttir jrá lepp-
ríkjuni þýzlca nazismanns! .
Alþýðublaðið kvartaði aldrei
uiulan Berlínarfréttunum, en nú
kvartar það undan fréttum frá'
IíelsingfóYs, eftir að þýzku nazist-
arnir voru hraktir þaðan og kjökr
ar: Jmers vegna máttum við ekki
fá fréttir þaðan meðan fasistarnir
réðu þar! — Já, A Iþýðublaðið
þekkir sannarlega vini sína.
Það vœri alveg eftir Alþýðw-
blaðinu — blaðinu sem aldrei
kvartaði yfir fréttum frá BerUn
•—r að reka nú upp öskur cin-
hvern da.ginn, að ríkisútvarpið
skuli leyfa sér að flytja fréttir frá
Moskva!
Þingeyska
bændaförin
Búnaðarsamband Suður-Þing-
eyjarsýslu hefur, efrit til bænda-
farar til Suðurlands, eins og
áður hefur verið frá skýrt hér
í blaðinu. — Þátttakendur í
föriuni eru 174, þar af 52 kon-
ur. Var lagt af stað í förina á
sunnudag og komið hingað til
bæjarins í gærkvöld.
Lagt var af stað um klukkan
10 á sunnudag frá Fnjóskárbrú
og ekið heim að Hólum í Hjalta
dal um kvöldið. Var höfð við-
dvöl í Varmahlíð og setið boð
Búnaðarsambands Skagfirðinga.
Að Hólum hlýddi ferðafólkið á
messu, en Kristján Karlsson
skólastjóri og frú hans sýndu
gestunum staðinn.
Næsti áfangastaður var
Hvanneyrþen þar önnuðust mót'
tökur þeir Guðmundur Jónsson
skólastjóri, Steingrímur Steir.
þórsson búnaðarmálastjóri og
Ragnar Ásgeirsson ráðunautur.
í gær var svo ekið fyrir Hval
f jörð og dvalið um stund á Ála-
fossi í boði Búnaðarsambands
Kjalarnesþings, en hingað kom-
ið laust fyrir kl. 6 í gærkvöld_
Flestir þátttakendur í förinni
hafa aldrei áður komið til Suð-
urlands. Láta þeir hið bezta yfir
förinni og róma mjög þær við-
tökur er þeir hafa fengið á við-
komustöðum.
Póllandsmálin
Afturhaldsblöð víða um heim haíá undanfarið tekið
skorpu í rógsherferðinni gegn Sovétríkjunum, og láta blöð
íslenzka afturhaldsins, og þá einkum blöð Framsóknar-
fasistanna og dagblað þeirra Alþýðublaðið, ekki sitt eftir
bggja.
©
Nýlega sendi fréttpritari Times í Moskva, Ralph Park-
er, fyrirspurn til Stalíns varðandi Póllandsmálin, og svar-
aði Stalín með eftirfarandi bréfi, dagsettu 18. maí s.l.
„1. Handtaka 16 Pólyerja í Póllandi, undir forustu
hins alræmda skemmdarverkamanns Okulicki hershöfðingja,
stendur ekki í neinu sambandi við endurskipulagningu pólsku
bráðabirgðastjórnarinnar. Þessir menn voru handteknir fyr-
ir brot á lögum varðandi öryggi baklands rauða hersins
fyrir skemmdarverkamönnum, en hiðstæð öryggislög eru í
í gildi Bretlandi. Handtökumar voru gerðar af hemaðar-
yfirvöldum Sovétríkjanna í samræmi við samkomulag milli
pólsku bráðabirgðastjórnarinnar og sovétherstjómarinnar.
2. Það er ekki satt að hinum handteknu Pólverjum hafi
verið boðið til samninga við sovétyfirvöldin. Sovétyfirvöld
gera ekki og munu ekki gera samninga við menn sem gerast
brotlegir við lögin um öi-yggi þaklands rauða hersins.
3. Hvað snertir endurskipulagningu pólsku bráðabirgða-
stjómarinnar getur slík endurskipulagning einungis orðið á
grundvelli ákvarðana Krímráðstefnunnar. Það verður ekki
um að ræða neitt frávik frá þeim ákvörðunum.
4. Eg er þeirrar skoðunar, að hægt sé að leýsa Póllands-
málin með samkomulagi milli Bandamanna, sé eftirfarandi
skilyrðum fullnægt:
a. Að þegar pólska bráðabirgðastjórnin er endurskipulögð,
sé sú stjóm viðurkennd sem kjarni einingarstjórnar Póllands
líkt og í Júgoslavíu, þar sem þjóðfrelsisnefndin var viður-
kennd sem kjami hinnar sameínuðu ríkisstjómar Júgoslavíu_
b. Að árangur þeirrar endurskipulagningar verði mynd-
un stjómar í Póllandi, sem hefur vinsamlega afstöðu til Sovét-
ríkjanna, en rekur ekki pólitík sem miðar að því að einangra
þau.
c. Að endurskipulagning pólsku stjómarinnar sé afráðin
með Pólverjum sem hafa nú samband við pólsku þjóðina en
ekki án þeirra.“ ,
•
Enska stórblaðið The Times sagði um svar þetta 21. maí
m. a.: „Skilyrði þau semi Stalin; marskálkur nefnir, fela fátt
í sér annað en það, sem einlæglega verður tekið undir í Bret-
landi og Bandarikjunum.“ Það'er pólska klíkan í London,
sem staðið hefur fyrir rógsherferðinni. gegn Sovétríkjunum
í sambandi við þessi mál, sú hin sama sem sendi Stefáni
Péturssyni „neyðarópið“ hér á dögunum. Frá Póllandi ber-
ast fregnir um vaknandi þióð sem í fyrsta sinni nýtur lýð-
frelsis og sjálfstæðis, eina af þeim Evrópuþjóðum, sem ekki
láta sér nægja að varpa af sér oki þýzka fasismans, heldur
gera einnig upp við innlenda afturhaldið. Á sama tíma verð-
ur nátttröllseðli pólsku klíkunnar í London stöðugt meir
áberandi, hún virðist svo gersamlega blinduð af sovéthatri
að allt annað hverfi henni sjónum_
Bacchalaurorum
artium próf.
B.—A. prófi hafa nýíega lokið
við Háskóla íslands:
Andrés Asmnndsson i þýzku,
frönsku og ensku.
Halla Bergs í ensku, fröueku og
heimspeki.
Teodoras Bieliackinas í íslenzku,
frönsku-og heimspeki.
Æ.F.R.
Félagar!
Farið verður til vinmi i
RauðhóLa í kvöld kl. 7,15 með
sfrætisvagninum.
Framkvæmdaráðið.
Vísitalan 275 stig
Vísitala framfœrslukastnaðar
fyrir júnímánuð, • hefur verið
reiknuð út. Reyndist hún vera
einu stigi hœrri en siðastliðna
mánuði, eða 275 stig. Stafar
hœkkun þessi aðallega af verð-
hœkkun á fatnaði og fargjalda-
hœkkun með strœtisyögnum.
Tónlistarfélagið biður nemendur
Tónlistarskólans, hljóðfæraleikar’c
söngfólk, leikara og aðra sem starf-
að hafa á vegum félagsins, að mæta
í Tónlistarskólanum í dag kl. 5—7
og sækja aðgöngumiða að hljóm-
lé'ikum sem haldnir verða annaö
kvöld.