Þjóðviljinn - 13.06.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.06.1945, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. júní 1945. Þ.JÓÐV IlJINN 3 RIT8TJÓRI: SIGRÍÐUR ARNLAUGSDÓTTIIl Vörusvik Bréf húsmóður í Vesturbæn- um um skemmdu eggin hefur vakið mikla athygli. Fjölmargar húsmæður hafa hringt til mín síðan og haft líkar sögur að segja og ein skrifar bréf, sem birtist hér á öðrum stað í síðunni í dag. Vörusvik sem þessi eru orðin daglegt brauð í viðskiptalífi okkar, skemmd egg, skemmd mjólk, skemmt smjör, skemmt kjöt, almenningur er farinn að taka þessu sem eðlilegu fyrir- brigði þó óánægjan brjótist út álltaf öðru hvoru. Það er svo oft búið að prísa lánsæld okkar 1 stríðinu að varla er á bætandi, en þó verður ekki fram hjá þeirri staðreynd geng- ið, að sá eini skortur sem við íslendingar höfum haft af að segja stríðsárin er okkar eigin sóðaskap um að kenna. Við höfum haft nóg af mjöl- vöru, kaffi og sykri, fatnaði öll- um og álnavöru. íslenzkar hús- mæður hafa meira að segja þessi ár kynnzt í fyrsta sinni munaði stéttarsystra sinna í Bandaríkj- unum. Þaðan hafa þær fengið alls konar munaðarvörur sem áð- ur þekktust hér alls ekki, hálf- tilbúinn mat í dósum og pökk- um. Rúsínur, sveskjur og alls konar fieiri þurrkaðir ávextir sem í tíð. Eysteinsstjórnarinnar voru óþekkt fyrirbrigði hafa fengizt í hverri verzlun öll síð- ustu árin. Það væri fásinna að halda því fram, að við höfum yfir nokkru að kvarta úr þeirri átt. En þar sem við íslendingar eig um að sjá fyrir okkur sjálfir lendir allt í klúðri og vitleysu. \ Einu vörurnar sem við gátum með réttu búizt við að hafa hér nógar og óskemmdar eru ein- mitt þær sem mestur skortur er 4. og þær sem bornar eru fram fyrir neytandann meira og minna skemmdar og oft.óætar. Það er ekki skemmtilegt að hugsa til þess að meðan mestur hluti mannafla Englendinga var bundinn við hernaðarstörf og land beirra undirlagt loftárás- um þurftu þeir ár eftir ár að sjá okkur fyrir kartöflum að ein- hverju leyti. Góðar íslenzkar kartöflur eru ólíkt ljúffengari en enskar. Notuðum við vélar við ræktun þeirra ættum við að geta framleitt kartöflur til út- flutnings í stórum stíl. En við sveitumst enn með reku og gaffli mörg hundruð ár á eftir tíman- um og höfum aldrei nóg handa okkur yfir árið. Strax þegar hlýnar í veðri byrjar aftur sama ballið með mjólkina. Hún er hálfsúr þeg- ar kaupandinn fær hana og það er ekki nokkur leið að geyma hana yfir nótt, hvernig sem að er farið, hún er alltaf hlaupin að morgni. Sorinn sezt til í henni og hún súrnar varla, heldur fúlnar. Árum saman hafa húsmæður hamrað óánægju sína framan í viðkomandi yfirvöld, en það hef ur verið að berja höfðinu við stein. Skoðun samsölustjórnarinnar er enn í dag sú, að samvinnan við reykvískar húsmæður sé „mjög góð“, það sé ekki nema eðlilegt að einstöku óánægju- rödd heyrist innan um þar sem svona mikil viðskipti sé um að ræða. — Hvaða mál á að tala við svona menn? Sennilega er óá- nægjan með mjólkina það eina, sem allar reykvískar húsmæður eru íyllilega sammála um, og ekki hefur verið sparað að láta það í ljós. Virðingin fyrir kaupandanum er svo ótrúlega lítil. Síðan kaup- geta almennings jókst virðist sú skoðun hafa verið ofan á að allt gangi út, hvernig svo sem varan sé. Saltkjötið er ekki einasta horað og ljótt þegar niður í kvart elið kemur, heldur slepjað og svo skítugt að óætt er. íslenzkt smjör sést aldrei. hing að hefur flutzt smjör frá Amer- íku, verið skammtað og skammt- að naumt, eitt stykki á mann, þetta síðasta skömmtunartíma- bil. Væri ekki betra, að við fengjum það sem til er af því strax á meðan það er ætt. Það er farið að mygla nú þegar og sumt af því er að verða óætt. Og hvað kemur til að sumt af ameríska smjörinu er selt seðla- laust’og miklu dýrara en hitt, sem er skammtað? Skammtaða smjörið er selt á 13 kr. kg. en jafnframt fæst það óskammtað á kr. 21,50. Hvernig stendur á þeim svarta markaði? Þessi mál verður að endur- skipuleggja frá rótum. Fyrir stríð var vaninn að hreinsa til í Reykjavík áður en von var á skemmtiferðaskipun- um og helzta ráðið til að fá lag- fært það sem aflaga fór var að hamra á því að hvað sem okkur sjálfum liði, þá mættum við ó- mögulega láta útlendingana sjá það svona. | Nú er farið að ráðgera mót- töku skemmtiferðafólks eftir stríð og það verður kannski okk- ar björgun. Við verðum að hafa eitthvað annað að bjóða útlend- ingunum en skemmdan mat, jafnvel þó yið berum ekki nógu mikla virðingu fyrir okkur sjálf- um til að gera það okkar vegna. Þessi litli maður er að þvo sér um hendurnar eftir kenuslustund í málun í smábarnaskólanum við Cornell-háskólann í New Tork-fylki. Sjötta þingi Kvenfélagasam- bandsins er nýlega lokið. Þing- ið sátu 30 fulltrúar frá banda- lögum kvenna víðsvegar af land- inn, auk þess eiga sæti á þingi K. í. stjórn þess og starfsmenn, en þeir eru tveir, framkvæmda- stjóri sambandsins, heimilis- málastjóri og heimilismálaráðu- nautur Þessi mál voru aöallega rædd á þinginu. Starfsmenn samb. skýrðu frá störfum sínum á síðastliðnu ári. Skrifstofa sambandsins er í Búnaðarfélagshúsinu og veitir Svava Þorleifsdóttir henni for- stöðu. Rannveig Kristjánsdóttir er ráðúnautur Kvenfélagasam- bandsins og hefur hún enn sem komið er aðallega starfað að um- ferðakennslu á vegum sambands ins, hefur sú kennsla hlotið miklar vinsældir. Eftirfarandi tillaga var samþykkt á þinginu: „Vegna hins ágæta árangurs, sem fengizt hefur af umferða- kennslu ráðunautar K. í., ákveð- ur 6. landsþing K. í. að fela stjórn sinni að ráða svo fljótt sem auðið er starfsmann til við- bótar til umferðakennslu“. .Rannveig skýrði frá athugun- um er hún hafði gert á möguleik um fyrir því, að Kvenfélagasam bandið beiti sér fyrir manneld- issýningu og síðar ef til vill al- hliða heimilismálasýningu. Á þinginu kom fram almennur vilji um að þessu starfi yrði haldið áfram. ✓ BREYTINGAR Á LÖGUM Aðalbreytingin sem gerð var, ' var sú að landinu var skipt nið- ur í ákveðin kjörsvæði og full- trúatala hvers svæðis ákveðin. Þessi breyting var gerð til þess að tryggt sé að öll héröð landsins eigi fulltrúa á þinginu. ÚTV ARPSFRÆÐSL A Svava Þprleifsdóttir flutti erindi um að æskilegt væri að taka aftur upp' húsmæðra- fræðslu útvarpsins og hafa hana á víðtækari grundvelli en áður var. Og var það eindreginn vilji þingsins að að því verki væri unnið. SKÓLAMÁL Aðalbjörg Sigurðard. skýrði frá stefnu skólamálanefndar varðandi skólakerfi landsins í heild. og ræddi sérstaklega um húsmæðrafræðsluna. Urðu um það nokkrar umræður. Þingið samþykkti eftirfarandi ályktanir: „Landsþing K. I. lýsir ánægju sinni yfir störfum milliþinga- nefndar í skólamálum og telur að samræmingin á skólum lands ins, sem tillögur hennar eru byggðar á, hljóti að verða stórt spor í uppeldismálum landsins. Jafnframt leggur þingið á- herzlu á að menntun þeirra kvenna, er eiga að .verða kennar- ar við húsmæðraskóla landsins, verði hliðstæð menntun þeirri er kennurum við gagnfræða- skóla er skylt að hafa“. í húsmæðraskólamálinu var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Sjötta landsþing K. í. telur nauðsynlegt, að húsmæðraskólar í sveit starfi í 10 mánuði á ári. Vegna þess að sjálfsagt er, að þar verði kennd garðyrkja, nið- ursuða og sláturgerð, ennfi'emur meðferð mjólkur og hirðing húsdýra, teljum vér æskilegt að skólarnir hefjist um áramót. Sumarleyfi' verði 6—8 vikur í mánuðunum júlí og ágúst“. Og varðandi Húsmæðrakenn- araskólann þetta: „Sjötta landsþing K. í. telur sjálfsagt, að húsmæðrakennara- skóli íslands verði heimavistar- skóli í nánd við Reykjavíx, og hafi skólinn land og bú til um ráða. Skólinn hafi aðgang að vöggustofu og sé lögð hin rík- asta áherzla á að gera nemend- urna hæfa til að kenna hinum verðandi mæðrum undirstöðu- Handavinnu- sýning Síðastliðinn föstudag var opn- uð hin árlega handavinnusýning Húsmæðraskólans hér, mjög smekkleg og myndarleg að vanda, og svo mikil að vöxtum að það liggur við að manni finn- ist skólinn frekar handavinnu- skóli en húsmæðraskóli á nú- tímavísu, a. m. k. meðan al- menningur sér ekki aðra sýn- ingu frá honum. Mesta hrifni mína vöktu ofnu munirnir, þeir eru bæði til gagns og gamans og gefa konunum tækifæri til að reyna hugmynda- flug sitt og persónulegan smekk. Kaffidúkarnir eru hver öðrum fallegri, þó finnst mér of miklu verki eytt í kaffidúka. Við lifum á öld, þegar kaffiboðsgestagang- ur er að leggjast niður að miklu leyti, eða ætti minnsta kosti að gera það. Auk þess sem kaffi- dúkar geta verið mjög fallegir, þó þeir séu ekki mikið útsaum- aðir. Borðbúnaður og leirtau eru alltaf að breytast, verða ein- faldari en engu síður fallegir; dúkarnir eiga að sjálfsögðu að fylgjast að. Á sýningunni eru líka vélsaum aðir kjólar, drengjaskyrtur, buxur og telpukjólar — allt fal- legt. Smábarnafatnaðurinn minnir aftur á gamla tímann, blúndur, m lek, rykkingar. Húsmæðraskól- inn ætti að útvega smábarna- fatnað frá Ameríku og láta sauma eftir honum. Hann er við- urkenndur mjög hentugur og einfaldur. En um sýninguna í heild verð- ur ekki annað sagt en hún beri vott um smekk og myndarskap, bæði kennara og nemenda. Tekið í sama streng Eg get ekki stillt mig um að taka undir með húsmóðurinni úr Vesturbænum, sem skrifaði um úldin egg í síðustu Kvennasíðu. Eg hef nefnilega tvisvar orðið fyrir því óláni að fá soðin bök- unaregg. Ekki veit ég hvort á að taka það þannig að þetta sé ný tilraun framleiðenda til að geyma eggin óskemmd, en ég er svei mér ekki svo vel að mér í bakstri, að ég viti hvemig á að nota soðin egg til þeirra hluta. Eg keypti þessi egg sitt í hvort skiptið, en í sama stað. og þau voru bæði innan um önn- ur ósoðin egg. Ætli fari ekki að verða von á unguðum eggjum á markaðinn hvað af hverju? Ef svo er held ég að við húsmæður ættum að afbiðja slíkan varning, því kjúkl- ingar eru dýrir nú á dögum, og á eggjaverðið er ekki bætandi. Húsmóðir í Austurbœnum. atriði andlegrar og líkamlegrar meðferðar bamsins fyrstu árin“. Framþald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.