Þjóðviljinn - 13.06.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.06.1945, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 13. júní 1945 Miðvikudagur 13. júni 1945 — ÞJÓÐVILJINN þlÓÐVILIINN Útgefan'ii: h>avieinmgar]lokk:.‘i alþýðu — SósíalisUiflokkunnn. Ritstióri og ábyrgóarmaður: Stg%^rður Guðmundsson. StiórDmálaril.'tjórar: Einar Oígeirsson, Sigfús Sigvrhjartarson. Ritstjórnarsknfstofa: Austurstrœti. 12, simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2181>. Áskriftar\rerð: í Reykjavík og Dágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Vikingsprent h.fGarðastrœti 17. Matvælaeftirlit Það eru sagðar margar furðulegar sögur um fæðissölunii hér í bæ. Því er haldið fram að skyrbjúgur og fleiri kvillar sem rekja má með vissu til næringarefnaskorts geri talsvert varí við sig, og þeir sem fyrir þessu verða muni yfirleitt borða á matsölum, ekki í heitnahúsum. Það er óþarfi að taka fram að engan þarf hér að skorta nauðsynleg næringarefni, ef um slíkt er að ræða stafar það annaðhvort af fáfræði eða hirðuleysi eða spamaðarhvöt þeirra er matinn selja. En hvemig sem í þessu liggur er hér þörf athugunar. Mat- vælaeftirlitinu ber að láta rannsaka matsölumar í bænum og því ber að gefa út leiðbeiningar um samsetningu fæðunnar, slíkar leiðbeiningar mundu áreiðanlega koma miklu góðu til vegar. En það er á þessu sviði sem fleirum, að beztu og varanleg- ustu umbótanna er að vænta frá neytendum sjálfum. Fæðusala á ekki að vera gróðafyrirtæki einstaklinga, heldur samstarf þeirra manna, sem fæðunnar eiga að neyta, samstarí sem að því hlýtur að miða að neytendumir fái holla fæðu og góða fyrir sannvirði. Bæjarfulltrúar sósíalista fluttu allítarlega tillögu um þetta efni í bæjarstjórninni síðastliðinn vetur. Þeir lögðu þá til að bæjarstjóm leitaði samstarfs við ýms félög í bænum svo sem verklýðsfélög, stúkur og íþróttafélög um að koma á gagngerðum mnbótum á skemmtanalífi og fæðusölu 1 bænum. Hvað fæðis- söluna snertir var ætlast til að bessi félög, í samstarfi við og með aðstoð bæjarins kagmi upp matsölum, þar sem að því væri stefnt fyrst og fremst, að framleiða holt fæði og selja við sann- virði, og að gera matsölustaðina að vistlegu tómstundaheimi ,i fyrir einhleypa menn. Auðvitað var þessum tillögum drepið á dreif með mála- myndar nefndarskipan, og eru þær úr sögunni meðan ihaldið ræður bænum. En hvað sem bví liður er sú leið opin að hópar neytenda myndi samvinnufélag og taki fæðissöluna í eigin hendur. Þessi aðferð hefur verið reynd með góðum árangri, hana ættu fleiri að fara. Það verður öruggasta matvælaeftirlitið alveg eins og samvinnuverzlun er öruggasta verðlagseftirlitið^ Fisksala Þegar rætt er um matvælaeftirlit .kemur fisksalan í hugann. Hún er í ófremdarástandi. Hér við fiskimiðin fengsælu búum við við það ástand að oft er mjög erfitt, jafnvel ómögulegt, að fá fisk til matar, og það sem verra er, hann er mjög oft skemmd og léleg vara, illa með farinn í alla staði. \ Sjálfstæðismenn hafa árum saman verið að tala um að þeir vildu koma upp fisksölumiðstöð hér í bæ. Ekkert hefur þó orð- ið úr framkvæmdum, og fer hér sem oftar þegar sjálfstæðis- menn fallast á skynsamlegar tillögur, að treglega gengur um framkvæmdir, því það hlýtur að brjóta meira eða minna í bága við hin röngu grundvallarsjónarmið flokksins um einkarekstur og einkaframtak, sem eina aflgjafa atvinnulífsins. Sannleikurinn er sá, að hugmyndin um fisksölumiðstöð verð- ur ekki framkvæmd svo að gagni komi nema bærinn taki heild- sölu á öllum neyzlufiski bæjarbúa í sínar hendur, og helzt þyrfti öflug bæjarútgerð að vera í sambandi við þessa heildsölu. Nokkr- ir bátar fengiu það hlutverk, fyrst og fremst að afla fyrir fisk- sölumiðstöðina. Allur fiskur sem í bænum yrði seldur yrði að fara gegnum hana. Þar yrði hann slægður, hausaður og þveginn og sendur sem hreinleg vara í búðirnar, sem þurfa að vera hreinlegar engu síður en aðrar búðir og hafa góð kælitæki. Má í því sambandi minna á búðina Síld og fiskur á Bergstaðastræti sem fyrirmynd. Fisksolumiðstöðin annast hagnýtingu úrgangs og hraðfrystingu eða söltun þess fisks sem bert væri að ekki fer jafnóðum í búðirnar. Vissulega er þetta eitt hið mesta framfara- og nauðsynjamál. En skyldi sjálfstæðismeirihlutinn í bæjarstjóm framkvæma það’ HÁLFANFÓRÉG HÓLMANN UM KRING. — Pólitísk ferðasaga III Á bernsknst Eg hafði nokkrum sinnum kom ið til Djúpavogs áður en ekkert þekkt þar til nema nokkuð af af- spurn og ekki alls kostar góðri, því að mér hafði verið sagt, að þar ætti Eysteinn Jónsson nær ó- skipt fylgi. En ég vil taka það fram strax, áður en lengra er haldið, að þetta er víðs jjarri öll- uvi sanni. Það má áreiðanlega telja þau atkvæði á fingrum sér og tám, sem Eysteinn á hér alveg trygg, og get ég þessa vegna þess, að mér finnst ástæðulaust, að fólkið hér liggi undir slíkum orð- rómi að óverðugu cingöngu vegna þess, að hér lék hann sér lítill snáði, að legg og skel. Það hefur löngum verið hljótt um þennan litla stað, jafnvel næstu nágrannar hafa lítið annað um hann vitað en það, að þar byggju milli tvö og þrjú hundruð fátækra allþýðumanna, og íbúar annarra landsfjórðunga hafa kannski haft óljósar hugmyndir um, að ein- hversstaðar austan lands væri lít- ið þorp með þessu nafni, en varla til hvaða sýslu það teldist, hvað þá meira. Og sannleikurinn er sá, að hér hefur fátt verið að gerast undanfarin ár, sem ástæða væri til, að aðrir landsbúar hefðu veitt sérstaka athygli. Eg held, að þessi staður hafi að mestu farið á mis við þá 'byltingu, sem átt hefur sér stað í atvinnuháttum okkar ís- lendinga síðasta aldarfjórðunginn, sem og í félags- og menningar- málum okkar yfirleitt. Hann hef- ur dregizt aftur úr. Og þó er þetta e.t.v. staður einna mestra mögu- Ieika hér um sunnan vert Aust- urland. Hér er hægt að skapa á- gætis höfn með tiltölulega litlum tilkostnaði, en það hefur bara ekki verið gert. Djúpivogur liggur rétt við ein auðugustu fiskimið lands- ins, en þau hafa ekki verið stund- uð þaðan til neinna muna, af því að hafnarmannvirkin hefur vantað, til þess að stærri bátar gætu stundað þaðan veiðar. Ilraðfrystihús hef- ur einnig tilfinnanlega vantað, svo að hægt væri að nýta aflann á arðsaman hátt, frysta síld og tryggja góða nýtingu á landbún- aðarafurðum bændanna, sem byggja hinar frjósömu sveitir, sem að Djúpavogi liggja. Fagleg alþýðusamtök voru hér engin til, fyrr en árið 1937, og þá var kaup verkamanna 90 aurar um klst. og mun sennilega aldrei hafa verið hærra áður. Sem að líkum lætur, hefur fólkið lifað við hina mestu fátækt, og ég held, að á Djúpa- vogi sé enn í dag enginn maður, sem hægt sé að telja rneira en rétt bjargálna, því að straumur stríðsgróðans hefur ekki flætt um þetta þorp. Hús eru yfirleitt frem ur hrörleg, því að, eins og einn maður þarna sagði við mig, ,.ýkju lítið má segja, að hér hafi ekkert hús ri'sið af grunni næst liðin 20 ár nema verzlunarhús kaupfélags- ins“. Og nú mun vakna sú spurn- ing: Hvers vegna hefur hér ekk- ert verið gert? Er þetta ekki að einhverju leyti framtaksleysi fólks ins að kenna? IIví hefur það ekki ráðizt i eitthvað af þessum að- kallandi framkvæmdum? Það Djúpivogur: Verzlunarhús lcaupjélagsins og bátcir á höfninni. þarf ekki afburða skarpskyggni til að sjá, að verkamenn, sem vinna fyrir 90 aura um klukku- tímann mjög stopula daglauna- vinnu og sjómenn, sem stunda færafiskirí á „trillu“- bátum og liafa ekki aðstöðu til að nýta afl- ann nema á þann hátt, sem lang- tekjurýrst er fyrir þá, þeir geixi með engu móti ráðizt í neinar stórframkvœmdir af cigin leik, hversu þœr vœru og hversu mjög sem þeir þráðu að bœta kjór sin á þann hátt. Þá vantaði fjármagn, og hefðu því þurft að fá það annars staðar að. Það er m.a. hlutverk þeirra manna, sem fólkið felur umboð sitt á þingi, að vera því hjálp- legt um að hrinda af stað ax-ðbærum atvinnurekstri, sem gæti skapað því viðthlítandi lífskjör. Þetta hafa hinir íhaldssömu framsóknarmenn, sem fólkið hér í Suður-M úl-asýslu hefur falið um- J boð sitt á þingi nú um fjölmörg ár, gjörsa mlega svikizt um að gera. Það er fyrst nii á síðustu ár- um, er frjálshuga mönnum hefur fárið fjölgandi í forystuliði al- jiýðunnar, að eitthvað tekur að birta fram undan, hér á Djúpa- vogi sem annars staðar. Og þetta finnur fólkið, og því snýr það nú hrönnum saman baki við kyrr- stöðu- og kyrkingsstefnu aftur- haldsliðsins í atvinnumálum og Vinnudagur var áður ótakmark- aður, en nú er samningsbundinn 8 stunda vinnudagur, og marg- háttaðar kjarabætur aðrar hefur félagið fengið samningsibundnar. HAFNARGERÐ A fjárlögum þessa árs voru á- ætlaðar .50 þús. kr: til hafnarmann virkja á Djúpavogi samkvæmt hafnarlögum, og er í ráði, að ram~ hefja framkvæmdir þegar á þessu arðvœnlegar sem sumr;_ Áætlaður kostnaður bryggju og annars, sem að hafnarmann- virkjum þessum lýtur, er 500 þús- und krónur. Eins og ég hef bent á hér að framan, er þetta hið mesta nauðsynjamál, þar eð það má teljast frumskilyrði fyrir því, að, hér geti risið upp blómlegur sjávarútvegur, en á honum hlýtur færa, vildu á sig leggja, og var mér sagt, að hinir hikandi drag- bítar hefðu undrazt það stórum. En þess eru alls staðar dæmi, að jafnvel brýn nauðsynjamál, mæta nokkurri andstöðu, og andstöðu- hópurinn er einmitt alltaf skip- aður slíkum niönnum, sem aldrei vilja látu 1 kr. af hendi nema þeir séu vissir að fá 100 krónur í stað- inh, og geta því aldrei skilið þái menn, sem öðru vísi eru sinnað- ir. Það er athyglisvert, að kaup- í'élagið. sem er þó eina fyrirtækið, sem eitthvert fjármagn hefur til umráða, var með sífellt hik og hálfvelgju í þessu velferðarmáli Berfirðinga, og þegar ég var þar staddur,' var enn þá ekkert sýnt um, hvort það leggði fram nokk- urt hlutafé eða ekki. Það er naumast hægt að hugsa sér aum- ara siðleysi en það, að þegar verkamenn. sem raunverulega eiga engu úr að spila, hafa lagt fram þúsundir króna, þá skuli for ystumenn slíks fyrirtækis enn tví nóna, velta vöngum og spyrja: Er þetta ekki of mikil áhætta? En slíkum mönnum dettur aldrei í hug að spyrja: Er það ekki of mikil áhætta að gera ekkert til þess að tryggja afkomuöryggi fólksins? Þessi hálfvelgja kaupfélagsins hafði það síðan í um sanni, að hér á Djúpavogi »'búa menn að sínu“ meira en víðast hvar annars staðar í sjávar- þorpurn, því að hér ha.fa flestir a.m.k. eina kú og nokkrar ær, svo að þeir framleiða sjálfir að mestu leyti mjólk og kjöt til heimilis- þarfa. En þó að þetta mcgi telj- ast góð dygð, þegar á það er litið sem nauðvörn þess, sem á um það að velja að afla sér landbún- aðarafurða á þennan hátt eða vera án þeirra ella, þá er það þó enginn vafi, að slík verður ekki skipan framtíðarinnar, ■ að menn, sem stunda sjómennsku sem aðal- atvinnu, þurfi að verja tíma í að afla heyja handa einni kú og nokknim ærskjátum til þess að hafa kjöt og mjólk í magann. Þá mun land'búnaður verða talinn Eftir Einar Braga Sigurdsson IIRAÐFRYSTH ÚSBYGGING - Á DÖFINNI Jafnvel eins og nú standa sak- ir, er sýnt, að án hraðfrystihúss getur Djúpivogur alls ekki verið, og þó, verður nauðsynin enn þá brýnni, þegar bryggjan hefur ver- ið byggð og bátaútvegurinn auk- fylkir sér undir merki þeirra, sem inn- Þetta hafa ÞorPsbúar löngu séð og þráfaldlega á því klifað, en lítið orðið ágengt, og er það fyrst nú, að verulegur skriður virðizt það finnur að vilja gera allt, sem þeir geta, til að skapa blómlegt atvinnulíf í landinu og tryggja þannig efnahagslegt öryggi þjóðar innar. Fólkið hér skortir ekki fram- faraþrá, og um leið og eitthvað lítilsháttar tók að rýmka um fyr- ir því, tók það að sýna þessa þrá í verki. En það skortir aðstoð og örvun til að koma þeim málum í framkvæmd, sem þeim er lífs- nauðsvnlegt, að hafizt verði handa . , i um nu þegar. STÉTTARSAM TÖK Arið 1937 var stofnað ..Verka- lýðsfélag Djúpavogs“, og telur það nú 65 félaga. Það hefur starf- að með ágætum og starfar enn undir traustri stjórn Sigurgeirs Stefánssonar, hins prúðasta dreng skaparmanns. Eins og áður er getið, var kaup verkamanna 90 aurar um tímann. þegar félagið var stofnað, en er nú kr. 2.3p. afkoma fólksins hér fyrst og fremst að byggjast. vera að komast á það mál. Verka lýðsfélagið hafði forystu í þessu máli og fer vel á því, þar eð inn- an þess eru flestir vinnandi menn á, staðnum Bog því lítil hætta á, að þeir bregðist sjálfum sér með því að halda slælega á málum. Áhugi fólksins er feikná almenn- ur og brennandj í þessu máli, eink um hinna yngri sjómanna og verka manna, en þeir — sem aðrir — hafa þó orðið að kenna þess nokk- nð, að „tregðan, óttinn, íhaldið æsku'þróttinn berjast við“. En enginn skyldi þó nokkru sinni efast um það, að hinir ungu liafa hér rétt fyrir sér og þeirra stefnu er ætlað líf, en hinni ó- 'verjandi feigð. Gengizt hefur verið fyrir hluta- fjársöfnun meðal )>oi-psbúa, og gekk hún öllum vonum fremur. Einkum var það áberandi, hve þeir, sem varla mætti ætla aflögu- bændur í na*rliggjandi sveitum, sem margir eru prýðisvel efnum búnir og frjálshuga menn, vpru tregir til að gerast hluthafar, og eiga þeir þó e.t.v. mest alira und- ir því, að þarna rísi upp fullkom- ið hraðfrystrhús nreð kjötgeymslu. En hA'ernig, sem farið hefur eða fer um þennan lið hraðfrystihúss- málsins, þá nmnu sjómennirnir og verkamennirnir á Djúpavogi samt halda þessu nauðsynjamáli frarn, unz því hefur verið kornið heilu í höfn. Eg vil aðeins benda þeim á. að hugsa ekki of smátt og taka fullt tillit til þeirrar út- gerðaraukningar, sem hlýtur að sigla í kjölfar bættra hafnarskil- vrða. sérstök atvinnugrein, stunduð af sérstökum mönnum, og sjávarút- vegur annað, og fólkið, sem þessar atvinnugreinar stundar, mun taka upp vinsamleg viðskipti sín á milli. En orsökin til þess, að full- yrða má, að framtíðárskipanin verði á þennan veg, er sú, að þetta er langtum ódýrara og vafstursminna fyrir alla aðila heldur en skipulagsleysi nútímans. Og eftir svo sem 30—40 ár, þeg- ar við, sem nú erum ung, tökum barnabörn okkar á hnén og för- um að segja þeim, að á okkar för með sér’ ’a’ð i dlIggaraban(lsárum hafi sjómenn- irnir þurft að bagsast með eina ________________kú og nokkrar kindur „til búbót- ar“ og bændurnir orðið að róa á sjó eða fara í vegavinnu einnig „til búbótar“, þá munu þau reka upp hrossalhlátuir og spyrja: Er svona stubt síðan íslendingar lærðu að skipta með sér verkum éins og menn með viti? RÆKTUN OG RÆKTUNAR SKILYRÐI Og' hér í Djúpavogi eru af- bragðsskilyrði til stórfelldrar rækt- unar, svo að landbúnaðarafurðir mun ekki þurfa að skorta, þó að þorpið vaxi til muna og. fjöldi báta sæki hingað til vers á vetrum í framtíðinni. Hér - er starfandi Ræktunarfélag Djúpavogs, sem stofnað var að tilhlutan Ingólfs Gíslasonar, læknis, frá Papey, en hann unni mjög ræktunarmálum og lét sig yfirleitt hagsmuna og menningarmál Berfirðinga miklu skíþta rneðan hans naut við. Kunna þeir það og vel að meta og mihnast hans jafnan með að- dáun og virðingu. Ræktunarfélagið hafði forgöngu ið því, að árið 1937 voru teknar Það mun mega segja með full- til ræktunar svonefndar Stekkjar- .» ■* j Austfjarðaþokan. Myndin er tekin í mynni Fáskrúðsfjarðar. (Ljósm. Sveinn Guðnason). Hm Haeilélaiasambsndsins Framh. af 3. síðu. MÁLGAGN SAMBANDSINS, HANDBÓK HÚSMÆÐRA Valgerður Helgadóttir bar fram þá tillögu að Kvenfélaga- sambandið eignaðist sitt eigið málgagn, en hún fékk ekki mik- ið fylgi á þinginu. Að vísu voru fulltrúar sammála um þörfina fyrir blað, en töldu ekki fært fjárhags vegna að taka afstöðu um það á þessu þingi, hinsveg- ar væri þetta mikið nauðsynja- mál í framtíðinni. Jónína Sigurðardóttir frá Lækjamóti taldi mikla þörf á því að gefin væri út handbók fyrir húsmæður. Því máli var vísað til milliþinganefndar, er kosin var á þinginu. í henni eiga sæti Fjóla Fjeldsted, Jónína Sig- urðardóttir og Rannveig Kristj- ánsdóttir. HALLVEIGARSTAÐ.IR Fyrir þinginu lá bréf frá skila- nefnd Hallveigarstaða, þar sem þinginu var boðið að kjósa þrjár konur í stjórn kvennaheimilis- ins Hallveigarstaða. Var sam- þykkt að ganga að þessu boði, blár, og er þar um 17-20 hektara a.fgirt Iand, sem komið var í góða rækt, en hefur nú heldur hrakað á ný, vegna skorts á húsdýraá- burði, og ennfremur mun það hafa kalið sums staðar. En auk þessa er búið að mæla út fyrir langtum stærra svæði, bæði í svonefndum Borgargarðs- blám og víðar, og er hægt að taka þetta land til ræktunar, hve- nær sem er, en skortur á góðum landbúnaðartækjum mun einkum hafa valdið því, að Ræktunarfé- lagið 'hefur ekki þegar hafizt handa um ræktun þessl . ★ Djúpivogur er sérkennilegur staður og fallegur, að minnsta kosti eins og hann birtist mér í sól og sunnanandvara hinna fyrstu ntaídaga. Hér skiptast á hraun- borgir og gróðurflatir, að baki liggja frjósamar og fagrar sveitir og yfir þeim gnæfir Búlandstind- ur, stoltur og stílhreinn. Fram undan, skammt frá landi, liggur hin sögufræga Papey, þar sem fuglamergð og múgagras auðga nú hinn aldna höld, Gísla bónda I>orvarðarson, sem flestir lands- menn munu kannast við. • Fólkið er alúðlegt og gestrisið og tekur manni sem heimamanni, en stingur manni ekki nauðugum í ,,stofufangelsi“ til að undirstrika það, að maður sé hér aðeins gest- ur. í von um, að allt víðsýnt og vinnandi fólk á Djúpavogi og í nágrenni hans, fylki sér, án til- lits til andstæðm stjórnmálaskoð ana, um þessi fjÖgur höfuðvið- fangsefni: liafnargerðina, aukna og bœtta útgerð, hraðfrystihús- bygginguna og aufcna rœktun, árna ég því allna heilla og segi ■ skilið við Dþipavog í þeirri fullu vissu, að þá muni fólkinu vegna hér vel á ókomnum árum. „Esj- an“ er nú komin hérna inn á Vog- inn. og ég geng því íiiður á bryggju og tek mér fari með mótorbát um borð i hana. Meira. og voru kosnar í stjórnina þær Steinunn H. Bjarnason, Guðrún Pétursdóttir og Svafa Þorleifs- dóttir. Þingið samþykkti einn- ig að Kvenfélagasambandið skyldi tryggja sér húsnæði fyr- ir skrifstofur sínar í hinni fyr- irhuguðu byggingu og ákveðið var að leggja fram 5 þús. kr. á ári í 5 ár í því skyni. ÞURRGER TIL BÖKUNAR, ÁHALDAKAUP Samþykkt var á þinginu til- laga um að beina því til Alþingis og ríkisstjórnar að leyfð væri sala á sveppageri (þurrger, pressuger) til bökunar. Fyrir þinginu lá bréf frá Sambandi sunnlenzkra kvenna um það, að Kvenfélagasambandið þyrfti að hafa áhrif á innkaup áhalda til heimilisnotkunar og fylgjast vel með nýjungum á því sviði. Eins og sjá má af þessu bar margt á góma á þinginu, og eru það aðallega mál, er lúta að fræðslu húsmæðra og því er létt getur störf þeirra á heimil- unum, enda á Kvenfélagasamb. íslands að vera nokkurs konar fag- og fræðslusamband hús- mæðra. Þeim, sem vildu kynna sér markmið og störf sambandsins nánar, er bent á að lesa viðtal við Svöfu Þorleifsdóttur í 2. tbl. Melkorku, 1. árg., eða snúa sér til skrifstofunnar. Hún er í Búnað- arfélagshúsinu og er opin dag- lega kl. 10—12 og 2—4. Reyk javíkurmótið: Fram- Víkingur 0:0 Fyrsti leikur Reykjavíkurmóts- ins milli Fram og Víkings gaf ekki glæsilegar vonir eða mynd af knattspyrnunni í höfuðstaðn- um. En vonandi er þetta eins- dæmi sem kemur ekki fyrir um langan aldur. Svona leikur hefur tæplega sézt í meistaraflokki s.l.. 10 ár eða þó lengra væri farið. Eg efa þó ekki að bæði þessi lið geta mikið meira en þau sýndu og kom það fram í Tulinusarmót- inu. Það var furðulegt hve mikið kom fyrir af spörkum út í loftið, þversum spörkum, meiningarlaus- um spyrnum, og hvað menn hittu ekki boltann. Kappsamlegan leik var varla að finna og kæmi sam- leikur fyrir, var hann meira og minna tilgangslaus. Um ein- staka menn er ekki mikið að segja það sem sagt hefur verið á við þá alla meira og minna, nema markmenn sem vörðu það sem á markið kom. Sá leiði siður er að fara í vöxt að ráðast að mark- mönnum með ákafa og það jafn- vel margir í einu. Leyfilegt er þetta, þó innan ramma laganna en ljótt er það á að líta, og getur verið hættulegt, Við þetta bættist svo að langt er síðan áhorfendur hafa viðhaft eins mikil óhróður- köll til starfsmanna við leikinn, en hann dæmdi Þorsteinn Einars- son og gerði það vel. Vegna at- viks sem fyrir kom í l^iknum ntá geta þess fyrir áhorfendur sem ■kki vita það, að knöttur verður að fara allur yfir marklínu til þess að marki sé náð. F.H. Frækileg skákför Eyjamannð Unnu á þremur stöðum og gerðu jafntefli í Reykjavík og Hafnarfirði í síðustu viku tefldu skák- menn frá Vestmannaeyjum við skákmenn austanfjalls, í Kefla- vík, Vífilsstöðum, Hafnarfirði og- Reykjavík# Oftast var teflt á 8 borðum. Úrslit urðu þessi: 1. Ve. 3x/z vinningur; skákmenn austanfjalls ZVt vinn. 2. Ve. 6 vinn.; Keflavík 3 vinn. 3. Ve. 5J4 vinn.; Vífilsstaðir ZVz vinn# 4. Ve. 4 vinn. Hafnarfj. 4 vinn. 5. Rvík, 1. flokkur 4 vinn.; Ve. 4 vinn. Þessir Vestmannaeyjingar tefldu: 1 borði Vigfús ÓlafssQn. 2. — Friðbjörn Benónýsson. 3. — Ámi Stefánsson. 4. — Rafn Ámason 5. — Karl Sigurhansson. 6_ — Halldór Ólafsson. »-r- —-----....-----------:-- Lítil mótspyrna Japana á Borneo A Bomeó sœkja áströlsku hersveit irnar cins hratt áfram og birgða- flutningar þeirra leyfa. Japanar hafa veití litla sem enga mót- spyrnu, en búizt er við að til harðra átaka komi bráðlega. Ástralíumenn hafa tekið bæinn Brukten og nálgast óðum Brun- ei, hofuðborg þess hluta eyjarinn- ar, sem var áður nýlenda Breta. Á Okinava geisa nú harðir bar- clagar. 30 þús. manna jaþanskt lið, sem hefst við á 40 km2 svæði á eynni hefur neitað að gefast upp og bíður þess nú tortímingin ein. í Kvangsihéraði í Kína hafa Japanar gert harðar gagnárásir og unnið nokkuð á, m.a. tekið mikil- væga samgöngumiðstöð. í Burma heldur sama þófið á- fram. Stríðsglæpamaður handtekinn Einn illræmdasti stríðsglœpa- maðurinn, stormsveitarforing- inn Busclieh, náðist nýlega í Búkarest. Á „eftirlitsferðum‘“ sínum um fangabúðirnar í Póllandi myrti Buschek með eigin hendi meira en 1000 manns. Fjöldi stríðs- fanga, sem hann lét pynda skipt- ir tugum þúsunda, og níðings- verk hans öfluðu honum sér- stakrar viðurkenningar Gestapó- lögreglunnar. Buschek flýði til Búdapest, þegar rauði herinn hélt inn í Pólland, og Transylvaníu, þegar rauði herinn tók Búdaþest og þaðan til Búkarfest. Kona ein*bar kennsl á hann á götu þar, en Buschek hafði myrt mann henn- ar og »börn. J ugóslavnesku hersveitirnár í Trieste halda áfrani að fara úr borginni án þess að til árekstra komi. 7. — Gísli Stefánsson. 8. — Ragnar Halldórsson. Fararstjóri Eyjamanna vaT Ragnar Halldórsson. Hefur för Vestmannaeying- anna verið góð tilbreyting í skáklífi Sunnlendinga og þótt hin bezta skemmtun meðal skákmanna. Mun vera vaknað- ur nokkur áhugi meðal skák- manna að koma á stað keppni. þar sem hver staður sendir 8 manna sveit, og síðan tefli þær ein við allar og allar við eina. Þó myndi Reykjavík að sjálf- sögðu ekki senda neinn mann úr landsliðinu, heldur aðeins 1 flokk með tveimur meisturum á efstu borðin. Yrði slík keppui efalaust spennandi og erfitt að segja fyrir um úrslitin Lúðrasveit Reykjavíkur ieiku’ á Austurvelli í kvöld kl. 9, ef veður leyfir. Stjórnandi: Albert Klah ■. Viðfangsefni: 1. Florentisier-macs, Fucik; 2. Forl. úr „Berlín eins og hún grætur og hlær“, Conradi; :< l Priska, ítalskt lag, Rupprecht; 4. Syrpa úr La Bajacco, Leoncavalln; 5. Námaljósin, vals, Ziehrer; 6. Syrpa úr „Czardas-fúrstin", K'i' man; 7. Kátur og glaður, intermez ,o. Siede; 8. Fanfare og sálmur, Páli ísólfsson; 9. K.-R.-marsinn, Markús Kristjánsson. — Breytingar á hlj i i leikaskránni geta átt sér stað. Mæðrastyrksnefndin hefur beðife blaðið að geta þess, að hún geti út- vegað fátækum mæðrum með böra litla sumarbústaði í Hveragerði. Upplýsingar evu veittar í skrifstofu nefndarinnar, Þingholtsstræti 18 kl. 3—5 næstu daga. Tímaritið Jörð, 1. hefti 6. ár- gangs, er nýlega komið út. Hefti þetta er eingöngu helgað Dan- mörku og frelsisbaráttu dönsku þjóðarinnar. Þetta hefti hefst með kvæði Matt hrasar Jochumssonar: Minni Dan- merkur. Sigurður Nordal prófessor á þama grein, er nefnist Danir og konungur þeirra; er hún nær samhljóða útvarpsræðu, er hann flutti 26. september. Björn Sigfús- son, háskólabókavörður skrifar um Rask og Rafn, tvo Dani, er unnið hafa íslenzkum bókmenntum mik- ið gagn. Þá er grein eftir ritstjóra Jarðar, Björn O. Björnsson, er hann nefnir Reynsla íslendinga i Danmörku. Ragnar Ásgeirsson á ! þama grein undir nafninu: Dan- mörk — land og lýður, og Frrt- rik Ásmundsson Brekkan, aðra, er nefnist „ . . . . Góð þjóð“, og lýsir dönsku alþýðufólki. Kafli úr leik- riti Kajs Munks: „Niels Ebbesen'*. Fr. de Fontenay sendiherra Dana á íslandi ritar í þetta hefti lahga ritgerð um Ástandið í Danmörku. og Anker Svart, sendisveitar- fulltrúi: „Þegar Danmörk verður frjáls“. — Þá er í heftinu fjöldi smágreina, sem ekki verða Ualdar hér. Heftið er prýtt fjölda mynda frá Danmörku. Hú'fiæðendur Getur ekki einhver ykkar ieigt mér tvær stofur og eW- hús nú þegar eða í haust gegn því að fá nú þegar greiddar 5—10 þúsund krón ur fyrirfram. Tilboð sendist blaðinu fyrir fimmtudags kvöld merkt: „3—4“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.