Þjóðviljinn - 13.06.1945, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 13. júní 194ö-
e ÞJÓÐVILJINN
Sfðursteinn Magntlsson;
-zr^MíitíiMZ:
Hlnn 1. mai siðastliðinn gengust verklýðssamtökin í Ólafsfirði fyrir
opinberum hátíðahöldum í fyrsta skipti. Var farin kröfuganga, fluttar
ræður og karlakór söng undir stjórn Sigursveins D. Kristinssonar. Meðal
annars söng kórinn lag eftir söngstjórann við snjallt baráttuljóð eftir
Synrnnd Dúason, kennara. Hátíðaböidin voru hin giæsllegustu.
Við þetta tækifæri flutti Sigursteinn Magnússon, skótastjóri, ræðu
þá, sem bér fer á eftir:
ólafsfirðingar!
Allt fram að þessum tíma hef-
ur þessi dagur 1. maí látið lítið
yfir sér, hér á meðal okkar Ól-
afsfirðinga. — Ástæðan getur
þó ekki verði sú, að málefni dags
ins sé það minna virði en ann-
arra tyllidaga þjóðarinnar. Þessi
dagur hefur verið kjörinn, ekki
einungis af okkar fámennu þjóð,
heldur og af alþýðu allra landa,
sem dagur verkalýðsins — hann
er orðinn dagur hins vinnandi
fólks, dagur milljónanna, dagur
samtakamáttsins — dagur hinna
rísandi stétta þjóðfélaganna —
verkamannanna, ' sjómannanna,
kennaranna, skrifstofufólksins
— allra vinnandi handa. Hann
er vitni þess að allir þessir
kraftar, þessi megni máttur
mannkynsins, hefur skilið köll-
un sína, hefur fundið sjálfan
sig — er að sameinast í þrá
fÓlksins. Þeir sameinast - í þrá
fjöldans eftir meira jafnrétti á
jörðinni, eftir meiri mannrétt-
indum, meira frelsi, meiri menn
ingu, betri lífskjörum fjöldans.
— Þetta fólk hefur í öllum lönd
um orðið að horfa á það, hvem-
ig gæði og auðæfi jarðarinn-
ar hafa safnazt á hendur ein-
staka manna — einstakra auð-
hringa og fyrirtækja. Þeir hafa
eignazt dýrustu lendur jarðar-
innar, kolanámurnar, járhnám-
urnar, olíunámurnar, akrana,
fólkið — þrælana. Öld eftir öld
hefur þetta fólk stritað fyrir
lifinu til þess að gera aðra ríka
— slitið lífskröftum sínum og
heilsu í kolanámum — í verk-
smiðjum, á sjó og á landi oft í
lífshættu og dauða. — Það hef-
ur dregið verðmætin úr skauti
náttúrunnar með lífskröftum
sínum. Og þau verðmæti hafa
verið svo mikil að þau hafa
nægt til þess að gerbreyta líf-
inu á jörðinni. Þau hefðu nægt
til þess að veita öllu fólki á
jörðinni ríkulegt fæði og klæðn
að, heilsusamlegar og nægar í-
búðir, næga skóla, spítala og
hressingarhælj — öll þau þæg-
indi sem nútíminn hefur uppá
að bjóða og alla þá menningu.
En þetta fólk — fólkið sem
sótti auðæfin hefur verið fá-
tækt. Það hefur verið húsnæðis
laust, það hefur soltið — það
hefur verið í fáfræði og myrkri.
Skipulega og markvíst hefur ver
ið unnið að því að halda því
auðmjúku og skríðandi í fátækt
sinni og umkomuleysi — oft
með hervaldi. — Hver þjóð frá
hinni smæstu til hinnar stærstu,
hefur átt sína harðstjóra —
sína konga, og keisara, sínar
hallfr og hirðar. —- Við íslend-
ingar, ein yngsta og fámenn-
asta þjóð veraldarinnar höfum
átt okkar lénsmenn, konungs-
ritara og böðla. íslenzkir alþýðu
menn hafa verið bundnir við
/
staura og hýddir, hýddir fyrir
að neita að róa á konungsbát-
um, hýddir fyrir að verzla á
næstliggjandi stöðum, hýddir
fyrir að tala illa um konung
sinh. íslenzkt alþýðufólk, karl-
ar og konur og böm, hafa hrun-
ið niður úr hungri og klæðleysi,
meðan mörg hundruð tonn af
kjöti, harðfiski og ull sem það
aflaði sjálft með súrum sveita,
var flutt út úr landinu. En ís-
lenzk alþýða hefur rumskazt.
Hún sendi út í baráttuna syni
sína tekna úr hennar eigin lífi.
Baldvin Einarsson, Jónas Hall-
grímsson, Jón Sigurðsson. —
Þeir brutu ísinn. En ekki ein-
ungis alþýða íslands, heldur og
alþýða um allan heim hefur
vaknað til meðvitundar um mátt
sinn og vald. — Við lifum á
stórkostlegum tímamótum. Eng-
in öld í sögu mannlffsins, allt
fram á þennan tíma mun verða
sögulegri og stórkostlegri en 20.
öldin. Uppfinningar hennar,
tækni og vísindi eru furðuleg,
samanborið við þau miklu
straumhvörf sem verða í hug-
um þjóðanna. — Alþýða allra
landa hefur risið upp. Hún hef-
ur fundið' mátt sinn. — Henni
hefur skilizt að hún á líka jörð-
ina, sem guð gaf henni. Hún á
líka ekrurnar, námurnar, hafið
— hún á líka skyldur, réttindi
og 'kröfur til lífsins. Hún getur
líka eignast góð klæði, húsnæði
og fæði — vélarnar sem hún
vinnur með, skipin sem hún
siglir á, bankana sem hún hefur
skapað með fjármunum sínum.
Hún ætlar ekki lengur að láta
það viðgangast að auðkóngar
veraldarinnar noti auðmagnið
sem hún sjálf aflaði, til þess að
framleiða stríðsvélar og vopn í
gróðraskyni fyrir valdasjúka
harðstjóra til að framleiða stríð
— stríð, þar sem alþýðan skal
fórna blóði og tárum og lífi.
Hún ætlar ekki lengur að verða
leiksoppur milli amerískra auð-
kónga og evrópiskra einræðis-
herra. — Það eru að gerast stór
kostlegir viðburðir einmitt í dag,
á degi alþýðunnar. Nazistaríkin
riða á grunni. Hver harðstjórinn
fellur af öðrum. Hinar samein-
uðu þjóðir, með Sovétþjóðirnar,
þjóðir alþýðusamtakanna í
broddi fylkingar hafa fórnað
milljónum mannslífa í;þeim hild
arleik. — Hafa fórnað milljón-
um mannslífa fyrir frelsi mann-
kynsins um ókomin ár — fyrir
frelsi barna vorra. Við stöndum
öll f óbætanlegri þakkarskuld
fyrir það. Þess vegna og ein-
mitt þess vegna horfum við nú
ákveðnum augum fram í tímann.
við vitum að nýir og betri tímar
eru að nálgast.
En þeir hafa kostað mikla
fóm. Ekki einungis í því stríði,
sem nú hefur verið háð í nær
sex ár með vopnum í Evrópu,
heldur einnig í því'stríði, sem
verkalýðurinn hefur háð öldum
saman fyrir lífi sínu og réttind
um. Því stríði er ekki lokið.
Því er ekki lokið fyrr en verka-
lýðurinn um allan heim nýtur
sjálfur ávaxtanna af verkum
sínum — þegar hann stritar
ekki lengur til þess að gera aðra
ríka, heldur til þess að byggja
upp fyrir sjiálfan sig. Þegar
hann hefur eignazt jörðina, sem
hann gengur á, og tekið tækn-
ina og yélamar, sem hann vinn
ur með, til þess að létta stritið
og auka hvlldarstundimar.
Það er um þetta, sem millj-
ónir verkamanna og kvenna
sameinast í dag. Verkalýðurinn
sameinast nú um það að njóta
þeirra dýrmætu gjafa, sem lífið
ó jörðinni hefur að bjóða manri-
kyninu, bömum sínum. Hann
sameinast um það að gera sér
jörðina undirgefna á skipulegan
og skynsamlegan hátt, þar sem
hœtt verður að brenna korni og
matvælum meðan aðrir svelta,
þar sem hætt verður að láta
milljónir deyja um aldur fram,
fyrir ófullkomið húsnæði, of fáa
spftala — of mikla fátækt, með-
an bankamir em fullir af arð-
lausum peningum. Þar sem
hætt verður að láta véltækr.i
nútímans skapa atvinnuleysi í
stað bættra lífskjara fjöldans,
þar sem hætt verður að láta
verkalýðinn framleiða stríðs-
vopn á sjálfan sig og börn sín,
— þar sem kúgarar og harðstjór
ar verða ekki lengur til —. Þar
sem ríkir frelsi, jafnrétti og
bræðralag.
Þetta er málefni dagsins. —
Þetta em kröfur þróunarinna’' í
dag.
Bretar bæta úr hús-
næðisskortinum
Bretar leggja míkla aherzlu d
þaö, að fá viÖunandi lausn á hús-
næöisskortinum. Brezka stjómin
hefur gert ýmsar ráðstafanir til
þess.
140 þús. manns vinna nú að
því að gera við þær skemmdir,
er urðu í London í loftárásum.
Byggingaverkamenn, sem eru |
í herþjónustu, eru leystir úr
henni fyrstir allra og tilkynnt
hefur verið að sama muni gilda
um þá byggingaverkamenn, sem
unnið hafa í hergagnaiðnaðin-
um. Bretar fá 30 þús. tilbúin hús
frá Bandaríkjunum og eru fyrstu
húsin þegar k.cnnin til Bret-
lands.
Kennaraskólanum
ætluð lóð á Skóla-
vörðuholtinu
Bæjarráð samþykkti nýlega ao
ætla lóð undir kennaraskóla og
æfingaskóla í sambandi við
hann á Skólavörðuholtinu, vest
an Barónsstígs og norðan Eii -
fksgötu, norður að lóð fyrir-
hugaðrar gagnfræðaskólabygg-
ingar. Lá fyrir bæjarráði bréí
frá kennaraskólastjóranum, þa*.
sem falazt er eftir þessum stað.
„6lft eða í§ir
Af gefnu tilefni vill Leikfélag
Reykjavíkur láta þess getið, að
vegna veikindaforfalla eins leikar-
ans og fjarvistar annarra getur fé-
lagið því miður ekki sýnt hið
fræga leikrit „Kaupmanninn í
Feneyjum“ oftar að þessu sinni.
En sökum sífelldra fyrirspurna um
sýningar á þessu leikriti, skal þess
getið, að reynt mun verða að hafa
nokkrar sýningar á því á hausti
komanda.
Ennfremur vill félagið vekja at-
hygli á því, að starfsár þess er nú
senn liðið og mun því ekki vera
hægt að hafa nema fáar sýningar
í viðbót á hinum bráðskemmtilega
skopleik „Gift eða ógift“ og er því
hver að verða síðastur að sjá hann,
því að hann verður ekki sýndur
aftur í haust. Um sýningar á þerm
leik sjá auglýsingu hér í blaðinu í
dag.
fþrðttafréttfr frá fsaf.
LANDSMÓT KVENNA
í HANDKNATTLEIK (ÚTI)
verður háð hér á tsa.firði i sum-
ar og befst laugardaginn 14. júh,
og er þetta í fyrsta sinn sem ís-
firðingar taka að sér landsmót i
handknattieik. Undirbúningur ev
þegar hafinn að því að félögin hér
saipeini krafta sína, og sendi á
mótið einn flokk undir nafni f.B.Í.
»
HEIMSÓKNJB
ÍÞRÓTTAMANNA.
Meistaraflokkur í knattspj’rnu
úr Knattspyrnufélagi Reykjavíkur
kemur væntanlega hingað í sum-
ar, og sjá Knattspyrnufél. Ilörður
og Knattspymufél. Vestri um
móttökurnar. — Formaður mót-
tökunefndar er Karl Bjarnason.
Ennfremur er í ráði að sama fé-
lag (K.R.) sendi til Vestfjarða fím-
leikaflokk karla í sumar.
ÍÞRÓTTAKENNARI
RÁÐINN.
Í.B.Í. hefur ráðiö Guttorm Sig-
unbjörns.son iþróttakenna.ra til
starfa á bandalagssvæðinu í sum-
ar.
17. JÚNÍMÓT Í.B.Í.
Stjórnin hefur ákveðið að beita
sér fyrir fjölbreyttri fþróttakeppni
17. júní n.k.; m. a. drengjamót í
frjálsum rþróttum, 80 m. hlaup
kvenna, knattspyrnu, I. aldurs-
flokkur, og k,eppt verður þá í
fyrsta sinn um Leós-bikarinn, er
Leós-bræður gáfu Knattspymufél.
Herði á 25 ára afmæli þess.
Enn er ekki fullráðið, hvort
keppni fer fram í handknattleik
kvenna.
(Frétt fra Í.B.Í., ísafirði).
Gjafir til Ingjaids-
hólshirkju
Sóknarpresturinn í Ólafsvik hef-
ur skýrt biskupsskrifstofunni frá
eftirfarandi:
Laugardaginn 2. júní afhentu
hjónin Guðbjörn Bergmann Sig-
urðsson og Guðrún Kristjánsdóttir,
Njálsgötu 112 í Reykjavík, og
Hjörtur Cyrusson, Skólavörðuholti
56, Ingjaldshólssöfnuði í Ólafsvík-
urprestakalli forkunnarfagran hök-
ul, sem gefinn er kirkjunni í minn-
ingu um foreldra Hjartar, en afa
og ömmu Guðbjargar, þau hjónm
Cyrus Andrésson og Guðrtúnu
Björasdóttur, en Hkamsleifar þeirra
hvíla í Ingjaldshólskirkjugarði.
Hökullinn er gerður af frú Unhi
Ólafsdóttur í Reykjavík, eftir
teikningu Tryggva Magnússonar
listmálara í Reykjavík.
Hökull þessj er gefinn af ölluta
afkomendum þessara hjóna, öí
þau era einhver kynsælustu hjón
á utanverðu Snæfellsnesi.
Ennfremur afhentu hjónin Guð-
björn B. Sigurðsson og Guðnih
Kiástjánsdóttir söfnuðinum og.
Ingjaldshólskirkju tvær forkunh-
arfagrar ljósasúlur, er standa eiga
í kórdyrum sín hvorum megíh,
hvor með 7 ljósastikum. Eru súí-
urnar gefnar í minningu um foi>
eldra Guðbjargar en tengdafór-
eldra Guðrúnar, þau hjónin Sig-
urð Gíslason og Guðrúnu Hall-
dóru Cyrusdóttur fyrrv. Ijósmóð-
ur, en þ&u hvíla einnig í Ingjalds-
hólskirkjugarði.
Hlutir þessir voru fyrst notaðir
við guðþjónustu að Ingjaldshóli,
sunnudaginn 3. júní, og vora þá
fermd 17 börn. Fór þá einnig fram
fjölmennasta altarisganga í t>ð nu-
verandi sóknarprests. Altarisgestir
voru 93.
Við þessa guðsþjónustu va.r
einnig í fyrsta sinn tekið í notktpr
nýtt altarisklæði og rikkilín og fcr
altarisklæðið í sama stíl og hök-
ullinn og eru hvorttveggja grip-
imir gerðir af-frú Unni af mikjum
hagleik og prýði. Gripir þessir
voru gefnir kii'kjunni á síðastliðnu
ári af böraum og fósturbörnum
hjónanna .Amgríms Arngi^msson-
ar og Jóhönnu Magnúsdóttur að
Landakoti á Álftanesi, á gullbnið-
kaupsdegi þeirra 26. ágúst 1944.
En gefendurair era allir fermdir i
Ingjaldshólskirkj u.
Sóknarpresturinn séra Magnús
Guðmundsson þakkaði fyrir hönd
safnaðarins og kirkjunnar gefend-
unum öllum þessar rausnariegu
gjai’ir, sem bera ljósan vott nm
hlýhug þeirra til kirkjunnar.
HEILBRIGT LÍF
Heilbrigt Uf, 1.—2. hefti 5. ár-
gangs er komið út. Ritið flytnr
að vanda margar fróðlegar grein-
ar um læknisfræðileg og heilsu-
farsleg efni. Þessar greinar ern
hélztar í þessu hefti: Pemcilin. eft-
ir Niels Dtingal prófessor. B!óð-
fcornasökk, eftir Jón öteffensen
prófessor. Þœttir úr sögu þorska-
lýsisms, eftir dr. Þórð Þorbjarn-
arson. Rot.tur, eftir Guðm. Hann-
esson prófessor. Undrala'kningar,
eftir dr. med. Karl Kroner. Blóð-
þrýstingur, eftir Gísla Fr. Peter-
sen. Forsaga Landsspítalans, eftir
Sigurjón Jónsson fyrrv. héraðs-
heknir. R i.tstjóraspjaU: Gunnlaug-
ur Claesfcen. A víð og dretf, Barfe-
ur, og ýmislegt fleira.