Þjóðviljinn - 20.06.1945, Qupperneq 2
2
ÞJOÐVILJINN
Mi&vikudagur 20. júní 1943.
ÞJðflHATfeiN ÚTIA LANDI
Vegna rúmleysis gat Þjóðviljinn ekki birt í gær fregnir aí'
hátíðahöldunum 17. júní, utan Reykjavíkur. En þá þegar höfðu
borizt fregnir víðsvegar að um ágæta þátttöku í hátíðahöld-
iiTUim
Hér fara á eftir fréttir af hátíðahöldunum í stærstu kaup-
stöðum og kauptúnum úti á landi
Fáskrúðsfjörður
Ungmennafélagið á Páskrúðs-
firði gekkst fyrir hátíðahöldunum
þar.
Útisamkoma hófst á íþróttavell-
inum kl. 3. Fór þar fram keppni
í handknattleik milli stúlkna í út-
bænum og inribæmim og unnu út-
bæjarstúlkurnar með 4:3. Þá fór
fram keppni í þokahlaupi milli
drengja og stúlkna innan ferming-
araldurs, urðu þau jöfn. Þá fór
fram keppni í hástökki og 100
metra hiaupi og sigraði Ólafur
Jónsson í báðum þessum keppn-
um.
Keppni í fleiri íþróttagreinum
átti að fara fram, en varð ekki af
vegna slæms veðurs.
Iunisamkoma hófst i barnaskól-
aasum kl. 4 og setti Gunnar Ólafs-
son kennari hana með ræðu.
Merki voru seld allan daginn.
Norðfjörður
Hátiðahöldin í Neskaupstað
faófust kl. 1.30 með messu, séra
Guðmundur Helgason pðédikaði.
Vegna rigningar gátu hátíða-
höld þau, sem ákveðið hafði verið
að færu fram í skrúðgarði bæjar-
ins, tkki farið fram þar, fóru þau
fram í barnaskólanum og hófust
kl. 4.
Ræður fluttu alþingismennirnir
Lúðvík Jósefsson og Ingvar
Pálmason ,og Jónas Thoroddsen
bæjarstjóri. Davíð Áskelsson las
upp. Kór, undir stjóm Sigdórs
Brekkan, söng.
Simdsýning fór fram í sundlaug
bæjarins kl. 6.
Veður var vont, kuldi og rign-
ing, og þess vegna kusu margir að
vera heima og hlusta- á hátíðadag-
skrána í útvarpinu um kvöldið og
voru menn mjög ánægðir með
hana.
Um kvöldið var mjög fjöhnenn-
ur dansleikur í bamaskólanum.
Bærinn var fánum skreyttur um
daginn.
Vestmannaeyjar
Hátíðahöldin í Vestmannaeyj-
um hófust með skrúðgöngu frá
samkomuhúsinu um götur bæjar-
ins. Lúðrasveit Vestmannaeyja lék
fyrir göngunni undir stjórn Odd-
geirs Kristjánssonar.
Útihátíð hófst á barnaleikvell-
inum kl. 2, með ræðu er séra Jes
Gíslason flutti. Þá fór fram fim-
leikatýning undir sfjórn Sigurðar
Finnssonar og Karls Jónssonar.
Karlakór Vestmannaeyja söng
undir stjórn Ragnars Jónssonar.
Kvennaflokkar úr íþróttafélög-
unum Þór og Tý kepptu í hand-
knattleik og sigraði Týr með 7:3.
Þá flutti Sigfús Jónsson bæjar-
stjóri ræðu og Vestmannakórinn
undir stjórn Brynjólfs Sigfússonar.
Að lokum fór fram víðavangs-
hlaup drengja, frá Hásteini og nið-
ur að hátíðasvæðinu. Sigurvegari
varð Eggert Sigurlásson úr Tý.
- Veður var ágætt og fóru hátíða-
höldin mjög vel fram. Um kvöldið
var dansað í samkomuhúsinu.
Hátíðahöldin fóru fram á veg-
um Vestmannaeyjabæjar og var
aðgangur ókeypis.
Ólafsfjörður
Veður var kalt í Ólafsfirði 17.
júní og rigiiing, svo að útihátíða-
höldum varð ekki við komið.
KI. 5 e. h. hófst samkoma í sam-
komuhúsinu. Bæjarfógetinn, Þor-
steinn Símonarson, flutti ávarp í
tilefni dagsins. Kariakórinn „Kát-
ir piltar“ söng alimörg lög við ís-
lenzk ættjarðarljóð. Stjómandi
kórsins er Sigursveinn D. Krist-
insson. Rögnvaldur Möller las
kafla úr ræðum Jóns Sigurðssonar
forseta. Magnús Magnússon las úr
kvæöum Jóns Helgasonar prófess-
ors. Sigursveinn D. Kristinsson las
kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum
og Halldór Kiljan Laxness.
Að lokum var stiginn dans fram
eftir nóttu.
Karlakórinn „Kátir piltar“ sá
um hátóðahöldiu. Þátttaka var
geysimikil og var gerður góður
rómur að skemmtiatriðum.
Reyðarfjörður
Á Reyðarfirði fóru fram marg-
vísleg hátiðahöld í tilefni af árs-
afmæli lýðveldisins.
Hátíðahöldin hófust kl. 14.30
með því að farin var hópganga
undir blaktandi fánum frá baraa-
skólanum og í trjágarð kvenfélags-
ins. Þar flutti Valgerður Bjama-
dóttir, form. kvenfélagsins, ávarp.
Því næst hélt Gísli Sigurjónsson,
bóndi í Bakkagerði, ræðu, og að
henni lokinni söng Reyðarfjarðar-
deild þjóðkórsins.
Vegna óhagstæðs veðurs varð að
fella niður íþróttir og ýmsa leiki,
sem fram áttu að fara á fjjrótta-
velliuum.
Kl. 21 hófst samkoma í barna-
skólanum. Þar fór fram eftirfar-
andi:
Ávarp: Björn Eysteinsson, for-
maður ungmennafél. „Valur“.
Samkór Búðareyrarkirkju söng
undir stjórn Eiríks Sigurðssonar,
kennara.
Ræða: Páll Hemanns.son, al-
þingismaður.
Samkórinivsöng.
Talkór mælti fram Grettisljóð
Matthíasar.
Gamanleikur: Krókur á . móti
bragði.
Skrautsýning: „Ægir konungur
og móðir jörð“ eftir Hannes J.
Magnússon, skólastjóra. Undirleik
annaðist Eiríkur Sigurðsson, kenn-
ari. Loiktjöldin baálaði Steinþór
Eiríksson, vélsmiður, en Ingibjörg
Stefánsdóttir, ljósmóðir, og frú
Agla Bjarnadóttir æfðu dansana.
Að lokum var stiginn dans fram
eftir nóttu. Hreppsnefndin og fé-
lög þorpsins sáu um hátíðahöldin,
og var aðgang.ur og veitingar allar
ókeypis.
Samkoman var óvenju vel sótt.
Fánar blöktu á hverri stöng.
Hafnarfjörður
17. júní var minnzt í Hafnar-
firði með útisamkomu á Sýslu-
mannstúninu. Fór samkoman hið
bezta fram, og má telja víst, að
sjaldan hafi annar eins mannfjöldi
safnazt saman í Firðinum. Klukk-
an rúmlega hálf tvö tók fólkið að
safnast saman við skemmtistaðinn,
en kl. 2 hófst samkoman með því,
að Lúðrasveitin Svanur, undir
stjórn Karls O. Runólfssonar, lék
ættjarðarlög. Þá gengu skátar og
íþróttafólk fylktu liði inn á
skemmtisvæðið undir fánum, stað-
næmdist frammi fyrir mannfjöld-
anum og heilsaði með fánakveðju,
en iúðrasveitin lék Rfs þú unga
íslandsmerki.
Þá flutti bæjarstjórinn, Eiríkur
Pálsson, snjallt ávarp. Minntist
hann dagsins og þakkaði þátttak-
endum í hátíðahöldunum. Síðan
flutti prófessor Ólafur Lárusson af-
burða gott erindi fyrir minni ís-
lands og Jóns Sigurðssonar. Á eftir
lék lúðrasveitin þjóðsönginn og
Hafnarfjörð eftir Friðrik Bjarna-
son. Þessu næst söng Karlakórinn
Þrestir undir stjóm Jóns ísleifs-
sonar nokkra ættjarðarsöngv’a og
önnur kórlög.
A3 k>kum fór fram keppni í
handknattleik milli stúlkna úr
Haukum og Fimleikafélagi Hafn-
arfjarðar og cinnig milli pilta úr
sömu félögum. Leikar fóru þannig,
að jafntefli varð hjá stúlkunum,
3:3, en piltarnir úr Haukum unnu
með 9 mörkum gegn 3.
Formaður undirbúningsnefndar
þakkaði félögunum leikina og af-
henti formönnúm þeirra lýðveldis-
skildi til minningar um þátttöku
þeirra í hátíðahöldunum.
Bæjarstjórnin gekkst fyrir há-'
tíðahöldunum. en sérstök nefnd sá
um undirbúninginn. Skipuðu hana
þeir Stefán Júlíusson yfirkennari,
sem var formaður nefndarinnar,
Eyjólfur Kristjánsson gjaldkeri,
Ólaflir Jónsson verkamaður, Ha.Il-
steinn Hinriksson íþróttakennari
og Guðmundur Árnason bæjar-
gjaldkeri.
ísafjörður
Hátíðahöldin á ísafirði hóf-
ust kl. 1.45 e. h.. með því að í-
þróttamenn söfnuðustsaman nió
ur í bæ og. gengu fylktu liði á-
samt fleiri bæjarbúum upp á
sjúkrahústún. Þar var útísam-
koma. Skúli Guðmundsson, ,for-
m. íþróttabandalags ísfirðinga.
setti samkomuna. Sunnukórinn,
blandaður kór, söng undir
stjórn Ingvars Jónassoiiar. Guð-
mundur G. Hagalín flutti
ræðu um Jón Sigurðsson. Þá
hófst drengjamót í frjálsum
Ó. 1». skrifar Bæjarpóstin-
um bréf um 17. júní-hátíða
höldin, og hugleiðingar i
samhandi við þau.
„Menn eru að rabba um 17. júní
og hátíðahöldin. Að þessu sinni má
með sanni segja að útiskemmtan'r
dagsins hafi íarið vel fram. Það
leit þó sannarlega ekki vel út með
veðrið á laugardagskVöldið, kulda-
gjóstur og síþykknandi himinn.
Mér datt i hug, þegar ég átti leið
um Miðbærinn um kvöldið hve veðr
ið gat verið ótrúlega líkt og að
kvöldi hins 16. júní í fyrra og
sannast að segja kenndi maður
nokkurs kvíða fyrir því að illa tæk-
ist til með veður á sjálfan hátíðis-
daginn.
Ekki glæddust vonirnar um gott
veður þegar menn vöknuðu á sunnu
dagsmorguninn, það var dumbungs-
veður og rigning og nærri því logn.
Sumir létu þau orð falla að það
væru álög á þessum degi og töldu
nú séð fram á að hátíðahöldin
myndu öll fara út um þúfur.
íþróttum. Keppt var í hlaupum,
köstum og stökkum. Að lokurr
var knattspymukappleikmr
milli Harðar og Vestra, og sigr-
aði Hörður með 7:1. Keppt var
um Leósbikarinn, en það er nýr
verðlaunagripur, sem nú er j.
fyrsta skipti keppt um 17. júní.
Um kvöldið kl. 8,30 hófst
skemmtun í Alþýðuhúsinu.
— Jón Hjörtur söng ein
söng mflð undirleik Áslaug-
ar Jóhannsdóttur. Haraklur Le-
ósson flutti ræðu um Jónas Hali
grímsson. Sjónleikurinn ,,Upp
til selja“ var sýndur, og verð-
laun fyrir knattspyrnu voru af
hent; Herði var afhentur Leós-
bikarinn og Vestra afhent verð-
laun fyrir að vinna knattspyrnu
keppni á móti í fyrra.
Dansað var í Alþýðuhúsinu g
Uppsölum um kyöldið.
íþróttabandalag ísfirðinga sá
um undirbúning hátiðahald-
anna, ásamt þriggja manna
nefnd, kosinni af bæjarstjóm
ísafjarðar. — í nefndinni áttu
sæti: Grímur Kristinsson, frá
Alþýðufl., Halldór Halldórsson,
bankastjóri, frá Sjálfstæðisfl.
og Halldór Ólafsson, frá Sósía.I
istaflokknum.
Eskifjörður
Hreppsnefndin á Eskifirði
gekkst fyrir hátíðahöldum þar
og hófust þau með útisamkomu
við bamaskólann kl. 2; var far-
ið þaðan í skrúðgöngu til hátíða
svæðisins.
Þar setti Skúli Þorsteinssou
hátíðina með ávarpi. Kirkjukór-
inn söng, undir stjórn Ólafs Her
mannssonar.
>á flutti Ragnar Þorsteinsson
ræðu fyrir minni ísktnds, því
næst söng blandaður kór undir
stjórn Auðbjörns Emilssonar.
Eiríkur Bjarnason flutti ræðu
fyrir minni fánans, því næst
söng kirkjukórinn, undir stjórn
ólafs Hermannssönar.
Leifur Bjömsson oddvit;
flutti ræðu fyrir minni Eski-
Framhald á 5. síðu.
Veðurfregnir útvarpsins um há-
degið glæddu þó vonir manna d.g
svo fór að birta til.
Ósiður sem þarf að hverfa
Það eru ýmsar mótsagnir við
þennan merkasta hátíðisdag okkar
íslendinga sem ekki verður hj-
komizt að reka í 'augun. í stormin-
um að kvöldi hins 16. var t. d. afar
mikið af fjúkandi bréfarusli á suni-
um götum miðbæjarins, ýmist voru
þetta stórar bréfaflyksur eða tætl-
ur úr bréfum, sem reitt höfðu verið
í smátt. Að þessu er hinn herfileg-
asti óþrifnaður og næsta einkennl-
legt að nokkur skuli hafa gaman af
að tæta bréf og annað rusl út á
götur og láta það fjúka þar um.
En þetta kvað vera siður í Ameríku,
þar lætur fólkið í ljós fögnuð siijn
með því að tæta i sundur bréf og
kasta þeim úr háum húsum yfir
fólkið á strætunum. Fráleitt er þé
að við eigum að taka okkur þetta
til eftirbreytni.
Annað, sem ég hika ekki við að
telja versta ósið, bar fyrir augu
mín í Hljómskálagarðinum um
kvöldið. Fyrir utan eitt veitinga-
tjaldið stóðu nokkrir kassar með
tómum flöskum, sem strákar og,
hálffullorðnir menn týndu upp, eina
eftir aðra, og köstuðu í síkið
sem liggur frá tjörninni um garð-
inn. Höfðu þessir landar okkar hina
beztu skemmtun af því að reyna
hittni sína og brióta sem flestar
flöskur með því að kasta þeiro
hverrl á aðra.
Ekki varð séð að nema fáir þeirra
fullorðnu manna sem þarna voru
hjá, fyndu sér skylt að banna þetta,
tæplega hefði það þg skert helgi
dagsins þó eitthvað heiði verið hast-
að á þessa skemmdarvarga.
Meiri dagamunur
Hér er aðeins drepið á þetta til
viðvörunar. Þetta er aðeins smáræði
við það hve langflestir fundu skyldu
hjá sér til að gera daginn að reglu-
legum hátíðisdegi — og gerðu það
En giarnan mættum við hafa í hugtí
að skreyta bæinn okkar meir með
ísl. fánalitunum þennam dag ar
hvert og beini ég þeim áskorunum
til þeirra sem annast gluggaútstill-
ingar verzlana o. fl. — :— Það ger r
bæinn hátíðlegan og kemur okkrur
í hátíðaskap.“
Næturlæknir. er í læknavarð-
stofunni Austurbæjarbamaskólan-
um, sími 5030.
Næturakstur: B.S.R., sími 1720.
Næturvörður: er í Laugarvegs-
apóteki.
Útvarpið í dag:
13.00 Messa í Dómkirkjunni. —
Setning prestastefnu (Prédik-
un: Magnús Jónsson prófessor.
Fyrir altari séra Friðrik Hal)
grímsson dómprófastur og
séra Garðar Þorsteinsson).
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
19.25 Hljómplötur: Óperulög.
20.30 Synódus-erindi í Dómkirki-
unni: Frjálsyndi (séra Jako‘>
Jónsson).
21.05 Hljómplötur: Kreisler leikur á
fiðlu.
21.15 Erindi: Frá Finnmörk, siðara
erindi (Valtýr Albertsson
læknir).
21.40 Hljómplötur: Áttmenningam:r
syngja (Hallur Þorleifsson
stjórnar).