Þjóðviljinn - 20.06.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.06.1945, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. júní 1945 Miðvikudagur 20. júní 1945 — ÞJÓÐVILJINN þlÓÐVILIINN Úlgefan4i: Samciningarflokfcn alþýSu — Sónalintajlokkunnn. Rit3tjóri og ébyrgðarmaður: Siq-"rður GuBmundsaon. Stjórnmálantstjórar: Emar Olgársson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: SkólavörSustíg 19. simi 218í. Áskriftarverð: 1 Reykjavík og nógrenni: Kr. 6.00 ó mónuði. Úti ó landi: Kr. 5.00 ó mánuði. Prentsmiðja: Vílángs'prent h.f., OarBastrœti 17, Kveðjurnar frá Noregi Það er engum efa bundið að íslenzka þjóðin fagnar alveg sérstaklega kveðjum þeim, sem henni bárust á þjóðhátíðardegi sínum frá Norðmönnum. Það kemur greinilega fram í þeim kveðjum að það er ekki aðeins kurteisi, sem verið er að sýna oss, — heldur býr rík tilfiúning á bak við og skilningur á þvi að sambúð þessara tveggja bræðraþjóða þurfi að verða allt öðru- visi en fyrir stríð. Atvinnulífi íslendinga og Norðmanna er svo háttað að annað hvort verða ,þessar tvær þjóðir að vinna saman sem bræður eða berjast hvor gegn annarri sem hatrömustu keppinautar, báðum til tjóns. Báðar þjóðirnar framleiða fisk og síld í svo stórum stíl að þær eru meðal stærstu fiskveiða'þjóða heims. Ef þær ætla að fara að keppa sín á milli, þá undirbjóða þær hvor aðra og valda hvor annarri tjóni, reyna beinlínis að rýra láfskjör sjálfrar sín á víxl, til þess að standa betur að vígi í saffirkeppninni. Slik bræðravíg í atvinnulífinu mega ekki eiga sér stað milii þessara þjóða. Vér höfum upplifað það í þessari styrjöld, hvað það kostar þjóðirnar að standa í hatrammri baráttu og samkeppni innbyrð- is, sem svo hefur endað með vopnuðu stríði. Það reynir nú á allar þjóðir hvort þær megna að koma á hjá sér samstarfi um atyinnu- og viðskiptamálin. Og það er undir því samstarfi komið hvort það tekst að vinna friðinn. Það reynir nú alveg sérstaklega á Norðmenn og íslendinga hvort þeir megna að koma samstarfi á um sin hagsmunamál, — um ýmsa þætti fiskframleiðslu og fiskiðnaðar, um verzlun með fisk og síld, um aukningu landhelginnar og verndim. fiskistofns- ins o. s. frv. f{æg eru verkefnin og stórkostlegt það hlutverk, sem þessar þjóðir ættu að geta unnið í sameiningu að fiskfæða fjölmörg lönd á meginlandi Evrópu. Vafalaust eru ýmsir erfiðleikar á að skapa það góða sam- starf, sem báðum þjóðum er nauðsyn á, — en þá erfiðleika verð- ur að yfirvinna. — Það er ekki aðeins nauðsyn frá hagsmunalegu sjónarmiði norskra og íslenzkra fiskimanna. — Það er báðum þjóðunum fyrir beztu sem heildum, líka til þess að standa sterk- ari út á við í baráttunni fyrir því að fiskveiðaþjóðunum og fiskveiðendum séu tryggð mannsæmandi lífskjör. Ln það hefur lengzt af viljað brenna við að einmitt fiski- mönnum, sem þó hafa flestum verkamönnum meiri áhættu og erfiði, væri skammtað lægra verð fyrir erfiði sitt en öðrum. Þessu þarf að breyta, eigi aðeins innan hverrar þjóðar, heldu? og á alþjóðamælikvarða. Söguleg og menningarleg bönd hafa tengt Noreg og ísland frá upphafi vega. Saga frelsisbaráttu þessara þjóða var áður fyrr löngum svip- uð og gagnkvæmur skilningur hefur alltaf verið þeirra á milli. Norðmenn sýndu hug sjnn í verki, er Jón Sigurðsson skipulagði sjálfstæðisbaráttu vora. Vér íslendingar höfum reynt að tjá þeim aðdáun vora á hetjubaráttu þeirra nú. En vér verðum að tengja þessi vináttúbönd sterku .viðskipta- samstarfi, svo verzlunarkeppni verði ekki til að slíta það, sem vináttan vill binda. Það er eitt af hinum miklu viðfangsefnum í íslenzkri utan- ríkispólitik á næstunni. Gefið okkur það, sem við þörfnumsi Hiilar ðr rada Píiia laiaessHar rekiors ild iiisíii Hmtiskfiais n. idif ina í dag endar ár í sögu skólans, — hið 99. frá því, er hann fluttist hingað til Reykjavíkur. í dag hverfur héðan á braut 99. stúd- entskynslóðin með þann þekking- arforða, sem hún hefur aflað sér hér og árnaðaróskir kennara og skólasystkina. Næsta ár verður því mikið minningaár í skólasögunni: Næsta vor verður væntanlega braut- skráður héðan 100. stúdentahóp- urinn, en annað haust verður þess að minnast, er skóli var settur hér fyrsta sinni hinn 1. október 1846 og liúsið vígt. Efiaust munu allir aðstandend- ur skólans og unnendur ætlast ti'l þess, að slíks viðburðar verði minnst. En fæstir hafa að líkind- um gert sér grein fyrir því, hvern- ig það skuli gert. Af hálfu skólans er fyrirhugað að gefa út minning- arrit um stofnunina og starf henn- ar á liðinni öld, og verði í því stúdentatal og kennara, fyrst og fremst frá tíð skólans hér, en einn- ig, ef unnt reynist, frá hinum fyrri Reykjavíkurskóla eða Hóla- vallaskóla og Bessastaðaskóla, því að þeir eru ekki aðeins fyrirrenn- arar þessa skóla he'ldur í raún og veru sama stofnunin. í annan stað er ráðgert, að í ritinu verði gerð grein fyrir skipulagi skólans, reglugerðum, námsefni og kennslu- tilhögun. En í þriðja lagi þarf að segja sögu hússins frá öndverðu. Hér þyrfti svo, ef vel ætti að vera, að aúka við sögu skólaláfsins sjálfs, segja frá venjum og félagsstafi, gleðskap, ævintýrum og glettum öllu því, sem gerir skólavistina minnistæðasta og liggur í loftinu milli þessara fornu veggja líkt og bergmál liðinna tíma. Það skal ját- að, að þetta er hið mesta vanda- verk og verður naumast unnið til hh'tar af öðrum en einhverjum hinna eldri stúdenta, sem muna langt og geta Iitið með skyggni og ökilningi langrar Hfsreynslu á leik og starf, brögð og brek þeirra, sem ungir eru. En eins og flestum mun þykja sjálfsagt, að sögu skólans verði getið á aldarafmæli hans, þá mun hitt verða talið öllu nauðsynlegra að litið sé á vandamál hans nú og í næstu framtíð. — Og spurning- in verður þá þessi: Hvað mun þjóðinni, þingi og ríkisstjórn þykja lrlýða að gefa skólanum í afmælisgjöf á þessum aldahvörf- um? — Ekki þarf lengi að velkjast í vafa um það, Sem skólinn þarfn- ast nú um fram allt annað. Það er aukinn og bœttur ImsaJcostur. — Þegar skólinn fluttist hingað, beið hans nýtt skólahús, hið bezta, vandaðasta og virðulegasta, sem nokkru sinni hafði verið reist á landinu. Húsákosturinn og aðbúð öll þoldi vel samanburð við það, sem annars staðar bíðkaðist í Evr- ópu og talið var af betra taginu. Húsið var forkunnargott, miklu betn en nemendur áttu að venj- ast heima fyrir. Það hlýtur því að hafa orkað á fegurðartilfinningu þeirra og stórhug, enda gerðust þeir, margir hverjir, forgöngumenn um málfegrun og aðra menningar- viðleitni. Húsrúmið var mjög mik- ið og mjög við vöxt, enda þótt aðrar stofnanir, Alþingi og presta- skóli, hefðu þess nokkur not fram- an af. Frá Bessastöðum fluttust hingað 33 nemendur, í upphafi skólaárs 1850 voru þeir orðnir 50 að tölu, en 62 árið 1865. — I upp- hafi var gert ráð fyrir því, að hús- ið rúmaði 100 nemendur með því, að þar væri heimavist, og voru þá kennslustofur aðeins á neðstu hæð- inni. Litlu fyrir 1880 var þessu marki náð, og síðan má heita, að starf skólans hafi markast. af bar- áttunni við þrengslin, að minnsta kosti öðru hvoru. Laust fyrir alda- mótin var heimavistin lögð niður og gerðar kennslustofur á miðhæð- iuni, þar sem svefnloftin voru. Eft- ir það mátti heita sæmilega íúmt allt fram til 1920, en þá hljóp mik- ill vöxtur í nemendastrauminn að skólanum, svo að allt komst í öng- þveiti. Árið 1928"var gripið til þess ráðs að takmaika stórum aðgang að gagnfræðadeild. Þetta kom að nokkru haldi um sinn, en nú er svo komið, að þrengra er í skólan- um en nokkru sinni fyrr og fastar knúnar hurðir, enda hefur bærinn vaxið óðfluga hin síðustu ár og geta manna aukizt til þess að halda börn sín í skóla. Síðasta vetur voru hér 325 nem- endur, 25 fleiri en næsta vetur á undan. Fyrir tæpum tveirn ára- tugum úrskurðaði Guðmundur Bjömsson, landlæknir, að ekki mættu vera fleiri en 25 nemendur í neinni kennslustofu hér. Síðasta vetur voru um 30 nemendur í> hverri kennslustofu og sumsstaðar fleiri. — Ég hygg, að menn geri sér ekki almennt ljóst — og allra sízt foreldrar nemendanna — hversu mjög þessi ofurþrengsli tor- velda allt skólastarfið, auk þess, sem þau tefla heilsu unglinganna í bvisýnu, því að ella mundu J>ess- ir aðilar ekki sætta sig við þá gíf- urlegu vanrækslu, sem átt hefur sér stað og á sér enn stað í þess- um efnum bæði hér og í flestum öðrum skólum. Fólk, sem sjálft gerir miklar kröfur um húsakost, heimilisprýði og hollustuhætti, er óskiljanlega tómlátt um það, sem börnum þess er boðið. Það lætur sig einu gilda, að því er virðist, þótt börnunum sé þröngvað sam- an í ófögrum, óhreinum og óholl- um húsakynnum, þó að liinu sé sleppt, að við slíka kosti verða hvergi nærri þau not að kennsl- unni sem elfa mættu verða. Hin síðustu ár höfum við ekki, að heit- ið geti, fært okkur í nyt kennslu- tæki ákólans né söfn. í hinum margmennu bekkjum kemur kennslan ætíð að minna haldi en verða mætti, bein samskipti kenn- ara og nemenda hljóta að verða þar minni, og skriflegar æfingar eða skynd/próf nýtast verr en þar, sem tála nemenda er við hæfi. Ég viðurkenni hiklaust, að mér virð- ist kennurunum hér hafa tekizt ótrúlega vel að yfirstíga þessa erf- iðleika. En enginn skyldi þó ætla, að þeirra gæti ekki í starfi skól- ans og afköstum, enda þótt þeirra sjái ekki óyggjandi stað í vfirferð eða einkunnum. Þessi stofnun stendur á gönllum merg, en sá mergur getur sogizt burt og gerir það, ef illa er að henni búið til langframa. Það ætti öllum að skilj- ast, að þetta hús þolir ekki 325 nemendur. Kennslustofur og gang- ar taka þá ekki, stigarnir bera þá úkki. Hitt er jafnaugljóst, að 650 fætur beri með sér mikið ryk eða aur af óhreinum götum bæjarins, ekki einu sinni á dag he'ldur miklu oftar, eins og auðvitað er. Húsinu verður ekki hahlið hreinu við slíka örtröð. En með hreinlætinu hlýt- ur að hverfa nokkuð af hollust- unni og fegurðartilfinningunni. Vit- anlega heyrist hér stundum eigi lítill dynur í frímínútum og sitt hvað gengur úr skorðum eða skemmist, en þó efast ég um, að annað fólk á sania re'ki mundi haga sér betur en nemendur skól- ans gera, þegar litið er á allar á- stæður. — Og ég spyr sjálfan mig æ og æ þessarar spúrningar: — Þv.í una foreldrarnir þessu? Því una nemendur þessu? Hvers vegna unum við því, sem kallað er að berum veg og vanda af stofnun- inni? — Vissulega hefur oft verið á þao minnst, að bæta þurfi hér um húsakost, þó að lítið hafi orð- ið úr framkvænrdunum. Og því ber að þakka það og nreta að verð- leikunr, er núverandi nrenntamála- ráðherra hét þessu nráli fullu lið- sinni sínu í ræðu, er hann hélt 1. desenrber í vetur. Síðan hefur hann sýnt í mörgu, að hann ætlar ekki að láta standa við orðin tónr. En þá væri illa að verið, ef skutur- inn drægist ekki nreð, þegar svo knálega er lagzt á árar í stafn- inum. Mér er kunnugt unr það, að i sumar verður lrafizt handa um undirbúning þessa byggingarmáls, og hefur nefnd verið skipuð til þess að annast það. Næst kemur svo til kasta Afþingis á hausti konranda um fjárframlögin. Ég ber íullt traust til þingsins um þetta, enda tel ég þrn nokkuð vandgert við skólann. Fyrir því vænti ég þess, að næsta ár, þegar skóla verður sagt hér upp í 100. sinn, megi leggja.hornstcin að nýju skókrhúsi. Flestir þeir, sem huglefða þessi nrál, munu telja sjálfsagt, að hin- ar nýju vistarverur skólans verði reistar hér á lóðinni. Þessu hef ég einnig haldið fram og talið, að reisa þyrfti hús fyrir stærðfræði- deildina, lestrarstofu og samkonru- sal, en nráladeildin hefði þetba hús til afnota enn unr sinn. Hitt þótti nrér' ekki orka tvímælis, að skól- inn yrði jafnfranrt að fá aftur allt það svæði, sem undan honum hef- ur gengið, hér upp að Þingholts- stræti milli Bóklrlöðustígs og Amt- mannsstígs, og þá ekki síður fyrir þá sök, að nú mun eiga að sneiða 10 metra skák neðan af skólatún- inu og leggja til Lækjargötu. Byggingarfróðir nrenn telja all- nrikla annmarka á þessari áætlun. Lóðir þær, senr kaupa verður, og húsin, senr á þeirrr standa, kosta offjár, ef kaupa á. Og lóðin er tal- in nrjög óhentug vegna halla og stórgrýtis eða berglaga, sem burtu þarf'að ryðja. Þessir menn halda þvi franr, að því er virðist með óyggjandi rökunr, að fyrir það fé, senr þurfi til þess eins að auka nægilega lóð skólans hér, nregi reisa af grunni fullkonrin skóIaJhús nreð nægilegu landrými, þar senr betur hagar til. Samkvæmt þessu háfa verið athugaðir þeir staðir, senr bezt þykja fallnir fyrir skól- ann, að þessum slepptum, og eru þeir tveir: Annar á svonefndu Há- teigstúni, skammt suðvestur frá Vatnsgeyminum, en hinn í Laug- arnesi. Báðir þessir staðir hafa til sírrs ágætis nokkuð, einkunr þó Laugarn'es. En báðir hafa þeir sína galla og þá sömu: Þeir liggja all- langt afléiðis fyrir flesta nemend- ur, eins og nú er högum háttað. En á það er bent, að bærinn færist óðfluga til austurs, og vitanlega yrði, ef til kænri, að fá sérstakan skólavagn, enda sýnist að því reka, þó að skólinn verði hér. Hitt er augljóst, að skólinn vérður jafn- arr að liggja nálægt öruggum og greiðunr samgönguleiðunr, hvort sem hann verður hér eða þar. Því er ekki að leyna, að hvar- vetna. erlendis hafa skólar verið fluttir á síðustu árum og áratug- um úr nriðbiki borganna, út í út- hverfm, þar sem völ var á nægu landrýmí, en það þykir hverjum skóla höfuðnauðsyn nú á dögum. Hitt er jafnvíst, að í vitund okkar flestra er ekki nema einn staður fyrir nrenntas'kóla hér í bænum, — þessi hér. En þetta kann að breyt- ast fyrr en varir, ef aðrir mennta- skólar rísa hér upp á næstu leitum. Vitanlega er það tilfinningamál, hvort skólinn verður reistur hér eða á öðrum stað, sem er jafn vel falliun að öðru en því, er varðar sögu og minningar. Ég held því fram, að erfðavenjur og saga eigi rétt á sér í þessu máli öllu frem- ur en ýmsum öðrum. Ég tel, að skólinn væri bezt niður kominn hér, ef hann fær það landrými og þá landkosti, sem hann þarf. — En ég álít rangt að virða sögu og erfðir meira en beinar kröfur nú- bímans og framtíðarinnar. Ég álít rangt að láta tilfinningasemi sranda fyrir nauðsynlegum fram- kvæmdum. Mér virðist því aug- ljóst, að þeir, sem úrslitum eiga að ráða um þctta mál, verði að meta það með sér hve miklu fé þeir vilji og treystist tij að verja til þess að hafa skólann hér. Ef þeir telja rétt og fært að kaupa lóðirnar og húsin hér fyrir ofan til þess að halda skólanum á sínum stað, þá tel ég það hin beztu eða æskilegustu málalok. — Ef þeir vilja reisa nýjan skóla á öðrum, góðum stað, tel ég einnig vel fyrir séð og ef til vill bezt, ef nógu langt er litið. — En ef þeir vilja hvorugt skrefið taka til fulls, heldur tví- stlíga í sömu sporum eða reisa ó- nóg aukahús og leggja skólanum ónógan landsauka, tel ég illa far- ið, óheppilega og ómáklega'. — Þegar þessi skóli var reistur, var skrefið stigið til fulls af mikilli framsýni og skörungsskap, enda hefu? stofnunin að því búið vel og lengi. Það væri því í alla staði ó- viðurkvæmilegt, ef hið unga lýð- veldi vort og forráðamenn þess tækju vettlingatökum á því máli, sem hið hnignandi einveldi réð svo rausnarlega og vel til hlunns. Senj betur fer kennir þess æ nauðsyn skólanum er á því, að úr rakni um húsakostinn. Ýmsir hinna eldri nemenda hafa komið að máli við mig og boðið fram fylgi sit't að þessu, því að þeim of- býður, hve kjör skólans eru orðin kröpp. Vissulega er slíkt vel boð- ið, enda hygg ég, að það muni finnast á, hvenær sem mikið ligg- ur við, að skólinn á sér traustan frændgarð og vingarð, þar sem eru nemendnr lians, eldri sem yngri. Ýmsir aðrir skólar virðast nú leggja nokkra stund á auknar virð- ingar til handa sér, svo sem rétt- indi til þess að útskrifa stúdenta eða verða menntaskólar. Eftir því ættum við hér að keppa að hinu að útskrifa stúdenta í einhverjum greiuum og verða háskóli síðar meir. — Því ekki það. Ef mennta- skólar í landinu verða margir, er varla goðgá að hugsa sér fleiri en einn háskóla. Hvort tveggja hefur sitt af hverju til síns máls. *— En hér er þó öllu óhætt um sinn. Við óskum ekki eftir neinum nafnbót- um, heldur hinu að kafna ekki undir því nafni, sem við höfum. Hvort sem skólinn nefnist mennta- skóH, lærður skóli eða eitthvað cnnað, þá skiptir það ekki máli, heldur hrtt, sem hann er. Og það vildum við, að hann níðist ekki niður að okkur ásjáandi, heldur vaxi hann eftir eðlilegum kröfum þjóðarinnar, samkvæmt eðli sín sjá'lfs, sögu og köllun. Að þessu viljum við vinna kennararnir og nemendurnir eftir beztu getu. En hitt hljóta allir að skilja, að okk- ur er þetta ekki unnt nema við fáum nauðsynlegan húsakost, landrými og annað, sem ómissandi er. Þess vegna hef ég gert þetta mál að umræðuefni í dag. Og nú vona ég, að hér rnegi brandur kveikjast af.brandi og umræður takast um það manna á meöal og á opinber- um vettvangi. Ég bið ykkur, btaðamenn, að reifa það fyrir al- þjóð manna í fullu trausti til þeirr- ar góðsemdar og vináttu, sem skól- inn héfur jafnan átt að mæta af ykkar hálfu. Og ég treysti því, að Alþingi muni taka á því méð stór- hug og skilningi, minnugt þess, hvað skó'linn hefur verið fyrir þjóð- ina á liðinni öld og hins, hvað hann þarf að verða fyrir æsku landsins á hinni næstu. — Við óskum ekki eftir neinni höll, heldur segjum við þetta: Gefið okknr það, sem við þörfnumst og okkur ber, — hinn deilda verð. — Norðmenn samfagna íslendingum Flaggað ivar mn gervallan Noreg 17. júní í tilejni af þjóðhátiðar- degi íslendinga. Auk þess dró jjöldi Norðinamui jána að hún jyrir „frœndþjóðinni á sögueynni“. Norsku blóðin birtu greinar um ísland í tilejni dagsins. Fara hér á eftir ummœli stœrstu Oslóarblaðanna. Óinnréttað húsnæði til leigu gegn innréttingu. Tilboð merkt „Innrétt- ing“ sendist blaðinu sem fyrst. Prentvillupúkinn brá sér í óþokka legan leik í Þjóðviljanum í gær, þar sem sagt var í skýringu mynd, að íorseti íslands legði blómsveig að leiði Jóns Sigurðs- sonax, en átti vitanlega að vera að styttu Jóns Sigurðssonar á Austur- velli. MORGENBLADET. Morgenlbladet segir m. a.: „Á stríðsárunum var ágætt menning- arlegt samband milli Norðmanna er dvöldu í Englandi og Norð- manna á íslandi. fslendingar sýndu Noregi mikla samúð á hernámsár- unum, og birtist hún áþreifanlega nú i gjöfum og vörusendingum til okkar. Það á einnig sinn þátt í því að Norðmenn draga fána að hún og samfagna íslendingum af öllu hjarta á hinum nýja þjóðhátíðar- degi þeirra“. NATIONEN. Nationen segir: „Fyrir stríð var samband íslands og Noregs ekki ætíð svo náið sem vera skyldi. Með upphafi hins nýja. tíma'bils friðar og samstarfs hefjast ný verk- dfni norrænnar samvinnu. Við bjóðnm ísland velkomið til þeirr- ar samvinnu. Þar skipar það mik- jlvægt sæti“. ARBEIDERBL ADET. Arbeidebladet segir undir fyrir-1 sögninni: „ísland, brœðraþjóð vor“: „Það héfur lengi í norrænni sam- vinnu verið litið á ísland sem sjálfstætt ríki og íslenzki fáninn hefur við hátiðleg tækifæri verið settur við hlið þjóðfúna hinna Norðuriandanna fjögurra. Þessi skoðun getur nú með fyllri rétti ■komið fram í norrænni samvinnu, og Island er reiðubúið til að knýta aftur þau bönd sem slitnuðu á stn'ðsárunum. Við heilsum íslandi og íána þess. íslendingar eru þræðralþjóð vor. I>að getum við Norðmenn sagt með fyllri rétti en aðrir“. DAGBL.ADET. Dagbladet segir: „Á stríðsárun- um voru hin gömlu vináttubönd milli Noregs og íslands treyst bet- ur er> áður. Eias og Norðmenn sögualdarinnar fóru til íslands til að nema þar land, biðu þeir nr'i á íslandi eftir því að merkið væri gefið til að -fara og endurheimta sinn Noreg. Atvikin höguðu því þannig, að innrás í Noreg reyndist óþörf, og því kom eigi til þess að ísland tæki þann mikla þátt í stríðssögu vorri sem búizt hafði verið við, en vilja íslendinga til að hjálpa okkur vantaði ekki. ís- lendingar tóku hjartanlega móti þeim Norðmönnum, sem flýðu vf- ir liafið frá Gestapo og til þess að ganga í norska herinn á íslandi og í Skotlandi. Fyrir það þökkum við íslendingum á þjóðhátíðar- degi þeir.ra. og við erum þess full- vissir að þegár um afstöðu íslands til hinna Norðurlandanna verður að ræða munu sannast orð Werge- lands: „Skipting er ekki skilnaður, heldur rótarstyrkur og gróska“.“ Öli norsku blöðin leggja áherzlu á þnkklæti Norðmanna fyrir Söfn- un íslendinga til lijálpar Norð- mönnum. Á fundi í Stórþinginu 16. júní flutti Nygaardsvold forsætisráð- herra skýrslu um störf stjórnarinn- ar á stríðsárunum. Hann hrósaði fulltrúum norskii stjórnarinnar á íslandi og sagði ennfremur: „ís- lendingar hafa sýnt Norðmönnum ríkt bræðraþel, veitt mikla hjálp og ágætt samstarf“. (Norsk. Telegrambyrá) 17. fútlí Framhald af 2. síðu. fjarðar. Því næst söng blandað- ur kór undir stjóm Auðbjörns Emilssonar. Þá sýndu nokkrar.litlar stúik ur vikivaka, undir stjóm Edd i Eiríksdóttuc. Þegar hér var komið var sam koman flutt í bamaskólann, vegna rigningar og fór þar fram almennur söngur. Kvöldskemmtun hófst í barna skólanum kl. 9 um kvöldið. Þar flutti Guðrún Guðmunds ■ dóttir ávarp. Margrét Friðriks- dóttir las upp. Friðrikka Sæ- mundsdóttir las upp lýðveldis- ljóð Huldu og Skúli Þorsteins- son las upp lýðveldisljóð Jó- hannesar úr Kötlum. Þá söng tvöfaldur kvartett, undir stjóm Auðbjörns Emilssonar. Um kvöldið hófst dans og stóð hann fram undir morgun. Hátíðahöldin fóru ágætlega fram, en veður var frekar voní. Daaðailys Widener bókasafnið við Harvard hásliólann í Cambridge, Mass. I). iS. .1. íslenzk bðkasýning í Haivard Stærsta háskólabókasafn veraldarinnar, safn Harvardhá- skólans í Cambridge í Bandarikjunum, hefur um þessar mundir sýningu á íslenzkum bókum. Eru þar sýndar fjölmargar gamlar og nýjar bækur, allt frá Guðbrandarbiblíu til nýjustu íslenzkra bóka. fslenzkir námsmenn, sem eru við Harvard, standa fyrir sýningunni, en sýningargipir eru allir eign skólans. Síðastliðinn sunnudag beið Sverrir T. Bergsson bílstjóri, Bragagötu 24, bana undir bif- reiðinni A 166. Tildrög þessa slyss voru með þeim hætti að Sverrir ætlaði austur yfir fjall í bifreiðinni A 166, en þegar hann kom móts við Baldurshaga bilaði bif reiðin og varð hann að fara aft- ur til bæjarins og kona hans og móð.ir, sem með honum voru í bifreiðinni. Nokkru eftir kl. 10 um kvöld ið var hann kominn upp eftir aftur með nýjan öxul í bifreið- ina, í stað þess sem brotnaði. Er svo eigi vitað hvað gerðist fyrr en klukkan 12, að bílstjóri sem fram hjá fór sá að bif- reiðin A 166 var fallin niður að aftan og þegar hann athugaði það nánar sá hann að maður lá undir bifreiðinni, og tókst bílstjóranum, með aðstoð manna er með honum voru, að ná manninum undan bifreið- inni. Læknisrannsókn leiddi í ljós að maður þessi, sem var Svemr, var Játinn. TaJið er að Sverrir hafi sett „búkka“ imdir bifreiðina og hafið viðgerð. Tvær dældir eru á afturaurbretti bifreiðarinnar, sem benda eindregið til þess að önnur bifreið hafi ekið á 'hana og hún þá fallið niður á Svei'ri. — Nóg rými var þó ú veginum til þess að komast á- rekstrarlaust fram hjá. Sýningin er haldin í hinu veglega anddyri Widener bóka- safnsbyggingiarinnar. Þar, inn- an um marmarasúlur og minn- ismerki, eru 14 sýningaskápar, sem notaðir eru til að sýr.a merka gripi úr safninu. Á neðri hæð eru skápar með ís lenzkum blöðum og tímai'itum. Aðalhluti sýningarinnar er þó á efstu hæð, og blasa íslenzkir silkifánar þar við, er menn ganga upp breiðar tröppurnar í skápum þár uppi gefur að líia kjörgrip safnsins, Guðbrandar- biblíu, og margar aði'ar gamlar ‘bækur. Þar eru einnig Ijós- myndaútgáfur Munksgaards af íslenzkum handritum, sem vakið hafa mikla athygli. í ein um skápnum eru nokkur seirmi alda handrit af íslendingasög • unum, gamlar útgáfur af þeim og þróun þeirra fram til út- gáfna siðustu áfa. íslenzkar skáldsögur eru í einum skáp, bækur um sögu og þjóðtrú 5 öðrum og þannig mætti lengi telja. Bókasafn Harvardháskóla er nýbúið að fá stóra bókasend ingu frá Reykjavík. Hafði.safr inu ekki verið haldið vel við um nokkurra ára skeið. eix fvr- ir atbeina próf. Sigurðar Nor- dals, sem var við Harvard 1931—32, gengust íslenzkir námsmenn, sem nú eru þar, fyrir því að safn skólans tæki aftur upp bókakaup á íslandi. Safnið hyggst að halda áfram fcaupum á íslenzkum bókum, og annast i Helgi Tryggvasor. bókbindari sendingu bókanna vestur. „Það er okkur mikil ánægja, að fá þessar íslenzku bækur“, segir dr. Metcalf, yfirbókavörð- ur Harvard. „Það er ætlun okk- ár að gera Haivard að miðstöð í íslenzkum nútímafræðum i Ameríku. Fiskesafnið í Cor;,- ell mun vera betra í gömlum, íslenzkum bókum, en við leggj um aðaláhei'zluna á það, sen gefið hefur verið út síðustu 100 ár eða svo“. Bókasafn Harx’ardháskóla. sem er stærsia háskólabókasaír. veraldarinnar (yfir 4 milij. eintök), á með afbrigðum gott safn af íslenzkum bókum, sennilega um 12000 eintök. Eignaðist skólinn fyrst safn dr. Konrads von Maurers, en síðan safn Kristjáns Kristjánssonar 1931. Var það gefið skólanum til minningar um prófessor William H. Schofield, sem var mikill unnandi norænna fræða. von Maurers safnið er sterkt á sviði fornbókmennta en safn Kristjáns er ágætt á svjði nú- tímabókmennta íslands, og mun standa Landsbókasafninu einu að baki sem safn blaða og tíma- rita. Sex íslenzkir námsmenn eru nú við Harvard, og stóðu nokkr ir þeirra fyrir sýningurmi að öllu leyti. Þessir sex eru. Hans Anderson í lögfræði. Benjamín Eiríksson í hagfræði, Björn Halldórsson í hagfræði, Bjöm Thors í byggingalist, Gunnar Nordal í bókmennta- fræði og Benedikt Gröndal í sögu. Sýningin hefur vakið all- mikla athygli við Harvard, enda ganga þúsundir mennta- manna um bókasafnið í viku hvei'ri. Hafa margir getið þess, að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir hversu mikil menn ing er á íslandi fyrr en þeir sáu sýninguna. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Samúöarbort Slysavarnafélags íslands kaupa flestir. í Fást hjá slysavarnadeildum J íum allt land, í Reykjavík af-j vgreidd í síma 4897.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.