Þjóðviljinn - 20.06.1945, Síða 3

Þjóðviljinn - 20.06.1945, Síða 3
Miðvikudagur 20. júní 1945. ÞJOÐ V ÍLJINN RIT8TJÓRI: \ SIGRÍÐUR ARNLAUGSDÓTTIR Tildrögin aö Landspítalanum — 17tdfal víð Ingtt Láfusdóffur — Það eru ef til vill ekki margir sem gera sér grein fyrir því, hvern þátt íslenzkar konur eiga í sjúkrahúsmólum landsins. Þær áttu frumkvæðið að byggingu Landspítalans, þær komu upp Hvítabandinu og þær stóðu fyr- ir byggingu Hressingarhælisins í Kópavogi, og nú síðast eru þær að vinna að undirbúningi bamaspítala. Þær hafa unnið að þessum málum utan pólitískra samtaka og' sigrunum hefur lítið verið flaggað eftir að þeir hafa náðst. Um þessar mundir eru 30 ár liðin síðan fjársöfnun til Lands- spítalans var hafin og bað i-g 'því Ingu Lárusdóttur að segja kvennasíðunni eitthvað frá þess um fyrstu átökum, en hún átti sæti í Landspítalasjóðsnefnd- inni. — Við byrjuðum á þessari söfnun, segir Inga Lárusdóttir, i minningu um þau réttindi sem íslenzkar konur' fengu 19. júni 1915. Fólk gerir sér ef til vill ekki grein fyrir því nú hve þörfín var' þá mikil fyrir spítala hér í Reykjavík. Þá var gaml: Landakotsspítalinn aðal spítali bæjarins. Fyrsta árið unnum við aðal- lega að því að gera söfnunina sem víðtækasta, við senduri söfnunarlista út um allt land. og árið eftir, 19. júríí 1916, þeg- ar sjóðurinn var stofnaður var upphæðin orðin kr. 23.729,09. — Hvaða konur stóðu aðai- lega fyrir þessari söfnun? — Það voru átta kvenfélög hér í Reykjavík: Thorvaldsens- félagið, Hið íslenzka kvenfélag. Verkakvennafélagið Framsókn, Hvítabandið, Kvenréttindafélag Islands, Kvenfélag Fríkirkju- safnaðarins, Lestrarfélagkvenna og Ungmennafélagið Iðum:.. Þessi sömu félög gerðu 19. júní að söfnunárdegi fyrir sjóðinn og héldu hann háfíðlegan ár hvert. Eftir tæp tíu ár var sjóðurinn oi’ðinn hátt á 3. hundrað þús. krónur. * Árið 1926 var byrjað ' að byggja spítalann. Smíðinni var hraðað eftir því sem hægt var og keppt að því að verkinu yrði lokið fyrir Alþingishátíðina 1930. Það tókst og fyrstu íbúar hans voru vesturíslenzkir gestir á Alþingishátíðinni. Sem spítali var hann ekki tekinn í notkun fyrr en um haustið sama ár. I Landspítalasjóðnum varð eftir npkkurt fé, og ætlum við okkur að láta það renna til fæð- íngardeildar Landspítalans sem nú er verið að byrja að byggja. Þessarar fæðingardeildar hefur lengi verið beðið og Reykjavík- urbær og ríkissjóður byggja hana í sameiningu. Strax fyrstu árin byrjaði fólK að gefa minningargjafir til Landspítalans og yar þá stofn- aður sérstakur sjóður, Minning • arsjóður Landspítalans. Hann ..r nú orðinn 332 þús. krónur. Hann er notaður til að styrkja þá sjúklinga spítalans sem eru hjálparþurfi. — En þetta er nú ekki nema önnur hliðin á málinu, segir Inga Lárusdóttir. Við hefðum aldrei getað knúið Landspítala- málið svo fljótt í gegn hefði Ingibjörg Bjarnason ekki setið á þingi, og við, fyrir hennar at- beina haft áhrif á fjárveitinga- vald ríkisins. Ingibjörg Bjarna son var formaður samtakanna og flutningsmaður málsins á Al- þingi, hún vann ósleitilega fyrir þetta mál alla tíð, framgangur þess var fyrst og fremst henmr verk. Kosningaréttur og kjörgengi í þrjátíu ár í gær, 19. júaí, voru 30 ár liðin síðan íslenzkar konur fengu kosn- ingarétt og kjörgengi. Sem nærri má geta fengust þau réttindi ekki barártulaust. Kvenréttindafélagið hafði hvað eftir annað sent áskor- anir til Alþingis, en ötulast allra barðist áreiðan'lega Bríet Bjarn- héðinsdóttir fyrir framgangi þessa máls. Hana má með sanni kalla fyrstu íslenzku stjórnrtiálakonuna. Hún var fyrsta íslenzka konan sem skrifaði blaðagrein og sú fyrsta sem flutti opinberan fyrir- lestur. Briet Bjarnhéðinsdóttir setti á stofn Kvennab'laðið árið 1895 og gaf það út í 25 ár. Þar er margt sem bregður glöggu Ijósi yfir bar- áttu þessara tíma, og margt sem á eins mikið erindi til íslenzkra kvenna nú í dag, eins og þegar það birtist fyrir nærri hálfri öld. Árið 1911 var krafan um kosn- ingarétt og kjörgengi kvenna orð- in mjög á dagskrá og í Kvenna- blaðinu 10. árg.þ.á. er grein eftir Petta er. skemmtileg og hentug Tveédragt. Athugið hvað ermarnar eru þröngar fram þœr gefa jakkanum alveg sérstakan svip. Jakkaermartiar eru yfirleitt þröngar i ár. Annars eru tvair ólíkar tízkustefnur uppi nú. önnur, sú enska og ameríska, feggur á- lierzluna á einfaldleika og beinar línur, lítil vídd í pilsunum, hröngar crmar o'g slcttar á öxlunum, — hin, sú franska, er af allt Öðrum toga spunnin, har er geysimikil vídd í pilsunum og ermunum, aðskorin mitti og feykistórir hattar. Skór með þykkum sólum og háum hœlum. Pað cr dálítið skrítið að tízkan sem kemur frá meginlandi Evrópu skuli vera svo íburðarmikil. Myndin' hér fyrir neðan gefur dálitla hugmynd um skó- tízkuna í París. Bríeti sem gefur glögga hugmynd um, hvernig málin stóðu. Hér fer á eftir kafli úr henni: „íslenzkar konur! Látið sjá í sumar og hausl, að þér vitið hvað þér viljið. Rekið það ámæli af okkur, sem þau blöð og þeir stjórn málamenn halda fram, sem oss eru mótdrægir, að fæstar af okkur konunum óski eftir meiri réttind- um. Um þingbímann í vetur voru nokkrir menn hér í bænum að ráð- gera að mynda félag nnóti kosn- ingarétti kvenna. Þeir voru að því komnir að mynda það, með konum sínum, en hættu við, þegar á átti að lierða. Tilgangurinn var, að fá konur almennt til að skrifa undlr áskorun til alþingis, um að veita konum ekki kosningarétt. Einn af þessum mönnum sagði síðar, að hann væri reyndar með jafnrétti kvenna en það hefði ver- ið svo gaman að „narra þær“ til að skrifa undir svona áskorun, og J)að hefði mátt fá fjölda af undir- skriítum“. — En þrátt fyrir allt tómlæti og andstöðu náði þetta réttinda- mál fram að ganga skömmu síðar. Það var 19. júní 1915, sem á- kvæðin um stjórnarfarslegt jafn- rétti kvenn'a hlutu staðfestingu konungs. :Þá var ráðherra Einar Arnórsson. Það vor héldu kvenn- félög og konur höfuðstaðarins 'há- tíðasamkomu til að fagna fengn- um réttindum, Er hér stutt sýnis- horn af ávarpsræðu frú Bríetar Bjarnhéðinsdóttir við það tæki- færi. „Mér hefur hlotizt sú sæmd, að mega ávarpa yður hér á þessum mikiivægu tímamótum okkar ís- 'lenzku kvennanna, og fegin hefði ég viljað vera þvi vaxin, að geta lá'tið endúrminningar, óskir og Vonir okkar allra bergmála svo í orðum mínum, að þau snértu ail- ar ykkar inztu og beztu tilfinn- ingar. að þau vúktu heilar fvlking- ar af björtum hugsjónum qg góðum framtíðarvonum, um' leið og þér minnist liðna bímans með öllu hans striti og stríði, gleði og sorgum. Þegar vér í dag í glóbjarta góðviðrinu, stöndum hér fvrir framan þinghúsið, til }>ess að halda minningarhábíð þess, að vér séum orðnar löglegir borgarar íslands, með fullum rétti til að vinn'i sameigmlega að öllum þess velfeiðarmálupi með bræðr- um vorum, J>á verður það fvrst og' síðast Alþingi og bess leíðandi menn, sem vér þökkum þessi stóru réttindi: Skúla Thoroddsen fyrir hans J>rautseigu liðveizlu fyrr á tímum, þegar hann mátti tala út i bláinn, án þess að heyra annao en h'ljóm sinna eigin orða. Hannesi Hafstein, stnn bæði sem ráðherra og þingmaður hei'ur stutt að beztu málalokunum fyrir mál vor kvennanna, og nú síðast vorum núverandi ráðherra, sem hefur boxið málið fram til sigurs, gegnum allar öldur hins ókyrra pólitíska hafs, og bjargað því heilu í höfn. Það er }>ví með glaðri von og trú, sem vér tökum við þessúm réttindum þótt þau til að byrja með séu ekki eins útfærð og vér hefðum óskað. — Alþingi íslands, þessi kjörgrip- ur íslenzku þjóðarinnar. hefur svnt sig velviljað í vorn garð, og vér óskum einskis fremur, en að fá að vinna að sameiginlegum landsmálum með bræðram vorum, undi; löggjafarvaldi }>ess. Vér vit- um vel. að }>að er fjöregg frelsis íSlenzku þjóðarinnar sem vand- Lega ber að varðveita að hvorki brákist né brotni, og vér konur múnum ekki revnast því ótrárri liðsmenn en bræður vorir. Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bifiðerni saman að öllum lands- málúm, bæði á heimilunum og á Alþingi“. Matarupp- skríftír MEXÍKÖNSK POTTSTEIK 2 kg. kjöt (eins og það kemur fyrir með beinum). 2 matsk. hveiti. 3 matsk. feiti. 1 meðalstór laukur, sneiddur. 1 bólli söxuð steinselja. 3 bollar tómabmauk. IV2 tsk. Warchesterhire sósa. 1 tsk. salt. !4 tsk. pipar. Núið hveitinu vel inn í kjöt- bitana, brúnið kjötið og lauk- inn í feitinni í þungum potti, blandið saman kryddinu og bæt ið þvi í pottinn, setjið hlemm ■á pottipn og látið sjóða við heldur lítinn hita þar til kjöt- ið er mátulega meyrt. SOYABAUNABIJÐINGUR (fyrir fjóra) Hakkið tvo bolla af soðnum soyabaunum. Bætið í: 2 tsk. brytjuðum lauk. 3 hrærðum eggjarauðum 1 tsk. salt !4 tsk. pipar 2 matsk. pétursselja eða ann- að grænmeti. Stífþeytið eggja hvítur og blandið þeim lauslega saman við. Bakið í ofni við hægan hita. ea. 1 klst.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.