Þjóðviljinn - 07.07.1945, Síða 6

Þjóðviljinn - 07.07.1945, Síða 6
6 Laugardagur 7. júlí 1045. ÞJÓÐVILJINN f, . ■ -.-.— —=ggs=_....- -- ■ ■■■ = ? PEARL S. BUCKí I ÆTTJARÐARVINUR 1- ■■■■ ' ' -r..-r-.„ - ■ :r-;, • : ", ■ • .- Selma Lagerlöf: Lappi og Gráfeldur grein, hrópaði á eftir þeim: „Þarna fer hann Grá- feldur, sem hefur eyðilagt skóginn. Gráfeldur hef- ur eyðilagt skóginn.“ Lappi hélt, að sér hefði misheyrzt en rétt í því kom héri á móti þeim. Hann nam staðar, sperrti eyrun og hrópaði: „Þarna fer hann Grá- feldur, sem hefur eyðilagt skóginn.“ Síðan þaut hann burt eins og örskot. „Hvað eiga þeir við?“ spurði Lappi. „Eg veit það ekki með vissu“, svaraði Gráfeld- ur. „En ég held að smádýrin séu mér reið, vegna þess að það voru mín ráð að leitað var hjálpar mannanna. Felustaðir smádýranna og heimkynni hafa eyðilagzt, þegar neðstu greinar trjánna voru höggnar.“ Þeir urðu enn samferða dálítinn spöl. Og Lappi heyrði þetta sama úr öllum áttum: „Þarna fer "Gráfeldur, sem hefur eyðilagt skóginn“. Gráfeldur lét sem hann heyrði þetta ekki. En nú þóttist Lappi vita, hvers vegna hann væri svona dapur. „Heyrðu, Gráfeldur,“ spurði Lappi. „Hvers vegna segir snákurinn að þú hafir drepið þann, sem honum þótti vænst um?“ „Það veit ég ekki,“ svaraði Gráfeldur. „Eg er ekki vanur' að drepa neinar skepnur.“ Þeir mættu gömlu elgjunum: Kroppinbak, Hornalang, Háralang og Heljarsterk. Þeir komu lötrandi í sporaslóð. „Lifið heilir í skóginum,“ kallaði Gráfeldur til þeirra. „Lifðu heill sjálfur,“ svöruðu elgirnir. „Við ætluðum einmitt að hitta þig og tala við þig um skóginn.“ „Við höfum nefnilega frétt,“ sagði Kroppin- bakur, „að níðingsverk hafi verið unnið í skógin- um og þess hafi ekki verið hefnt. Því hefur þessi ógæfa komið fyrir skóginn“. VfátCgPETTA Margar miðaldakirkjur voru með aukadyrum, sem kallaðar voru „dyr djöfulsins“. Voru þær sérstaklega til þess gerðar, að fjandinn gæti . forðað sér skemmstu leið út, undir skírnar athöfn, um leið og guðsmóðir barnsins bar fram bænina um, að það yrði frelsað frá djöfl- inum og öilu lians athæfi. Slík- ar dyr eru, til dæmis, á gamalli kirkju í Cornwall, sein stendur «nn í dag. TÍT A gröfum Inkahöfðingja í Suður- Ameríku liafa fundizt lokaðir drykkjarbikarar, þannig gerðir, að þegar drukkið er af þeim, streymir loft inn gegnum pípu og við það kemur hátt bfísturshljóð. Hefur jiví verið hávaðasamt í veizlum þeirra. TÍr Eitthvert stærsta líkneski er Buddhálíkneski í Beppu í Jap- an. Auðmaður nokkur, Eliza- buro Okomato, varði til þess mest öllum eignum sínum c’kki alls fyri.r löngu, að láta reisa það. Líkneskið er 28 metra hátt og jafnt að þvermáli og ■hæð. — Budd'ha er þannig vax- inn. Ilver þumalfingur líknesk isins er tveir metrar að ummáli. skrifstofunni. Og I-wan hafði dregið sig í hlé, til þess að forðast árekstra. Honum sárn aði þetta þó. Að vísu hafði hann allt að því sömu laun eftir sem áður, en Bunji fékk hærri laun. Honum gramdist þó enn meira að Tama tók þessu eins og sjálfsögðum hlut. „Það var fallegt af föður mín um að lækka ekki laun sín, þó að Bunji sé kóminn aft- ur,“ sagði hún. I-wan gat ekki komið henni í skilning um, að hann ætti erfitt með að vinna und- ir stjóm Bunjis. Nú varð hann að spyrja Bunji, hvaða skipanir hann ætti að gefa skrífstofumönnunum og þeir fóru til Bunji en ekki til hans. En verst var þó áð' sætta sig við þá breytingu, sem orðin var á Bunji. Áður fyrr hafði hann tekið öllu létt og gert sig ánægðan með flest. Nú vakti hann með smámunasemi og óánægju yf ir öllu. Einu sinni ávítti hann I-wan harðlega fyrir það að hafa ekki sjálfur verið við að búa um ódýra leirdiska, sem sendir voru verzlun í New-York. I-wan brosti: „Þú hefur oft vanrækt miklu meira. Manstu ekki þegar Aiko var að finna að við þig?“ ,„Herinn hefur kennt mér annað,“ svaraði Bunji og gekk inn á skrifstofu sína. Hann hafði beðið um að fá að vera einn á skrífstofunni, en I-wan var látinn flvtja inn á skrifstofu til tveggja annarra starfsmanna. Það var ekki eins auðvelt að um- gangast Bunji nú og í gamla daga. Þessi breyting, sem orðin var á Bunji kom í ljós -á margan hátt og olli I-wan mikillar mæðu. Heimilið vax eina gleði hans og athvarf. Þegar hann kom heim var Tama jafnan örœum kafiii, svo mikil var umhyggja henn ar fyrir honum og barni henn ar. Hún bar skyn á allt, sem við kom daglegu lífi og fyr- irhyggja hennar brást aldrei. Þetta varð til þess, að hann hafði það á meðvitundinni, þegar hann lagði af stað á morgnana, að hann væri ör- uggur og rótgróinn á he.imili síhu- Og þegar hann kom heirii, <agði hún horium frá viðburð- um dagsins, þannig að honum farinst hann sjálfur taka þátt í félagslífi manna, þó að hann í raun og veru þekkti engan. Þá var ekki minnst um vert að fylgjast með öllu því, sem barnið tók sér fyrir hcndur. Drengurinn hafði hlotið nafn- ið Jojiro og var kallaður Jiro. Hann skyldi þegar nafn sitt og Tama var hreykin, þegar hún sagði frá því, að hann væri erfiður, vegna þess að hann hefði farið að skriða allt of snemma. Það benti á, að hánn mundi verða farinn að ganga áður en hann yrði ársgamall, en það mátti hann. ómögulega og var mikil fvrirhöfn að koma í 'veg -fyrir það. Drengur- inn öskraði þegar honum var meinað þess. Han'ri varð alltaf æfur, ef hann fékk ekki, það, sem hann heimtaði. ,,Það er vegna þess að þú ert Kínverji, Jiro“, sagði I-wan einu sinni þegar drengurinn var farinii að naga hund úr pappa, sem honum hafði ver- ið gefinn og átti að vaka yfir draumum hans, þegar hann svæfi. „J'á, það er einmitt það“, sagði Tama. Hún rak upp hljóð, þegar hún sá hvað dreng urinn var að gera og þreif hundinn af honum. „Japönsku barni mundi áreiðanlega ekki detta í hug, að éta hund, sem ætti að-vaka yfir því“, bætti hún við. Jiro orgaði áf ölluin kröftum. I-wan hefði ekki getað kvart að um, að fólk, sem hann mætti úti á götunni, sýndi honum ann að en kurteisi. Sama. var að segja um búðármennina, þegar hann kom inn í búð. til að kaupa sér vindlinga eða leik- föng handa Jiro. Hvers vegna liafði hann þá fengið þá hug- mynd, að þessi kurteisi væri ekki hin sáma og áður? Hánri var heldur ekki viss um það, að fremur en lianri gat fullyrt, að Muraki væri breyttur í fram komu gagnvart honum. Tama hafði sagt, að liann minntist á -það: „þú ímyndar þér atls kon ar vitleysu. Faðir minn.er orð- inn gamall og gamalmenni verða alltaf kuldaleg í fram- komu. Það er allt og sumt. Hann er svona við mig líka“. I-wan sætti sig við þessa skýr irigii fyrst í stað. En hann gat það ekki til lengdar. Hann komst að raun uin, að Bunji hlyti að vera orsök í þessu og hann ásetti sér að tala við hann. Nú óskaði hann þess stundum, að hann hefði aflað sér vina utan Murakifiölskyld- unnar. Hann skiptist á orðum við örfáa menn, þegar hann hitti þá' í Ieikhúsi eða á kaffi- húsi. Þeir yissu, að hann var tengdasonur Muraki. Og eftir að Muraki dæi mundu þeir á- líta 'hann fyrst og fremst sem mág Bunjis. Það var ekki skemmtileg tilhugsun, nema því aðeins, að Bunji yrði líkur því sem hann var. Ilann knúði þessar hugsanir burt með valdi og hélt áfram vinnu sinni. Ilér hafði hanri starf, og góða Stöðu var ekki auðvelt að fá eins og sakir stóðu. Því ásetti hann sér að um'bera Bunji. Áður en Bunji fór í ófriðinnj var hann unglingur, sem varla gat bragðað víri, án þess að hann svimaði eða yrði að minnsta kosti syfjaður. En nu 'drakk han.n mikið og þ'að korrj oft fyrir, að hann kom á skrifj stófuna rauður í andliti, orgaðj upp skipanir sínar og hló óeðli-j lega hátt. Einu sinni rak hanij höfuðið inn um dyrnar hja I-wari og kallaði: „Þarna situr þú. Þú stritar eins og gamall maður. Ilvao hefur Tama gert úr þér. Einij sinni varstu góður kunningij Nú ertu bara maðurinn konj unnar þinnar“. Bunji skellihló en báðir skrif- ararnir lutu dýpra yfir vinnij sína og létu sem þeir hvorki sæju né heyrðu. ,,Eg ,er líka .faðir Jiros“, .svar aði I-wan og brosti ofurlítið. „Eins og hver maður verði ekki fyrr eða seinna faðir“, sagði Bunji. „Hættu nú að vinna, I-wan og komdu“. „IIvert?“ spurði I-wan. „Komdu með mér á kaffihús. Ekki að vinna lengur — og þið getið líka hætt að vinna“, sagði hann við báða skrifarana. Þeir risu á fætur lineigðu sig en stóðu kyrrir. I-wan þagði. Hann vissi, að þeir mundu taka til vinnu sinnar, undir eins og hann væri farinn og lialda áfram til klij'kkan fimm. Þá voru þeir vanir að hætta. En sjálfur ætlaði hann að fara með Bunji. Nú fékk hann loksins tækifæri til þess að tala við hann og komast að því hvernig liann var orðinn svona breytt- ur. Hann stóð á fætur og tók hatt sinn. „Eg kem“, sagði hann. Og hann leit á skrifar- ana, svo að þeir skyldu, að hann yrði að hlýða, þegar son- ur vérzlunareigandans kallaði á hánn. Það var komið haust og götusalarnir báru á herðunum körfur með crysantemer í pottum af öllum stærðum og litum. Rétt eftir að þau Tania og hann giftu sig, fyrir tveim- ur árum, h'öfðu þau keypt ohrysantemer og gróðursett í garðshorni. Nú höfðu blómin sáð út frá sér og breiddu úr sér í mörgum litum. En Mura- ki hafði ekki verið hrifinn af þessum blómiim. „Svona skraut . eyðileggur svip garðsins“, sagði hann. En Tama vildi, að blóm- in væru þarna og því voru þau kyrr.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.